Dagblaðið - 19.05.1980, Side 20
‘'Bf-
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. MAÍ 1980.
Línufélagar í Keflavík
léttir á sér og léttir í
lund:
6,5 óþatfa
tonn fokin
Suðurnesjamenn léttast dag frá
degi — og lundin léttist um leið. Svo
er megrunarklúbbnum Línunni fyrir
að þakka. Línufólkinu er ósárt um að
’ missa óþarfa kíló sem það hefur
gengið með sér til ama og leiðinda.
Félagar í Línunni i Keflavík hafa
misst 6,5 tonn af líkamsþyngd sinni á
þeim 170 vikum sem liðnar eru síðan
starfsemi klúbbsins hófst! Bezta ár-
angrinum náði fullorðin kona sem
léttist um heil 43 kíló!
„Það er fullt af fólki sem kemur og
nær af sér nokkrum kílóum, þyngist
svo aftur og þá þorir það ekki að
koma aftur. Það er það sorglegasta,”
sagði Guðbjörg Theódórsdóttir frá
Reykjavík við Suðurnesjatíðindi.
Guðbjörg kemur í hverri viku til
Keflavíkur og bregður baðvikt undir
Línufélagana þar í bæ.
- ARH,
Guðbjörg Theódórsdóttir frá
Reykjavík bregður sór til Kefia-
víkur i hverri viku og bregður vikt
undir Linufólaga þar. Guðbjörg var
sjáif 86 kíló þegar hún gekk i Lin-
una. Nú sýnir viktin 65 kiló.
Sigurðardóttir.
Mynd: Kópavogstiðindi
Margrét María Sigurðardóttir
sundkona úr Breiðabliki vár valin
íþróttamaður ársins 1979 í Kópavogi.
Margrét er aðeins 15 ára að aldri og
keppti í landsliði íslands í sundi i
fyrra. Hún vann afrek í fjölmörgum
keppnum hér á landi og erlendis á
síðasta ári, en hún keppti hvorki
meira né minna en í 7 öðrum löndum
1979.
íþróttamaður ársins i Kópavogi er
valinn af Rotaryklúbbi staðarins.
Þetta er í 6. sinn sem það er gert.
- ARH
Þrir ritstjórar. Sóra Bemharður Guðmundsson rhstjóri Kirkjuritsins situr þarna á milli ritstjóranna Árna Berg-
manns, Þjóðviljanum og Matthiasar Johannessen, Morgunblaðinu.
Við fætur Árna má sjá eitt þokktasta guðfræðirit siðustu ára, On Being a Christian, eftir kaþólska guðfræðing-
inn Hans Kung. Eins og komið hefur fram i fréttum hefur Árni Bergmann tekið þátt í þeim umræðum sem átt
hafa sér stað milli guðfræðinga ogmarxista hór á landi að undanförnu og af skrifum Matthíasar í Morgunblaðið
hefur mátt ráða að þar hafihonum þótt kirkjunnar menn leita langt yfir skammt. DB-mynd Magnús Karel.
Ritstjórar Mogg-
ans og Þjóðviljans
— rœddu um krístni og skáldskap í hópi kirkjunnar manna í Skálholti
,,En hvort einhver sé sigurvegari
eða einhver hafi tapað er rangt. Það
er fyrst og fremst marxíska-leníníska
hreyfingin sem beðið hefur skipbrot í
baráttu sinni við kapítalíska þjóð-
félagið.” (Gunnar Andrésson for-
maður Kommúnistaflokks íslands í
viðtali í Verkalýðsblaðinu). Glöggur
maður Gunnar. Skipbrot er auðvitað
hvorki sigur né tap. Það er auðvitað
sannkallað jafntefli!
Guö þolir
ekki
verð-
bólguna
Fulltrúum ólíkra sjónarmiða var
stefnt saman á umræðuþing í Skál-
holti fyrir skömmu. Kirkjunnar
menn með Sigurbjörn Einarsson
biskup í broddi fylkingar ræddu um
efnið skáldskap og kristni við hóp
skálda. Það var Kirkjuritið sem efndi
til umræðnanna. Voru þær skráðar
og munu birtast í 2. hefti Kirkjurits-
ins sem út kemur i júní.
Umræðustjóri var dr. Gunnar
Kristjánsson, sóknarprestur á Reyni-
völlum. Auk hans tóku eftirtaldir
prestar þátt í umræðunum: Sigur-
björn Einarsson biskup, sr. Bern-
harður Guðmundsson ritstjóri
Kirkjuritsins, sr. Bolli Gústavsson,
sr. Guðmundur Óskar Ólafsson og
sr. Heimir Steinsson.
Úr hópi skálda tóku þátt í um-
ræðum þessum þau Guðmundur
Steinsson, Ingimar Erlendur Sigurðs-
son, Hjörtur Pálsson, Jón úr Vör,
Kjartan Ragnarsson, Matthías
Johannessen, Vilborg Dagbjarts-
dóttir og Þóra Jónsdóttir. Einnig
tóku þátt í umræðunum ritstjórarnir,
og bókmenntafræðingarnir Árni
Bergmann og Jón Sigurðsson.
Skáldin lásu úr verkum sinum og
siðan var rætt um verk þeirra og
tengsl þeirra við kristna trú.
- GAJ
1»
Biskup íslands, herra Sigurbjörn
Einarsson, segir sögu kirknanna i
Skálholti. Aðrir á myndinni eru frá
vinstri dr. Gunnar Kristjánsson,
Vilborg Dagbjartsdóttir, Jón úr
Vör, Jón Sigurðsson, Matthias
Johannessen, Ingimar Eriendur
Sigurðsson, sóra Guðmundur
Óskar Ólafsson og sóra Bolli Gúst-
avsson. DB-mynd Magnús Karel. :
Skaftfellingar
eiga MR!
Eiga Skaftfellingar hús Mennta-
skólans í Reykjavík? Útlit er fyrir
að svo sé. A fundi Byggðasambands
V-Skaftfellinga komu fram upplýs-
ingar um að húsið hafi verið byggt
fyrir hluta af fé sem safnað var inn-
anlands og erlendis til styrktar Skaft-
fellingum og öðrum sem harðast
urðu úti i Skaftáreldunum 1783.
Nú er spurningin þessi: Heimta
Skaftfellingar að MR-húsið verði híft
af grunni sínum upp á vagn og því
ekið austur í sveitir?
Pétur J. Thorsteinsson sagði
stuðningsmönnum sinum á fundi í
Sigtúni eftirfarandi sögu:
Brésnef kom til Guðs og spurði
hann hve lengi kommúnismi entist í
Sovét. ,,10—15 ár í viðbót,” svaraði
Guð. Þá fór Brésnef að gráta. Litlu
siðar kom Carter til Guðs og spurði
hve lengi kapitalismi entist í Banda-
rikjunum. „Nokkur ár í viðbót,”
svaraði Guð. Carter fór að gráta.
Litlu síðar sást til ferða Jóhannesar
Nordals seðlabankastjóra á Guðs
fund. Hann spurði Guð hve lengi
verðbólga yrði viðloðandi á ís)andi.
Þá brast Guð í grát.
Hjörtur Pálsson, dr. Gunnar Kristjánsson og sr. Heimir Steinsson, rektor i
Skálholti, hlýða á kvæðieftir Jón úr Vör. DB-mynd Magnús Karel.
FœrMA
fægilög?
í tilefni af 100 ára afmæli Mennta-
skólans á Akureyri 17. júní næst-
komandi kom það til tals meða! gam-
alla MA-stúdenta að heiðra gamla
skólann með gjöf. Var helzt haft á
orði að láta búa til likan af gamla
skólahúsinu úr eðalmálminum silfri
fyrir nokkrar milljónir króna og
gauka að skólanum. Fljótlega kom
upp einhver kurr i hópnum. Þótti
mörgum gjöfin upp á það „flott-
asta”. Nú hafa borizt fréttir af því að
samskot standi fyrir dyrum hjá ný-
stúdentum úr MA. Ætla þeir að
kveðja skólann með gjöf — og gjöfin
sú skal vera nytsöm fyrir skólann.
Fyrir valinu verður risastór kútur
fullur af fægilegi . . .
FÓIK
Skipbrot
Gunnars
FÓLK
Jón Guðmundsson tv. og Þórður Einars-
son frá Keflavík eru lóttir á sór og léttir í
lund. Jón hefur náð af sór 17 kilóum og
Þórður 23 kilóum — 40 kíió farin þar!
Mynd: Suðurnesjatiðindi.