Dagblaðið - 28.01.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 28.01.1980, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. JANÚAR 1980. Verðkönnun: Félagsmenn i Borgarfjarðardeild Neytendasamtakanna eru mjög áhugasamir um neytendamúl og hafa gefið út fréttabréf i tvö ár. t fréttabréfinu er að finna marg- víslegan fróðleik um neytendamál. Meðfylgjandi mynd er tekin af kauptúninu. Meinar Neyt- endasamtökum að f ramkvæma verðkönnun — Kaupmaðurínn skellti á blm. er hann var spurður um ástæðuna „Ég hef orðið var við ýmsar vit- leysur í þessu og hef orðið fyrir því að fólk hefur komið og beðið um vöru á miklu lægra verði en fást i verzluninni,” sagði Jón Eggertsson káupmaður í Borgarnesi, er DB spurði hann hvers vegna hann meinaði Neytendasamtökunum að. gera hjá sér verðkönnun. Eins og kemur fram annars staðar hér á síðunni eru verðkannanir gerðar i verzlun Jóns þrátt fyrir bann hans. Jóhannes Gunnarsson for- maður Bo.rgarfjarðardeildarinnar sagíú^í viðtali við DB að samlökin hafi orðið að kaupa þær vörur sem i könnuninni'væru, til að geta borið saman verð við það sem er í öðrum verzlunum á staðnum. Sagði hann samtökin una þessu ástandi illa og dró i efa að kaupmanni væri stætt á að banna samtökunum eftirlitsstörf. Jóhannes kannaðist ekki við að um vitleysur hefði verið að ræða i verðkönnunum sem gerðar hafa verið i Borgarnesi, en þær eru nú um tólf talsins. Við báðum kaupntanninn að nefna okkur dæmi um vitleysur úr verðkönnun Neytendasamtakanna en þá svaraði hann orðrétt: ,,Það eru ýmsar ástæður sem liggja til þess að ég vil ekki taka þátt í þessu. Ég er ekki tilbúinn að svara því nú á stundinni. Ég má ekki vera að þessu,” og svo skellti kaupmaður- inn símanum á okkur. Okkur þykir þetta ekki sérlega kurteisleg framkoma, en vel má vera að kaupmaðurinn hafi verið mjög upptekinn, því þettta var á miðjum föstudagseftirmiðdegi. Þykir okkur sem þetta sé dæmi um þá tortryggni sem margir kaupmenn sýna verðkönnunum. Er engu líkara en að þeir telji að verið sé að væna þá um svindl. Hins vegar höfum við orðið vör við að margir kaupmenn hafa skipt algjörlega um skoðun þeg-’ ar þcir hafa lagt málið niður fyrir sér og sjá að ekki er nema gott eitt um vcrðkannanir að segja. -A.Bj. V Danski rithöfundurinn ERIK ST/NUS flytur fyrirlestur í Norræna húsinu þríöjudaginn 29. janúar kl. 20.30 og nefnir Rejser pá jorden. Þar fjallar hann um eigin ritverk. ✓ Næsta hW verð- munur milli verzl ana í Borgamesi Sá aðili hér á landi sem er einnaj duglegastur við verðkannanir er án efa deild Neytendasamtakanna í Borgarnesi. Okkur hefur borizt fréttabréf Borgarfjarðardeildarinnar þar sem birt er verðkönnun frá 15. jan. sl. Kannað er verð á þrjátiu og tveimur vörutegundum í fjórum verzlunum. Verzlanirnar eru Kjörbúð Kaupfélags Borgfirðinga, vörumarkaður K.B., Neskjör og verzlun Jóns Eggerts- sonar. í könnuninni er tekið fram að verðkönnun hafi ekki verið heimil í verzlun Jóns Eggertssonar, en þær vörur sem með eru í könnuninni frá þeirri verzlun voru keyptar 15. og 16. janúar. Þessi verzlun hefur áður meinað neytendasamtökunum að gera hjá sér verðkönnun. Er það næsta furðuleg ráðstöfun að verzlun skuli komast upp með slikt. Við rannsókn á verðkönnuninni kemur i Ijós að næsta lítill verðmunur er á milli verzlana i Borgarnesi yfir- leitt. Á heildartölum munar sára litlu nema hvað verzlun Jóns Eggerts-1 sonar er lægst þegar verð allra vörutegundanna er lagt saman. Munur á einstaka vörutegundum Helzti verðmunurinn sem er í könnuninni er að 82 kr. munar á 350 gr af hrísmjöli, 88 kr. á einu kg af kartöflumjöli, 90 kr. á tveimur kg af rúgmjöli, 185 kr. á 500 gr af kornflesk og 180 kr. á 340 grafcoco puffs. Á lyftidufti munaði talsverðu eða 148 kr. á 450 gr af lyftidufti, 77 kr. á kaffipakkanum sem vegur 250 gr, 58 kr. á 400 gr af mjókurkexi, 91 kr. á hálfdós af rauðkáli og 122 kr. á 300 gr af maískorni, 51 kr. munaði á minnstu tómatsósuflöskunni. Á kókómalti, 453 gr munaði 275 kr., ódýrustu eggin voru á 1000 kr. en dýrasta kg var á 1690 kr, sem er nokkuð mikill mismunur. Þá munaði 85 kr. á 680 gr pakkningu á Þvol uppþvottalegi og 204 kr. á 225 gr Lux sápuspónum og hvorki meira né minna en 105 kr. munaði á 90 gr túpu af tannkremi. -A.Bj. VEROKÖNNUN 15. JANÚAR 1980 Vörutectund Kjörbúð KB Vörumarkaður KB Neskjör Verslun Jóns Eggertssonar Sykur 2 kq. 725/- 627/- 670/- Flórsykur, Dansukker 1/2 ka. 274/- 244/- í lausu 222/- . 257/- Pama hrísmjöl, 350 ar. 347/- 309/- 265/- Kartöflumjöl, 1 ka. 592/- 527/- 615/- Rúgmjöl, 2 ka. 696/- 620/- 710/- Rivtr Rice hrísarjón, 454 ar. 265/- 2 36/- — 260/- Solgryn haframjöl, 950 gr. 663/- 590/- 640/- Korn flakes Coon 500 ar. 1231/- Coon 500 ar. 1045/- Robertsson 375 or. 860/- 500 ar. 1147/- Coco Puffs 340 ar. 953/- — 226 crr. 595/- 340 ar. 895/- 340 gr. 1075/- Ilma brauðrasn, 160 ar. 270/- 235/- 245/- Royal lyftiduft, 450 ar. 668/- 576/- 650/- 520/- Royal karamellubúðinqur 179/- 154/- 180/- Maaqi asparqussúpa 234/- 199/- 212/- Vilko sveskjuqrautur 353/- 319/- 395/- 275/- Braaakaffi 250 qr. 932/- 876/- 855/- Frón mjólkurkex 400 ar. 426/- 368/- 421/- 415/- Frón kremkex 4 39/- 379/- 4 38/- 445/- Ora fiskbollur stór dós 760/- 684/- 745/- 740/- Grænar baunir Coop 850 gr. 483/- Coop 450 or. 277/- 850 ar. 523/- K. Jónsson 850 ar. 515/- Ora 850 gr. 470/- Ora rauðkál, hálf dós 504/- 519/- 595/- Ora maískorn, 300 nr. 442/- 381/- 4 35/- 430 gr. 458/- 300 qr. 320/- Vals tómatsósa, minnsta tea. 449/- 446/- 440/- Egils ávaxtasafi, 1 ltr. 824/- — 820/- Kókómalt Quik 453 gr. 931/- Quik 453 gr. 803/- Hershey's 453 gr. 1078/- Quik 226,4 gr 415/- 453 gr. 830/- Egg 1 kg. 1000/- — 1690/- 1550/- Sardínur í olíu K.jóns. 106gr 338/- — 340/- 310/- C-ll þvottaefni 3 kg. 2602/- 3 kg. 2302/- 10 kg. 7990/- 3 kq. 2397/- Þvol uppþvottalöqur 680 qr. 365/- 413/- — 328/- Lux flögur 425 qr. 924/- 720/- 910/- Vim ræstiduft, 297 qr. 287/- 275/- 299/- Colgate fluor tannkrem 90 gr-. 500/- 429/- — 140 gr. 615/- 90 qr. 395/- Regin kiósettpappír 157/- 139/- 159/- 135/- Ofangreindar vörur hjá Verslun Jóns Eggertssonar voru keyptar í versluninni 15. og 16. janúar, þar sem verðkönnun var ekki heimiluð. Allir velkomnir N0RRÆNA HÚSIÐ

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.