Dagblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 9
gnA^ DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1980. 9 Erlent Erlent Erlent Erlent Richard Pryor er að ná sér eftir alvarlegt slys Richard Pryor er óðum að ná sér eftir slys sem hann varð fyrir i júní síöastliðnum. Lengi vel var talið að hann væri að deyja en kappinn hjarði. Pryor lenti í sprengingu að heimili sínu og hlaut alvarleg brunasár. Ekki, liggur alveg ljóst fyrir hvað olii henni en fyrst kenndi leikarinn um slæmu kókaíni sem hann hafði keypt. Siðar skellti hann skuldinni á þaö að hann haft veriö búinn að drekka of mikið romm. Það var frænka Richards, Jenny Pryor, sem bjargaði honum eftir sprenginguna. Þjónustustúlka á hcimili hans heyrði hávaðann. Jenny réðst sfðan gegn eldinum með rúm- fötum og tókst að slökkva hann og koma Richard út. Þau voru mynduð saman á dögunum á jasstónleikum Willie Bobo. Richard hélt sig frá romminu það kvöld og drakk ekkert nema bjór. Andrei Sakharov valinn baráttumaður ársins fyrir auknum mannréttindum Bandarísku mannréttinda- samtökin hafa sæmt sovézka eðlis- Andrei Sakharov. Hann gat ekki veitt viðurkennlngu slnni viðtöku frekai en nóbelsverðlaununum árið 1975. fræðinginn Andrei Sakharov viður- kenningunni baráttumaður ársins 1980 fyrir auknum mannréttindum. Sakharov dvelst nú í útlegð í eigin föðurlandi í borginni Gorki, austan við Moskvu. Sakharov gat því að sjálfsögðu ekki verið viðstaddur, er viður- kenningin var afhent á árl ráðstefnu mannréttindasamtakan Columbus i Ohio. Hann var hel ekki viðstaddur er hann var sæm friðarverðlaunum Nóbels árið 197 Andrei Sakharov er orðinn 59 gamall. Hann var handtekinr janúar síðastliðnum og sendur í legð. Richard og Jenny Pryor á jasstónleikum. Sjá má bak viö eyra leikarans afleiðing- ar sprengingarinnar sem hann lenti i. Hana, er nú Amin kallinn byrjaður að berja nótur? tfljótu bragöi gœti manni dottið I hug að Idi Amin fyrrum negragosi í Uganda vœri farinn að snúa sér að planóleik en það er nú samt ekki hann sem stendur þama l strigaskóm og skrœpóttum samfestingi. Þetta er enginn annar en Elton John á sviði l Central Park íNew York. Hann hélt þar hljómleika á dögunum ogfék h vorki meira né minna en 350þúsund manns til að koma og hlusta ú sig. Með þessu sló hann met James Taylors, sem var 250þúsund áheyrendur. Elton kom fólki á óvart með klœðaburði sínum eins og venjulega. Hann tróð upp Iþessum galla, kúrekafötum og Andrés- ar andar-búningi. Fata- smekkur Cher veldur heila- brotum Ástin er blind. Sú skýring er hin eina sem sérfræðingar bandaríska tímaritsins People í tízkumálum finna á versnandi fatasmekk söng- konunnar Cher. Eftir að hún kynntist nýbylgjutónlistarmanninum Les Dudek, sem leikur með hljóm- sveitinni Black Rose, lítur hún öllu heldur út sem Hells Angel en virðuleg bandarisk söngkona, og fyrrum ein glæsilegasta stjarna landsins í af- þreyingarþáttum sjónvarpsstöðv- anna. Tízkuspekúlantar People eiga ekki orð yfir það að Cher er nú búin að láta klippa sig og er ýmist með purpuralitað eða kolsvart hár. Hún gengur í níðþröngum buxum með hlébarðaskinnsmunstri, leðurjökkum útsteyptum í bólum og alls kyns stóra eyrnalokka og furðulegt rusl um hálsinn, — að ógleymdum sólgleraugunum, sem voru í tízku á sjötta áratugnum. Bob Mackie, sá sem áður sá um að halda Cher í tízkunni, er jafngáttaður á breytingunni á smekk hennar og aðrir. Hann á enga skýringu aðra en þá að hún sé að ganga í gegnum eitthvert ákveðið skeið í lífi sínu og hljóti að átta sig fyrr en seinna. En þangað til er hún að áliti sér- fræðinganna með verst klæddu konum heimsins. — Þar er Cher meðal annars í félagsskap með Jane Byrne borgarstjóra Chicago og önnu Bretaprinsessu. Cher, sem áður þótti með bezt klæddu sjónvarpsstjdrnum Bandarikjamanna, hefur að undanförnu breytt mjög um stil f klæðaburði. Hafði stúlkuna afföðumum Leikarinn og bridgespilarinn Omar Sharif segir að bezti vinur sinn sé sonur sinn Tareq, sem er 23 ára gamall. „Tareq er miött i Omar Sharif með spilin i höndunum. Að hans áliti befur sonurinn Tareq einn slæman galla. . . aðiaðandi piltur, en hefur einn leiðinlegan galla,” segir faðirinn. Gallinn kom berlega ( ljós fyrir nokkru er feögarnir brugðu sér út á iffið fyrir nokkru og buöu tveimur konum meðsér. ,,Ég tók eftir því að Tareq var sífeilt að gefa minni dömu auga, svo að ég afsakaði mig með því að ég væri þreyttur og fór heim,” sagði Omar Sharif. „Morguninn eftir, þeg- ar hann mætti til morgunverðar, var hann ekki einn á ferð — síður en svo. Hann var með báðar stúlkurnar með sér.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.