Dagblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 10
n«p 10. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1980. !N DB á ne ytendamarkaði SIÖ MANNA FJÖL- SKYLDA UFIR EKKI MUNAÐARLÍH AF 8 STUNDA VINNUDEGI —Vinnutími „útivinnandi” húsmæðra er óheyrilega langur og þætti ekki boðlegur hjá verkalýðsf élögunum „Kæra neytendasíða! Ég sendi hér með ágúst- og septem- berseðlana saman og biðst afsökunar á trassaskapnum. Það er mikill munur á þessum tveimur mánuðum sem liggur aðallega í því að í ágúst keyptum við lOkgaf hrefnukjöti, lOkjúklinga, 10 kg þvottaduft og Vex uppþvottalög og Þrif í heildsölu,” segir m.a. í bréfi frá Þ.L. sem búsett er á Akureyri. „A.Bj. talar um útivinnandi hús- mæður um daginn í blaðinu. Þar minnist hún á lítinn hagnað af því. Hún talar einnig um bakstur, sauma- skap og prjóna. Ég baka t.d. allt mitt kafftbrauð sjálf. í gær bakaði ég kanelhringi, vinarbrauð, haframjölssmákökur, skúffuköku og að lokum gerbollurn- ar góðu sem þið gáfuð uppskrift að í sumar. Svo mætti ég í vinnu þann daginn kl. 4 og vann til kl. 11. Um daginn saumaði ég einnig tvennar buxur á sex ára dóttur mina sem var að byrja í skóla. Um barnapössun er það að segja að ég á fimm og sex ára og eldri skyldunum. Ég held að það liggi mikið í því að þar eru fyrst greiddir reikningar og afborganir af lánum sem er anzi stór póstur hjá þeim sem eru að borga fyrir húsnæði. Síðan Verður hreinlega að spara í mat því það þarf ekkert smáræði af t.d. mjólk og annarri landbúnaðarvöru þar sem mörg börn eru. Það sjá allir að sjö manna fjöl- skylda lifir ekki neinu munaðarlífi af átta stunda vinnudegi. Þannig er mál með vexti að sumar húsmæður þurfa að vinna utan heim- ilis — hvort sem þeim líkar betur eða verr. Með fyrirfram þakklæti.” Mikill munur á ágúst og sept. Hjá þessari húsmóður er talsverður munur á útgjöldum í ágúst og sept. Meðaltalið i ágúst er 44.214 kr. á mann en ekki nema 27.729 kr. í sept. Ef við tökum meðaltal af þessum tveimur mánuðum verður talan 35.971 kr. fyrirhvorn mánuð fyrir sig og það er mjög „skikkanlegt”. Varðandi ummæli A.Bj. áður á jafnvel fara með eitt eða fleiri börn sitt á hvorn gæzlustaðinn, annað- hvort í bil eða strætisvagni. Heldur má ekki gleyma að nú verða útivinn- andi húsmæður að greiða opinber gjöld án þess að fá 50% frádráttinn sem áður var. Hærri tekjur þýða einnig hærri skattprósentu þannig að eftir því sem tekjurnar eru hærri þarf að greiða hærri skattprósentu af þeim. Ég get ekki ímyndað mér annað en að bréfritari hljóti að vera dauðupp- gefinn þegar hann kemur heim úr „vinnunni” á kvöldin klukkan að ganga tólf, eftir að hafa verið að baka, sauma, ræsta og sinna bömum til kl. 4 síðdegis. Slikur vinnutími þætti ekki boðlegur ef eitthvert verkalýðsfélag ætlaði að bjóða upp á hann og slítur fólki út fyrir aldur fram. — En vitaskuld er það rétt at- hugasemd hjá bréfritara að erfitt sé að lifa, þótt ekki sé minnzt á mun- aðarlíf, fyrir átta stunda vinnudag einnar fyrirvinnu. Aftur á móti getur fólk gert sitt af hverju tagi á meðan það er ungt, sem er erfiðara þegar komið er á miðjan aldur. - A.Bj. úr skólanum áður en ég fer i vinnuna. þessari síðu um lítinn fjárhagslegan Svo kemur pabbinn heim kl. 5. ávinning útivinnandi húsmæðra var Að lokum vil ég minnast á hag-' að sjálfsögðu átt við ef viðkomandi stæðustu tölurnar hjá stóru fjöl- þyrfti að greiða fyrir barnagæzlu og Raddir | Meira um umfelgun á Neskaupstað: neytendaj Menn ekki á sama máli um hver kostnaður er Umfelgun hjólbarða í Neskaupstað annars vegar og Reykjavík hins vegar hefur verið til umræðu á Neytendasíðunni. — Sýnist sitt hverjum um hvað slík þjónusta kostar hjá Bifreiðaþjónustunni Neskaupstað. Elma Guðmundsdóttir, sem vakti máls á því að slík þjónusta væri seld á mismunandi verði þar í bæ, hefur nú sent okkur Ijósrit af tveimur reikningum máli sínu til stuðnigns. Starfsmaður Bifreiðaþjónustunnar hefur haft samband við Neytendasíðuna og leiðrétt fyrstu tölur Elmu og staöhæfði að umfelgun kostaði 9960 kr. og það sem fram yfir þá upphæð hefði verið á umræddum reikning- um væri fyrir aðra þjónustu, svo sem eins og að taka hjól undan og koma þeim fyrir á nýj- an leik. Á Ijósritunum má glöggt sjá að hjá Bif- reiðaþjónustunni kostaði það 1740 kr. á hvert hjól að taka undan (sama þjónusta kostaði á sama tíma 1.100 kr. á höfuð- borgarsvæðinu) og umfelgunin 9.960 kr. fyrir fjögur dekk.Á öðrum reikningnum er viðkomandi látinn greiða 1090 kr. í trygg- ingu sem er sleppt á hinum reikningnum. vonandi fæst nú botn I þetta mál þannig að allir geti vel við unað og geri sér þess ljósa grein hvað umfelgun kostar bæði í Neskaup- stað og á höfuðborgarsvæðinu. - A.Bj. ;UfRÍI»«Þj4linil 4 .NWAWtTAI) I «. Kfí. UO-1W-taiM Umán 74«7 - ak^r^. tui Drtkm i < n n tete* 7317 JCKi AJ 5~/ 3 ‘j/'lc k-'C ií r'r/t 1 í. I /. L/» '“'"7 >ÍL bSt’O n <7jJo /£■->£> - ! U O/O i oýy 1» m 1 Krónur 4 ! m \ í* ! Jjt&ÍS c í nrCn c, ‘ ÓVÍÍ' - j ‘ic/S t - ÍVéu Ef þarf að fara langar leiðir með börn I gæzlu, kannski fleiri én eitt, er ekki mikill fjárhagslegur ávinningur af útivinnu húsmóðurinnar þegar upp er staðið. DB-mynd Bjarnleifur Bjarnleifsson. Hvað kostarskyrið?: Berjaskyrið nærri helm- ingi dýrara en hreint Skyr er eitt af því sem margir kaupa daglega. Hins vegar vita sennilega ekki allir hvað það kostar núna — og hvað það kostar eftir áramótin þegar nýju krónurnar hafa tekið gildi. G. kr. Nýkr. Kg af skyri (I lausu) kostar......................................683 6,83 500 gr dós af hreinu skyri..........................................342 3,24 200 gr dós af hreinu skyri..........................................136 1,36 500 gr jarðarberjaskyr..............................................610 6,10 150 gr bláberjaskyr................................................ 200 2,00 Upplýsingaseðill til samanDuiðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruó þér orðinn virkur þátttak- andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis- tæki. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks. Kostnaður í októbermánuði 1980. Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö kr. Alls kr. sib imix jí

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.