Dagblaðið - 28.01.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 28.01.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. JANÚAR 1980. Eru kjarasamningar bara liður í reikningsdæni þjóðhagsspekinga? í júlí 1979 gengu kjarasamningar BSRB og rikisins úr gildi. Samnings- tími þessa samnings var bundinn í lögum — gildistími tvö ár — frá 1. júlí 1977 til l.júlí 1979. Það var og er kappsmál ríkis- valdsins að gildistími kjara- samninga sé bundinn á þennan hátt með lögum en ekki umsaminn hverju sinni. í samkomulagi því, milli BSRB- forystu og ríkis, sem fellt var i allsherjaratkvæðagreiðslu sl. vor voru ákvæði um að gildistími samnings skyldi verða samningsatriði og ríkisvaldið félli því frá lög- bindingu. Þessu ákvæði voru langflestir fylgjandi og líka Andóf ’79. Andóf ’79 vildi samt ekki leggjast svo lágt að kaupa svona sjálfsagt atriði fyrir umsamda launa- hækkun — þessu skyldi BSRB ná fram í næstu samningum. Samningstími kjarasamninga ASÍ er umsaminn. Siðustu samningar runnu úr gildi fyrst 1. des. 1978 og voru þá framlengdir á ólýðræðis- legan hátt með einhliða ákvörðun forystu (án þess að spyrja almenna félaga) um eitt ár, til 1. des. 1979. Á gildistima samningsins hefur honum margoft verið breytt, svo sem verðbótaákvæðum o. fl., einnig án þess að bera slikt undir þá sem verið er að semja um laun fyrir, þ.e. launa- fólk almennt í ASÍ. (Þess ber að geta að laun og önnur kjör forystu ASÍ, sem hjá Alþýðusambandinu starfar, eru ekki til umræðu i almennum samningum, heldur eru þau ákveðin af forystunni.) Hvað er aðgerast? Gildistími eða gildistími?? Með óbeinu samþykki forystu BSRB hefur ríkisvaldið framlengt lögbundinn tveggja ára gildistima samninga í tvö og hálft til þrjú ár. Gilda lögin eða hvað? Er það ekki sjálfsagt mál að nýr kjarasamningur, hvenær sem hann verður til, gildi frá þeim tíma er sá gamli rann úr sínu lögbundna gildi? Með blessun og beinu samþykki forystu ASÍ hefur ríkisvaldi og at- vinnurekendum verið gerður sá greiði að gildistimi kjarasamninga ASÍ við atvinnurekendur hefur verið fram- lengdur um rúmt eitt _ár. Forysta samtaka launafólks, ríkis- valds og atvinnurekendur, ráðskast með samninga um kaup og kjör og þessir aðilar láta sem samningarnir komi launafólki alls ekkert við — heldur séu einasta einn liður í reikningsdæmi þjóðhagsspekinga. Launafólk — við eigum kröfu á að gildi^tínji samninga sé virtur og að nýr sanfiningur sé gerður og taki gildi þegar sá gamli rennur úr gildi. Þetta er sú lágmarkskrafa sem hægt er að gera til forystu samtaka okkar. Hvað Sapiningurinn hljóðar upp.á er(önnuf saga. Enginn til á- byrgðar — en þó Sú viðbára er notuð til að fresta gerð kjarasamninga nú, að ríkis- valdið lúti engri stjórn. Það sitji ekki ábyrg ríkisstjórn. Að allt sé óljósl og opið og sitjandi ríkisstjórn geti ekki tekið á sig ábyrgðþá sem kjara- samningum fylgir. Hvað er þetta annaðen aum undanbrögð? Í fyrsta lagi er sitjandi ríkisstjórn ekki aumari en svo að hún hefur þingstyrlc til að standa i stórræðum vegna skatta og annarrar álögu á alþýðu manna. Ráðherrar vitna í fjölmiðlum og hrópa upp á sig ýmsar embættisskyldur — sem lög segja þeim að framkvæma. En ekki vilja þeir ganga til samninga við opinbera starfsmenn — það er ekki lögskylda. Kröfur BSRB Kröfur BSRB ganga stutt — og það er styrkur þeirra. Einna lengst er gengið í kröfugerðinni um launa- liðina. Hver skyldi segja að 450—480 þús. á mánuði sé of mikið? Upp á þessa upphæð hljóðar krafan fyrir obbann af BSRB-félögum. Sé nú tekið tiUit til þess að í meðförum i samningsgerðinni verður klipið af þessari upphæð og að fjölmennir hópar opinberra starfsmanna sjá þarna heildarlaun sín, þar sem litill möguleiki er á yfir- og aukavinnu hjá þeim, þá verður ekki sagt með nokkurri sanngirni að farið sé fram á of mikið. BSRB setur það fram i kröfugerðinni að ákvæðin um lög- bindingu samningstíma verði tekin til Kjallarinn Albert Ðnarsson endurskoðunar og gildistíminn .verði umsaminn hverju sinni. Þetta er atriði sem halda verður á lofti. Raunar má með sanni segja að rikisvaldið hafi fyrirgert öllum rétti sínum til að halda i lögbindinguna með framkomu sinni gagnvart samninganefnd BSRB undanfariö. Umleitunum samninganefndar og stjórnar BSRB um viðræður hefur ekki verið svarað og engar viðræður átt sérstað. Það er full ástæða til þess að standa vel að baki kröfugerð BSRB. Hún miðar að því að vinna upp það kauprán sem orðið er með þeim samningi sem gilt' >ig enn er notaður. Auk þess eru mörg ákvæði i kröfugerðinni sem eru til hagsbóta. Félagar BSRB ættu að kynna sér kröfugerðina vel og taka þátt í að hrinda henni í framkvæmd. Það er ekki sist mikilvægt nú eftir að kjaramálaráðstefna Alþýðusam- bandsins hefur kastað blautum hanskanum í andlit BSRB með því að kúvenda yfir í verðbólgulaunapólitik þá, sem miðar að því að láta verðbólguna gera öll laun jafnlág. Albert Einarsson, kennari. „Kjaramálaráðstefna Alþýðusambands- ins hefur kastað blautum hanskanum í andlit BSRB.” Herstöðin á Miðnesheiði Vorið 1979 voru liðin 30 ár síðan Islendingar gerðust aðilar að hernaðarbandalagi. Þrátt fyrir mikilvægi þessarar ákvörðunar, sem auk þess var án fordæmis í íslenskri utanríkispólitík, var álits þjóðarinnar á henni ekki leitað, heldur tók meiri- hluti alþingismanna sér það vald að þjóðinni forspurðri aðgera ísland að hlekk i stríðsmaskínu. Sennilegt er, að þingmenn þessir hafi ekki treyst því, að meirihluti þjóðarinnar væri undir það búinn að gefa æskilegt svar við þeirri spurningu, hvort íslendingar ættu að taka þátt í hernaðarbandalögum eða ekki. Þá hefur grunað, að jafnvel þótt öll borgarapressan yrði sett í fullan gang, tryggði það ekki „heppileg” málalok á einum eða tveimur mánuðum, enda var þá stórvirkasta áróðurstækinu, sjónvarpinu, ekki til að dreifa. Óttaslegin stjórnvöld beittu fyrir sig agalausum kylfulýð gegn miklum fólksfjölda, sem kom á Austurvöll til að mótmæla gerræðislegum fyrir- ætlunum þingmeirihlutans. Hræðsla ráðamanna við afstöðu meirihluta þjóðarinnar lýsti sér í hverri athöfn þeirra. Lendi sprengja á Kefla- víkurflugvelli 14 árum eftir þennan einstaka atburð var ráðist í að gera skýrslu um það, svo vandaða og ýtarlega sem föng voru á, hverju tjóni það ylli, ef eldflaug með kjarnaoddi yrði skotið á Keflavíkurherstöðina eða tengd svæði. Ágúst Valfells verkfr. var fenginn til þess starfs. Skýrslan birtist árið 1963 og er nokkuð á 2. hundrað síður. Höfundur hennar telur, að komi til algerrar styrjaldar séu verulega miklar líkur á að Keflavíkurherstöð yrði skotmark. J3einar árásir á svæði utan herstöðvanna yrðu ólíklegri, en kæmu þó verulega til greina að því ieyti sem þau tengdust hernaðar- umsvifum á Keflavikurflugvelli, t.d. Reykjavíkurhöfn. ( „Þóberað hafa í huga, að hversu lágt sem skotmarks- gildi annarra staða er (t.d. Reykja- víkur), er ekki hægt að útiloka þann möguleika að þeir verði fyrir árás”). Hálfs megatonns sprengja nægði til að eyðileggja allt háfnarsvæðið og 1 megatonn eyddi öllu mannlífi i Reykjavíkurborg að heita mætti. Við höfum öll verið vitni að því allt frá upphafi NATO-stofnunar, að mikið hefur verið af þvi látið að ísland sé mikilvægur hlekkur i allri NATO-hervélinni. í síðasta þorska- stríði fengum við okkur metin upp á tugi ef ekki milljarða sem slík og mun láta nærri að það nemi 30 silfur- peningum á hvert mannsbarn í landinu. Þetta háa mat á hernaðar- aðstöðu á íslandi eykur að sjálfsögðu gífurlega skotmarksgildi her- stöðvarinnar og alls þess, sem henni er tengt. En verum bjartsýn og gerum ráð fyrir að ekki yrði eytt meira púðri á okkur en svo, að dygði Keflavíkur- stöðinni einni, en tengdar samgöngu- miðstöðvar eins og Reykjavíkurhöfn yrðu látnar í friði. Það fer eftir aðstæðum, einkum vindátt, hver mannskaði yrði, ef kjarnasprengja lenti á Keflavíkurflugvelli. Sé gert ráð fyrir að styrkleiki hennar sé um 1 megatonn er talið að manndauði geti orðið frá 2,5—53,5% af allri þjóðinni. Þessi hlutföll faraeftir því, hve ytri skilyrði eru óhagstæð og ekki heldur gert ráð fyrir neins konar vörnum, svo sem skýlingu (þykklr veggir), brottflutning af þeim svæðum, þar sem geislunin er mest o.s.frv. Miðað er við íbúadreifingu 1960, og manndauðinn yrði aðallega á byggðinni á suðvesturhorni landsins. Aðstaða Almannavarna Það vaknar sú spurning, hvort manntjónið þyrfti endilega að vera svona mikið, þrátt fyrir árás af þessu tagi. Væri ekki unnt að koma einhvers konar vörnum við? Jú, til eru Almannavarnir rikisins. Það yrði hlutverk þeirra að draga eftir föng- um úr hættunni og bjarga sem flestum mannslífum. Mér var ekki ljóst, hvernig Almannavarnrr myndu haga aðgerðum sínuni í tilviki sem Kjallarinn Guösteinn Þengilsson því, er hér um ræðir. Það er að vísu mjög ýtarlega komið inn á það efni í skýrslu Ágústs Valfells hversu mikið skýling dregur úr hættunni, og er það allverulegt. Ég hringdi því í forstjóra Almannavarna og gaf hann þær upplýsingar, að til sé skrá yfir kjallara og önnur pláss á Stór- Reykjavíkursvæðinu, sem veita 100- falda skýlingu eða meira. Þessi skýling á að geta nægt verulegum hluta íbúanna á þessu svæði, auðvitað að því tilskildu að nýting yrði 100%. Nú hafa ekki farið fram á þessu svæði neins konar ,,loft- varnaæfingar”, en þær þóttu alveg sjálfsagðar á striðsárunum síðari, þegar menn óttuðust mest loftárásir Þjóðverja. Urðu menn þá með vissum milliblum að þjóta inn í sitt loftvarnabyrgi, þegar ákveðið merki var gefið, og vissi þá hver maður, hvar hans byrgi var. Þetta þótti bráðnauðsynlegt, svo að allir kæmust í skjól vandræðalaust, ef til alvöruloftárásar kæmi. Nú mundi enginn vita hvert hann ætti að fara, þótt til kjarnorkuárásar kæmi, og spurði ég þvi forstjóra Almanna- varna, hvort ekki þyrfti neinar loft- varnaæfingar. Hann kvað, að ekki yrði til þeirra ráða gripið, eins og sakir stæðu, en viðmiðunin væri sú, að yrði útlitið i heiminum álíka skuggalegt, styrjaldarhorfur svipaðar „Hálfs megatonns sprengja eyðilegði allt w hafnarsvæðið og eitt megatonn eyddi öllu mannlífi í Reykjavíkurborg að heita mætti.” og t.d. í k'úbudcilunni. þá vrði i fullri alvöru farið að kynna mönnum þetta kerfi.sem er til fullbúið. Hér hefur ugglaust verið unnið mikið og bráðnauðsynlegt starf á vegum Almannavarna, en það sækja óneitanlega að manni skuggalegar hugsanir um það, hvort hér sé ekki verið að erfiða til ónýtis. Allar líkur eru á, að kjarnorkustríð geti skollið á með minni fyrirvara en þeim, að Almannavörnum gefist tóm til að út- skýra fyrir mönnum skýlingakerfið. Atburðir urðu seint á slðasta ári, sem benda til þess, að atburðarásin geti orðið með skjótari hætti en svo að þeirri kynningu verði viðkomið. Fyrir einhver mistök var talið, að eld- flaugum hefði verið skotið á loft og stefndu á Bandaríkin. Miklar gagn- ráðstafanir voru gerðar, áður en mis- skilningurinn var leiðréttur, og mikil mildi, að þær urðu ekki enn viðameiri. Hefjisl kjarnorkustríð með svipuðum hætti, sem miklar likur eru til, sé ég ckkcrt fyrir mér annað en {ingulreið og algert skipu- lagsleysi og varnarlcysi hér, al- rpenningur yrði gersamlega óviðbúinn og væri búinn að fá á sig banvæna geislun, áður en viðunandi skjól fengist. Það hefur valdið mér stórri furðu, hve menn hafa haft hljótt um þessi mál, einnig þeir, sem eru því mótfallnir, að hér séu her- stöðvar og við séum aðilar að hernaðarbandalögum. Kannski er það af því, að hættan er í raun svo stórkostleg, að það hreinlega skelfir fólk að horfast i augu við hana, við erum beinlínis að stinga höfðinu í sandinn og láta sem við vitum ekki hvað fram fer. Þorum við ekki að viðhafa ráðstafanir á borð við loft- varnaæfingar af ótta við að skelfing brytist út meðal fólksins, eða hræðumst að þessar ráðstafanir gerðu augu þess skyggnari á þá ógnun við líf okkar sem herstöðvarnar á Keflavíkurflugvelli eru? Þetta væri léleg afsökun fyrir því að reyna ekki að vernda eins mörg mannslíf og mögulegt er, og við þurfum aðgera okkur grein fyrir þvi, að yfir þjóðinni vofir meiri skelfing- arógn en nokkurn tíma hefur þekkst frá upphafi byggðar, og er þá mikið sagt. Guðsteinn Þengilsson, læknir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.