Dagblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1980. (i Útvarp 27 Sjónvarp FERSKT OG FRYST—sjónvarp í kvöld kl. 21,05: Hvernig velja á kjöt, úrbeina það og elda Húsfeðrum og mæðrum þessa lands gefst í kvöld og næsta miðviku- dagskvöld kostur á að fræðast um kjöt. Valdimar Leifsson sér þá um fræðsluþátt sem nefndur er Ferskt og fryst. „Fólki er kennt að velja sér kjöt þegar það fer út í búð að verzla. Því er kennt að úrbeina það og að mat- reiða. I fyrri þættinum er eingöngu talað um nautakjöt en í þeim síðari verður fjallað um kindakjöt og kjúklinga,” sagði Valdimar aðspurður um þáttinn. Hann var þá í framhaldi af þvi spurður hvort mikil ástæða væri talin til þessarar fræðslu. „Þetta er ákvörðun útvarpsráðs sem mér var falið að framkvæma svo þú skalt spyrja þá menn sem í þvi sitja en ekki mig,” sagði hann. í þættinum í kvöld koma fram þeir Ólafur E. Stefánsson kjöt- flokkunarmaður, Andrés Jóhanns- son kjötiðnaðarmaður, Friðrik Gisla- son skólastjóri Hótel- og veitinga- skólans og Kristján Sæmundsson matreiðslumaður. Valdimar sagði að sér væri ekki kunnugt um að fleiri þættir um neyt- endamál ættu að fylgja i kjölfar þess- ara tveggja. -DS. Neytendum verður I kvöld kennt I sjónvarpinu hvað þeir eiga að hafa I huga er þeir kaupa sér kjöt f matinn. Ella Fitzgerald syngur fyrir útvarpshlustendur i fyrramálið ásamt Louis Arm- strong. P0RGY0GBESS —útvarp í fyrramálið kl. 10,25: Fitzgerald, Arm- strong og Gershwin BEIN LÍNA — útvarpíkvöld kl. 22,35: Kjartan Jóhannsson siturfyrir svörum Kjartan Jóhannsson, nýkjörinn for- maður Alþýðuflokksins, situr fyrir svörum hlustenda útvarpsins í kvöld í Beinni linu. Á engan verður líklega hallað þó hér sé sagt að Kjartan sé sá stjórnmála- maður er mesta athygU hefur vakið undanfarið. Þegar hann tilkynnti að hann hygðist fara í framboð á móti Benedikt Gröndal til formanns- embættis Alþýðuflokksins ekki þó vegna ágreinings eða persónulegra deilna heldur vegna áskorana annarra þótti mörgum sú framkoma furðuleg. Haft var á orði að ættu menn slíka vini þyrftu þeir ekki óvini. Þó Kjartan segði ástæðu sína fyrir framboðinu vera viljann til þess að flokksmenn fengju að velja sér forystu var Benedikt ekki á sama máli og hætti við að bjóða sig fram þannig að Kjartan varð sjálfkjörinn. Þessi rúmlega fertugi maður er þvi orðinn formaður flokks, sem hann hefur aðeins starfað i í um það bil 10 ár, sem ekki er Iangur tími i lífi stjóm- málaflokks. Frami hans hefur verið með ólíkindum. Hann kom beint inn á þing til þess að setjast í ráðherrastól og þingferil sinn hefur hann verið lengur ráðherra enekki. í nærmynd sem Helgarpósturinn dró upp af Kjartani fyrir um hálfum mánuði kemur í Ijós að hann er yfirleitt maður sátta og tekst oft að sætta menn þó þeir séu alls ekki til i sættir. Hins vegar sé hann fastur fyrir hafi hann bitið eitthvað í sig og vilji þá hvergi sitt láta. Hann er sagður af- skaplega skarpur, iðinn og fróður. Það hái honum hins vegar mest I stjórn- málunum að hann sé of mikilll „tækni- krati” og höfði þvi ekki nóg til launa- fólks. Um stefnu hans, persónu og Alþýðuflokkinn geta menn spurt hann í kvöld og hvað annað það sem þeim ligguráhjarta. -DS. Aðdáendur Gershwins, Fitzgerald og Armstrongs ættu að rifa sig upp i fyrramálið, leggja niður störf og hlýða á útvarpið. Því klukkan 10.25 ætla þau Ella Fitzgerald og Louis Armstrong að syngja söngva úr Porgy og Bess eftir George Gershwin. Sannarlega góður tími fyrir þessa listamenn að leggja saman snilli sína eðahitt þó heldur. Porgy og Bess var sett á svið fyrst árið 1935 I Boston. Vinsældir verks- ins urðu ekki miklar í fyrstu því áhorfendur vissu ekki almennilega hvað þeir áttu að halda. Var þetta ópera eða var það gamansamur söng- leikur? En eftir að lög eins og Summ- ertime, I’ve Got Plenty Of Nothing og It Ain’t Necesserely So náðu vin- sældum náði söngleikurinn i heild það einnig. Hópar svertingja fóru um allan heim með söngleikinn og færðu upp. Þeir komust alla leið til Rúss- lands árið 1955 og árið 1959 var gerð kvikmynd eftir söngleiknum með Sammy Davis og Sidney Poitier i aðalhlutverkum. Sagan segir frá Bess sem er léttlynd negrastelpa. Hún býr með Crown eiturlyfjasala og er háð kókaíni. En þegar Crown verður manns bani flýr hún á náðir Porgy sem er fatlaður. Ástir takast með þeim. Bess er þó fjörug sem fyrr og fer ein á mikla hátið sem haldin er. Þar veröur Crown á vegi hennar og neyðir hana til að lofa að koma til sin aftur. Þegar Crown kemur svo að sækja hana banar Porgy honum. Löggan kemur þá og tekur hann fastan og þar sem náunginn Sportin Life telur henni trú um að Porgy sleppi aldrei úr steininum framar þiggur hún af honum kókaín og þau fara saman til New York. Porgy sleppur hins vegar frá löggunni en finnur auðvitað Bess hvergi. Þegar hann fréttir að hún sé farin til New York leggur hann af stað á eftir henni i vagni dregnum af asna. Og þannig endar söngleikurinn. Þau Ellu og Louis þarf vart að kynna islenzkum útvarpshlustendum svo oft sem þau hafa glatt eyru þeirra. Þau voru bæði frábærir jass- istar og þó Louis sé látinn á minning h ans ugglaust eftir að li fa lengi. - DS BÖRN í MANNKYNSSÖGUNNI —sjónvarp í dag kl. 18,05: Þrjátíu þúsund börn hurfu f krossferð Börn í mannkynssögunni nefnist nýr framhaldsflokkur í 14 þáttum sem hefst I dag klukkan rúmlega sex. Þýðandi þessa flokks er Ólöf Péturs- dóttir kennari i Kópavogi og var hún spurð um hann. „Fyrsti þátturinn er ósköp drunga- legur. Sagt er frá 30 þúsund börnum, sem leggja upp frá Frakklandi og ætla til Jerúsalem. En öll týnast þau og koma aldrei fram aftur. Enginn veit eiginlega hvað atti þeim út f þessa ferð. Komið hefur fram kenning um það að þar hafi ráðið fátækt foreldranna og börnin hafi séð Jerúsalem í einhverri dýrðarmóðu. Ég er búin að sjá annan þátt af þessum flokki og sýnist eins og þetta sé ákaflega fallega gert. Þetta er allt leikið og i fyrsta þættinum sjást ekki aðrir en börnin. í næsta þætti kynnumst við hins vegar litillega fjöl- skyldum yFirstéttarmanna í Frakk- landi. Ég held að stuðzt sé meira og minna við samhengi í tímaröð atburðanna,” sagði Ólöf. Hún var þá spurð að þvi hvort ekki væri erfitt að þýða sjón- varpsefni, sérlega fyrir börn þar sem annars vegar verður að sýna textann lengi fyrir þau seinlæsustu og hins veg- ar að koma sem flestu að. „Auðvitað verður að vega og meta í hvert sinn hverju á að sleppa. Þýðandinn stjórnar því hversu lengi hver setning er sýnd og oft verður að sýna þær stutt til þess að koma að fleiri setningum. En oft skiptir það sem sagt er ekki höfuðmáli eða þá að ráða má það af látbragði fólks og þá er þýðing óþörf,” sagði Ólöf. -DS. KÆLISKÁPAR MEÐ OG ÁN FRYSTIS GLÆSILEGIR - STERKIR - HAGKVÆMIR Lítum bara á hurðina: Hægrí eða vinstri opn- un, frauðfyiit og níðsterk — ogi stað fastra hillna og hóifa, brothættra stoða og loka eru færaniegar fernu- og flöskuhillur úr málmi jg laus box fyrir tmjör, ost, egg, álegg jg afganga, sem bera ná beint á borð. b m.» « GRAM '”»f býður 30 möguleika i kæli skápum, frystiskápum og frystikistum. pWnlUk mað VAREFAKTA, vonorðl dönlm naytondaitofnunai ■ tJi ___».L. AFBORGUNARSKILMÁLAR TRAUST ÞJÓNUSTA innar DVN um oiku notkun og aöra eiglnloika. VAREFAKTA < JFOnix HATUNI 6A • SÍMI 24420

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.