Dagblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1980. Erlent Erlent Erlent Erlent i gær bar kröfuspjöld þar sem krafizt var málfrelsis og einnig stóð á spjöld- unum: „Réttlætinu í Evrópu er ekki fullnægt nema Póllandi fái frelsi”. Gangan um götur Varsjár var farin í kjölfar sérstakrar þjóöhátíðardags- guðsþjónustu sem Wladyslaw Mizio- lek biskup hélt. Var gengið að styttu óþekkta hermannsins en þar var lagður blómsveigur. Gangan í gærkvöldi er sú stærsta sem farin hefur verið í Póllandi í manna minnum. Er þá átt við göngur sem ekki hafa verið skipulagðar af opinberum stjórnvöldum. Eins og áöur sagöi var 11. nóvem- ber þjóðhátíðardagur Póllands fram að siðari heimsstyrjöldinni. Að henni lokinni hefur verið haldið upp á 22. «€ Á hverjumk morgni klukkan hálfátta mætir Lech Walesa, leiðtogi pólskra verkfalismanna I guðsþjónustu. Rómversk-kaþólsk trú er mjög snar þáttur I Iffi Pólverja og sjálfur segir Walesa: „Túin getur aðeins verið manninum til góðs og maður án trúar er hættulegur.” Verkfallsmenn í Pól- landi þykja þegar hafa fengið meiru framgengt af kröfum sfnum en ýmsir höfðu talið mögulegt i löndum austan járntjaldsins. Pólverjar virðast þó ekki ætla að láta þar við sitja því að i gærkvöldi gengu á milli fimmtán og tuttugu þúsund manns um götur Varsjár og kröfðust mál- frelsis og sjálfstæðis til handa Pól- landi. júlf sem þjóðhátíðardag Póllands. Er það dagurinn sem kommúnistar náðu völdum í landinu að lokinni styrjöld- inni. f fyrra gekk mun minni hópur fólks um götur Varsjár hinn 11. nóvember. Lenti fólkið þá í ýmiss konar vandræðum á leið sinni. Voru skipuleggjendur göngunnar þá sekt- aðir fyrir að hafa staðið fyrir ólögleg- um mannsöfnuði. í gær skipti lögreglan sér ekkert af göngumönnum en stöðvaði umferð meðfram götunum sem gengnar voru. Urðu þátttakendur ekki fyrir neinum óþægindum. f forustu fyrir göngunni gengu nokkrir félagar i mannréttindakröfu- hópi andófsmanna, sem kallar sig Ropco. Kröfðust þeir þess að póli- tískir fangar yrðu látnir lausir. Þar á meðal var nefndur Leszek Moczulski en hann er andófsmaður sem hand- tekinn var í september síðastliðnum ákærður fyrir að bera út róg um ráðamenn pólska ríkisins. f gærdag hafði tuttugu manna nefnd á vegum hinna frjálsu verka- lýðsfélaga í Póllandi gengið að minn- ismerki um óþekkta hermanninn og lagt þar blómsveig. Við þá athöfn mættu um það bil tvö hundruð manns. Erlendar fréttir Pólland: ^ KRAFIZT MALFRELSIS OG FRJÁLS PÓLLANDS —tuttugu þúsund manns í kröf ugöngu um götur Vars jár á þjóðhátíöardeginum fyrir kommúnistastjórn Fimmtán til tuttugu þúsund Pól- kvöldi og kröfðust frelsis landsins og þjóðhátíðardagur Pólverja, sem verjar fóru í hópgöngu um götur Var- ritfrelsis handa þegnum þess. í gær haldinn var hátíðlegur fram að síðari sjár, höfuðborgar landsins, i gær- —hinn 11. nóvember — var fyrrum heimsstyrjöldinni. Fólkið í göngunni Bjarga Spán- verjar ör- yggisráð- stefnunni? Öryggismálaráðstefna Evrópu var jsett í Madrid i gærkvöldi án þess, að samkomulag hefði tekizt um dagskrá fundarins. Ráðstefnan hófst með þriggja mínútna setningarathöfn en ráðstefnunni var síðan frestað um ell- efu tíma. Utanríkisráðherra Spánar, Jose Pedro Perez Llorca, setti ráðstefnuna og frestaði henni síðan. Hann sagði, að vinnuhópur mundi þegar i stað taka til við að finna lausn á dagskrár- málinu, sem deilt hefur verið um í níu vikur án þess að lausn hafi fund- izt. Ýmsir vöruðu við bjartsýni um að Spánverjum tækist að sætta hin óliku sjónarmið, og svo kann að fara að ráðstefnunni í dag ljúki eftir hálf- tíma. Eins og fram hefur komið stendur deilan um hversu miklum tíma skuli varið til að ræöa um mannréttinda- mál og innrás Sovétmanna í Afgan- istan. Vesturveldin telja að þessi mál séu óaðskiljanlegur hluti af Helsinki- sáttmálanum. Sovétmenn og fylgiríki þeirra hafa látið í ljós þá skoðun að Vesturveldin ætli sér að einoka um- ræðuna á ráðstefnunni með umfjöll- un um þessi mál. Frumkvæði Spánverja í málinu er litið misjöfnum augum og hefur lítið aukið ábjartsýni þátttakenda. „Setn- ingarathöfnin gerði ekkert annað en að bjarga andliti Spánverja. Þaö er enn ráðgáta, hvert framhaldið verður,” sagði einn hinna vestrænu fulltrúa. Ef öryggismálaráðstefnan fer út um þúfur er litið á það sem meiri háttar áfall fyrir slökunarstefn- una svonefndu. O/of Palme skip- aöur sáttasemjarí —f deilu írans og íraks, en talinn hafa litla möguleika á að ná sáttum Olof Palme fyrrum forsætisráöherra Sviþjóflar hefur nú fengið hlð erfiða verkefnl afl binda enda á sjö vlkna styrjöld írans og Iraks. Olof Palme, leiðtogi jafnaðar- manna i Svíþjóö og fyrrum forsætis- ráðherra, hefur verið skipaður sátta- semjari í deilu íraka og Irana. Eru það Sameinuðu þjóðirnar sem sett hafa hann í embættið. Að sögn sér- fræðinga hefur Palme aðeins mjög takmarkaða möguleika á að ná ár- angri í sáttaviðleitni sinni eins og mál horfanúna. Skipun Palme í embætti sem sér- stakur fulltrúi aðalritara Sameinuðu þjóðanna í deilunni við Persaflóa var staðfest í öryggisráðinu i gær. Styrj- öld landanna tveggja, fraks og írans hefur nú staöið í sjö vikur. Hafa ráðamenn þjóðanna látið sem vind um eyrun þjóta samhljóða samþykkt öryggisráðsins um að herir þeirra létu af bardögum en í stað þess yrði setzt að samningaborðinu. Hingað til hafa störf margs konar friðarnefnda ekki borið neinn árang- ur. Samtök ríkja múhameðstrúar- manna, samtök óháðra ríkja og PLO, samtök Palestinuaraba, hafa öll gert tilraunir til sátta en án nokkurs árangurs. Olof Palme er nú staddur í Svíþjóð en hyggst í byrjun næstu viku fara til Persaflóa. Áður mun hann ræða við Kurt Waldheim, aðalritara Samein- uðu þjóðanna í New York. Einnig ætlar hann að hitta að máli fulltrúa íraks og írans hjá Sameinuðu þjóð- unum. Iranir hafa fyrir löngu lýst því yfir að þeir muni ekki hefja friðarvið- ræður fyrr en írakar hafi dregið her- lið sitt til baka af þeim svæðum sem töldust til írans þar til styrjöld ríkj- anna hófst.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.