Dagblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1980. II Styttist í brottvísun franska flóttamannsins 2. desember: „Hafið þér ákveðið fangelsi eða frelsi?” —spyr Patrick Gervasoni dómsmálaráðherrann í opnu bréf i — Ragnar Aðalsteinsson iögmaður Gervasonis á f und ráðherra Friðjón Þórðarson dómsmála- ráðherra þarf hvað af hverju að taka á- kvörðun i Gervasonimálinu.Sem kunn- ugt er frestaði hann á elleftu stundu brottvísun franska flóttamannsins frá Islandi til 2. desember. Patrick Gervasoni hefur skrifað opið bréf til dómsmálaráðherra og sent fjölmiðlum. Leggur hann þar spurningu fyrir ráðherra um hvort brottvísun hans af landinu sé ennþá ákveðin 2. des. Ef svo sé þá þætti sér betra að vita það strax. Baldur Möller í dómsmála- ráðuneytinu sagði í gær að um málið væri „ekkert nýtt að segja í augna- blikinu, ráðherra ætti næsta orðið”. Baldur sagði að Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Gervasonis ætti pantað viðtal við dómsmálaráðherra og myndi ganga á hans fund mjög bráðlega. Ekki er annað vitað, en að fyrri á- kvörðun ráðherrans um brottvísun Gervasonis 2. desember standi óhögguð en á vegum íslenzkra yfir- valda hefur verið aflað gagna í málinu undanfarnar vikur. Þannig staðfesti yfirmaður danska útlendingaeftirlitsins það í samtali við danska blaðið Politiken fyrir skömmu að íslenzk yfir- völd hafi haft samband við sig vegna Gervasonis en hann neitaði að veita ná- kvæmari upplýsingar um erindi fslendinganna. Ragnar Aðalsteinsson mun vafa- laust fara fram á það við dómsmála- ráðherra að láta brottvísun Frakkans ekki koma til framkvæmda. Eru þess mörg dæmi erlendis í hliðstæðum til- vikum að formleg ákvörðun um brott- vísun útlendinga standi ár eftir ár en framkvæmdinni sé hins vegar slegið á frest. Til vara verður þess krafizt að íslenzk yfirvöld fullvissi sig um að Gervasoni verði ekki framseldur frönskum yftrvöldum ef brottvisun verður framkvæmd í byrjun desember. Patrick Gervasoni lýkur opnu bréfi sínu til dómsmálaráðherrans á þessum orðum: „Þótt ég eigi viðbrögðum stórs hluta íslensku þjóðarinnar aö þakka tímabundið frelsi mitt, þá hljótið þér að fallast á, að þaö er bæði erfitt og ógnvekjandi aö lifa og starfa án þess að vita hvort í næstu framtíð bíður manns fangelsi eða frelsi. Herra ráðherra, hver er ákvörðun yðar: fangelsi eða frelsi? Ég fullvissa yður um að ég er reiðubúinn að beygja mig fyrir ákvörðun yðar, en uni ekki lengur stöðugu óöryggi og ótta. Síðan 8. mai 1980 bíð ég svars yðar. Biðin er að verða óbærileg og ég væri þakklátur ef þér gerðuð mér kunnuga ákvörðun yðar.” -ARH. Patrick Gervasoni er I byggingarvinnu i Reykjavík og stundar íslenzkunám af kappi. Nú krefur hann Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra svara um hvort hann áformi að senda sig úr iandi i desemberbyrjun. DB-mynd: Gunnar Örn. ÓáranáBlönduósi: STÖÐVUN FYRIRSJÁANLEG HJÁ ATVINNUFYRIRTÆ KJUM Iila horfir nú í atvinnumálum íbúa Blönduóss. Fjártöku lauk 23. okt. sl. og var slátraö færra fé en undanfarin ár. StórgripasláUun lýkur í dag. Það fer þvi að minnka um at- vinnu, þvi margir hafa haft vinnu í sláturhúsinu. Þá eru ljótar horfur hjá nokkrum atvinnufyrirtækjum á Blönduósi vegna vandræða i peningamálum og lítillar fyrirgreiðslu. Fyrirsjáanleg er lokun hjá einum fimm fyrirtækjum á staðnum. Það eru fyrirtækin Ósplast, trésmiðjan Fróði, Steypustöðin hf., Vélsmiðjan Vísir að nokkru leyti og loks bakariiö Krútt. Heyrzt hefur að forráðamenn bakarísins hafi hug á þvi að færa sig um set og sé Reykja- víkursvæðiö í sigtinu. Þótt þessi óáran hrjái at- vinnufyrirtækin gengur hefðbundin þjónustustarfsemi á Blönduósi vel, er föst í sessi og haggast lídö. Má þar m.a. nefna starf á vegum Pósts og síma og rafveitnanna. -Hjálmar Blönduósi. Blaðamenn boða verkfall Blaðamannafélag íslands boðar verkfall félagsmanna sinna á Dag- blaðinu, Morgunblaðinu, Vísi og á Manuela Wiesler hreif Hellubúa Manuela Wiesler, eiginmaður hennar Sigurður Ingvi Snorrason og Snorri Snorrason gerðu stormandi lukku á tónleikum á Hellu á föstudags- kvöldið. Voru um 100 manns á þessum tónleikum, sem haldnir voru á vegum Tónlistarskólans á Hellu, og fögnuðu þeim menningarviðburði sem i tónleik- um þremenninganna fólst. Tónlistarmennirnir þrír léku bæði saman og eins sinn í hverju lagi. Lék Sigurður Ingvi á klarinettu og Snorri bróðir hans á gítar, bæði einleik og samleik. Sigurður Ingvi kynnti einnig ýmsar gerðir klarinetta. Áheyrendur fögnuðu tónlistar- fólkinu mjög ákaft og róma mjög leik þeirra og heimsókn alla. Tónleikaskrá Tónlistarskólans á Hellu hefur verið prentuð og dreift um sýsluna. Næstu verkefni er söngur Samkórs Rangæinga í Stóradalskirkju 30. nóvember og 28. des. verður óperu- kynning í Hvolnum á Hvolsvelli. Þá koma í heimsókn Guðrún Á. Símonar- dóttir, Þuríður Pálsdóttir, Magnús Jónsson og Guðmundur Jónsson. -A.St/Sighvatur Lárusson Hellu. tímaritum Hilmis hf,, Vikunni og Úrvali, frá og með 20. nóvember nk. Útgáfufyrirtæki fyrrnefndra blaðaog tímarita höfðu áður boðað verkbann á blaðamenn frá og með 19. nóvember. Önnur dagblöð en þau sem nefnd voru koma þó ekki út heldur vegna verkfalls prentara, sem hefst á mánudaginn. Á fjölmennum félagsfundi blaðamanna í gær var samþykkt for- dæming á Vinnuveitendasamband íslands fyrir að hafa samþykkt verkbann á blaðamenn vegna kjara- deilu við prentara, sem sögð var blaða- mönnum óviðkomandi. -ARH. Popparar stof na eigið alþýðu- tónskáldafélag Flestir af kunnustu dægurlaga- smiðum landsins hafa nú sameinazt Magnús Eiriksson, formaður hins nýja tónskáldafélags. í nýju tónskáldafélagi — Félagi alþýðutónskálda. Kemur félags- stofnun þessi í kjölfar vaxandi væringa meðal yngri tónskálda og hinna eldri, sem á sinum tíma byggðu upp STEF og eru flestir í Tónskálda- félagi íslands. Tilgangur nýja félagsins er þannig skilgreindur í lögum þess: Að gæta hagsmuna félagsmanna sinna og vinna að vexti og viðgangi alþýðu- tónlistar í landinu. Formaður Félags alþýðutónskálda er Magnús Eiríksson, varaformaður Magnús Þór Sigmundsson. Aörir i stjórn eru Karl J. Sighvatsson, Egill Ólafsson, Jóhann G. Jóhannsson, Magnús Kjartansson og Sigurður Bjóla Garðarsson. -ÓV. HAUSTHAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS DREGIÐ A LAUGARDAG Sjálfstæðismenn. Vinsamlega gerið skil í happdrættinu okkar sem allra fyrst VINNINGAR: TOYOTA CORONA FÓLKSBIFREIÐ, KR. 7.750.000,00 SONY MYNDSEGULBANDSTÆKI, KR. 1.600.000,00 Skrifstofa happdrættisins í Reykjavík er í Valhöll, Háaleitisbraut 1,sími 82900. Opið frá kl. 9-22. Sækjum - Sondum Eflum flokkinn Hausthappdrætti Sjálfstæflisflokksins. IIIIMISflKH -rs'i * iitif rif i nit iti

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.