Dagblaðið - 01.09.1980, Side 32

Dagblaðið - 01.09.1980, Side 32
I’cssi litla hnáta var heppin i Tivoliinu- „vann” þennan hlýlega leikfélaga. Loksins eitthvað frítt: Mikiðísiglátið Griðarleg aðsókn var að sýning- unni Heimilið ’80 i Laugardalshöll- inni um helgina. Í gærkvöldi höfðu um 47 þús. manns skoðaðsýninguna. Á tímabili í gærdag var slík þröng á þingi að vart var hægt að þverfóta. í anddyri l.augardalshallarinnar, þar scm sýningardeild Dagblaðsins er er jafnan mikið fjör. Þar er boðið upp á alls kyns matva-lasmakk og notfærir fólk sér það óspart. í gærkvöldi var búið að gefa aö smakka um 15 þús- und síldarsalatsbita hjá íslenzkum matvælum, Bjarni Bærings varbúinn að gefa 30 þúsund bita af fiskiboll- um, Goði var búinn að grilla og gefa um 40 þúsund cocktailpylsur. Þessu' var skolað niður mcð 5 þúsund lítrum af Topp svaladrykk frá Sól, 600 litr- um af Gevajia kaffi og 20 þúsúnd glösum af Pepsi og 7-Up. Þrátl fyrir þessi fríu matföng er jafnan þröng á þingi í veitingasölu Asks á staðnum. Fjöidi fólks nam staðar í DB básn- um. Við greinunt jafnan frá heim- sóknunum að einhverju leyti á ncyt- endasíðunni bls. 4. Þar er einnig skyggnzt inn í bása hjá ýmsutn fyrir- tækjum. -A.Bj. Dynjandi popptóniist í miðri útvarpsmessu — gleymzt hafði aðslökkva á stúdíói 1 Þeim, sem hlustuðu á útvarpsmess- una í gærmorgun, varð ærið bylt við þegar dynjandi popptónlist yfir- gnæfði skyndilega guðsorðið. Dægurmúsíkin hljómaði i rúmlega hálfa minútu áður en skrúfað var fyr- ir dagskrána. Eftir dálitla þögn hélt síðan útvarp frá messunni áfram. „Það urðu smá mistök hjá okkur, því að gleymzt hafði að aftengja stúdíó 1 við útsendingarborðið,”- sagði Magnús Hjálmarsson, starf- andi yftrmaður tæknideildar út-' varpsins. „Það bar ekki á neinun truflunum í útsendingunni fyrr en farið var að vinna í stúdíóinu á tólfta tímanum i gærmorgun. Þá dofnaði jafnframt útsendingarstyrkurinn frá messunni. Þetta voru aðeins mannleg mis- tök,” sagði Magnús jafnframt. „Við getum ekki kennt um lélegum tækja- útbúnaði. Ekkií þettaskiptið.” -ÁT- Sækýrnar úr Vogunum hlutu annað sætið I Hæftleikakeppninni. Þær skemmtu með gamanvisum og sögðu kunnugir að þeim svipaði til Evelynar og Kolbrúnar sem skemmtu á Hæfileikakvöldum i fyrra og hafa haft nóg að gera siðan. Á minni myndinni, eru Nynke Bout frá Hollandi og Ingi Gunnar .lóhannsson, sigurvegarar kvöldsins. DB-myndir: Ragnar Th. Sig. Hæfileikakeppnin: Flautu- og gítar- tónlistin sigraði — Sækýrnar úr Vogunum urðu í öðrusæti Ingi Gunnar Jóhannsson og Nynke Bout frá Hollandi urðu i fyrsta sæti Hæfileikakeppninnar í gærkvöldi. Ingi lék á gítar og Nynke á þverflautu. Númer tvö urðu Sækýrnar frá Vogun- um, bráðhressar konur sem skemmtu með gamansöng.. í þriðja sæti varð Ólöf Ágústsdóttir sem söng nokkur Ijúf lög. Þá var einnig fjórða sætið í gær- kvöldi, þar sem fram komu tveir skipti- nemar frá Bandaríkjunum og Ástralíu og sungu háskólasöngva. Að sögn Birgis Gunnlaugssonar munu sigurvegarar úr þremur efstu sætunum í gærkvöldi keppa aftur á lokakvöldinu 28. september. Það mun vera vegna þess að öll atriðin reyndust mjög góð. Nú eru aðeins tveir riðlar eftir i Hæfileikakeppninni, eu þegar eru komin 15 atriði sem keppa munu til úrslita. -ELA. „Samningar við Verkamannasambandið á þessum grundvelti óhugsandi”: „ Vafalaust klæjar suma i að frystihúsin loki” — Pólitískar f ramavonir hætfplegur kvilli, segir Guðmundur i. „Samningar við Verkamannasam- bandið á þessum grundvelli eru óhugsandi,” sagði Guðmundur J. Gtiðmundsson í viðtali við DB í morgun. Hann sagði, að tilboð Vinnuveitenda um hækkun lægstu launa verkamanna væru lakari en BSRB. Auk þess byrjuðu þær mun fyrr að skerðast. ,,Það er vitanlega engin kjarabót fyrir verkamenn þótt Vinnuveitendur reikni út að hjá ríkinu sé minna al' láglaunafólki, og því þýði þetta minni útgjöld hjá þvi í heildina til þess en hjá Verkamannasam- bandinu,” sagði Guðmundur J. Hann kvað i tilboðinu felast vax- andi mun á launum BSRB og Verka- mannasambandsins, og hefði sá munur þó verið ærinn fyrir. Þetta væri augljóst og auðvelt að sanna með dæmum. Varðandi verkföll samkvæmt verk- fallsheimildum sagði Guðmundur J. að þau væru með öllu óráðin. Það kynni að vera spurning til að virða fyrir sér, hvort smjörlíkisfabrikkur og steypustöðvar yrðu ekki fyrri til að stöðva sjálfar en verkamenn og iðnaðarfólk. Vafalítið klæjaði vissa forkólfa vinnuveitenda talsvert mikið í að frystihús lokuðu svo dæmi væru nefnd. Heiðarleiki slíkra aðgerða væri svo annað mál, en pólitískar framavonir leiddu oft sæmilega drengi á villigötur. Það sönnuðu dæmin. -BS. frjálst, úháð dagblað MÁNUDAGUR 1. SEPT. 1980. Skilafrestur runninn út: Sumarmyndir bárust f ram eftir nóttu Skilafresturinn í Sumarmyndasam- keppni DB er út runninn. Nær stöðug- ur straumur fólks var á ritstjórn blaðsins í gær, sem vildi koma inn myndum sínum á siðasta degi. Nú, eins og fyrri sumur, gerðist það að margar mjög glæsilegar myndir komu síðustu dagana og vikurnar. Dómnefnd keppninnar mun nú í vik- unni velja úr þeim myndum sem bárust síðasta mánuðinn. Þær birtast að öllu forfallalausu i blaðinu á næsta laugar- dag og þann þarnæsta, ef tilefni gefur til. Úrslit keppninnar verða síðan gerð heyrinkunn um miðjan þennan mánuð. -ÁT/ÓV- Friður og spekt á þingi ungra framsóknarmanna um helgina: Guðni Ágústs- son kosinn formaður Guðni Ágústsson (Þorvaldssonar frá Brúnastöðum) var kjörinn formaður Sambands ungra framsóknarmanna á þingi SUF á Egilsstöðum um helgina. t síðustu viku leit út fyrir að þingliðar skiptust í tvær fylkingar í formanns- kjöri. Hópur ungra framsóknarmanna í Reykjavík hafði skorað á Jóstein Kristjánsson að gefa kost á sér i for- mannsstöðuna á móti Guðna. Jósteinn dró framboðið til baka fyrir helgina og formannskjörið fór því fram með ágætum friði og spekt. Fyrsti varafor- maður SUF var kjörinn Þóra Hjalta- dóttir frá Akureyri og annar varafor- maður Niels Lund kennari á Bifröst. Með formanni og varaformönnum sitja 5 menn aðrir í stjórn SUF. -ARH. Kjötiðog mjólkin hækka Allar mjólkurvörur hækka í dag. Lítri af mjólk hækkar úr 332 krónum i 375. Fjórðungslitri af rjóma fer úr 571 krónu 1643. Kílóið af skyri hækkar um 83 krónur — kostaði áður 600 kr. Kílóið af fyrsta flokks smjöri hækkar úr 3.266 krónum í 3.766. 45% ostur í heilum stykkjum hækkar í 3.811 krónur, úr 3.442. Nýslátrað dilkakjöt, sem kemur í búðir á morgun, kostar 2.664 hvert kíló í heilum fyrsta flokks skrokkum. Kílóverð annars flokks verður 2.509. Kilóverð læra verður 3.318 krónur (heil og niðursöguð) Lærissneiðar úr miðlæri og kótelettur kosta 3.957 krónurhvert kíló. Tómatar, agúrkur, salat, steinselja og paprika hæfcka í sama verð og var á þeim fyrir lækkun á dögunum. Aftur á móti verður verðlækkun á hvítkáli og gulrófum. Kílóverð • hvors tveggja verður300kr. -EVI/DS. LUKKUDAGAR: ■filiiHli mmmmmmammmrntnTw ..mimm 31. ÁGÚST: 97 Philips vekjaraklukka með útvarpi. 1. SEPTEMBER: 3277 Decca litsjónvarp Vinningshafar hringi í síma 33622.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.