Dagblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1980. LAUSSTAÐA Staða fulltrúa við embætti skattstjórans í Vestmannaeyja- umdæmi er laus til umsóknar. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið prófi í viðskiptafræði eða lögfræði eða hafi hald- góða þekkingu í bókhaldi og reikningsskilum. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist skattstjóranum í Vestmannaeyjum, Heiðarvegi 1, fyrir 15. desember nk. Fjármáiaráðuneytið, 10. nðvember 1980. LAUSSTAÐA Staða skattendurskoðanda við skattstofu Norðurlands- umdæmis vestra Siglufirði er laus til umsóknar. Góð þekking á bókhaldi og reikningsskilum er áskilin. Um- sóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist skatt- stjóra Norðurlands vestra, Túngötu 3, Siglufirði, fyrir 15. desember 1980. Fjármálaráðuneytið, 10. nóvember 1980. íkvöld kl. 20.30 Sellótónleikar: Finnsku listamennirnir ERKKI RAUTIO iseiwo* MARTTI RAUTIO (píanó) leika verk eftir Schubert, Brahms, Bach og M. Rautio. Miðar seldir í kaffistofu. Norræna húsið VÉLRITUN - STUNDVfSI Viljum ráða ábyggilega stúlku til vél- ritunarstarfa. Góð íslenzkukunnátta skilyrði. Tilboð er greini menntun, aldur og fyrri störf sendist auglýsingadeild Dagblaðsins merkt „313—stundvís”. TOYOTASALURIim JVýbýlavegi 8 fí portínu) AUGLYSIR: Toyota Carina da Luxa Toyota Carina Toyota Stariat Toyota Crossida statíon Toyota Cressida statíon Toyota Cressida 4ra tfyra Toyota Crassida 4ra dyra Toyota Carina sjálfsk. 4ra dyra Toyota Crassida Hardtop, sjálfsk. Toyota Corona Mark II Toyota Corona Mark // Toyota Corolla station Toyota Corolla 4ra dyra Opið laugardaga kl. 1—5. Árg. Ekinn Verö þús. km millj. '80 8 8.3 millj. 76 SS 3.8 millj. '80 6 6,5 millj. '80 nýr 9,8 millj. '78 84 5.7 millj. '78 58 6,0 miiij. 78 100 5,5 míllj. 77 60 6,0 miiij. 79 6 7.7 millj. '77 60 4,6 millj. 77 26 4.9 millj. 78 42 4.9 millj. 78 44 5,3 millj. TOYOTASALURINN JVÝBÝLA VEGI8, KÓP. SÍMI44144. Nei takk ... ég er ábílnum FERÐAR Undanfarið hefur verið unnið við að mála hús Sambandsins við Geirsgötu að utan. Byrjað var að sprauta allt húsið utan með kraftmikilli vatnsdælu. Siðan var húsið málað utan. Þá var veðrið ekki sem heppilegast til þessarar vinnu. Oftast var mjög kalt i veðri og ekki vantaði blásturinn. Tveir menn unnu að þessu og voru þeir i stólnum, sem sést á myndinni. Stóllinn hangir i einum stálþræði, sem er ca 3/8 tommu að gildleika. Þar sem stóllinn hangir i einum þræði verður að gæta þess að hann hallist ekki og verða mennirnir að halda honum I jafnvægi. Það leynir sér ekki, að tilsýndar er þetta nokkuð glæfraleg vinna. Ljósm. Stefán Nikulásson. Bygging nýrrar f lugstöð var í Keflavík og olíutanka í Helguvík til umræðu á Alþingi: Skellihlátur í sameinuðu þingi — þegar f jármálaráðherra gaf loðin svör fyrír hönd Alþýðubandalagsins „Endanleg hönnun með öllum vinnuteikningum að nýrri flugstöð á Keflavikurflugvelli liggur væntanlega fyrir um næstu mánaðamót. Samþykki ríkisstjórnin að ráðast’ I þessa fram- kvæmd gætu framkvæmdir við byggingu flugstöðvarinnar hafizt í maf/júnimánuöi á næsta ári og veríö lokið síðari hluta árs 1983, ef ekki stendur á fjármagni, en alltaf hefur verið gert ráð fyrir að flugstöðin yrði byggð fyrir lánsfé.” Þannig svaraði Ólafur Jóhannesson utanrikisráðherra fyrirspurn um hvað liði byggingu nýrr- ar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli. Annar liður fyrirspurnar Karls Steinars fjallaði um hvort ríkisstjórnin hefði tekið afstöðu til byggingar olíutanka í Helguvfk. Ef svo væri hvenær framkvæmdir hæfust. Svar utanríkisráðherra var þannig: „Ríkisstjórnin hefur ekki tekið af- stöðu til eldsneytisgeymslu í Helguvík. Ég hef gefið ríkisstjórninni skýrslu um málið. Álit eldsneytisnefndar liggur líka fyrir ríkísstjórninni. Málið hefur síðan ekki verið rætt í ríkisstjórninni. Fjárveitingar liggja ekki fyrir fyrr en eftir næstu áramót. Verklegar framkvæmdir gætu I fyrsta lagi hafizt vorið 1983. Ákvörðunarvald um byggingu oliugeymanna er I höndum utanríkis- ráöherra. Ekkert er þó því til fyrirstöðu að málið sé rætt á ríkisstjórnar- fundum.” Um þessar fyrirspurnir og svör urðu miklar umræður og tóku alls átta þing- menn til máls auk fyrirspyrjanda og ráðherra ogtöluðu flestir tvívegis. Ragnar Arnalds var fyrstur f stólinn og sagði m.a. að „að sjálfsögðu yrðu engar ákvarðanir teknar um flug- stöðvarbyggingu nema með samþykki ríkisstjórnar og Alþingis.” Af þessum orðum Ragnars spunnust miklar og skemmtilegar umræður um hver hefði ákvörðunarvaldið. Vildu alþýðubandalagsmenn halda í það hálmstrá að það væri ríkisstjórnin, en þingmenn allra annarra flokka að hefð væri á það komin að ákvörðunarvaldið væri í höndum utanríkisráðherra. Kom m.a. fram af hita að það væri brot á stjórnarskrá, þingræði og hefð ef minnihlutaflokkur í samsteypustjórn ætlaði þar að taka sér eitthvert ákvörðunarvald og setja meirihlutan- um stólinn fyrir dyrnar. Svo margfaldur varð Ragnar Arnalds í svörum sinum og frammígripum í ræður annarra að minnsta kosti tvivegis skellihló allur þingheimur og var þó óvenju vel setinn bekkurinn. -A.St. Stórhættulega bensín- f lutninga til Suður- nesja ber að stöðva — því tímaspursmál getur verið hvenær þeir valda stórslysi, sagði Benedikt Gröndal á Alþingi „Allt eldsneyti til farþegaflugs sem um Keflavíkurflugvöll fer er flutt á bílum frá Reykjavfk til Suðurnesja eftir uppskipun I Reykjavík. Það er tlmaspursmál hvenær af þessum flutningum hlýzt stórslys,” sagði Benedikt Gröndal í umræöum sem í gær urðu á þingi um byggingu ollu- tanka fyrir varnarliðið í Helguvík við Keflavík. Benedikt upplýsti að íslenzku oliufélögin hefðu tilkynnt að þau vildu enga aðstöðu fá í Helguvik þó þar risi oliuhöfn. Af svörum olíufélaganna mætti ráða, að þau hygðust hafa sama háttinn á varðandi eldsneytisflutningana suður eftir eins og verið hefði. Benedikt lagði á það áherzlu, að ef og þegar úr því yrði að í Helguvík risi tankhöfn fyrir eldsneytisbirgöir bæri að skylda íslenzku oliufélögin til að koma sér þar upp aðstöðu til birgðageymslu fyrir farþegflugið svo stórhættulegum oliuflutningum um fjölfarna hraðbraut linnti, svo ekki væri talað um að linna sliti þjóðvega vegna olíuflutninganna. Umræðurnar spunnust út af fyrirspurn Karls Steinars Guðna- sonar um hvað liði ákvörðun um byggingu olíuhafnar. Lagði Karl Steinar áherzlu á að hraða byggingunni vegna mengunarhættu sem steðjaði að vatnsbólum Suður- nesjamanna af núverandi ástandi olíubirgða syðra. Ólafur Ragnar Grímsson mælti gegn byggingu olíustöðvar syðra, m.a. vegna árásarhættu, sem hún skapaði, kæmi til ófriðar. -A.St.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.