Dagblaðið - 12.11.1980, Side 7

Dagblaðið - 12.11.1980, Side 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1980. I Erlent Erlent Erlent Erlent I REUTER írland: Brezkur her- maður skotinn til bana Brezkur hermaður í leyfi frá störfum var skotinn til bana í gær- kvöldi í Londonderry á Norður- írlandi. Skotið var á hann úr bifreið sem keyrði framhjá honum. Bifreiðinni hafði áður verið stolið í einu af kaþólsku hverfum borgarinnar. Enginn hefur enn lýst sig ábyrgan fyrir morðinu. Þetta er í sjöunda sinn á þessu ári sem brezkur hermaður er drepinn á Norður-írlandi. Her- maðurinn var staddur fyrir utan sjúkrahús, þar sem hann beið eftir félaga sínum, þegar hann var skotinn til bana. Kyrkislanga drepurbarn Kyrkislanga drap sjö mánaða gamalt stúlkubarn í Bandaríkjunum í síðustu viku. Slangan, sem var 2,5 metrar á lengd, hafði verið eins konar gæludýr á heimilinu. Faðir barnsins fylltist örvæntingu þegar hann gerði sér grein fyrir hvað gerzt hafði. Hann reyndi að drepa slönguna með hnífi, siðan með byssu, en tókst það ekki fyrr en hann beitti stórum búrhnífi. Handtekinn með hass ískónum Tuttugu og sjö ára gamall maður var í siðustu viku handtekinn á Kastrup flugvelli með 3,5 kíló af hassi, sem hann hafði að hluta til komið fyrir í skó sínum og að hluta til í tösku. Hann sagði, að hassið í skónum hefði hann ætlað til eigin nota en sagðist ekk- ert vita um hvernig hassið hefði komizt í töskuna. Ef nahagssamdríttur í Japan: 1600 fyrírtæki á hausinn í október — spáð átján þúsund gjaldþrotum á árinu sem er að líða Tilkynnt var i Tókíó að verulegs samdráttar gætti nú í efnahagslífi Japans. Kemur þetta meðal annars fram í því að gjaldþrotum fyrirtækja hefur mjög fjölgað í síðasta mánuði. Urðu þau rúmlega eitt þúsund og sex hundruð talsins. Einnig hefur eyðsla almennings dregizt verulega saman og byggingaframkvæmdir í Japan hafa minnkað. Talið er að gjaldþrotafyrirtæki í Japan muni verða rúmlega átján þúsund í ár en það yrði þá hæsta tala síðan árið 1977. Samdráttur í byggingariðnaði Japana varð 5,4% í september að því er húsnæðisráðu- neytið í Tókíó tilkynnti í gær. Eink- um mun það vera bygginga og vefjariðnaðarfyrirtæki sem standa illa um þessar mundir. Munu það fremur vera lítil fyrirtæki sem hafa orðið gjaldþrota. Háttsettur maður í japönsku efna- hagslífi sagði í gær að þess sæjust nú merki að til alvarlegs vanda gæti dregið i efnahagslífi landsins. Vel gæti verið að grípa þyrfti til alvar- legra gagnráðstafana. Verkalýðs- málaráðherra landsins hefur tilkynnt um fyrirætlanir um sex mánaða bann við hækkunum á gasi og rafmagni. Verð þessara orkutegunda hækkaði um fimmtíu af hundraði i apríl síðastliðnum. Einnig er kunnugt um mikinn áhuga margra japanskra ráðamanna fyrir því að vextir af lánum til byggingaframkvæmda verði lækkaðir. Auk þess hefur þess verið krafizt að aukið fé verði lagt fram úr opinberum sjóðum til bygginga. Japanir hafa nú nokkrar áhyggjur vegna útflutnings bifreiðaframleiðslu sinnar til Bandarikjanna. Ótta gætir í Tókíó um að. Ronald Reagan, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, muni beita sér fyrir einhverri aðstoð við innlendan bifreiðaiðnað sem koma mundi niður á Japönum. Fjórða nóvember slðastliðinn var ár liðið frá þvl að úaml.rHska sendiráðið I að hann væri ekki bjartsýnn á að lausn gislamálsins væri á næsta leiti, þar sem Teheran var tekið af írönskum námsmönnum, og bandarisku s^diráðsstarfs- svar bandarisku stjórnarinnar við kröfum írana væri ekki nægilega jákvætt. mennirnir hnepptir I gislingu. í gær lýsti bankastjóri iranska seðlabankans þvi yfir Skipt um vaxmynd Starfsmenn Madame Tussaud vax- Reagan, sigurvegaranum i kosning- myndasafnsins i London biðu ekki unum. Þó Ronald Reagan taki ekki boðanna eftir að úrslitin i bandarisku við embætti Bandaríkjaforseta fyrr forsetakosningunum voru Ijós. Vax- en 20. janúar næstkomandi, þá hefur myndin af Jimmy Carter Bandarikja- hann sem sé þegar leyst Carter af forseta var fjarlægð og i hennar stað hólmi á hinu heimsfræga vaxmynda- var borin inn ný stytta af Ronald safni i London, Madame Tussaud. VATTERUÐ VESTI • Peysur - blússur - nilc tnlrin Upp í dag

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.