Dagblaðið - 11.12.1980, Blaðsíða 13
13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1980.
Eg hef orðið sjálfstæð af að búa alein, segir Agnetha Fáltskog, sem býr með tveimur
börnum sínum i þessu húsi.
Agnetha
Faltskog
ÍABBA:
Skilnaöur
þaöerfiö-
asta
sem til er
Ég get gengið alein um götur Stokkhólms, en út með karlmanni get ég ekki fariö. Kg verð bara að bjóða þeim heim. Það eru
blöðin...
— Það vil ég nú helzt gera upp við
mig í ró og næði, segir Agnetha sem
árið 1969 hitti Björn. Þau giftu sig með
pompi og prakt á Skáni árið 1971. 10
árum eftir að þau hittust fyrst voru þau
skilin.
í dag get ég gengið ein um götur
Stokkhólms. Ég get líka farið út með
ABBA liðinu, en ég á erfitt með að
fara út með karlmanni. Ég get ekki
einu sinni borðað úti með karlmanni,
því þá er sagt að ég sé komin með nýjan
mann. Það eru blöðin. . . . Það er
erfitt að viðurkenna fyrir sjálfum sér
að maður geti ekki verið eðlilegur á
allan hátt. En allt í lagi, svona er þetta.
Ég er búin að ganga i gegnum
skilnað. Það er það erfiðasta sem til er.
Ég trúi því ekki að það geti verið til
lukkulegir hjónaskilnaðir. Skilnaður
tekur hart á einni manneskju. Allt.lífið
breytist. Það líður langur tími þar til
maður getur staðið aftur á eigin fótum.
En maður vill það og þegar það tekst
finnst manni að maður sé mjög sterkur.
Þetta er það sem maður verður að
ganga í gegnum til að yfirstíga
erfiðleikana. (Ekstra bladed — þýlt ELA)
Agnetha Fáltskog 30 ára og fyrsta
Aið í ABBA býr i dag ein með börnum
sínum Lindu 7 ára og Christian 3ja ára
í einbýlishúsi við Jupitervagen i
Stokkhólmi. Og er kvefuð er blaða-
maður Ekstra blaðsins ræðir við hana.
— Við náðum að taka upp þátt fyrir
þýzka sjónvarpið áður en það varð
mjögslæmt. . . og það gekk vel.
Börnin eru farin að sofa á þessu
kalda vetrarkvöldi. Við biðjum
Agnethu að hugsa 10 ár aftur í timann.
— Nei, ég er ekki eins ánægð með
hlutina í dag og þá. Maður er orðinn
allt öðruvísi eftir allt það sem maður
hefur orðið að ganga i gegnum. Ég er
ekki sú sama. Gleðin hefur annan
tilgang — oglífið.
Ekkifleiri tromp
Á meðan við tölum dynur lag
Agnethu „The winner Takes It AH” á
nýju ABBA plötunni Super Trouper á
vinsældalistum um allan heim. í því
lagi syngur hún: Ég vil ekki tala um allt
það sem ég hef gengið í gegnum. Það er
heil saga. Ég hef sett öll mín spil út og
þú líka. Það er ekkert fleira að segja,
ekki fleiri tromp aðspila út. . .
—Ég held að þetta sé það bezta sem
ég hef gert.segir Agnetha.—Annarscru
mörg önnur góð lög á plötunni. Ég hef
mikinn áhuga á því að „sóló” verði
meira innan hópins. Það er heldur ekki
ótrúlegt að við Fríða gerum sín hverja
„sóló”plötuna. Við höfum oft rætt
það. Eftir að við erum hættar með
ABBA er alveg öruggt að við látum af
því verða og jafnvel fyrr, segir
Agnetha.
Jólaplata á næstunni
— Þú gefur út jólaplötu nú fyrir
jólin?
—Ég er búin að syngja inn á jóla-
plötu ásamt Lindu dóttur minni en hún
kemur ekki út núna fyrir jólin. Ég býst
við að við geymum hana til næstu
jóla. . . það er orðið of seint að gefa
hana út núna. Það eru svo margir, sem
hafa gefið út jólaplötur með börnum
núna. Og það er of stutt síðan Super
Trouper kom út. Við gerðum þetta líka
að mörgu leyti fyrir okkur sjálfar. Það
er mjög skemmtilegt að syngja með
Lindu eins og hún er núna.
— Lítur þú á ABBA sem þína lífs-
tryggingu?
—Nei, það geri ég ekki, ABBA er
nútíðin. Það getur ekki breytzt. Okkur
finnst við þurfa að gera eitthvað
annað. Kannski skrifa strákarnir
söngleik. Við höfum gert sjónvarps-
þætti i sjö ár — það getur ekki orðið
endalaust — við verðum að gera eitt-
hvaðnýtt.
Allt breytt
Ég er orðin þritug, maður þroskast,
ég lít á hlutina öðrum augum en fyrir
10 árum. Það er ekki lengur allt nýtt
fyrir manni. Ég var ung og þótti
skemmtilegt að vinna. Nú er ég orðin
þreytt eftir einn tíma í stúdiói. Þetta er
orðin rútínuvinna, en ég hef oft gaman
af að vera i stúdíóinu.eiginlega er það
þar sem ég hef það bezt. Það er að
segja þegar allt gengur vel.
Það spilar inn í þetta að ég er
tveggja barna móðir. Það er mikil
vinna og tekur mikinn tíma. En ég á
ekki að þurfa að kvarta, ég hef
heimilishjálp.
Getur ekki farið út
með karlmanni
— Hefurðu hugsað þér að finna
nýjan eiginmann?
Nýtt
furu-sófasett
A sérstöku kynningarverði.
Mikill afsláttur
®
GRÆJURNAR
HJA
GUNIMARI
ASGEIRSSYNI
SÍMI 35200