Dagblaðið - 08.10.1980, Page 12

Dagblaðið - 08.10.1980, Page 12
! DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1980. MMBIAÐIB ÚtBflfandi: Dagblaðifl hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjótfsson. RKstjóri: Jónas Kristjónsson. Aflatoflarrftstjóri: Haukur Helgason. Fréttastjóri: ómar Vaidimarsson. Skrífstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. (þróttir: HaHur Sfmonarson. Menning: Aflalstelnn Ingólfsson. Aðstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrít: Asgrfmur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaflamann: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urflsson, Dóra Stefénsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hókonardóttir, ólafur Gairsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndlr: BjarnleHur Bjarnleifsson, Einar ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurflur Porri Sigurflsson og Sveinn Þormóðsson. Skrffstofustjórf: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Práinn Porierfsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halidórs- son. Drsfffngarstjóri: Vaigerður H. Sveinsdóttir. Rftstjóm: Siflumúia 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverhohi 11. Aflalskni blaflsins er 27022 (10 linur). Sstnfng og umbrot: Dagblaflifl hf., Sfflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., SMumúla 12. Prentun Árvakur hf„ Skeifunni 10. Askrfftarvsrfl é ménufll kr. 6.500. Varfl (lausasölu 300 kr. eintakið. Risi á brauðfótum Við venjulegar aðstæður hefði mátt búast við, að stjórnarandstaða for- manns Sjálfstæðisflokksins og alls þorra þingflokksins mundi leiða til stjórnarandstöðu almennra sjálfstæðis- manna og einangrunar ráðherra flokksins. Klofningur flokksins í afstöðu til ríkisstjórnarinnar hefur nú staðið tæpa átta mánuði. Skoðanakönnun, sem Dagblaðið birtir í dag, sýnir, að flokkurinn skipt- ist nokkurn veginn jafnt í stjórnarsinna og stjórnar- andstæðinga. Af þessu má sjá, að engan veginn eru aðstæður venjulegar. Ekkert samræmi er milli.stjórnarandstöðu alls þorra þingflokks sjálfstæðismanna og hinnar jöfnu skiptingar almennra stuðningsmanna Sjálf- stæðisflokksins. Stjórnarandstaðan í þingflokknum á sér ekki sterkar rætur meðal stuðningsmanna flokksins. Hún hefur að vísu Morgunblaðið að bakhjarli. En sá bakhjarl er mun minna virði en áður var, þrátt fyrir allan berserksganginn. Enn alvarlegri eru viðhorf sjálfstæðismanna til for- manns flokksins. Skoðanakönnun Dagblaðsins sýnir, að í hugum stuðningsmanna flokksins er hann aðeins hálfdrættingur á við uppreisnarmanninn og forsætis- ráðherrann. Þetta þýðir, að valdastofnanir flokksins endur- spegla flokkinn enn síður en þingflokkurinn gerir. For- maðurinn hefur aðeins tæplega 30% fylgi á móti rúmlega 50% fylgi varaformannsins og forsætis- ráðherrans. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins skiptast raunar i fjóra hópa. í einum eru þeir, sem ekki hafa tekið af- stöðu til vandamála flokksins. í öðrum eru þeir, sem styðja formanninn og eru fylgjandi stjórnarandstöðu hans. í þriðja hópnum eru þeir, sem styðja varafor- manninn, en eru andvigir ríkisstjórn hans. í fjórða og langstærsta hópnum eru svo þeir, sem bæði styðja varaformanninn og ríkisstjórn þá, sem hann hefur myndað í trássi við þingflokkinn. Ofan á þennan klofning er líklegt, að í forseta- kosningunum hafi þjappazt saman fimmti hópurinn, sem sé að einhverju leyti öðruvísi en hinir fjórir. Slíkt þyrfti að reyna að mæla í síðari skoðanakönnunum um afstöðu sjálfstæðismanna. Af öllu þessi má sjá, að Sjálfstæðisflokkurinn riðar á brauðfótum. Hann er ekki lengur neitt þjóðfélagsafl og verður ekki, fyrr en hann hefur greitt úr þeim innri flækjum, sem hér hefur verið lýst og sannaðar eru. Merkilegast af öllu er þó, að þessir hópar telja sig allir eiga heima í Sjálfstæðisflokknum fremur en annars staðar. Klofningurinn hefur ekki klofíð neinn frá flokknum. Þvert á móti sogar flokkurinn að sér fylgi. Samkvæmt skoðanakönnun Dagblaðsins telur næstum hálf þjóðin sig standa næst Sjálfstæðis- flokknum af stjórnmálaflokkunum.Hann gæti því orðið mikið þjóðfélagsafl, ef hann rúmaði sína mislitu hjörð í sama friði og áður var. Sjálfstæðisflokkurinn á nú ýmissa kosta völ. Hann getur hreinsað flækjurnar á þann hátt, að eftir standi fámennur leiftursóknarflokkur undir forustu nú- verandi formanns og arftaka hans, með um það bil 15% fylgi meðal þjóðarinnar. Hann getur líka endurnýjað sig undir forustu utanklíkumanna, sem hafa lag á að rúma hina mislitu hjörð undir einu þaki. Það yrði enginn leiftursóknar- flokkur, en ætti aftur á móti von í 40—50% fylgi meðal þjóðarinnar. „Tólf milljónir á bónda” Það er ekki nýlt að Jónas Krist- jánsson ristjóri taki sig til og skrifi um landbúnað. Nú hefur hann nýlega skrifað átta ieiðara í striklotu um þetta hugðar- efni sitt, alla óvenju sjúklega. í þessum skrifum er gengið lengra en áður með fullyrðingum og fárán- legum ályktunum út frá þeim. Nú er ekki lengur nóg að draga saman landbúnaðarframleiðsluna heldur á að leggja hana niður, ekki nóg að fækka bændum, heldur á að afmá stéttina, ekki nóg að draga saman byggð eða grisja hana, heldur á að leggja i auðn. Allt því fyrr þvi betra. Það yrðu allt of löng skrif ef svara ætti öllum staðleysunum og rang- færslunum i siðustu skrifum Jónasar Kristjánssonar. Því er hér valinn einn leiðari nánast af handahófi. I leiðara frá 17. september er nefn- ist ,,12 milljónir á bónda á ári” segir í fyrstu tveimur setningunum að kvótakerfi og fóðurbætisskattur séu ekki bestu leiðirnar til samdráttar í framleiðslu mjólkur og dilkakjöts. Best sé að byrja á þvi að stöðva stuðning við fjárfestingu í þessum greinum. V Þetta er ekki röng fullyrðing en lýsir annaðhvort þekkingarleysi höfundar á því, sem hann er að fjalla um eða er ákveðin tilraun til blekk- ingar. Þessu ráði, að draga úr fjárfest- ingu, hefur verið beitt. Heimild til þess kom i lög um Stofnlánadeild landbúnaðarins 1973 fyrir ábendingu fulltrúa bænda og hefur því ákvæði verið beitt síðan 1975. Næst kemur eftirfarandi klausa: „Fjárfesting í landbúnaði nemur nú 16 milljörðum króna eða nærri 4 milljónum króna á hvern bónda. Þessi fjárfesting er að verulegu leyti í sauðfjár- og nautgripabúskap, og hún er að verulegu leyti á kostnað rikis og opinberra sjóða.” Hér er frjálslega farið með efnið. Út úr þessu mætti lesa að „veruleg- an” hluta af fjárhæð sem næmi 4 milljónum á hvern bónda i landinu mætti spara íslenska rikinu og opin- berum sjóðum ef stemmt værj stigu við fjárfestingu í sauðfjár- og naut- griparækt. Hugsa menn ekki ósjálf- rátt um 2—3 milljóna gjafir til hvers bónda og margfalda svo með tölu þeirra? Bændur eru annars fleiri en Jónas Kristjánsson virðist reikna með, þeir eru um 4500 en ekki 4000. Fyrsta fullyrðingin, sú að fjárfest- ing í landbúnaði sé nú um 16 millj- arðar (væntanlega á ári), fær ekki staðist. Ekki er nákvæmnin svo mikil að getið sé heimildar, en i öðr- um leiðara, 18/9, finnst eftirfarandi setning: „Þjóðhagsstofnun upplýsir að á þessu ári verði sóað sextán millj- örðum í fjármunamyndun í landbún- aði.” Þarna er þá heimildin. Þjóð- hagsstofnun er, meðan árið er ekki nema rúmlega hálfnað, búin að finna út hve miklu verður sóað í land- búnaðarfjárfestingu. Síðan er þessu deilt á bændur til að sýna hve stór ómagabagginn er að hverjum. Hvaðan koma 16 milljarðarnir? Litum á hver fjárfesting var hjá bændum á síðastliðnu ári (I979). Glöggt yfirlit um það má fá af jarð- ræktarskýrslum annars vegar og lánaskýrslum Stofnlánadeildar hins vegar. Áætluð fjárfesting i ræktun, girðingum, framræslu og súgþurrkun árið I979 varð 2,76 m'illjarðar. Fram- lag ríkis til þessa nam I066 milljónum kr. og eigið framlag bænda um 1694 milljónum eða um 61 %. Stofnlánadeild landbúnaðarins lánaði í allt tæplega 1,5 milljarð kr. til framkvæmda hjá bændum svo sem til rekstrarbygginga og þeirra véla, sem lánað er til. Þar í eru lán til svínahúsa, hænsnahúsa, hesthúsa, gróðurhúsa og fleiri hliðargreina. Ætla má að lánin nemi helmingi £ „Sannleikurinn er sá aö íslenzkur iand- búnaöur er ekki mikið styrktur, hvorki til fjárfestingar né framleiðslu, borið saman við það sem finna má í nágrannalöndum okkar, þó hlýrri séu.” FARÐU EKKI ÍBÆINN Á FÖSTUDEGI! Ef þú neyðist til þess skaltu aldrei taka vinstri beygjur og aka helst aðeins um gatnamót þar sem umf erðarljós eru „Miklar annir voru hjá lögreglu og sjúkraflutningsmönnum síðdegis í gær. Mikill fjöldi árekstra varð á götum höfuðborgarinnar, svo margir að lögreglan annaði hvergi mælingum þar á. Urðu sumir sem i óhöppum lentu að biða hátl i klukkustund eftir aðstoð lögreglu.” Þannig segir frá föstudagsum- ferðinni í DB sl. laugardag. Það kom mér ekki á óvart, því ég lenti einmitt í þessari umræddu umferð, þótt ég slyppi að vísu við árekstur, nema þá e.t.v. í andlegum skilningi. Mig langar að segja frá hvernig ferð mín var en ég ætlaði að sækja kveikjarann minn í viðgerð vestur á Vesturgötu siðdegis á föstudaginn. Ég ók sem leið lá austur Síðumúlann, þ.e. út á Fellsmúla, tók hægri beygju á horninu og ætlaði síðan að komast út á Miklubraut með þvi að beygja til vinstri út á Háaleitis- brautina. Það lá hins vegar i augum uppi að það var ekki nokkur möguleiki á slíkri beygju og tók ég þvi það ráð að taka aftur hægri beygju inn á Háaleitisbraut og aka þá leiðina niður i bæinn. Það studdi þá kenningu mína um að ekki er Kjallarinn Anna Bjamason mðgulegt eða að minnsta kosti ekki ráðlegt að taka vinstri beygjur i siðdegisumferð í höfuðborginni. Válegt veður Þennan ákveðna föstudag var veðrið heldur ekki upp á það allra bezta. Það rigndi ,,eldi og brennisteini” og vindstyrkurinn var um það bil 12 stig i verstu hviðunum. Þegar maður ekur i Trabant, sem er annars alveg fyrsta flokks bifreið (fyrir utan að vera óvinur olíu- furstanna númer eitt), vill setjast móða innan á rúðurnar i áðurgreindu veðurfari. Þannig getur verið afar erfitt að sjá út um rúður bílsins og því alveg vonlaust aðfaka nokkra sjansa. Ég komst klakklaust alla leið niður á hornið á Háaleitisbraut og Kringlumýrarbraut og af þvi ég var enn með það í huga að komast út á Miklubraut (og losna þannig við að þurfa að enda í Tryggvagötunni) hélt ég mig á vinstri akreininni og ætlaði að beygja inn á Kringlumýrar- brautina á umferðarljósunum. Það tók hvorki meira né minna en fimm umferðarljósaskipti að komast yfir gatnamótin. Trabantinn var alveg að gefast upp (og ég líka). Mér varð á að koma við bensínið og létti um leið fætinum af kúplingunni með þeim afleiðingum að ég rann á bilinn sem

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.