Dagblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1980.
3
Opið bréf til f jámálaráðherra:
Á að slátra smáfuglunum til
bjargar fjárlðgunum?
Hallgrimur Pétursson (3674-9024)
skrifar:
Ekki heyrðist mér betur, er ég
hlýddi á háttvirtan fjármálaráðherra
í útvarpinu fimmtudaginn 6/11 sl.,
en hann talaði þar um að tolla flug-
vélabensín og litlar flugvélar,
væntanlega til að útiloka kolsvartan
almúgann frá öllu einkaflugi og gera
það að sérréttindum hinna ríku. Ég
hef líklega alveg misskilið stefnu Al-
þýðubandalagsins því ég hélt að
stefna þess værí að jafna bilið á milli
kjara alþýðu og hinna sem meira
mega sín.
Nú hefur háttvirtur fjármálaráð-
herra sem betur fer leiðrétt þennan
misskilning minn.
Ég tel mig vera nokkuð kunnugan
einkaflugi á Islandi. Það er að mestu
stundað af flugnemum og þeim sem
hafa lokið flugnámi. Hafa þeirgjarn-
an keypt saman litla flugvél, þrir og
upp í tíu til tólf saman, svo að þeir
geti endumýjað og haldið við réttind-
um sínum (sem þeir eru búnir að
kaupa dýru veröi) á sem hagkvæm-
astan hátt. Á meðan þeir hafa ekki
fengið atvinnu við flug er næstum
útilokað fyrir þá sem verða að vinna
fyrir sínu flugi sjálfir, að halda við
réttindunum á annan hátt.
Einnig er nauösynlegt að safna
flugtimum og afla reynslu því það
hefur mikið að segja þegar svo er sótt
um starf. Að lokum finnst mér þetta
sýna fram á algjört úrræðaleysi hátt-
virts ráðherra og það eina sem skeður
er að einkaflug á íslandi mun svo til
alveg leggjast niður og því engar
tekjur koma af því.Flugnám verður
svo sérréttindanám þeirra sem eru há-
launamenn eða eiga rika að.
Ég vil þvi mótmæla fyrirhuguðum
ráðstöfunum hæstvirts ráðherra og
skora á alla sem einkaflug stunda, og
sérstaklega nema, að mótmæla
kröftuglega og láta til sín heyra á
opinberum vettvangi.
Með þvi að sameinast um kaup og rekstur á flugvél hefur einkaflugmönnum tekizt
að fljúga fyrir 15—20 þúsund krónur á flugtfmann. Ef hugarórar fjármálaráð-
herra nxðu fram að ganga myndu aðeins þeir allra rfkustu stunda einkaflug hér á
land1, DB-mynd KMU.
ARGASTI
DÓNASKAPUR
Jakobina Sveinsdóttir, Hamraborg
16 Kóp., hringdi:
Fyrir nokkru fórum viö maðurinn
minn á hinn nýja veitingastað Versali
til að fá okkur að borða. Ætluðum
við að njóta góðrar máltíðar í
þægilegu umhverfi. Við komum á
veitingastaðinn um kl. 18 og
pöntuðum okkur mat og rauðvín.
Um kl. 19.15 kom starfsmaður til
Raddir
lesenda
Frá Versölum, Kópavogi.
DB-mynd Jím Smart.
okkar og tilkynnti að staðurinn væri
pantaður kl. 19.30. Hann var með
öðrum orðum að reka okkur út. Þá
áttum við enn eftir að ljúka úr glös-
unum.
Mér finnst þetta argasti dónaskap-
ur, veitingahús er vilja hafa einhvern
„standard” geta ekki boðið fólki upp
á slikt, að henda því út áður en það
hefur lokið dýrri máltíð vegna þess
áð staðurinn sé upppantaður!
Bjami Alfreösson veitingamaður á
Versölum svarar:
Það hefur ekki verið á stefnuskrá
þessa veitingahúss að ýta fólki út.
Það er ekki skv. reglum hússins að
vakta viðskiptavinina. Hins vegar eru
þjónar á prósentum, þeir hafa sín
borð til að þjóna og einn þeirra
freistaöist til þess að auka tekjur sín-
ar með þeim hætti sem bréfritari seg-
ir. Það samrýmdist ekki reglum veit-
ingahússins og því hefur hann verið
látinn víkjaúr starfi.
Ég vona að bréfritara hafi fundizt
maturinn okkar góður. Ég býð hann
velkominn til okkar á ný og vona að
hann geti átt margar ánægjustundir
hér hjá okkur í framtiðinni.
✓
AL-
ANON
fyrir
aðstand-
endur
Móðir drykkjumanns hringdi:
Eiginkona drykkjumanns skrifar i
DB sl. föstudag um námskeið SÁA
og AA og spyr hvort um sé að ræða
námskeið i egoisma. Mig langar til að
benda henni á að þetta er eðlilegur
liður í bata sjúklingsins en eitt er
nauðsynlegt fyrir okkur aðstand-
endur drykkjumanna og það er að
gera eitthvað fyrir „okkur sjálf”,
t.d. að fara á fjölskyldunámskeið
SÁÁ. Einnig eru starfandi AL-
ANON deildir í Reykjavik og víðar
sem gera svipaða hluti fyrir okkur og
AA gerir fyrir drykkjumenn.
Hafnarstrœti 3
Simi 11785
Handunnin
matarsett
tesett
kaffisett
Laugavegi 70
Sigurður V. Jónsson bilstjóri: Mér lízt
betur á Ásmund heldur en Karvel, ég
held að hann yrði betri.
Spurning
dagsins
Hver viltu að verði
nœsti forseti ASÍ?
Guðjón Jóhannsson trésmiður: Ætli
það sé ekki rétt aö hafa hann Karvel.
Kjartan Ó. Bjamason lyftaramaður hjá
Eimsldp: Ég held að Karvel þekki betur
en Ásmundur inn á verkamannastétt-
ina.
öm Gunnlaugsson háseti: Karvel
Pálmason. Ég tel Ásmund Stefánsson
ekki hæfan en Karvel er hæfur.
Pétur Matthiasson sjómaður: Karvel
Pálmason alveg hiklaust. Hann var sjó-
maður eins og ég.
Þröstur Slgtryggsson sldpherra: Mér
lízt eiginlega betur á Karvel, ég tel að
hann taki þjóðarhag fram yfir pólitík-
ina.