Dagblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1980. 5 Sendinefnd frá Fleetwood í heimsókn: FJORDUNGILÆGRILONDUN- ARKOSTNAÐUR í FLEETWOOD Slysadeild ínýtt hús Slysadeild Borgarspítalgns I Reykjavik er flutt i nýtt hús. Nýja húsifl er ifast hinu gamla og miklu stserra og full- komnara afl aUri gerfl. Starfsfólk slysa- deUdarinnar var við þafl i fyrrinútt afl flytja tól og tæld svo og smiflir sem siu meflal annars um hln þungu skurfl- stofuijós. Starfsemi i nýju deUdinni er þegar hafln. -DS. Hlnabæp " Siðumúla 22 - Tjarnargötu 17, Simi 31870 Keflavik Sími 2061 Undir tvö i nótt var þossi mynd tekin af hluta starfsfólks slysadaildar afl flytja hafurtask sitt yfir i nýju bygginguna. Lilja Harflardóttir deUdarhjúkrunarkona slysadeildar er þriflja fró vinstri. DB-mynd: S. — íslendingum gert tilboð í nóvember, janúar og febrúar—aukin samskipti ættu aft verða báftum þjóðunum til hagsbóta „Okkur var mjög vel tekið og við vonum að þessi íslandsferð okkar beri góðan árangur. Með komunni hingað skapast aukin og betri tengsl við Lands- samband islenzkra útvegsmanna,” sagði Doris Newsham, framkvæmda- stjóri John N. Ward, útgerðarfyrir- tækis og umboðsskrifstofu í Fleetwood. Doris kom hingað til lands í sendinefnd frá Fleetwood fyrir helgi, en nefndin hélt aftur utan á mánudags- kvöld. Með henni í sendinefndinni voru Colin Wilson, W.E. McDonald og K. Fairbotham. Dagblaðið ræddi við sendinefndina á mánudag eftir að komumenn höfðu skoðað hið nýja og glæsilega frystihús ísbjarnarins á Grandagarði. „Tilgangur fararinnar var þríþættur. í fyrsta lagi komum við til þess að auka vináttu og tengsl við ráðamenn LÍÚ. Sendinefnd kom fyrst frá Fleetwood til íslands fyrir fjórum árum og stefnan er að koma á árlegum samskiptum. Við ræddum við Kristján Ragnars- son framkvæmdastjóra LÍÚ og einnig Ágúst Einarsson og Jónas Haraldsson. Þar lýstum við því að mikilvægt væri fyrir okkur að fá ferskan íslenzkan fisk reglulega til löndunar í Fleetwood og greindum jafnframt frá því að mikilvægt væri fyrir íslendingaaðhalda þessum markaði, sé litið til lengri tima, vegna mjög harðnandi samkeppni á freðfiskmörkuðum íslendinga. í öðru lagi lýstum við óskum okkar við eigendur báta um fisklöndun í Fleetwood og bentum þeim á að höfnin er opin allt áríð. Þá má geta þess að Fleetwood er næst fslandi af fiskihöfnunum þremur í Bretlandi, Fleetwood, Hull og Grimsby. Það sparar bæði olíu og tíma að sigla til Fleetwood. í þriðja lagði lögðum við fram tilboð um lægri löndunarkostnað nú í nóvember og einnig í janúar og febrúar á næsta ári. Við bjóðum 25% lægri löndunarkostnað og er Fleetwood þannig ódýrasta löndunarhöfnin. Þessi lækkun þýðir um eitt þúsund sterlings- pund á bát, sem landar um 50 tonnum. Við þurfum 2—3 skip á viku en getum tekið á móti fleiri. Eftirþvi sem meiri regla kemst á markaðinn, því JÓNAS HAí. MDSSON Sendinefndin frá Fleetwood utan við frystihús tsbjarnarins, K. Fairbotham, Colin Wilson, Doris Newsham og W.E. McDonald. DB-mynd Gunnar Örn. betra verður verðið. Þá má benda á það, að nú er hagstætt að selja fisk i Bretlandi fyrir fslendinga því gengið er hagstætt. Pundið er sterkt núna. Síldarvertíðin hér á fslandi hefur gert það að verkum að lítið hefur verið um landanir íslenzkra báta ytra að und- anförnu. Þannig hafa aðeins tveir bátar frá fslandi landað í Fleetwood undan- farnar þrjár vikur. En stjórnendur LfÚ munu nú gera félögum innan sam- takanna tilboð okkar kunnugt. Allar hafnirnar þrjár hafa átt við vandamál að stríða í sumar, þar sem hluti af fiskinum, sem hefur borizt, hefur ekki verið nógu góður. Það hefur viljað brenna við að skipstjórar hafa ofhlaðið skip sín og gæðin hafa minnkað. Þetta er verið að reyna að bæta, m.a. með því að bátar sem koma tvisvar í röð með slæman farm, missa leyfi sín.” Sendinefndin lagði áherzlu á það, að Bretar vildu ferskan fisk fremur en frosinn. Gæðunum væri ekki saman að jafna. Hins vegar væru Bretar ekki færir um að afla þessa fisks sjálfir og í Fleetwood væru t.d. aðeins tvö skip eftir. Því yrði að treysta á landanir út- lendinga og þá helzt fslendinga. Ef islenzkur fiskur bærist ferskur þá stæðist enginn annar fiskur samanburð við hann. Aukin samskipd ættu að vera báðum þjóðunum til hagsbóta. -JH. UM ALLAS borginaS SÍMI V 850608

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.