Dagblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1980. I Menning Menning Menning Menning 8 Blandin sveitasæla Ný bók Hreiðars Stef ánssonar Hralðar Stafánuon — Grösin I glugghúslnu, S0 bto. Útg.: Iflunn 1880. Það þarf vart að fjölyrða um hið mikla og óeigingjarna starf sem þau hafa innt af hendi, hjónin Jenna og Hreiðar Stefánsson, í þágu íslenskra barna og unglinga. Bækur þeirra handa þessum aldurshópum eru nú orðnar um 30 talsins, en auk þess hafa þau sem kennarar komið mörgum árgöngum barna til mennta. Þegar út kemur bók eftir annað hvort þeirra eða þau bæði, fer ekki hjá því að henni sé fyrirfram skipað meðal barnabóka, lendi hjá þeim sem skrifa um slíkar bækur einvörðungu, eða hreinlega gleymist. Sjálfur efast ég reyndar um réttmæti þessarar skiptingar bóka í barna- og fullorðinsbækur, en það er önnur saga. Allt um það vona ég að nýjasta bók Hreiðars, Grösin í glugghúsinu, lendi ekki í glatkistunni eða verði fyrirfram afgreidd sem unglingabók. Hún á nefnilega erindi við alla þá sem bókum unna. Ær og kýr Upphaf hennar virðist af hefðbundnum toga, — tíu ára strákur, Garðar að nafni, hefur verið ráðinn í sveit. Hann á að vera duglegur og hlýðinn, en hann hlakkar óskaplega til. Smátt og smátt kemur í ljós að höfundur er ekki allur þar sem hann er séður, er ekki að segja venju- lega reynslusögu unglings, um kaupstaðarstrákinn sem kynnist sveitinni í fyrsta sinn, áhyggjulausum samskiptum hans við ær og kýr, blandaða lofsöng um heilbrigöi íslensks sveitalífs og dýrð íslenskrar náttúru. Vissulega er Hreiðar ekki að draga i efa að sú mynd eigi rétt á sér, — bók hans er umfram allt óður til sveitarinnar — en hann setur þó spurningamerki við hana. Sumarið i sveitinni verður Garöari litla lær- Bók menntir r— ■ 1» AÐALSTEINN INGÓLFSSON é-—— dómsríkt og á endanum ánægjulegt, en veruleikinn er ekki allur rós- rauður. I sveitina hefur hann t.d. verið sendur til að létta á eigin fjölskyldu sem berst við fátækt og at- vinnuleysi kreppuáranna. Hryssingslegur bóndi Og gamli sveitabærinn er enginn unaðsreitur þó notalegur sé, en auk þess eru ýmsar heimilisvenjur aðrar en þær sem drengurinn hefur vanist. Menn stýfa mat úr hnefa og slafra hann í sig, leita sér lúsa og vinnuálagið er mikið. Samskipti heimamanna eru einnig öðruvísi en þau sem við þekkjum úr öðrum „sveitalífsbókum” fyrir unglinga. Bóndi er heldur hryssings- legur, þótt gefið sé í skyn að einhvers staðar lengst undir bjórnum á honum sé gull af manni. Ljóst er einnig að önnur hjú, Vera gamla og hinn vangefni sonur hennar, Jói, eru alveg upp á bónda komin með allt sitt, honum ofurseld og undirgefin, en bóndi er svo aftur upp á stórbóndann ísleif kominn. Sorg og gleði skiptast á í sveitinni eins og annars staðar. Það er mikið undur að sjá lamb fæðast, en lömb geta lika dáið óvænt. Það er gaman að geta sýnt dugnað, en mistakist manni, verður maður að sæta refsingu. En það er langt frá því að Garðar litli liggi í sorg og sút í sveitinni. HreiOar Stefánsson. Nýtrúálrfið Sólargeisli kemur inn i lif þeirra allra með Binnu litlu, sem verður leikfélagi hans um stund, en svo tekur grimmur veruleikinn við, bróðir Garðars og faðir eru báðir lagstir í taugaveiki og hann verður að skreppa heim. Dvölin verður lengri en áætlað var, því Dauðinn hrifsar með sér bróður Garðars og leikfélaga. I sveitina verður hann aftur að fara til að létta byrði foreldra sinna, en nú verður sveitin til þess að létta lund Garðars, gefa honum nýja trú á lífið. Að lokum tekst honum að sýna hvað i honum býr, hlýtur sín laun fyrir og er boðið að koma aftur í sveitina. Það er eins víst að Hreiðar Stefánsson byggi þessa ljúfu og lát- lausu sögu á eigin reynslu, svo næmur er skilningur hans á hugar- heimi og hegðan Garðars litla. Og með því að skrifa alla bókina í annarri persónu knýr hann lesanda sinn til beinnar þátttöku í at- burðarásinni. -AI. G.O. bílaréttingar og viðgerðir Hlífið lakki bílsins. Sel og festi sílsalista (stállista) á allar gerðir bifreiða. LÖGTAKSÚRSKURÐUR Samkvæmt beiðni innheimtudeildar Ríkisútvarpsins dags. 4. nóvember 1980 úrskurðast hér með að lögtök fyrir ógreiddum afnotagjöldum útvarps- og sjónvarpstækja vegna seinni hluta ársins 1980 ásamt eldri gjöldum auk á- lags, dráttarvaxta og kostnaðar mega fara fram á ábyrgð Ríkisútvarpsins en kostnað gjaldenda að átta dögum liðnum frá birtingu lögtaksúrskurðar þessa. 11.11.1980 Borgarfógetaembættið t Reykjavík. LÖGTAKSÚRSKURÐUR Samkvæmt beiðni innheimtudeildar Ríkisútvarpsins dags. 4. nóvember 1980 úrskurðast hér með að lögtök fyrir ó- greiddum afnotagjöldum útvarps- og sjónvarpstækja vegna seinni hluta 1980 ásamt eldri gjöldum auk álags, dráttarvaxta og kostnaðar mega fara fram á ábyrgð Ríkis- útvarpsins en kostnað gjaldenda að átta dögum liðnum frá birtingu lögtaksúrskurðar þessa. Kópavogi 11.11.1980. Bæjarfógetinn í Kópavogi. LÖGTAKSÚRSKURÐUR Samkvæmt beiðni innheimtudeildar Ríkisútvarpsins dags. 4. nóvember 1980 úrskurðast hér með að lögtök fyrir ó- greiddum afnotagjöldum útvarps- og sjónvarpstækja vegna seinni hluta ársins 1980 ásamt eldri gjöldum, auk álags, dráttarvaxta og kostnaðar mega fara fram á ábyrgð Ríkisútvarpsins en kostnað gjaldenda að átta dögum liðnum frá birtingu lögtaksúrskurðar þessa. Hafnarfirði 11.11. 1980 Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Bæjarfógetinn Garðakaupstað Bæjarfógetinn Sehjarnameskaupstað Sýslumaður Kjósarsýslu. Allt er gott þegar endirinn er góður Tónleikar Sinfónkihljómsveitar islands f HA- skólabfói 6. nóvember. Stjómandi: Jean-Pierre Jacquillat. Einleikari: Manuela Wlesler. Efnisskró: Mozart: Forleikurinn að Brottnám- inu úr kvonnabúrinu (K384) og Flautukonsert f G-dúr (K313); Saint-Saéns: Sinfónfa nr. 3 í c moll op. 78. Úr forleiknum að Brottnáminu úr kvennabúrinu á ég einhverjar huggu- legustu martraðarminningar, sem um getur. — Óforvarandis hljóp ég í skarðið fyrir slasaðan félaga til að blása annan trompet í Capella Aca- demica (hljómsveit, sem leikur á upp- runaleg hljóðfæri eða eftirlíkingar af þeim), var einfaldlega fenginn lúður i hönd og sagt að blása. Gjörsamiega grunlaus gáði ég ekki að því að erki- prakkarinn, vinur minn á fyrsta trompet fékk mér náttúruhornið með Es baulu í stað D baulu. Þegar í fyrstu innkomu glumdi óskapnaður- inn við eyrum, allir viðstaddir hrukku i kút, hneykslun skein af hverju andliti og enginn kærulaus kunningi viðstaddur til að segja, ,,Hvað er hálftónn á milli vina?” En máUð skýrðist og viðkomandi fengu uppreisn æru gegn loforði um að slíkt henti ekki aftur. Síðan nýt ég þess ætíð að upplifa á- fallalausan flutning þessa ágæta for- leiks, jafnvel þótt leikurinn sé rúinn snerpu og heldur flatneskjulegur eins og hjá hljómsveitinni okkar þetta kvöldið. Þess ber þó að geta að slag- verkamenn héldu vöku sinni. Dágófl af leysing í stað Tschaikowsky fiðlukonserts- ins, sem Unnur María Ingólfsdóttir átti að leika, kom Mozart flautu- konsertinn, hristur fram úr ermi Manuelu Wiesler. Líklega er rétt að setja á sig dagsetninguna, þvi að öll- um líkindum er þetta i fyrsta sinn, að hægt er aö fá til einleikara með tveggja daga fyrirvara, eða svo, hér á landi. Einleikara, sem ekki aðeins leikur konsertinn í gegn, heldur leikur hann með þeim glæsibrag, sem hæfir hvaða tónleikahúsi veraldar- innar sem er. Kadensur Manuelu eru hnitmiðaðar og ekki eingöngu til þess að miðla af makalausu „virtuositeti” einleikarans heldur bein framlenging af tónsmíð Mozarts í fullu samræmi við hugsun hans, en um leið sérstak- lega sú í miðkaflanum, tilraun til að færa Mozart nær okkar tíma. Túlkun Manuelu er fersk, en heldur þó i meginatriðum tengslum við hefðina. Mér fannst dálitið skrýtið að heyra miðkaflann leikinn svo hægt, en þó er ég ekki frá því að sum atriði hans njóti sín betur í þetta hægum flutn- ingi. Slikur leikur er þó ekki á færi nema fárra, þótt ekki væri annars en öndunarinnar vegna. Það er ekki á hverjum degi að manni er boðið upp á ferska, góða Mozarttúlkun í for- fallaafleysingum. Batnandi Hefði nú hljómsveitin líka leikið á sama plani. — Leikur hennar var mollulegur og blæbrigðasnauður, þótt vor kæri Jacquillat reyndi með öllum ráðum að rífa hana upp úr lá- deyðunni. Hljómsveitinni fyrirgefst þó vegna hins skamma undirbúnings- tíma. En hér með fylgir sú krafa, að hún fái að reyna aftur og þá með eðli- legum undirbúningi. Eftirköst ládeyðuleiksins náðu töluvert fram i fyrsta kafla Saint- Saéns sinfóníunnar, en smám saman eyddust þau og hljómsveitin fann sitt rétta form. Þegar hún hafði jafnað sig náði hún hreint frábærum hljómi. Jafnvægið eins og best verður á kosið, svo að maður jafnvel gleymdi strengjafæðinni um stund. Allt er gott þegar endirinn er góður, og því er auðvelt að fyrirgefa og jafnvel gleyma ládeyðuleiknum á undan. -EM

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.