Dagblaðið - 19.05.1980, Blaðsíða 32
Morgenbladet íNoregi í morgun:
Samstaða innan NATO
að losa ísland undan
sovézkum olíuáhrif um
— Norðmenn hafa sýnt furðulítinn áhuga á olíuviðskiptum við íslendinga
Frá Sigurjóni Jóhannssyni, frétla-
manni DB i Osló:
„Eru íslendingar að hefja „taktísk-
an” leik gegn Noregi? Eftir miklar
tilraunir til að tryggja sér olíuvið-
skipti við Norðmenn, hafa þeir nú
gert samning við Breta um olíu-
kaup.” Þannig hefst sérkennileg
grein um olíuviðskipti íslendinga i
Morgenbladet í morgun.
Blaðið rekur þau vandræði sem
íslendingar eiga við að striða eftir að
olíuverð rauk upp og hvernig landið
er næstum eingöngu háð Rússum um
olíuviðskipti. Blaðið segir í þessu
sambandi: Samningar milli íslands
og Noregs varðandi olíuviðskipti eru
alveg í lausu lofti. Noregur hefur
hingað til sýnt furðulítinn áhuga á að
ganga til slíkra samninga.
Ef íslendingum tekst ekki að ná
oliusamningum við Norðmenn,
munu þeir snúa sér til Breta með sín
aðalolíuviðskipti. Þetta getur reynzt
óheppilegt frá diplómatísku sjónar-
miði. Blaðið segir að olíusamningur-
inn við Breta nægi til að fullnægja
sjötta hluta olíuþarfa fslendinga.
Siðan er rakinn olíusamningurinn
við Sovétríkin sem hafi gengið tiltölu-
lega vel fyrir sig, þar til Rotterdam-
verðið steig upp úr öllu valdi. Olíuaf-
urðir voru 12% af innflutningi
íslendinga árið 1978, en árið 1979 um
30%. Blaðið bendir á, að þetta
ástand sé afar óheppilegt frá Nató-
sjónarmiði og segir orðrétt:
„Það er breið samstaða innan
Nató um þörfina á því að losa fslend-
inga undan sovézkum olíuáhrifum.”
Blaðið hefur haft samband við
Jóhannes Norðdal sem segir að olíu-
viðskiptin við Breta séu á hreinum
viðskiptagrundvelli og það hafi ekki
komið til tals að veita Englendingum
sérstök fiskveiðiréttindi við island
sem mótgreiða.
- JH / SJ, Osló.
Rúmlega sextugur maður, Guð-
mundur Helgason að nafni, fórst er
eldur kom upp á heimili hans að
Framnesvegi 25 i Reykjavík á laugar-
dag. Húsið er mjög skemmt, ef ekki
ónýtt, eftir brunann. Talið er að kvikn-
að hafi í út frá eldavél.
Slökkviliðinu barst tilkynning um að
eldur væri laus í húsinu laust fyrir
klukkan fjögur á laugardag. Mikill
eldur var i því er komið var á staðinn.
Slökkvistarf gekk þó fljótt fyrir sig,
tæpan klukkutíma. Guðmundur heit-
inn fannst á rishæð hússins. Hann var
Að sögn rannsóknarlögreglunnar er talið að kviknaði hafi i húsinu út frá eldavél.
DB-myndir: Ragnar Th.
Maðurinn borinn út úr húsinu. Hann var látinn er komið var á sjúkrahús.
þegar í stað fluttur á sjúkrahús, en ekki dóttur sinni. Hún var að heiman er
tókst að bjarga lífi hans. eldurinn kom upp.
Guðmundur bjó einn í húsinu ásamt - ÁT
„Forseti Islands er
ekki valdsins maður”
— sagði Guðlaugur Þorvaldsson á fundi
stuðningsmanna í Súlnasalnum
„Forseti íslands er i mínum huga
ekki valdsins maður. Ég fylli ekki þann
hóp sem vill flytja völd frá Alþingi til
forsetaembættisins. Forsetinn er fyrst
og fremst maður sátta, hann ber klæði
á vopnin,” sagði Guðlaugur Þorvalds-
son í ávarpi á fundi stuðningsmanna
hans á Hótel Sögu í gær.
Jón Sigurbjörnsson leikari stjórnaði
samkomunni, en ávörp fluttu auk Guð-
laugs þær Kristbjörg Kjeld leikkona og
Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður.
Þá þakkaði kona Guðlaugs, Kristín
Hólmfríður Kristinsdóttir, gestum fyrir
komuna í fundarlok. Hjónin Sieglinde
Kahmann og Sigurður Björnsson komu
tvívegis fram og gerðu stormandi lukku
með frábærum söng sínum. Þau voru
kölluð fram á sviðið aftur og aftur af
áheyrendum. Súlnasalurinn var troð-
fullur og komust færri að en vildu.
„Forsetinn skal þekkja sitt fólk,
hafa tilfinningu fyrir þvi sem gerist,
vera virðulegur en taka hlutunum ekki
of alvarlega. Mér þykir það alldægileg
tilhugsun að fela Guðlaugi Þorvalds-
syni og ágætri konu hans að vera í
fyrirsvari i þjóðlífi okkar um næstu
framtíð,” sagði Jóhanna Kristjóns-
dóttir efnislega m.a. í ávarpi sínu.
- ARH
Guólaugur Þorvaldsson og kona hans
Kristfn H. Kristinsdóttir á fundinum i
gær. Fundarstjóri var Jón Sigurbjörns-
son leikari. DB-mynd: ARH
frfálst, nháð dagblað
MÁNUDAGUR 19. MAÍ1980.
Philidor-skákmótid:
Jón enn-
þá efstur
í 7. umferð Philidor-skákmótsins í
New York sigraði Jón L. Árnason rúss- .
neska skákmanninn Zlotnikov, sem nú
er búsettur i Bandaríkjunum.
Hefur Jón því hlotið 6 vinninga.
Hins vegar hefur einn þeirra er Jón
hafði sigraði nú hætt þátttöku Tc'.st
Jón því enn vera með 5 vinninga. Engu
að síður er hann í efsta sæti. Að öðru
leyti er staðan í mótinu mjög óljós þar
sem keppendur hafa teflt mjög mis-
munandi margar skákir.
Jón sagði í samtali við Dagblaðið í
gærkvöldi að hér væri ekki um sterkt
mót að ræða. Það væri í 4. styrkleika-
flokki og meðalstig keppenda 2340.
Keppendur á mótinu eru 14.
Um næstu helgi tekur Jón þátt í
opnu skákmóti í New York þar sem bú-
izt er við að margir mjög sterkir skák-
menn verði meðal keppenda.
- GAJ
Þrennt illa slasað eftir
áreksturáÞingeyri:
Hentist
20 metra
aftur fyrir
hjólið
„Við fengum tvær flugvélar frá Isa-
firði til þess að fara með fólkið suður á
spítala á laugardagsnótt. Það var mis-
jafnlega illa slasað,” sagði Gunnar
Jóhannesson hreppstjóri á Þingeyri.
Slysið varð á þrem manneskjum.
Vildi það þannig til að bíll var að taka ,
fram úr kyrrstæðum bil. Stúlka á reið-
hjóli var að tala við bílstjórann á kyrr-
stæða bilnum. Þegar bíllinn sem •
framúr ók var kominn eina 40 m, kom •
mótorhjól á fleygiferð á móti.
Stoppaði þá ökumaður bilinn.
Karimaður sem stýrði hjólinu missti
stjórn á því. Hentist það á stuðara bils-
ins og yfir að hinum bílnum og á stúlk-
una á reiðhjólinu. Hún hentist eina 10
m aftur fyrir bílinn. Stúlka sem sat -
fyrir aftan ökumann mótorhjólsins
hentist 20 m í burtu en ökumaður
mótorhjólsins fór á höfuðið í götuna.
Hann var með hjálm. Öll eru þau á
Borgarspítalanum en ekkert þeirra
talið í lifshættu.
-f:vi
LUKKUDAGAR:
18. MAÍ: 17136
Braun LS 35 krullujárn
19. MAÍ: 8083
Braun LS 35 krullujárn
Vinningshafar hringi
i sima 33622.
TÖGGUR