Dagblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 1
6. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1980 — 257. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—AÐALSÍMI 27022. Stjóm Flugleiða fellst á skilyrði ríkisins: KAUPIR SAS HÓTEL ESW AF FLUGLEHtUM? — vaxandi áhugi starfsmanna á stofnun nýs flugfélags fömu verið meðal flugmanna og ann- arra starfsmanna Flugleiða hf. Er fullyrt, að þau standi í beinu sam- bandi við hugsanlega niðurfellingu á Atlantshafsflugi Flugleiða. Sé veru- iegur áhugi starfsmanna á því að kanna grundvöll fyrir þeim rekstri með stofnun nýs fíugféiags. -BS Svarbréf Flugleiða hf. við skilmál- um þeim sem samþykktir hafa verið fyrir aðstoð ríkisins við fjárhag fyrir- tækisins var jákvætt. Eins og fram kom í frétt DB fyrir helgina ganga Flugleiðir hf. í raun að þeim skil- yrðum sem sett eru. Beinar eða óbeinar óskir um frávik frá fram- kvæmd einstakra skilyrða og ábend- ingar um vandkvæði á fortakslausu samþykki við þeim koma fram. Sigurður Helgason forstjóri og Björn Theódórsson framkvæmda- stjóri fóru utan áður en síðasti stjórnarfundur Flugleiða hf. um skil- yrðin var haldinn. Var því ekki unnt að ræða tillögu sem nú hefur verið kynnt stjórnarmönnum, um að Sigurður Helgason forstjóri gegni verulega þrengdu starfssviði, ef ekki komi til mála, að hann segi upp störf- um, samkvæmt heimildum, sem DB teluráreiðanlcgar. Á leið sinni til fundar CARGO- LUX, sem haldinn er í Hong-Kong, er sagt að Sigurður Helgason hafi átt viðræður við SAS-flugfélagið í Kaup- mannahöfn. Hafi þar meðal annars borið á góma hvort áhugi væri hjá SAS að kaupa Hótel Esju í Reykja- vík. Alfreð Elíasson, stjórnarmaður Flugleiða hf., fór utan í morgun, einnig áleiðis til Cargolux-fundarins i Hong-Kong. Mikil fundahöld hafa að undan- HLUTVERKASKIPTIIÞYRLUFLUGINU —Þyrla Gæzlunnar í varahlutaf lutningum vegna bilunar á þyrlu vamaríiðsins í gær snerust hlutverk nokkuð við í þyrluviðskiptum Islendinga og Bandaríkjamanna á Keflavíkurflug- velli. Þyrla varnarliðsins, sem svo oft hefur aðstoöað islenzka aöila, varð fyrir bilun er hún var stödd yzt á Snæfellsnesi. Höföu Bandarikja- mennirnir syðra ekki aðra tiltæka þyrlu til að fara með varahluti og við- gerðarmenn vestur. Leituöu þeir til Gæzlunnar um aðstoð. Nýja þyrla Gæzlunnar var þá 1 flugi til Búrfells þar sem litla og eldri þyrla Gæzlunnar hefur verið viö raf- linueftirlit fyrir Landsvirkjun. Hélt TF-Rán beint frá Búrfelli dl Kefla- vlkurvallar og þaðan með menn og varahluti vestur á Snæfellsnes og voru nauðsynlcgir flutningar svo miklir að ferðirnar vestur urðu tvær. Þetta flug gekk vel. Varð það fyrsta reynsla þyrluflugntanna Gæzl- unnar I næturflugi á nýju þyrlunni en veöur var ekki sérlega gott, strekk- ingsvindur og súld. - A.St. Ölvaður íleiguakstri Reykur úr neðra „Reykurinn fer I augun ú þér" syngja gamlir kunningjar miðaldra fólks og yngra i sönghópnum Platters sem verða með kveðjuhljómleikana íkvöldhér á landi. „Smoke gets inyour eyes ” gœtu þeir staifsmenn Hita veitu Reykja vlkur llka sagt en þeir voru i óðaönn að lagftera lagnirnar efst á Grensásveginum í morgun. Og reykurinn liðast upp í kalt morgunloftið og umhverftó minnir óneitanlega á neðra. DB-mynd Einar. Á eftirlitsferð á Suðurlandsvegi rétt fyrir miðnætti i nótt stöðv- uðu lögreglumenn m.a. leigubif- reið. Kom í ljós að leigubifreiðar- stjórinn, sem var með farþega í leiguakstri, var ekki allsgáður. Við frekari athugun reyndist full ástæða til að færa hann til blóð- rannsóknar. Svona tilfelli eru sjaldgæf, enda er ábyrgð leigubílstjóra sem gegnir atvinnu sinni i ölvunará- standimikil. -A.St. Krefjumst sjálfstæéis Póllands — sögðu 20 þúsundir íkröfugöngu íVarsjáígær — sjá erl. f réttir bls.6og7 Vinnutími útivinnandi húsmæöra óheyrilega langur — ogþætti ekki boðlegur íverkalýðsfélagi — sjá DB á neytenda- markaði á bls. 10

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.