Dagblaðið - 14.04.1980, Page 36
Norsk f iskveiðilögsaga við Jan Mayen viðurkennd:
„Efýmsum skilyrd-
um er fullnægtn
„Ef ýmisum skilyrðum er mætt,
svo sem um heildarsamninga og
helmingaskipti þá gæti það orðið,”
sagði Steingrímur Hermannsson er
Dagblaðið spurði hann í morgun,
hvort hann væri fylgjandi norskri
fískveiðilögsögu við Jan Mayen.
,,Ef þeim skilyrðum yrði fullnægt,
þá teldi ég betra að fá norska fisk-
veiðilögsögu við Jan Mayen en að
það teldist alþjóðlegt hafsvæði,”
sagði Steingrímur.
„Um þetta hefur engin ákvörðun
verið tekin,” sagði Sighvatur
Björgvinsson alþingismaður sem á
sæti í viðræðunefndinni er Dagblaðið
spurði hann um þetta sama atriði.
,,Það hefur alls engin ákvörðun
verið tekin um breytta stefnu
islenzkra stjórnvalda í þessu máli,”
sagði Sighvatur.
Þá spurði Dagblaðið Matthías
Bjarnason að þvi, hvort Islendingar
hafi gefið frá sér hugmyndina um
sameiginlega stjórn á fiskveiðum við
Jan Mayen en því hefur verið haldið
fram i norskum fjölmiðium.
-segir
Steingnmur
Hermannsson,
sjávarútvegs-
ráðherra
„Ég er a.m.k. ekki einn af þeim
sem hafa gefið út slíkar yfirlýs-
ingar,” sagði Matthias.
„Það er hins vegar Ijóst aö þegar
tvær þjóðir þurfa að semja þá verður
að slá af kröfunum. Hvort það
verður á þennan hátt veit ég ekki,”
sagði Matthías Bjarnason.
-GAJ.
fyrir að þrír alþjoðlegir meistarar væru
meðal keppenda.
DB-mynd Þorri.
Tvöfaldur
sigurhjá
Jóhanni H.
frfálst, úháð dagblað
MÁNUDAGUR 14. APRÍL 1980.
Jóhann Hjartarson, hinn bráðefnilegi
sautján ára gamli skákkappi, sigraði
með yfirburðum á íslandsmótinu i
hraðskák, sem haldið var i gær. Er
Jóhann þvi tvöfaldur íslandsmeistari í
skák i ár.
Jóhann hlaut 16 vinninga af 18
mögulegum. í 2. sæti varð Jón L.
Árnason með 13,5 vinninga. í 3.-4.
sæti urðu Margeir Pétursson og Ásgeir
Ásbjörnsson með 13 vinninga.
Tefldar voru 9 tvöfaldar umferðir
eftir Monrad-kerfi.
-GAJ.
Banaslys
við Klúbbinn
Banaslys varð í umferðinni i Reykja-
vík aðfaranótt laugardags. Sautján ára
piltur, Þórir Baldvinsson Bergstaða-
stræti 43A, varð fyrir bifreið í Borgar-
túni á móts við veitingahúsið Klúbbinn
og lézt samstundis.
Tildrög slyssins voru þau, að sendi-
ferðabifreið var ekið frá bensinstöð
gegnt Klúbbnum og í vesturátt eftir
Borgartúni. Hafði bifreiðin nýlega ekið
af stað er Þórir heitinn varð fyrir öðru
afturhjóli hennar. Slysið varð um
klukkan 02.45 og hafði hinn látni verið
meðal gesta á dansleik í veitingahúsinu.
-GAJ.
Elísahet Traustadóttir, 17 óra. sem rarð númer eitt og Asdis Magnúsdóttir, 25 óra, sem varó númer tvö í undanúrslitakeppm um titilmn ungfrú Keykjavik semjramfor
i Þórskaffi i pœrkvöidi.
DB-mynd: Höróur.
Fegurðarsamkeppni íslands 1980:
TVÆR í UNDANÚRSUT
Elísabet Traustadóttir, 17 ára nemi
við Menntaskólann við Hamrahlíð, og
Ásdís Magnúsdóttir, 25 ára dansari við
íslenzka dansflokkinn, urðu númer eitt
og tvö i undanúrslitum ungfrú Reykja-
vik-keppninnar. Keppnin fór fram í
Þórskaffi i gærkvöldi. Fimm stúlkur
tóku þátt í keppninni.
Gestum í Þórskaffi var boðið upp á
frábæra máltið sem bar nafnið
Médallion d’agneau Flambé — eðá
glóðarsteiktur lambageiri. Auk þess var
boðið upp á ýmis skemmtiatriði. Halli,
Laddi og Jörundur skemmtu með
sinum fræga Þórs-kabarett, íslenzki
dansflokkurinn sýndi spánska dansa og
hljómsveitin Galdrakarlar lék fyrir
dansi. Þá var einnig ferðakynning hjá
ferðaskrifstofunni Úrali og bingó þar
sem utanlandsferðir voru í verðlaun.
Þeir sem misstu af þessari glæsilegu
skemmtun í gærkvöldi eiga kost á
annarri slíkri 4. maí. Það kvöld verður
ungfrú Reykjavik valin. Þær stúlkur
sem lenda í fyrsta, öðru og þriðja sæti í
þeirri keppni munu taka þátt í keppn-
inni Ungfrú ísland 1980sem fram fer á
Hótel Sögu 23. maí nk. Aðstandendur
keppninnar eru Dagblaðið, Hljóm-
plötuútgáfan hf. og ferðaskrifstofan
Urval. Ungfrú Akranes og ungfrú
Suðurnes voru einnig valdar um helg-
ina og er nánar sagt frá þeim keppnum
inni í blaðinu.
-ELA.
Giftusamleg björgun
3ja feöga íBláfjöllum
—týndust ígærf grófu sig snilldaríega í fönn og fundust tiltöháega hressir ímorgun
Þrír feðgar, Vigfús Þorsteinsson
læknir og synir hans, 7 og 14 ára,
björguðust giftusamlega með því að
grafa sig i fönn eftir að hafa villzt i
Bláfjöllum í gærkvöldi. Fundust
feðgarnir í morgun og voru
tiltölulega hressir. Voru þeir fluttir
flugleiðis til Reykjavíkur og í slysa-
deild. Þar lágu þeir enn um tiuleytið,
en ekki var að heyra að veran í
snjónum myndi hafa nokkur eftir-
köst.
Það var á 12. tímanum, sem leitar-
flokkar voru beðnir um aðstoð. Kom
fljótlega á vettvang á annað hundrað
manna lið og meðal þeirra menn á
20—25 vélsleðum. Var lið þetta frá
Hjálparsveit skáta, SVFÍ' og Flug-
björgunarsveit. Fleiri sveitir
skunduðu á vettvang með
morgninum.
Leitað var vítt og breitt um
heiðar og fjöll en í morgun kl.
tæplega sjö fundust feðgarnir og
höfðu grafið sig í fönn skammt frá
2,5 km merkinu í 5 km
göngubrautinni í Bláfjöllum. Gerði
þarna glórulausan byl í gærkvöldi og
sást vart út úr augum.
Það var um 4 leytið í morgun sem
lægði og birti og hófst þá leit á
vélsleðunum. Einn sleðinn ók 8 metra
frá dyngju feðganna og voru þeir of
seinir út og misstu af þeim leitar-
mönnum. Fundust þeir svo í annarri
yfirferðumsvæðið.
Leitarmenn rómuðu mjög byrgi
það sem feðgarnir bjuggu sér til.
Notuðu þeir m.a. skíðin við byggingu
þess. Þeir höfðu og í fórum sínum
álteppi sem hugsanlega hefur bjargað
þeim.
Ekki fékkst samband við lækna
slysadeildar i morgun vegna anna
þeirra, en starfslið taldi feðgana
tiltölulega hressa.
-A.St.
LUKKUDAGAR:
13. APRÍL 4396
Hljómplötur að eigin vali frá
Fálkanum fyrir 10 þús. krónur.
14. APRÍL 22353
Kodak Pocket A1 myndavél.
Vinningshafar hringi
ísíma 33622.
— sjöfegurðardísir
keppa um títilinn
uigfrú Reykjavík