Dagblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 28
 enda verið að vinna gamalt hrúefni. Á innfelldu myndinni sést reykurinn sem gerir Hafnfirðingum lifið leitt. DB-myndir Sig. Þorri. Hreinsitœkin hjá Lýsi og mjöli I Hafnarfirði. Þau voru óvirk um helgina og dreifðist mjölryk upp úr strompnum og yfir nágrennið. Þá var lyktin nánast óbærileg, Lýsi og mjöl að kæfa Hafnf irðinga: frjálst, úháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 12. NÓV. 1980. Iscargo flyt- urveðhlaupa- hesta Marokkó- konungs — á miklar kappreiðar í Riyadh í Saudi-Arabíu ISCARGO flytur á morgun fjórtán veöhlaupahesta fyrir Hassan II. Mar- okkókonung til Riyadh, höfuðborgar Saudi-Arabíu. Þessi farmur ISCARGO er margfalt verðmeiri en 16 islenzkir hestar sem flugfélagið flutti í gær héðan frá ís- landi til Hollands og Danmerkur. í Riyadh er einn stærsti og þekktasti skeiðvöllur heimsins og er þar veðjað ótæpilega á marga mestu veðhlaupa- hesta heimsins. Á stór veðhlaup koma menn hvaðanæva úr heiminum með hesta sína og eru veðmál sögð fjörug í þessari austurlenzku milljónaborg. Héðan verður í dag farið með fisk til Boulogne i Frakklandi og þaðan til Marokkó í flutninga á veöhlaupahest- um Marokkókonungs. - BS „Ekki hægt að bjóða bæjarbúum upp á þetta” —segir heilbrigðisf ulltrúinn í Hafnarfirði—„ráðherra eftir ráðherra veitir verksmið junni leyfi til að puðra þessum fjanda yf ir bæinn” „Ég hef verið meira og minna í stríði við þetta fyrirtæki frá árinu 1969”, sagði Sveinn Guðbjartsson, heilbrigðisfulltrúi Hafnarfjarðar, í morgun. „En ég held að enginn hafi lent í því áður að fá mjölið yfir sig eins og gerðist aðfaranótt mánudags. Og þetta var ekkert lítið magn af mjöli. Bílar umhverfis verksmiðjuna voru mattir og það varð að skafa af glugga- körmum húsa til þess að sjá lit á þeim.” Hafnfirðingar hafa oft kvartað und- an nábýlinu við verksmiðjuna Lýsi og mjöl. En svo virðist sem keyrt hafi um þverbak aðfaranótt mánudags. Páll Árnason verksmiðjustjóri hjá Lýsi og mjöli sagði i morgun aö i síðustu viku hafi verksmiðjan oft misst rafmagn út, þar sem spennistöð hefði slegið út. Aðfaranótt sunnudags hefði jarð- strengur til hreinsitækja verk- smiðjunnar farið í sundur. Það hefði því verið um tvennt aö velja, stoppa eða halda áfram vinnslu án hreinsi- tækjanna. Vinnslu var haldið áfram og opnað beint upp úr strompnum. Aðfaranótt mánudags stífluðust ryk- skiljur, sem aðskilja ryk og reyk, og þá fór mjölrykið upp með reyknum. „Vindátt var af norðvestan,” sagði Páll, ,,og fór þetta yfir hús I ná- grenninu. Við höfðum samband við bæjarstjóra og heilbrigðisfulltrúa og ákveðið var að stöðva vinnslu þar til mengunartækin væru komin i gang aftur. Þau voru síðan komin í gang í gær og þá var vinnsla hafin á ný. Hins vegar er það hráefni sem nú er verið að vinna orðið nokkuð gamalt, þannig að lyktin angrar fólk. Við settum upp hreinsitæki við verksmiðjuna fyrir tveimur árum. Þar höfum við átt við hönnunargalla og ýmis vandamál að stríða, en tækin hafaþógengiðsíðan í apríl i vor.” ,,Við höfum verið að reyna að koma skikki á þessa verksmiðju undanfarin ár,” sagði Sveinn Guðbjartsson, heilbrigðisfulltrúi. ,,En við höfum lent í því að ráðherra eftir ráðherra hefur gefið verksmiðjunni leyfi til þess að puðra þessum andskota yfir bæjarbúa. Verksmiðjan hefur verið starfrækt frá 1945-46 þannig að þetta er að nálgast 40 ára stríð. Ég skil það fólk vel sem kvartar yfir þessu, sérstaklega hinni ó- þolandi lykt frá verksmiðjunni. En það kastar tólfunum þegar fólkið fær mjölið yfir sig. Þetta fer beint inn í íbúðir. Ég hef rætt við fólk í nágrenninu og það þarf að þvo þvotta sina aftur, gardinur og jafnvel föt í fataskápum. Hver er réttur bæjarbúa? Það verður eitthvað að gera. Það er fituiag á þökum, sem ekki er hægt að blása af og þegar rignir veðst þetta inn í íbúðir. Það er ekki hægt að bjóða bæjarbúum upp á þetta. Ef eitthvaö bilar í verksmiðjunni, verður aðstoppa.” -JH. Meirihlutasamþykkt á starfsmannafundi við Hrauneyjafossvirkjun: Fallið verðl frá boðun verkfalls —á vegum Rangæings Meirihluti á fundi sem um 160 verkamenn við Hrauneyjafossvirkjun héldu í gær skoruðu á stjórn og trún- aðarmannaráð verkalýðsfélagsins Rangæings að falla frá verkfallsboð- un sem á að taka gildi frá og með þriðjudeginum 18. nóvember. Félagsmenn Rangæings eru u.þ.b. þriðjungur af verkamönnum á virkj- unarsvæðinu, en sem kunnugt er af fréttum boðuðu atvinnurekendur verkbann á alla aðra starfsmenn frá og með 19. nóvember. Gætir mikillar óánægju hjá mönnum sem ekki eru i Rangæingi með að fá á sig verkbann vegha kjaradeilna Rangæings og at- vinnurekenda. Óskuðu starfsmenn eftir fundi til aö ræða máliö og var hann haldinn í gær. Sigurður Óska'rs- son, framkvæmdastjóri Rangæings, mætti á staðinn og útskýrði kröfur félagsins. Urðu liflegar umræður og voru margar fyrirspurnir fram born- ar, en í lok fundar var samþykkt áskorun um að hætt verði við verk- fallið eins og fyrr segir. Að sögn Arnar Erlendssonar, yfir- trúnaðarmanns við Hrauneyjafoss- virkjun, í morgun eru þar við störf félagsmenn í öllum landssamböndum Alþýðusambandsins auk félags- manna stéttarfélaga í Rangárvalla- sýslu. Um þessar mundir eru 350— 400 manns 1 vinnu við Hrauneyja- foss, þar með talið verkstjórar og yfirmenn aðrir. - ARH Steypuvtnna við Hrauneyjafossvirkj- un: meirihlutinn vildi ekld verkfallið. DB-mynd: ARH RússarogPólverjar gerast aðsópsmiklir: þjófar inn- an f iskveiði- markanna — erGæzluvélin kannaði landhelgina ígær í gær kom flugvél Landhelgisgæzl- unnar að 4 rússneskum og 3 pólskum skipum að kolmunnaveiðum innan 200 mílna fiskveiðimarkanna NA af land- inu. Kom til nokkurs þrefs milli skip- herra flugvélarinnar og veiðiskipanna, en um síðir hífðu skipin upp veiðarfær- in og héldu út fyrir mörkin. Gæzluflugvélarmenn mældu skipin 5—7 milur innan 200 mílna markanna, en skipin töldu sig vera um 1,5 sjómílu utan markanna. Erfiðara hefur reynzt fyrir veiðiskip að miða út stöðu sína eftir að mastrið á Jan Mayen hrundi. Þarf siðan að beita öðrum aðferðum, og um borð í þessum veiðiskipum voru ekki hepppilegustu miðunartækin. Næsta varðskip var í 250 sjómílna fjarlægð frá þeim stað er rússnesku og pólsku veiðiskipin urðu brodeg, en þó var það viö gæzlu við Austur- land.Gefur það nokkra hugmynd um víðáttu íslenzku fiskveiðilögsögunnar. - A.St.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.