Dagblaðið - 14.04.1980, Síða 21

Dagblaðið - 14.04.1980, Síða 21
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. APRÍL 1980. 21 D Iþróttir Iþróttir I Iþróttir Iþróttir Kidd rekinn út af í jafn- tefli West Ham og Everton — leikur Liverpool og Arsenal f éll alveg í skuggann af æsispennandi viðureign Það var ieikur West Ham og Everton sem stal senunni í undanúr- slitum enska bikarsins á laugardag en ekki leikur Liverpool og Arsenal eins og fyrirfram var búizt við. West Ham og Everton léku á Villa Park og leikurinn þar var æsispennandi allt frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu. West Ham byrjaði leikinn betur en það var samt Peter Eastoe sem fékk fyrsta færi leiksins. Hann komst einn í gegnum vörn West Ham en Phil Parkes hljóp út á móti og varði glæsilega. Síðan skoraði David Cross mark, sem réttilega var dæmt af, og eftir það tók Everton öll völd á vellinum. Eastoe komst aftur í gegn á 24. minútu en Parkes sá við honum öðru sinni. Leikurinn var geysilega spennandi og eins og þulur BBC orðaði það myndu áhorfendur á Elland Road á miðvikudag vafalitið fá hjartaáfall ef sá leikur yrði eins spennandi og þessi, en liðin mætast þar. Phil Parkes varði mjög vel í ieiknum gegn Everton. íþróttir En svo skoraði Everton. Hár bolti kom fyrir mark West Ham og þar stukku þeir upp Alan DevonsTiire og Andy King. Dómarinn flautaði strax og benti á vítapunktinn. Vildi hann meina að Devonshire hefði stjakað við King í loftinu. Devonshire var ekki sáttur við dóminn og fékk að líta guit spjald og einnig Ray Stewart sem mótmælti ákaft. Brian Kidd tók vitið og skoraði úr því af miklu öryggi. Þær 3 mínútur sem eftir voru til hlés liðu tíðindalitlar en Everton hafði á- fram undirtökin. i síðari hálfleik snerist dæmið svo algerlega við. West Ham tók að sækja af kappi en Hodge í marki Everton var þeim erfiður og varði m.a. hörkuskalla frá Billy Bonds. Talsverð harka var í leiknum og á 63. minútu sauð upp úr. Þá lenti þeim Brian Kidd og Ray Stewart saman og hnefar sáust á lofti. Eftir að hafa ráðfært sig við annan linuvörðinn rak dómari leiksins Kidd út af. Gordon Lee, framkvæmdastjóri Everton, var ekki sáttur við þessa á- kvörðun dómarans og rauk inn á völlinn. Hann var þó teymdur út af ásamt Kidd áðuren yfir lauk. Með aðeins 10 menn var erfitt fyrir Everton að halda fengnum hlut. West Ham hertu enn sóknina og á 70. mínútu tókst þeim að jafna. Trevor Brooking sneri þá á rangstöðugildrp Everton og brauzt fram völlinn. Hann sendi síðan góðan bolta á Stuart Pearson, sem skoraði örugglega þrátt fyrir að vera illa haltur eftir tæklingu frá því skömmu áður. Eftir að Hammers höfnuðu var greinilegt að Everton sætti sig við jafntefli en undir lokin munaði ekki miklu að þeim tækist að stela sigrinum er Eastoe komst í gegn. Enn varði Parkes frá honum. Liðin verða þvi að mætast á nýjan leik á miðvikudag á Elland Road. West Ham: Parkes, Stewart, Brush, Bonds, Martin, Devonshire, Allen, Pearson, Cross, Brooking, Holland. Everton: Hodge, Gidman, Bailey, Ross, Wright, Lyons, King, Kidd, Eastoe, Megson (Latchford) Hartford. Slakur leikur Leikur Liverpool og Arsenal á Hillsborough i Sheffield var lengst af lítið augnayndi og varnarmenn liðanna voru þeir sterkustu á vellinum. Sárasjaldan mynduðust marktækifæri en Arsenal fékk það bezta á 86. mínútu. Brian Talbot komst þá í gegnum vörnina hjá Liver- pool og lyfti knettinum snyrtilega yfir Clemence. Aðdáendur Arsenal voru þegar farnir að fagna er knötturinn hafnaði í þverslánni og þaðan út á vöilinn þar sem Alan Hansen sá þann kost vænstan að þruma upp í stæði. Liðin verða því að mætast aftur á Villa Park á miðvikudag. Liverpool: Clemence, Neal, Irwin, Thompson, R. Kennedy, Hansen, Dalglish, Case (Fairclough), Johnson, Lee, Souness. Sluart Pearson jafnaði metin fyrir Hammers á Vilia Park. Arsenal: Jennings, Devine, Walford, Talbot, O’Leary, Young, Brady, Sunderland, Stapleton, Price, Rix. United saumar nú fast að Liverpool — eftir góðan sigur á Tottenham um helgina er United aðeins tveimur stigum á eftir Liverpool Manchester United minnkaði muninn í toppbaráttunni niður I 2 stig um helgina með mjög sannfærandi sigri yfir Tottenham á Old Trafford. Lokatölur urðu 4—1 United í vil og það var hinn ungi miðherji liðsins, Andy Ritchie, sem skoraði 3 markanna. Hann hefur nær ekkert verið með I vetur en kom nú inn í liðið og stal algerlega senunni. Hann skoraði fyrsta markið á 16. minútu, bætti siðan öðru við á 58. mín. og því þriðja þremur minútum síðar. Öll mörkin komu eftir fyrirgjafir eða sendingar frá Micky Thomas. Osvaldo Ardiles minnkaði muninn fyrir Tottenham en Ray „Butch” Wilkins innsiglaði sigur United með góðu marki skömmu fyrir leikslok. Áður en við höldum lengra er rétt að lítáá úrslitin í 1. og 2. deild. Plássið leyfir ekki úrslit úr lægri deildunum. l.deild Bristol C.-Bolton 2—1 Crystal P.-Leeds 1—0 Derby-Brighton 3—0 Ipswich-Coventry 3—0 Manchester U.-Tottenham 4—1 Stoke-Southampton 1—2 Wolves-Manchester C. 1—2 2. deild Burnley-Bristol R. I —1 Fulham-Newcastle 1—0 Leicester-Birmingham 2—1 Luton-Shrewsbury 0—0 Notts. County-Watford 1—2 Oldham-Cardiff 0—3 Preston-Chelsea 1 — 1 QPR-Cambridge 2—2 Sunderiand-Orient 1 — 1 Swansea-Wrexham 1—0 Ipswich setti met í sögu félagsins er liðið lék sinn 21. leik í röð án taps í deildinni. Ekkert mark hafði verið skorað í hálfleik á Portman Road en Butcher, Mariner og Brazil sáu um að sigurinn lenti réttu megin. Siðast þegar Ipswich tapaði var það einmitt gegn Coventry á útivelli, 1 —4. Bolton féll loks endanlega i 2. deildina er Iiðið skildi bæði stigin eftir í Bristol. Tom Ritchie úr víti og Jimmy Mann komu heimaliðinu i 2—0 en Sam Allardyce svaraði fyrir Bolton. Derby slátraði Brighton nokkuð óvænt á Baseball Ground. Alan Biley skoraði tvívegis og Keith Osgood bætti þriðja markinu við á lokamínútunni. Vince Hilaire skoraði eina mark Palace á 90. mínútu. Stoke tapaði nokkuð óvænt fyrir Southampton. -Bréndan O’Callaghan skoraði í fyrri hálfleik en tvö mörk þeirra Golac og Boyer í þeim síðari tryggðu sigurinn. Úlfarnir komu enn á óvart — töpuðu nú fyrir Manchester City, er aldrei átti baun í leiknum. Kevin Reeves kom City yfir en síðan jafnaði Wolves með sjálfs- marki Ron Futcher. Það dugði þóekki til þvi Denis Tueart skoraði sigur- markið í síðari hálfleiknum. í 2. deildinni er æðisgengin barátta á toppnum. Leicester vann Birmingham sanngjarnt 2—1 með mörkum Wilson og Young. Eina mark Birmingham skoraði Archie Gemmill úr vítaspyrnu í síðari hálfleiknum. Strong skoraði mark Fulham gegn Newcastle, sem nú er alveg heillum horfið. Chelsea virðist vera að missa af lestinni og náði ekki nema jafntefli í Preston. Baxter kom heimaliðinu yfir á 5. mínútu en Fillery jafnaði í síðari hálfleik. Cambridge komst í 2—0 gegn QPR með mörkum Christie og Reilly, en Állén og Busby jöfnuðu fyrir QPR. Sunderland tapaði mikilvægu stigi á heimavelli. Arnott skoraði fyrst en gamla kempan Ralph Coates jafnaði metin. l.deild , Liverpool 37 23 , & . 6 74—27 54 Manch. Utd. 38 21 10 7 59—31 .52 Ipswich 39-20 9 10 65—37 49 Arsenal 36 16 13 7 46—28 45 Southampton 38 16 9 13 56—47 41 Aston Villa 37 14 13 10 46—43 41 Wolves 36 17 6 13 49—41 40 Middlesbro 36 14 11 11 41—35 39 Crystal P. 39 12 15 12 40—44 39 Nottm. For. 35 16 6 13 54—40 38 WBA 38 II 16 11 53-48 38 Leeds U. 39 12 13 14 43-47 37 Norwich 38 11 14 13 51—58 36 Coventry 37 15 6 16 51—59 36 Tottenham 38 14 8 16 47—59 36 Brighton 38 10 14 14 45—55 34 Manch. City 39 10 13 16 37—61 33 Stoke City 38 11 10 17 41—54 32 Everton 37 8 15 14 41—47 31 Derby 39 10 8 21 42—61 28 Bristol C. 37 8 12 17 29—54 28 Bolton 38 4 13 21 35—70 21 2. deild Sunderland 38 19 10 9 59—39 48 Leicester 38 18 12 8 53—36 48 Chelsea 39 21 6 12 61—51 48 Birmingham 38 19 9 10 52—34 47 Luton 39 15 16 8 62—41 46 QPR 39 16 12 11 68—49 44 Newcastle 39 15 13 11 50—43 43 West Ham 35 17 6 12 45—35 40 Preston 39 11 18 10 50—47 40 Cardiff 38 16 7 15 39—42 39 Cambridge 39 11 16 12 53—49 38 Oldham 38 14 10 14 46—49 38 Wrexham 39 16 7 17 40—43 38 Orient 38 12 14 12 45—50 38 Shrewsbury 39 16 5 18 52—49 37 Swansea 38 15 7 16 42—50 37 Notts. Co. 39 11 13 15 47—47 35 Bristol R. 38 11 11 16 46—53 33 Watford 39 10 13 16 31—41 33 Burnley 39 6 14 19 38—66 26 Fulham 37 9 7 21 36—62 25 Charlton 37 6 9 22 34—67 21 REYKJAVIKURMÓTIÐ KR - ÞRÓTTUR í KVÖLD KL. 8 Á MELAVELLINUM ÞRÓTTUR Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofa Klapparstíg Tímapantanir 13010 Flugvél til sölu Flugvélin TF-FAR Aero Commander 100, sem hefur heildarflugtíma um 2100, nýjan mótor og skrúfu, með nýja ársskoðun er til sölu. Möguleiki er einnig á að selja hluta úr vélinni (6 eigendur). Nánari uppl. í símum 77845 og 72530 eftir kl. 19 næstu kvöld. Allar viðgerðir bíla og stillum bílinn með fullkomnustu tækjum. Pantifl tíma í tima. Einnig bjóðum vifl Ladaþjónustu LYKILL" Bifreiðaverkstæði Sími 76650. Smiðjuvagi 20 — Kóp.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.