Dagblaðið - 14.11.1980, Page 1
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
f
f
f
f
f
f
f
f
f
f
6. ÁRG. - FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1980 - 259. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022.
Móóir villgefa bamgegn
vilja annarra adstandenda
—ný lög sem eru ímeðferð Alþingis gætu breytt rétti hennar tíl þess
„Sennilega er skortur á jafnrétti
hvergi eins grimmilegur og gagnvart
feðrum sem eignast barn í óvígðri
sambúð,” sagði Karl Steinar Guðna-
son (A) er hann kvaddi sér hljóðs
utan dagskrár á fundi sarrieinaðs
þings í gær til að vekja athygli á
„skelfilegu dæmi þar um sem er í
gangi þessa dagana.”
Skoraði Karl Steinar á allsherjar-
nefnd sameinaðs þings að funda þeg-
ar í stað um frumvarp til barnalaga,
sem legið hefur hjá nefndinni í 18
daga án þess að hún hafi tekið málið
fyrir. Mæltist hann og til þess við
forseta Sameinaðs þings að hann
hraðaði afgreiðslu frumvarpsins, því
það eitt gæti komið í veg fyrir mikið
ranglæti sem væri að gerast þessa
dagana. í nýju lögunum væru á-
kvæði um aukinn rétt feðra yfir
börnum sínum sem fædd væru i
óvígðri sambúð.
Karl Steinar rakti síðan málið sem
nú er um fjallað. Barnsfaðir hafði
búið með barnsmóður sinni í þrjú ár.
Barn þeirra var næstum ársgamalt er
þau slitu samvistum. Barnsmóðirin
skildi barnið eftir í höndum tengda-
móður sinnar er hún hvarf á braut.
Hálfum mánuði síðar sótti hún
barnið og kom þvi í fóstur annars
staðar. Barnsfaðirinn vildi
umgangast barn sitt, en komst þá að
því að honum var það fyrirmunað og
móðirin hyggst gefa barnið vanda-
lausum.
Piltinum brá þó fyrst er hann var
upplýstur um að samkvæmt gildandi
lögum komi honum slik meðferð á
barni hans ekki við — réttur hans er
enginn. Mótmæli duga ekki, lögin
kveða áum að móðirin ein ráði fram-
tíð barnsins.
Karl Steinar bætti því við að í
þessu dæmi, sem væri eitt af
mörgum líkum sem gerzt hefðu, nyti
barnsfaðirinn loforða foreldra sinna
um aðstoð við uppeldi barnsins svo
og aðstoðar foreldra barns-
móðurinnar. En allt kemur fyrir
ekki.
1 nýju frumvarpi um barnalög er
gert ráð fyrir breytingu á þessum
alhliða rétti móður óskilgetins barns
og að samþykki föðurs þurfi til að
barnið sé gefið.
Þvi skoraði Karl Steinar á nefnd
og þingforseta að hraða nú málum.
Þrjá mánuði tæki að fullgilda vilja
móðurinnar til að gefa barnið gegn
vilja allra annarra aðstandenda þess.
Og nýju lögin gætu breytt því mikla
ranglæti sem fælist í eldri lögunum
og þeim semnúgiltu.
Salórne Þorkelsdóttir tók undir á-
skorun Karls Steinars um að meðferð
nýju barnalaganna yrði hraðað.
-A.St.
Lýsiogmjöl:
Heilbrigöisr
nefndingetur
stöövaöverk-
smiöjunasévilji
fyrirhendi
-sjábls.5
Stóra helgardagbókin
fylgir bladinu í dag:
Hvaðerá
seyðium
helgina?
Útvarps- og sjónvarps-
dagskrá næstu viku
-sjábls. 13-20
•
Einfruma
veifaröngum
— Ólafur Jónsson
skrifarum Dags
hrídarsporábls. 7
•
Samband
Saudiaraba
ogEgypta
endumýjað?
— sjáerlenda yfirsýn
ábis. 10-11
Heimsmeistararnir slappa af fyrir
leikinn á hóteli sinu i gærkvöld —
þjálfarinn, Vlado Stenzel, reiknar
með frekar jöfnum leikjum við
islenzka landsliðið i kvöld og á
sunnudagskvöld.
-DB-mynd: S.
Heimsmeistarar í Laugardalshöil:
„íslenzkiránorf
endur eru peir
mögnuðus|tu”
— segir þjálfari
Þjóðverjanna,
VladoStenzel
„íslendingar eru erfiðir heim að
sækja i handknattleiknum og kemur
þar margt til. Áhorfendur hér eru
þeir mögnuðustu sem ég hef kynnzt.
íslenzku leikmennirnir þekkja í-
þróttahöllina og allar aðstæður, sem
er nokkurra marka virði. Ég reikna
þvi með frekar jöfnum leikjum viö
ísland í kvöld — og á sunnudags-
kvöld,” sagði hinn frægi landsliðs-
einvaldur Vestur-Þýzkalands, Vlado
Stenzel, Júgóslavinn, sem gerði
Vestur-Þjóðverja að heimsmeistur-
um, þegar DB hitti hann að máli í
morgun.
Fyrri leikur íslands og Vestur-
Þýzkalands hefst í Laugardalshöll kl.
20.00 í kvöld. Þar má búast við
hörkuleik. Síðast þegar þessar þjóðir
léku þar — 6. febrúar 1977 — sigraði
ísland 10—8.
— sjá íþróttir
á bls. 12 og 21