Dagblaðið - 14.04.1980, Side 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. APRÍL 1980.
7
„ÚRSUTIN KOMU
MIÖG Á ÓVART’
—sögðu Ungfrú Akranes og Ungfrú Suðurnes sem valdar
voru um helgina
Margrét Snorradóttir, 18 ára banka-
mær í Landsbankanum á Akranesi,
hlaut titilinn Ungfrú Akranes 1980.
Keppnin fór fram á Hótel Akraness á
föstudagskvöldið og kepptu sex stúlkur
um titilinn. Margrét er með verzlunar-
próf úrfjölbrautaskólanumá Akranesi
og eru aðaláhugamál hennar íþróttir og
gæludýr. Sjálf á Margrét hund.
Margrét var beðin um að taka þátt í
keppninni og sagði hún að úrslitin
hefðu komið sér mjög á óvart.
Margrét Snorradóttir, Ungfrú Akranes,
á heimili sinu að Vesturgötu 141.
Margrét er 18 ára og vinnur 1 Lands-
bankanum á Akranesi.
DB-mynd Guðni Halldórsson.
,,Ég er svo hissa, að ég get eiginlega
ekkert sagt,” sagði Kristín Davíðs-
dóttir, 17 ára, sem hlaut titilinn Ungfrú
Suðurnes í Stapa i Njarðvík á laugar-
dagskvöld. Kristin er við nám i
fjölbrautaskólanum í Keflavík. Hún
kom á dansleikinn í Stapa og var beðin
um að taka þátt i keppninni, ásamt
fjórum öðrum stúlkum. Kristín sagðist
eiga mörg áhugamál, en ekkert eitt
sérstakt.
Báðar þessar stúlkur fá utánlands-
ferð í verðlaun auk þess sem þær munu
keppa um titilinn Ungfrú ísland 1980
sem fer fram á Hótel Sögu 23. maí nk.
Alls munu 10—12 stúlkur hvaðanæva
af landinu tak þátt i þeirri keppni. Um
næstu helgi verða valdar stúlkur á Nes-
kaupstað, á Egilsstöðum og i Sindrabæ
Höfn.
A öllum þessum stöðum verður
ferðakynning og bingó hjá ferðaskrif-
stofunni Úrval og þeir félagar Halli,
Laddi og Jörundur skemmta með
sínum frábæra kabaretti. Auk þess
leikur hljómsveit Stefáns P. fyrir dansi.
Það má taka það fram að á þeim
stöðum, þar sem fegurðarsamkeppnin
fer fram væru vel þegnar uppástungur
frá lesendum blaðsins um stúlkur í
keppnina. Þeir sem vilja benda á
stúlkur geta haft samband við Dag-
blaðið, Harald Sigurðsson hjá Hljóm-
plötuútgáfunni eða Stein Lárusson hjá
ferðaskrifstofunni Urval. Stúlkurnar
verða að vera orðnar sautján ára, vera
ógiftar og barnlausar, skv.
alþjóðlegum reglum. -F.LA.
Stúlkurnar fimm sem kepptu um titilinn
Ungfrú Suðurnes ásamt Steini l.árus-
syni. Talið frá vinstri Agnes Ármanns-
dóttir, Vigdis Vilhjálmsdóttir, Helga K.
Guðmundsdóttir, Kristin Daviðsdóttir
og Marta Teitsdóttir. Ungfrú tsland,
Kristín Bernharðsdóttir, stendur fvrir
aftan stúlkurnar, sem bera númerin 8 og
6. DB.-mynd Ragnar Th.
Ungfrú Island 1979, Kristln Bernharðsdóttir, afhendir Kristinu Davíðsdótlur, 17 ára,
Ungfrú Suðurnes, blóm, er úrslitin voru kunngjörð. DB-mynd Ragnar I h.
Verðið er ótrúlega hagstætt þrátt
fyrir söluskattshækkanir og
gengisfellingar eða
3.985.000.-
með ryðvörn og útvarpi
Frá Daihatsu-umboðinu á íslandi:
Getum enn útvegað nokkra
DAIHATSU CHARMANT 1979
Vinsældir DAIHATSU CHARMANT
árgerð 1979 virðast jafnmiklar
nú og þegar við fyrst tilkynntum
þessi beztu bílakaup ársins
í ágúst sl. 1. apríl höfðum við
afhent rúmlega 700 kaupendum
þessa glæsulegu bíla og vegna stöð-
ugrar og mikillar eftirspurnar
hefur okkur tekizt að tryggja frá
DAIHATSU UMBOÐINU í
HOLLANDI 70 bila til viðbótar, en
þar með er þeirra lager uppurinn.
Bilarnir verða til afgreiðslu 7-10
dögum eftir að pöntun er staðfest.
Hér er sem fyrr um að ræða einhver
glæsilegustu bílakaup, sem kostur
er á, enda ekki að ósekju
að DAIHATSU CHARMANT var
mest seldi billinn hér á landi í fyrra
skv. innflutningsskýrslum.
DAIHATSU CHARMANT er
meðalstór japanskur gæðabíll,
fallegur, hagnýtur og sparneytinn
eins og aðrir DAIHATSUBÍLAR.
DAIHATSU UMBODID Ármúla 23 Sími 39179 og 85870