Dagblaðið - 28.01.1980, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 28.01.1980, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. JANÚAR 1980. Frumsýning íslenzku kvikmyndarinnar Land og synir: FRUMSTÆÐ 0G HEILLANDI í EINFALDLEIKA SÍNUM — þáttaskil hafa orðið í íslenzkri kvikmyndasögu LANDOGSYNIR gerðá íslandi 1979 Leikst|óri: Agúst Guðmundsson. Kvikmyndataka: Sigurður Sverrir Pálsson. Aðalhlutverk: Sigurður Sigurjónsson, Guðný Ragnarsdóttir. Sýningarstaður: Austurbæjarbió. íslenska þjóðin er nú að upplifa sögulega tíma, hún er að eignast þjóðlega kvikmyndagerð. En með til- komu kvikmyndasjóðs hafa greini- lega orðið þáttaskil i íslenskri kvik- myndasögu. Fyrsta afkvæmi kvik- myndasjóðs stökk alskapað úr höfð- um nokkurra ofurhuga sl. föstudags- kvöld i Austurbæjarbíói þegar kvik- myndin Land og synir var frumsýnd. Ekki er hægt að segja annað en af- kvæmið sé sköpurum sínum til mikils sóma og jafnframt verðugur skerfur til kvikmyndagerðar í landinu. Menn biða nú spenntir eftir að sjá hinar kvikmyndirnar tvær sem styrk hlutu úr kvikmyndasjóði og ef þær eru jafnvel heppnaðar og Land og synir þá er fyrsti kaflinn í nýrri kvik- myndasögu hafinn að maður tali nú ekki um ef Rósku og félögum tekst það þrekvirki að kvikmynda Sóleyju án opinberra styrkja. Land og synir Eins og flestum er kunnugt er Land og sýnir gerð eftir samnefndri skáld- sögu lndriðaG. Þorteinssonar. Sögu- sviðið er Skagafjörður einhvern tíma fyrir síðari heimsstyrjöld, þegar mikil umskipti eru í nánd, íslenskt bænda- samfélag er að líða undir lok. Bændurnir flosna upp einn af öðrum og leita til kaupstaðanna. Myndin segir okkur frá feðgum sem búa kvenmannslausir á bæ einum þar i sveitinni. Faðirinn er kominn á gam- als aldur en sonurinn á giftingarald- urinn. Meðan sonurinn fer i göngur deyr gamli maðurinn og verður það til þess að ungi maðurinn ákveður að bregða búi og flytjast suður til Reykjavikur þó svo hann sé ástfang- inn upp fyrir haus af heimasætunni á næsta bæ. Hún ber sömu tilfinningar til hans og ákveður að fara með l ' / ....................................... honum suður. En þegar á hólminn er komið skiptir hún um skoðun og hann fer einn áleiðis til Reykjavikur þar sem hann fer líklega að keyra leigubíl. Tíðarandinn Ágústi og félögum tekst mjög vel að laða fram tíðarandann á þessum árum. íslenski bóndinn kemst mjög vel til skila með alla sína þrákelkni og seiglu. Ungi maðurinn er mjög dæmi- gcrður bóndi, þ.e.a.s. þegar hann hefur ákveðið eitthvað þá verður ekkert frá því hvikað. Einnig eru samtöl mjög dæmigerð og lýsa þessu fólki vel. Þeir áhorfendur sem hafa kynnst sveitalífi eiga eflaust mjög auðvelt með að lifa sig inn í myndina. Manngerð eins og gamli bóndinn var til á hverju sveitaheimili á þessum tima og er það mjög lýsandi fyrir hann og hans kynslóð þegar hann vill ekki fara óþveginn til læknis þó svo Friðrik Þ. Friðriksson Kvik myndir hann sé nær dauða en lifi. Kvik- myndataka Sigurðar Sverris er mjög góð, sérstaklega eru mörg myndskeið frá göngum vel útfærð og haust- stemmningin kemst vel til skila. En það er einmitt hauststemmningin sem gerir andrúmsloftið i myndinni svo sérstakt. Kvikmyndin LandogSynir hefur eitthvað sérstakt yfirbragð sem er í senn frumsætt og heillandi í einfaldleika sinum, líkt og sveitalifið á þessum lima. íslensk Ef maður leitar samanburðar við; erlendar kvikmyndir þá dettur undir- rituðum helst i hug íranskar kvik- myndir (áður en Khomeini komst til valda). En þær hafa mjög sérstakt yfirbragð sem minnir mig á Land og syni. Það kæmi mér ekki á óvart að Land og synir ættu eftir að fá góðar viðtökur erlendis þvi þetta er svo innilega islensk kvikmynd. Morðsaga t.d. hefði aftur á móti alveg eins getað verið sænsk framleiðsla. En í I.andi og sonum er allt íslenskt, landslagið, húmorinn, manngerð- irnar og höfundarnir. Og til þess að islensk kvikmyndagerð fái viður- kenningu erlendis er það miklu væn- legri leið til árangurs að höfundar vinni kvikmyndir sinar upp úr is- lenskum menningararfi heldur en að burðast við að eftirapa það ómerki- legasta sem gert er erlendis. Lokaorð Það er ekki hægt að gera upp á milli einstakra leikara, þeir standa sig allir ágætlega hvort sem þeir bera tit- ilinn atvinnu- eða áhugaleikari. Tón- listin er ágæt á köflum og sérstaklega á gangnaatriðinu sem er fallegasti kafli myndarinnar. Hljóðið sem ofl hefur verið aðalgalli á íslenskum kvikmyndum er hér nijög gott. Það er vonandi að islenska þjóðin sé ekki orðin svo heilaþvegin af vestur- heimskri menningu að hún meti þessa ágætu kvikmynd að verðleikum og ANARKISTINNI HJÖRTUM OKKAR Leikfólag Akureyrar: PÚNTILLA BÓNDI OG MATTI VINNUMAÐUR Alþýðuleikur eftir Bertolt Brecht. Tónlist: Paul Dossau. Leikritið þýddi Þorsteinn Þorsteinsson. Lýsing: Ingvar B. Björnsson. Leikmynd og leikstjórn: Hallmar Sigurðsson. Leikrit Bertolt Brechts um Púntila burgeis og hans dygga þegn, Matta, gengur út frá ofur-einfaldri sálfræði- legri athugun eða alhæfingu sem vel má vera rétt og raunhæf og vanda- laust er, ef menn vilja, að leggja út í félagslegu eða pólitísku samhengi. Eðli drykkjumanns er klofið, hann rúmar tvo menn sem sifelldlega berj- ast um völd og yfirráð yfir ævi hans. Þegar burgeisinn drekkur frá sér vit og rænu er hann mennskur maður, aðeins þá er hann með sjálfum sér, ódrukkinn er hann villidýr i manns- mynd og sjálfum sér verstur um leið. Því að burgeisinn þjáist sjálfur af mannvonsku sinni rétt eins og kúguð og kvalin alþýðan, þjóðfélagið sjálft undir óstjórn hans. Aðeins með þvi að setja niður ofsa og hafna yfir- ráðum hans er von til þess að mann- legt samfélag komist til sjálfs sín. Þá verður alþýðan sinn eigin herra og húsbóndi þegar hún hefur sjálf stjórn á ævi sinni. En hvað sem líður pólitískri merk- ingu málsins og meintum boðskap i Púnlila og Matla er leikurinn um þá kumpána fyrst og fremst og umfram allt alþýðlegur skop- og ærslaleikur. Á hinum fáránlegu tiltektum og fyndninni í leiknum veltur allt annað. í verki eru hinar einföldu sálfræði- legu og félagslegu alhæfingar leiksins forsendur fyrir eða tæki til þeirrar persónulýsingar, persónusköpunar í leik sem leikritið snýst að réltu lagi um. Púntila er klassiskur fylliraftur, stjórnleysinginn sem býr hjarta nær með okkur öllum og borgaralegir bú- skaparhættir og siðerni leyfa alltof sjaldan að leika lausum hala. Með öðrum orðum sagt: bæði skopið og ærslin og hin pólitíska boðun og skoðun i Púntila helgast af því að við þekkjum sjálf okkar i honum, sál- fræðilegri raunsýni mannlýsingarinn- ar í sjónarmiðju leiksins með öllum hans ærslum og öfgum. Sýning Leikfélags Akureyrar á Púntila og Matta á föstudaginn var einhver ánægjulegasta leiksýning sem ég hef lengi séð þar nyrðra. Og sigur leiksins réðst af því að leikfélagið reyndist eiga á að skipa skopleikara sem vald hafði á hinu kröfuharða aðalhlutverki og af skynsamlegum skilningi leikstjórans á viöfangsefn- inu eftir efnum og ástæðum leikhóps- ins. Sýningin er frumraun ungs leik- húsmanns, Hallmars Sigurðssonar sem nýkominn er heim frá námi, og fékk ég ekki betur séð en sviðsetning hans væri i öllum meginalriðum fag- mannlega unnið verk sem umfram allt auðkenndist af skynsamlegum skilningi á möguleikum og takmörk- unum hins sundurleita leikhóps. Leikfélag Akureyrar hefur undan- farin ár verið á millibils-áslandi á milli upprunalegs áhugamanna- og eiginlegs atvinnuleikhúss sem enn er ekki lokið, og fer ekki hjá því að þessar kringumstæður setji svip á fari ekki að bera hana saman við ómerkilegar afþreyingarmyndir sem tröllriða kvikmyndahúsum hér. Að lokum er rétt að óska öllum aðstand- endum til hamingju með vel unnið verk og hvetja fólk til þess að upplifa þá sjaldgæfu tilfinningu að sjá al- islenska kvikmynd. Aðalleikendurnir Sigurður Sigurjónsson og Guðný Ragnarsdóttir. Mynd: Jón B. Halldórsson. Borið úr kirkju. „Sr.” Indriði G. Þorstéinsson gengur á eftir kistunni. DB-mynd: ARH. hverja sýningu þess af annarri. Þá veltur að sjálfsögðu mest á raunhæfu mati leikforuslunnar á hverjum tima á raunverulegri getu og verðleikum leikhópsins, hvað er á valdi hans að gera og hvað ekki. 1 þessu efni sem mestu skiptir hygg ég að samstarf Hallmars Sigurðssonar með i.eik- félagi Akureyrar hafi lekist einkar farsællega. En fróðlegt væri ef hann fengi þessu næst tækifæri til starfa i öðruhvoru leikhúsinu i Reykjavik, þar er líka þörf og svigrúm fyrir mann með menntun og hæfileika hans. í meðförum Hallmars Sigurðs- sonar og Leikfélags Akureyrar varð Púntila og Matti stilfærður farsa- leikur sem fyrst og fremst snýst tim uppmálun hins hróplega fylliralts i sjónarmiðjú leiksvtw. Theodór Július- son held ég að sé tiliolulega nýkom- inn til st.irfa með leikfélaginu og hef ekki fyri séð hann í slóru hlutverki. Auðvitað mætti hugsa sér að Leik- félag Akureyrar hefði getað fengið leikara úr Reykjavík til liðs við sig i hið stóra hlutverk, Róbert Arnfinns- son, Gísli Halldórsson eru nöfn sem fljótt koma upp i hugann. En satt best að segja fannsl mér meir til þess koma að sjá hcimamann i hlut- veikinu, af því að Theodór Júlíus- son reyndisi hafa vald á meginat- riðum þess, ráða nógri skoplækni lil aðgera Púnlila skil. Augljóslega er Theodór Júl- iusson rnikill hæfileikamaðúr — þótt að visu verði Púntila næsta ein- föld manngerð i meðförum hans, lýsingin ansi einhæf þegar liður á leikinn. Samt leiddi Theodór skýrl i Ijós það sem mestu skipti, klofið, veilt og hálft eðli Púntila bónda, um- komuleysingjann undir skel burgeiss og stórbokka. Púntila þarf á Matta að halda lil að vcrða mennskur maður. Matti þarf hins vegar umfram alll að losa sig undan valdi og forræði Púntila til að vcrða maður með niönnum. Af- drif Súrkala rauða skera úr: það sýnir sig að anarkistinn, fyllirafturinn Púntila er ekki heldur frjáls, uppreisn hans gegn hinu borgaralega sam- lélagi er í rauninni marklaus, hann er ekki herra þess fagra Finnlands, sem liann sér í sýn af Hatelma-ljalli i lokaatriði sýningarinnar. Mér linnsl Þráinn Karlsson fara ljóst og fallega með hlutverk Matta, liins mennska manns í siilfærðum skripáheimi leiksins. F.n liitiu er ekki að ncila að eins og áherslur falla í leiknum verður hlut- verk Matta fyrst og frcmst til skýr- ingar og stuðnigns við hina skop- næmu og litskrúðugu lýsingu Púntila sjálfs. Málslaður hversdagslegrar skynsemi, mannlegra tilfinninga verður að víkja fyrir öfgunum í heimi burgeissins. Púntila og Matti er fjölskipuð leik- sýning þótt önnur hlutverk séu lítil á við þessi tvö. Eins og gerist á Akur- eyri er nokkuð misskipað í hlutverkin og þau fara sum hver og sum einstök leikatriði fyrir litið, flutningur söngv- anna í lciknum var sömuleiðis ansf viðvaningslegur. En það sem miður fór af þessu tagi varð ekki til að spilla því sem vel og ágætlega tókst, öfga- fenginni lýsingu leiksins á óleysanleg- um mótsögnum hins borgaralega samfélags sem Brecht er að yrkja úm hér eins og endranær. Og Svanhildur lóhannesdóttir, Geslur .lónasson, Viðar Eggertsson, Sigurveig Jóns- dóttir leiddu i sínum hlutverkum skýrt og skilmerkilega i Ijós stíl- færðar manngervingar yfirstéttar og alþýðu, höfðingja og lýðs i þessum heimi. Þannig varð lika sýning Leik- lclags Akurcyrar það sem leikritið umfram allt verður að vera: afbragðs góð skemmtun í leikhúsinu. -/ -r

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.