Dagblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1980. Veðrið Gert er ráð fyrir að veðrið gangi f norðanátt um allt land og kólnandi með éljum á Norðurlandi en láttir til á Suðurlandl. Vfðast verður vaagt frost ínótt Klukkan aex f morgun var vest- norðvastan 4, Káifskýjað og 4 stlg í Raykjavlt, norðvestan 6, látUkýJað og 3 stig á Gufuskálum, norðaustan 4, snjóál og 1 stig á Galtarvlta, vestan 3, heiðskirt og 4 stig á Akureyri, norð- norðvestan 2, alskýjað og við frost- mark á Raufarhðfn, vestan 3, látt- skýjað og 7 stig á Dalatanga, aust- noröaustan 2, skýjað og 1 »tig á Höfn og vestan 8, súld og 5 stig á Stór- höföa. í Kaupmannahöfn voru skúrir og 4 stig, snjókoma og -2 stig I Osló, slydda og 1 stig f Stokkhólml, látt- skýjað og 2 stig f London, létukýjað og við frostmark í Parfs, abkýjað og 12 stig í Lissabon og skýjað og 3 stiga frost f Naw York. Andlát Gelr Jón Ásgeirsson, sem lézt 3. nóvember sl. faeddist 8. júní 1929 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Anna Geirsdóttir og Ásgeir L. Jónasson. Á unglingsárum stundaði Geir Jón nám við Menntaskólann á Akureyri. Hann starfaði í mörg ár hjá Olis og síðan hjá steypustöðinni Verki hf., síðast hjá Breiðholti hf. Árið 1952 kvæntist Geir Jón Ástu Guðmundsdóttur. Eignuðust þau 4 börn. Einar Gunnlaugsson Burstarfelli, sem lézt 10. október sl„ fæddist 3. janúar 1932 á Felli, Vopnafirði. Foreldrar hans voru Björg Jónsdóttir og Gunn- laugur Jónsson. Á unglingsárum fór hann í vinnumennsku, síðan var hann tvo vetur í Laugaskóla í S.-Þing. Árið 1953 réðst Einar sem vinnumaður að Burstarfelli og árið 1955 kvæntist hann heimasætunni þar, Elínu Methúsalems- dóttur. Eignuðust þau fimm börn. Gunnar Theódór Gunnarsson lézt af slysförum í Þýzkalandi 10. nóvember sL Rúdólf Sæbý lézt í Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar mánudaginn 10. nóvember. Stefán Guðmundur Brynjólfsson frá Flateyri verður jarðsunginn frá Nes- kirkju fimmtudaginn 13. nóvember kl. 13.30. Sanrkörmir A.D. K.F.U.K. Hafnarfirði Kvöldvaka verður i húsi félaganna Hverfisgötu .15. i kvöld kl. 8.30. Dagskrá: Frásagnir og myndir frá Sviss og Spáni. Halla Bachmann kristniboði talar. Allar konur velkomnar. Hörgshlíð 12 Samkoma i kvöld kl. 8. Tcinieikar Sellótónleikar í Norrœna húsinu Miðvikudaginn 12. nóvember halda finnski sellóleikarinn Erkki Rautio og sonur hans. pianóleikarinn Martti Rautio, tónleika í Norræna húsinu. Á lónleikunum í Norræna húsinu I2. nóvcmber leika feögarnir m.a. nokkur helzlu. sellóverk tón bókmenntanna, svo sem Arpeggione sónötu ■Schuberts og 2. sellósónötu Brahms, og Erkki Rautio leikur 6. sólsósónötu Bachs. Auk þess leika þeir Divertimento eftir Matti Rautio, bróður Erkki Rautio, sem er einn af þekktustu tónskáldum Finnlands ídag. Miðar á tónleikana eru seldir i kaffistofu Norræna hússins. Arshátíðir Átthagafólag Strandamanna, Reykjavík Árshátlð félagsins verður í Ártúni föstudaginn I4. nóvember nk. kl. 20.00. Miðar eru afgreiddir i Laugar- nesskóla miðvikudaginn 12. nóvember milli kl. I7 og 19. Tilkynrtingar Ferðafélag íslands I kvöld kl. 20.30 verður myndakvöld að Hótel Heklu. Rauðarárstíg I9. Tryggvi Halldórsson sýnir myndir úr athyglisverðum ferðum um landið. Aðgangur ókeypis. Veitingar seldar i hléi á kr. 2.300. Allir vclkomnir meðan húsrúm leyfir. Foreldraráðgjöfin (Barnaverndarráð Islands) Sálfræðileg ráðgjöf fyrir forcldra og börn. — Upplýsingar i sima 11795. íslenski Alpaklúbburinn Opið hús að Grensásvegi 5 i kvöld. miðvikudaginn I2. nóvcm ber, kl. 20 30. Sigurður Sigurðarson kynnir nýja tímaritið Áfanga . tímarit um útivcru og ferðamál. Allir vclkomnir. ABR Opið hús verðuraðGrettisgötu 3 í kvöld kl. 20.30. Upplestur: Steinunn Jóhannesdóttir leikari. Kaffi og ..með þvi". Félagar fjölmennið. Hittumst og kynnumst. Fátt um fagra f iska — nema f sjónum Það var fátt um fagra fiska í fjöl- miðlasjónum í gærkvöldi, nema þá sem syntu um sjóinn í þættinum „Lífið á jörðinni”. Þessir þættir hafa áður hlotið umfjöUun í þessum dálki, og litið meira hægt að bæta við þá umfjöllun. Það hlýtur að vera skemmtilegt verkefni að hafa fengið að setja þætti þessa saman og vissu- lega hefði maður þegið að fá að berja þessa þætti augum er maður fékkst við dýrafræðina í barnaskólanum hér áárum áður. Netið í njósnasjó Smileys virðist ekki vera að þrengjast neitt til muna og stórfiskarnir virðast enneigagreiéa leið framhjá þeim önglum sem þeir Smiley og félagar kasta í sjóinn þann. Njósnasögur líkt og allir góðir reyfar- ar hafa það til síns ágætis, að því Iengra, sem maður kemur í sögunni, því ruglaðri verður maður þar til týndi bitinn í púsluspilinu finnst og myndin gengur upp. Því má búast við að í næstu viku komist Smiley að því hvar týndi bitinn er og þá fer trúleg- ast að hitna undir einhverjum hinna grunuðu. Það voru fleiri grunaðir en leyni- þjónustumenn Smileys í gærkvöldi. Ingvi Hrafn fjallaði um þær grun- semdir úr leiðara DB að þingmenn- irnir okkar ynnu ekki fyrir kaupinu sinu og leiddi þá saman Hauk Helga- son og Matthías Bjarnason til að reyna að kasta ljósi á þær stað- hæfingar Hauks í leiðaranum að þingmenn hafist litt eða ekki að, séu nánast I afslöppun. Ekki tókst þeim Matthiasi og Hauki að sanna eða sýkna menn af þessum grun, en í fyrri hluta þingsjárinnar kom í ljós að til eru þingmenn sem vinna greini- lega fyrir kaupinu sinu. Það eru þeir þingmenn sem fá það lítt öfunds- verða hlutskipti að skipta allt of litlu milli of margra. Fjárveitinganefnd Alþingis er ekki öfundsverð af sínu hlutskipti og var greinilegt af viðtöl- unum við Geir Gunnarsson og Frið- rik Sophusson að störfin í þessari nefnd eru ærin og þau unnin á mál- efnalegum grunni, en ekki er mér grunlaust um að víða f störfum þing- manna sé pottur brotinn og margir þingmenn sleppi bærilega vel frá sín- um störfum. í útvarpinu i gærkvöldi var heldur fátt um fagra fiska er dagskráin var skoðuð, mikið hefur verið rætt og ritað um hið dularfulla hvarf Reyni- staðarbræðra fyrir tvö hundruð árum og i gærkvöldi var rétt ein umfjöllun- in um þann atburð á dagskrá kvöld- vökunnar. Kvöldvakan er annars dæmigerður dagskrárliður um hvernig útvarpið hefur staðnað og ekki megnað að fylgjast með timan- um nema að litlu leyti. Ég hefði haft áhuga á að heyra þátt Guðbrands Magnússonar Nú er hann enn á norðan en í þáttum sem þessum er kominn visir að landshlutaútyarpi og þar rekur margan fróðleik um landsbyggðina á fjörur hlustenda, en af þeirri hlustun gat ekki orðið vegna þess að hann féll á sama tima og þingsjáin. Það hlýtur alltaf að koma fyrir að dagskrár ríkisfjölmiðlanna rekast á en þó hlýtur að vera hægt að komast hjá mistökum eins og þeim að útvarpa þætti um bítlana á laugar- dagskvöldi á sama tíma og sjónvarp- ið sýndi þátt um Rússlandsför popp- arans Elton Johns. Hvort tveggja efnið er gert fyrir sama áhugahópinn, og sá hópurinn sem hefur ekki verið svo ofsæll af þeim skammti sem honum er ætlaður í ríkisfjölmiðlun- um, að dengja þurfi þessu litla efni á samatimaútíloftið. - JR Frá Mígrenisamtökunum Skrifstofutími Migrenisamtakanna er einu sinni i viku. kl. I7— 19 á miðvikudögum. Kettlingur í óskilum Hálfstálpaður kettlingur er i óskilum hjá Orkustofnun. Skeifunni 8. Hann cr hvitur með tvo dökka bletti milli augna og dökka rófu. Kettlingurinn hefur verið þarna í nokkurn tima. Upplýsingar eru gefnar ísíma 39732. ! (f!:rrr.iiKiVtH «• MMvi ! AAyrf! Jafnvœgi — rit sykursjúkra Nýlega er komiö út 2. tb. Jafnvægsi, rit$sykursjúkra. Meðal efnis í blaöinu er: Frá Samtökum sykursjúkra Reykjavik, Sumarbúðir sykursjúkra barna á lslandi. I sjúkrahúsum. Leit að sykursjúkum á Akureyri. Kynnisferð i Kaupmannahöfn og margt fleira. Stórbingó til styrktar vangefnum Stórbingó til styrktar Skálatúnsheimilinu Mosfellssv. vcrður haldið i Sigtúni miðvikudagskvöldið 12. nóv. nk. kl. 8.30. Húsið opnaö kl. 7.30. Stórkostlegir vinningar. Aðalvinningur utanlandsferð fyrir 2 með Samvinnuferðum — Landsýn. Fundir I.O.G.T. Verðandi nr. 9 Fundur í kvöld. miðvikudag kl. 20.30. Frá Sálarrannsóknarfé- laginu í Hafnarfirði. Fundur verður í Góðtemplarahúsinu, i kvöld kl. 20.30. Dagskrá: Ræða, séra Sigurður Haukur Guðjónsson. Guðmundur Jörundsson flytur frásagnir og þær Jóhanna Guöriður Linnct og Ingveldur Ólafs- dóttir syngja tvisöng. Samtök sykursjúkra Reykjavík Jólafundur Samtaka sykursjúkra, Reykjavik verður haldinn miðvikudaginn 12. nóvember 1980 og hefst kl. 20.30. Fundarefni: 1. Þórir S. Guðbergsson segi’ frá kynnisför sinni til Kaupmannahafnar og sýnir lithkyggnur. 2. Vísnavini skemmta meðsöng og hljóðfæraslætti. 3. Guðrún Hjaltadóttir flytur erindi um fæöuval sykursjúkra. 4. Fyrirspurnir ogalmennar umræður. 5. Afhent verða jólakort og jólapappír til sölu eins og undanfarin ár, en það hefur verið helzta fjáröflunar- leiðsamtakanna til þessa. Þeir sem ekki geta komiö á fundinn, en vilja leggja lið við söluna, eru beðnir að snúa sér til gjaldkera samtakanna. en heimasími hanser 36904. Veitingar. Hlaðborð með smurðu brauði og pönnukökum. Vcrð kr. 3.100 á mann, en hálft gjald fyrir börn innan 12 áraaldurs. Fundarstaður Átthagasalur Hótel Sögu. Gengið inn að vestanvcrðu. nasst Háskólabíói. Mætið vel og stundvislega.' Fundur um félagsmálapakkann Hvaðer í pakkanum og hvernig kemur hann láglauna- fólki að notum? Hvaða stefnu á að móta i fæðingar orlofs- og dagvistarmálum? Um það verður rælt á fundi i Félagsstol)iun stúdcnta kl. 28.30 i kvöld. miðvikudag. Frummælendur: JóhannesSiggeirsson. hagfr. ASl. Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Hildur Jónsdótlir, félagi i Rauðsokkahreyfingunni. ,Á eftir verða frjálsar umræður. Allir velkomnir. Kvenfélagið Hringurinn Fundur verður haldinn i félaginu i félagsheimilinu Ás- vallagötu 1 kl. 20.30 i kvöld. Frú Sigrún Daviðsdóttir flytur erindi um kryddjurtir og matargerð. Umrœðufundur um gúanórokk Umræðufundur um dægurlagatexta, gúanórokk o. fl. verður haldinn á vegum félags bókmenntafræðinema nk. fimmtudagskvöld 13. nóv. kl. 20.30 I stofu 301 Árnagarði. Frummælendur verða Árni Björnsson. Eysteinn Þorvaldsson og Silja Aðalsteinsdóttir. Almennar umræður verða á eftir. Kvennadeild Slysavarnafélags íslands í Reykjavík Fundur verður haldinn fimmtudaginn 13. nóvembcr i húsi Slysavarnafélagsins, Grandagarði. kl. 20. Skemmtiatriði og kaffi. Konur, fjölmennið. Félag íslenzkra sérkennara Opinn fundur um úrræði vegna mál- og talgalla barna innan grunnskólaaldurs. Félag íslenzkra sérkennara boðar til fundar í Kristalsal Hótels Loftleiöa fimmtudaginn 13. nóv. kl. 20.30. Fyrirlesarar verða: Inga Andreasen talkennari. Svan hilur Svavarsdóttir talkennari. Sigmar Karlsson sál fræðingur, Sólveig Ásgeirsdóttir fóstra og Guðrún Zoéga verkfræðingur. Stjornmalafundir Landsmálafélagið Vörður — Aðalfundur Aðalfundur Landsmálafélagsins Varðar verður haldinn i kvöld. Fundurinn verður i Valhöll. Háa- leitisbraut 1. og hefst hann kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, Geir Hallgrímsson. for- maður Sjálfstæðisflokksins flytur ræðu. Varðarfélagar eru hvattir til að fjölmenna. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur Fundur verður haldinn i Ingólfscafé i kvöld kl. 8.30. Gestur fundarins: Finnur Torfi Stefánsson. lög- fræðingur. Umræður. Kaffi. Leiðbeint um gerð jólaföndurs. Önnur mál. Akranes Aðalfundur Framsóknarfélags Akraness verður i Framsóknarhúsinu að Sunnubraut 21 i kvöld kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjulegaðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. 3. Bæjarfulltrúar flokksins ræða bæjarmálin. Anna Stefinsdóttlr, fyrrura húsfreyja á Berustöðum í Ásahreppi í Rangár- vallasýslu, er niræð í dag 12. nóvember. GENGIÐ GENGISSKRÁNING Fe,a»manna NR.216 - 11. NÓVEMBER1980 gjaldeyrir Einingkl. 12.00 .Kaup Saia Sala 1 Bandarfkjadolar 564.00 565.30 621,83 1 Steriingspund 1349,70 1352,80 1488,08 1 KanadadoNar 477,60 478,70 52837 100 Danskar krónur 9779,40 980130 10782,09 100 Norskar krónur 11362,95 11389,15 12528,07 '100 Sænskar krónur 13258,85 13289,45 14618,40 100 Rnnsk mörk 15044,00 15078,70 1658637 100 Franskir frankar 12980,45 1301035 1431139 100 Beig. frankar 1889,76 1874,05 2061,46 100 Svissn. frankar 33289,10 3336530 3670238 100 Gyllini 27687,80 27751,60 30526,76 100 V.-þýzk mörk 30057,55 3012635 3313934 100 Lirur 63,46 63,61 6937 100 Austurr. Sch. 4245,40 425530 4680,72 100 Escudos 1097^5 110035 121039 100 Pesetar 752,75 754,45 829,90 100 Yen 267,81 268,42 29536 1 írskt pund 1121,20 1123,80 1236,18 1 Sérstök dráttarréttindi 720,04 721,70 * Breyting frá sMustu skráningu. Simsvari vegna gengisskráningar 22190.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.