Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 01.09.1980, Qupperneq 17

Dagblaðið - 01.09.1980, Qupperneq 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1980. 16 gþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir leildur brottrekstur dró inurnar úr Skagamönnum iær tryggt sér íslandsmeistaratitilinn eftir 2-1 sigur á Skipaskaga f sögulegum leik. leikakast yfir sig í upphituninni — blóð- þrýstingurinn snarlækkaði — og var ekki sjálfum sér líkur til að byrja með. |Það er skoðun undirritaðs að í eðlilegu ,ástandi hefði hann náð að góma knött- 'inn á leið sinni í gagnstætt horn. 1 Mikið fjör hljóp I leikinn eftir þetta og jvoru heimamenn öllu ágengari en lítið jvar um færi fyrr en á 16. minútu að Sigþór Ómarsson jafnaði metin. Sigurði jHaraldssyni, sem einnig var fjarri sinu bezta í leiknum, mistókst þá að hand- sama knöttinn og Sigþór var mættur á réttan stað að baki honum og skoraði með skoti i stöng oig inn, 1 — 1. Það næsta sem gerðist var brott- reksturinn og má þá eiginlega segja að úrslitin hafi ráðizt þvi nokkuð Ijóst var 'að 10 Skagamenn gætu varla haft roð við Valsmönnum í rúmar 60 minútur. Engan bilbug var þó á heimamönnum að sjá og ef nokkuð var sóttu þeir i sig veðrið. Á 32. mínútu varði Sigurður Haraldsson mjög laglega skalla frá Sig- urði Lárussyni eftir langt innkast Árna Sveinssonar og á lokaminútu fyrri hálf- leiksins munaði hársbreidd að Skaga- menn næðu forystu. Árni gaf þá góða stungusendingu inn á Guðbjörn Tryggvason. Hann komst í gott færi en hikaði sekúndubroti of lengi. Dýri náði að komast fyrir skotið og bjarga í horn. í síðari hálfleiknum var strax Ijóst hvert stefndi. Valsmenn, manni fleiri, tóku smám saman völdin þó svo að 'heimamenn neituðu að leggja árar í bát. Sigurmark Valsmanna kom á 57. mínútu og var gullfallegt. Knötturinn jbarst til Magnúsar Bergs rétt utan vita- teigs og hann sendi hann til baka með sannkölluðu þrumuskoti, sem Bjarni átti enga möguleika á að verja. Magnús kvæntist á laugardag þannig að segja má að hann hafi fært liði sínu brúðargjöf af jbezta tagi. Reyndar þarf ekki að efa að Valsmenn hafa fært honum veglega gjöf í tilefni dagsins. . Eftir markið var lítið um hættuleg færi. Magni Pétursson átti fast skot að jmarki á 63. minútu og tveimur minútum fyrir leikslok bjargaði Jón Áskelsson á jlínu Akranessmarksins. Skagamenn 'náðu aldrei að skapa sér nein færi að heitið gat enda erfitt um vik. Þó munaði ekki miklu seint í hálfleiknum er Guð- björn Tryggvason komst á auðan sjó ,eftir góðan stungubolta. Hann átti greiða leið að markinu er honum var klossbrugðið aftan frá af Sævari. Þar jtaldi undirritaður 100% að um gult spjald væri að ræða til handa Sævari en Kjartan Ólafsson, annars ágætur dómari, sá ekki ástæðu til að flagga þvi. i Hægt er að segja með nokkrum sanni að Valsmenn hafi sloppið nokkuð vel frá Akranesi að þessu sinni. Líklegast hefðu Skagamenn unnið leikinn með fullskip- uðu liði allan tímann. A.m.k. gaf fyrri hálfleikurinn það til kynna. En knattspyrnan er óútreiknanleg, svo sannarlega. Beztu menn Valsliðsins voru Dýri Guðmundsson, sem lék mjög vel I hjarta varnarinnar, Magnús Bergs og Hermann Gunnarsson, sem áttu báðir mjög góðan leik svo og Albert, sem þó gerði allt of mikið af að leika með knöttinn að óþörfu. Matthías var litt áberandi og hefur vafalítið verið undir mikilli pressu. Hjá Akurnesingum voru þeir Árni Sveinsson, Kristján Olgeirsson og Jón Gunnlaugsson beztir. Sigþór var frískur á meðan hans naut viðen í heild- ina má segja að liðsmunurinn hafi ráðið úrslitum þegar upp var staðið. DB ætlaði að ná tali af Volker Hoffer- bert, þjálfara Valsmanna, eftir leikinn en fann hann hvergi í nágrenni við búningsherbergið. Er út var komið mátti hins vegar sjá hann og konu hans ganga arm í arm út eftir áhorfendastæðunum i átt að hnígandi sól. Hamingjusamur maður Hofferbert. -SSv. La Louviere stejn- lá fyrir smáliði! — slegið út úr bikarnum afar óvænt. Naumur sigur hjá Standard og Lokeren gegnsmáliðum „Nei, ég lék ekki með enda enn meiddur en þetta var Ijótt tap hjá La Louviere og óvænt þar að auki,” sagði Þessi mynd er af markahæsta leikmanni íslandsmótsins I ár, Sigurgeir Guðjónssyni úr Grindavik. Hún sýnir hann skora mark gegn sænska liðinu Piteaa i hittifyrra. Sigurgeir og félagar eiga góða möguleika á að komast i 2. deildina. Spenna í 3. deildinni - allt í hnút í öðrum riðlinum en Reynismenn sterkastir íhinum I Mikii spenna er nú í úrslitum 3. deildarinnar i knattspyrnu og um helg- ina fóru tveir leikir fram. Er þar með fyrri hluta úrslitakeppninnar lokið. í Grindavík gerðu heimamenn jafntefli Við Tindastól i allfjörugum leik, 1-1. |Það voru úrslit sem Grindvikingar geta jvart verið ánægðir með þvi báðum peim leikjum er áður var lokið f riðlin- um lauk með jafntefli. Fyrst gerðu nkallagrímur og Grindavík jafntefli, 0- ö, og siðan Tindastóll og Skallagrímur, 3-3. Það er því hart barizt en liðin eiga öll eftir að mætast innbyrðis á nýjan leik. Staðan i þessum riðli er því þessi: fTindastóll 2 0 2 0 4-4 2 Skallagrímur 2 0 2 0 3-3 2 Grindavík 2 0 2 0 1-1 2 I í hinum riðlinum virðist svo sem ÍReynismenn hafi sterkasta liðinu á að skipa. Þeir hafa unnið báða sína leikí j— Einherja 1-0 og HSÞ-b á útivelli 2-0. HSÞ-b og Einherji mættust á laugar- dag og lauk leiknum með jafntefli^ 1-1. Ólafur Ármannsson náði forystunni fyrir Einherja á 10. mínútu en heima- 'mönnunk tókst að jafna með marki Jónasar Þórs áður en yfir lauk. Staðan í þeim riðli er nú þannig: Reynir 2 2 0 0 3-0 4 Einherji 2 0 1 1 1-2 1 HSÞ-b 2 0 111-31 Karl Þórðarson er við slógum á þráð- inn til hans i Belgiu i morgun. La Louviere var slegið út úr bikarkeppn- ipni af 3. deildarliðinu Hannup 1-0 á útivelli og voru það öllum sár von- brigði því liöinu hafði gengið vel í æfingaleikjum gegn sterkum liðum. Bikarkeppnin var á dagskrá i Belgíu um helgina. Reuter-fréttastofan var að sjálfsögðu ekkert að hafa fyrir því að senda úrslit úr henni en Karl gat sagt okkur helztu úrslitin. Fyrst má nefna 1-0 sigur Standard á útivelli yfir Tilleur, sem er smálið. Darden skoraði eina markið. Lokeren vann einnig 1-0 — Herental á heima- velli. Waterschei — bikarmeistarar síð- asta árs — unnu Pilsen 10-1 og FC Liege átti i basli með Seraing, liðið sem Ólafur Sigurvinsson lék með við frá- bæran orðstir. Seraing lék á heimavelli en mátti þola 3-4 tap að lokum. Antwerpen sigraði Westerlo 2-0, Anderlecht sigraði Turnhout 5-0, Lierse sigraði Mons 4-2 á útivelli og þar skoraði Van der Bergh tvö markanna en hann var markakóngur Evrópu sl. keppnistímabil. Beveren sigraði sigraði Izegem 3-2 á útivelli. FC Brugge og Molenbeek komust einnig áfram þannig að ekki var mikið um óvænt úrslit. -SSv. SVEINN AGNARSSON. Góður árangur á Andrésar- Andar leikjunum f Noregi — Bjöm Sveinbjörnsson nældi f gullið Í800 m hlaupi Björn Sveinbjörnsson, Brciðabliki, vann gullverðlaunin í 800 metra hlaupi í flokki 11 ára drengja á Andrésar Andar leikjunum, sem haldnir voru I Kóngsberg I Noregi um helgina. Hlaut Björn timann 2.36,4 og varð langfyrstur af 32 kepp- endum, um tiu metrum á undan næsta kcppanda. Björn keppti einnig í 60 metra hlaupi og varð þar 18. af 54 kepp- endum. Hljóp hann 60 metrana á niu^ sekúndum sléttum. í flokki 12 ára kepptu þrir íslendingar. og náði Sigrún Markúsdóttir, Aftureld ingu. þeirra beztum árangri. Sigrún stökk 1,43 metra í hástökki og varð sjötta af 23 keppendum, og í langstökki stökk hún 4,74 og varð 6. af 62 keppend: um. Tvær stúlkur voru í sérflokki i há- stökkinu, og setti önnur þeirra norskt met, er hún stökk 1,64 mctra. Heims metið, 1,69 metra, á finnsk stúlka, og varð hún önnur i hástökkinu á leikun- um. Linda Loftsdóttir. FH, tók einnig þátt i langstökki og stökk hún 4,61 metra og varð 13. Þá keppti Linda í 60 metra hlaupi og varð 5. af 18 stúlkum, hljóp á 8,8 sekúndum. Sig- urður Einarsson, OlA, keppti i kúlu- varpi og varð í 16. sæti af 31 keppanda. Kastaði Sigurður kúlunni 9.28 metra. í hástökki stökk Sigurður 1,45 metra og hafnaði i 4. sæti, en 21 tók þátt i há stökkinu. Keppnin hófst klukkan 12 á laugar dag með skrúðgöngu og fánaburði og var eldur kveiktur að ólympískum sið. Stóð keppnin yfir til 16 og um kvöldið j var haldin skemmtun fyrir krakkana. Á sunnudag hófst kcppnin kl. 8.30 og stóð j fram eftir degi. Lcikjunum var siðan slitið í glampandi sólskini og 18 stiga I hita, en mjög gott veður var, þegar j kcppnin fór fram. Þetta var í 13. sinn, sem Andrésar Andar leikarnir eru haldnir, og í 11 skipti, sem Islendingar taka þátt i þeim. Fararstjóri í öll skiptin hefur verið Sigurður Helgason hjá FRÍ, og var hann nijög ánægður með árangur krakkanna, svo og mótsstjórnina og mótshaldið. - SA / V. Vernharðsson, Kóngsbergi. Lasse Viren um það bil aðhætta Lasse Viren, einn mesti hlaupari siðari tíma, hefur ákveðið að leggja gaddaskóna endanlega á hilluna í þessum mánuði. Viren, sem er rúmlega 30 ára að aldri, sigraði í 5000 og 10.000 metra hlaupunum bæði á ólympiuleik- unum í Montreal og Miinchen en tókst ekki að sigra I Moskvu og varð reyndar að hætta i 5000 metrunum. Magdeburg er í efsta sætinu! Fyrsla deiidin í Austur-Þýzkalandi fór af stað um fyrri helgi en önnur umferð var leikin á laugardag. Þau lið sem við helzt þekkjum hafa sem fyrr forystuna og Magdeburg leiðir nú töfluna eftir 4—0 slgur á Karl Marx Stadt. Hætt er við að sá gamli hafi snúið sér við i gröfinni við þessi úrslit hafi hann á annað borð áhuga á fót- bolta. Dinamo Berlln er einnlg með 4 stig að tveimur leikjum loknum og sigraði Sachsenring Zwickau 3—1 á úti- velli. Carl Zeiss Jena er þriðja liðið með fullt hús að tveimur leikjum loknum — sigraði Dinamo Dresden 2— 0 á laugardag. Netið rifnaði Það óvænta atvik gerðist f leik Blackburn og Shresbury á laugardag er Howard Kendal tók vítaspyrnu að marknetið rifnaði er knötturinn söng i því. Hafði einhver gárungurinn það á orði að netiö væri Ifkast til orðið jafn- gamalt Kendal, en hann slagar nú hátt í fertugsaldurinn.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.