Dagblaðið - 01.09.1980, Page 8

Dagblaðið - 01.09.1980, Page 8
8 / V DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1980. Sigur verkfallsmanna — vinna hófst í morgun Pólskir verkfallsmenn í Gdansk og fleiri borgum við Eystrasaltsströndina mættu aftur til vinnu í morgun og þar með virðist lengstu og afdrifaríkustu deilu verkamanna og stjórnvalda sem orðið hefur í kommúnistariki vera lokið með verulegum sigri hinna fyrr- nefndu. Vinnudeilurnar og verkföllin hafa þá staðið I átján daga. Margt hefur gerzt á þeim tima. For- sætisráðherra Póllands, sem aðeins hafði setið í sex mánuði, varð að segja af sér. Atvinnulíf landsins lamaðist af verkföllunum án þess gripið væri til neinna róttækra aðgerða gegn verka- mönnum, sem ávallt virtust nota mjög vel skipulagðar aðgerðir. Ekki er talinn neinn vafi á að loforð þau sem verkfallsmönnum tókst að knýja fram með aðgerðum sínum valda tímamótum i sögu kommúnista- ríkjanna i Austur Evrópu. I.eeh Walesa, 37 ára gamall reis upp til forustu meðal verkfallsmanna í Póllandi. Að lokinni undirskrift hylltu vcrkamenn hann innilega. Kröfur verkamanna voru I tuttugu og einum lið og skiptust I meginat- riðum I kröfur um kjarabætur og ýmis mapnréttindi. Stjórnvöld féllust á að greidd yrðu hærri laun og bætt yrði úr skorti á kjöti og öðrum matvælum. Þau voru aftur tregari til að fallast á kröfur verkfallsmanna um frjáls og óháð verkalýðsfélög, verkfallsrétt og að rit- skoðun yrði aflétt. Að lokum var þó gengið að þessum kröfum og hafa þær þegar verið samþykktar formlega í kommúnistaflokki og rikisstjórn Pól- lands. 1 verkfallinu voru þegar komnir brestir, bæði í bannið við verkföllum og stofnun verkalýðsfélaga, auk þess sem fréttaflutningur af atburðum varð sífellt frjálslegri og fyllri á báða bóga. Þegar samkomulagið milli aðalsamn- ingamanns pólsku stjórnarinnar og verkfallsmanna var uridirritað í Gdansk var því sjónvarpað um allt Pólland. Það voru þeir Lech Walesa, helzti foringi verkfallsmanna, og Mieczyslaw Jagielski, aðstoðarfor- sætisráðherra, sem undirrituðu sam- komulagið fyrir hönd aðila. Walesa var áður óþekktur að mestu. Hann er 37 ára að aldri. Hann er elztur þriggja sona verkamanns sem fluttist til Bandarikjanna fyrir sjö árum og vinnur þar í timburverksmiðju í New Jersey. Allir synir hans búa í Póllandi. Að lokinni undirskriftinni fögnuðu «C Mieczyslaw Jagielski aðstoðarfor- sætisráðherra, aðalsamningamaður pólsku stjórnarinnar, undirritaði sam- komulagið sem batt enda á verkfallið. viðstaddir verkamenn Walesa innilega og hann lýsti því yfir að þeir hefðu nú náð þeim árangri að vera meðstjórn- endur við stjórnvölinn I Póllandi. Fyrir aðeins fáum dögum lýstu ýmsir félagar I pólska kommúnista- flokknum Lech Walesa og félögum hans sem andsósialískum öfgamönn- um. Virðist svo sem slíkir „harð- linumenn" hafi borið lægri hlut innan flokksins á síðustu dögum. Verkfalls- menn hafa hins vegar ávallt lagt áherzlu á að þeir væru mannréttinda- hreyfing sem berðist innan sósíalsks skipulags og styddi það I grundvallar- atriðum. Á grundvelli þess sáu pólsk stjórnvöld sér ekki annað fært en að setjast að samningaborðinu og ganga að ýmsum kröfum verkfallsmanna áður. Má þarf nefna að símasambandi við Gdansk yrði komið á aftur, ýmsum andófsmönnum yrði sleppt úr haldi bæði fyrir og eftir að samkomu- lag var gert. Allt var með kyrrum kjörum I Gdansk I morgun. Verkfallsmenn farnir frá skipasmiðastöðvunum og lífið að færast í eðlilegt horf. Fyrsta glasa- górillubamið Verkfallsmenn i Gdansk og öðrum Eystrasaltsborgum Póllands tóku þann kostinn að yfirgefa ekki vinnustaði sina eftir að þeir höfðu lagt niður vinnu. Nokkrar tilraunir munu hafa verið gerðar til að koma I veg fyrir flutninga til þeirra á matvælum og öðrum nauðsynjum. Fljótlega var þó látið af þvi. Á myndinni sjást nokkrir verkamenn i Lenin skipasmíðastöðinni Gdansk á palli vöruflutningabifreiðar með vistir tii félaga sinna i stöðinni. Eitt af loforðum pólsku stjórnarinnar i samkomulaginu við verkfallsmenn var að dregið yrði ór ritskoðun. Fregnir pólskra fjölmiðla af verkfallsaðgerðum urðu sífellt gleggri og komu sjónarmið beggja deiluaðila allvel fram sérstaklega þegar leið á verkfallið. Myndin sýnir pólska borgara lesa um nýjustu atburði á dögum verkfallsins. Litið hefur hins vegar verið skýrt frá atburðum í Póllandi i sovézkum fjölmiðlum. Íbúar i Austur-Þýzkalandi, Tékkóslóvakiu og öðrum Austur-Evrópu- rikjum gcta hins vegar fylgzt vel með fregnum I vestrænum sjónvarps- og útvarps- stöðvum. Útvarpssendingar til Sovétrikjanna frá Vcstur-Evrópu hafa verið truflaðar að undanförnu. Forstjóri dýragarðsins, George Rabb, skýrði frá því að fæðing^ þessa unga væri sérlega mikilvæg að því leyt- inu að ófrjósemi virtist mjög algeng meðal þeirra um það bil fimm hundruð górilla sem væru á æxlunarskeiði í heiminum. Gæti árangurinn með gervi- frjóvguninni því hjálpað mjög við að halda górilluöpum við í framtíðinni. Móðirin er sögð vera rétt um átján ára gömul. Ekki hafði enn verið gengið úr skugga um kynferði afkvæmis henn- ar í morgun. Móðirin er upprunnin í dýragarði i Chicago en þaðan var hún send til Memphis fyrir tveim árum til að gang- ast undir gervifrjóvgun. Samkomulagið í Póllandi: Júgósiavar fagna - kuidalegar mót- tökur í Moskvu og A-Þýzkalandi Fjölmiðlar í Júgóslavíu fögnuðu í morgun samkomulaginu milli pólsku verkfallsmannanna og ríkisstjórnar landsins. Var samkomulagið talinn mikill sigur fyrir verkfallsmenn sem komizt hefðu hjá þeim vandræðum sém svipaðar aðgerðir hefðu valdið annars staðar. f fréttum hinnar opin- beru júgóslavnesku fréttastofu var sagt að verkamennirnir í Póllandi hefðu unnið sigur fyrir sósíaliskt lýðræði sem koma mundi allri pólsku þjóðinni aðgagni. í Politika, helzta blaðinu í Belgrad, var þó tekið fram að alþjóðlegar skyldur Póllands yllu því að vanda mál landsins hefðu ekki leystst við þessar aðgerðir. Frjálslyndum mönnum innan kaþólsku kirkjunnar í Póllandi var þakkaður að miklu leyti sá friðsamlegi árangur sem náðst hefði í deilunni milli verkfallsmanna og stjórnvalda. Tekið var fram að mörgum spurningum sem vaknað hefðu í verkfallinu væri enn ósvarað. Er þar talið að meðal annars sé átt við aðild Póllands að Varsjárbanda- laginu. Moskvublaðið Pravda, málgagn sovézka kommúnistaflokksins, hefur fordæmt leiðtoga verkfallsmanna i Póllandi. Hefur þess verið gætt að flytja sem minnstar fregnir af atburðunum í Póllandi í fréttum sovézkra fjölmiðla að undanförnu. Ekki var neitt sagt i Prövdu um það samkomulag sem náðist milli verk- fallsmanna og pólsku stjórnarinnar. Leiðtogar verkfallsmanna voru hins vegar sagðir hafa tengst við undir- róðursmiðstöðvar á Vesturlöndum. Þegar hefur komið fram að austur- þýzk stjórnvöld eru lítt hrifin af at- burðum í Póllandi. önnur austan- tjaldsríki hafa lítt látið heyra frá sér hingað til. Fyrsti górilluunginn sem getinn er með aðstoð tækninnar fæddisl í dýra- garðinum í Memphis í Tennessee í Bandaríkjunum i gær. Verður unginn því að teljast fyrsti glasagórilluunginn hingað til. íran: Lausn á ríkis- stjórnar- vanda ekki í sjónmáli Ekki virðist nein lausn í sjón máli vegna stjórnunarvanda í Iran. Mohamntad Ali Rajaj, forsætis- ráðherra, hefur loks tckizt að berja saman táðherralista sinn eftir langt þóf. Mun hann nú leggja hann fyrir þing landsins til stað festingar. Bani Sadr, forseti írans, hefur tekið fram að ráðherralistinn hafi ekki verið samþykktur af sér og aðstoðarntaður forsetans sagði hann ekki vera bjartsýnan á lang lifi stjórnarinnar. Bandaríkin: Formleg kosninga- barátta hafin Kosningabaráttan fyrir forseta- kosningarnar í Bandaríkjunum hinn 4. nóvember nk.‘ hefst form- lega I dag. Munu frambjóðendur stóru flokkanna tveggja. Ronald Reagan, repúblikani og Jimmy Carter, demókrati, flytja opinberar ræður og falast eftir atkvæðum landsmanna. John Anderson full- trúadeildarþingmaður. sem býður sig fram utan flokka, cr lalinn hafa verulept fylgi. F.r hann að hcfja kosningaferð um iðnrikin i ntið- \cslurhluta Bandaríkjnnna llann verður i lllinois i dag.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.