Dagblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 2
2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. NÖVEMBER 1980.
Alþýðuleikhúsið
læðir auglýsingum
að bömum
—í gegnum f orráðamenn dagvistunar-
stofnana
Sigurjóna Björnsdótlir, írabakka 24,
hringdi:
Dætur mínar tvær eru í einum af
leikskólum borgarinnar og er það á-
gætt að undanskildu því að ég hygg
að lág taun starfskrafta þar ásamt
miklu vinnuálagi geri það að verkum
að tíð skipti eru á starfsfólki. Ættu
allir að sjá hversu slæmt það er fyrir
börnin að þurfa sifellt aö aðlagast
nýju fólki.
Ástæðan fyrir þvi að ég rita þessar
línur er sú að nú sýnir, eins og
alkunna er, Alþýðuleikhúsið leikritiö
Kóngsdóttirin sem kunni ekki að tala
í Lindarbæ. Á föstudag komu dætur
mínar heim með miða sem á stóð að
þeim væri boðið að koma fyrir 2000
kr. hvor að sjá þetta leikrit. Þegar
börn fá slíka miða í hendur vilja þau
auðvitað vita hvað á þeim stendur.
Án þess að hægt væri að ræða þetta
við þær í rólegheitum voru þær alveg
óöar og uppvægar aö fara og meira
en það. I þeirra huga var það svo
sjálfsagt að fara að annað kom ekki
til greina.
Það sem ég sætti mig ekki við í
þessu máli er það að forráðamenn
dagvistunarstofnana láti læða inn
auglýsingum sem þessum og ennþá
síður að börnin fái þær í hendur. Það
er nóg af auglýsingum allt i kringum
okkur þó að þetta bætist ekki við.
Ég vona að Alþýðuleikhúsið geti
framvegis sýnt leikrit sín fyrir fullu
húsi án þess að ota auglýsingum að
minnstu þegnum þjóðfélagsins sem
eru of smáir til að velja og hafna.
Mosfellingur skrifar:
,,Mig langar aðeins til þess að
koma nokkrum hlýjum orðum til
sjónvarpsins sem annars fær meira af
skömmum en þökkum. — Nú hefur
verið tekin í notkun ný endurvarps-
stöö á Viðinesi fyrir Mosfellssveitina
en áður notuðu Mosfellingar gamla
endurvarpsstöð á Lágafelli. Hvilíkur
munur er aö horfa á imbakassann
eftir að nýja stöðin tók við af þeirri
gömlu nú í vikunni. — Myndin er svo
skýr og silfurtær að það er engu lík-
ara en að verið sé að horfa ofan f tær-
an fjallalæk. Ég gerði mér ekki grein
fyrir því áður hve gott sjónvarpstæk-
ið mitt er.
Viðskiptavinur SVR hringdi:
Oft sér maður það í jafnvel
troðfullum strætisvagni að fólk notar
sæti fyrir pakka og töskur sem það er
með. Það er nokkuö mikiö um þetta.
Mér finnst ákaflega hvimleitt að sjá
Fyrir hönd Mosfellinga þakka ég
kærlega fyrir þessa nýju endur-
varpsstöð.”
pakka í sæti og jafnvel gamalt fólk
standandi við hliðina. Það ætti engan
að muna um þaö að hafa slika hluti í
fanginu, annað er skortur á tillits-
semi.
(Jr leikritinu Kóngsdóttirin sem kunni ekki að tala. DB-mynd: Gunnar örn.
Horft frá Helgafelli vestur yflr byggðina f Mosfellssveit.
„MYNDIN ER EINS OG
LINDIN SILFURTÆR”
—segir Mosf ellingur eftir að nýja endurvarpsstöðin í
Víðinesi var tekin í notkun
PAKKAR í SÆTI
\
ÞÐR HjÁ PHIUPS GERA MEIRA EN AÐ HANNA NÝ KERFI.
ÞEIR KOMA AF STAD BYLTINGUM!
Nýtt myndsegulband
Philips hefur nú fullhannað nýtt
myndsegulbandskerfi, sem margir
álíta vera gjörbyltingu á þessu sviði.
Philips 2000 er kerfí, sem býður upp á
kosti, sem aðrir hafa ekki:
- Myndkassettu, sem spila má báðu-
megin, með
- 8 klukkustunda sýningar/upptöku-
tíma
Upphitaðir upptökuhausar, sem
aðeins þekkjast á stærstu tækjum í
upptökusölum (studiotækjum) vama
sliti á segulbandinu, auk þess, sem
svonefndir fljótandi hausar gera
stillingu þeirra óþarfa. Þannig er hægt
að taka upp á eitt tæki og sýna á örðum
án truflana.
Philipsvann stríðið
Þegar Philips hljóðkassettan kom
á markaðinn fyrir tæplega tuttugu
árum, voru fáir sem spáðu henni bjartri
framtíð. Margir töldu Philips hafa gert
regin-mistök með gerð litillar hljóð-
kassettu, sem þyrfti að snúa við og
spila báðum megin. Reyndin varð
önnur. Philips hljóðkassettan er einráð
á markaðinum. Allir hinir tóku hana í
notkun.
Nú hefur Philips sett mynd-
kassettu á markaðinn. Hún er byggð á
sömu grundvallarhugmynd og
reynslu, sem fengist hefur með hljóð-
kassettunni. Árangurinn er lika
frábær.
Sextán daga upptökutími
Einn af höfuðkostum nýja Philips
myndsegulbandskerfisins er upp-
tökutíminn. Philips 2000 með nýju
8 klst. myndkasettunni, gefur kost á
innstillingu á 5 mismunandi
sjónvarpsþætti á 16 daga tímabili.
Nýja kassettan hefur pláss fyrir
átta klukkustundir af efni, 4 klst. á
hvorri hlið. Þannig getur þú komið
fyrir t.d. fjórum 2ja klst. kvikmyndum
á einni spólu eða fjórum knattspyrnu
leikjum og einni bíómynd.
Þeir hjá Philips gera meira en að
hanna ný myndsegulbandskerfi. Þeir
koma af stað byltingum. Þess vegna
hafa margir af þekktustu framleiðend-
um myndsegulbanda, eins og t.d. B og
O, ITT, Pye, Luxor og Grundig gert
samninga við Philips um notkun þessa
nýja kerfis í sinni eigin framleiðslu.
SjáHvirkiir snuðrarí
Ein af skemmtilegustu nýjung-
unum á Philips 2020 myndsegulbands-
tækinu er efnisleitari, sem við köllum
„sjálfvirka snuðrarann". Þetta er takki
sem þú notar þegar þú þarft að finna
myndefni á myndkassettunni í hasti.
Sjálfvirki snuðrarinn finnur réttan
stað á spólunni á met-tima. Snuðrar-
inn er tengdur sérstöku tölvuminni,
sem gerir þér kleift að finna réttan stað
á spólunni á andartaki eða svo. Philips
kann svo sannarlega tökin á tækninni.
heimilistæki hf
Hafnarstræti 3 — Sætúni 8.
PHIUPS