Dagblaðið - 11.12.1980, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 11.12.1980, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1980. H-TíRfMl é&mSBEmOBB* 1 w i 'frTAOíl á flugi yfir vítatcig Haukanna og skorar örugg DB-mynd S. nnáttu horni? sson skoraði sigurmark íHaukumíl.deild voru til leiksloka skoraði Stefán Halldórsson markið, sem reyndist ráða úrslitum. Slapp inn úr horninu og skoraði í „dauða hornið” hjá Gunnari. Var þetta eina mark hans í leiknum. Skömmu síðar var fullkomlega löglegt mark, að því er virtist, dæmt af Svavari, og Haukar misstu síðan knöttinn rúmri mínútu fyrir leikslok eftir misheppnað skot, en Valsmenn gerðu ekki betur en að hanga á tuðrunni út leiktímann. Haukarnir léku á köflum ágætlega í gærkvöld og ef taka á mið af frammistöðu Valsmanna í leiknum er útilokað að gera sér í hugarlund hvernig þeir fóru að að sigra KR með sautján marka mun á laugardag. Liðið er enn þunglamalegt og flýtur á yngri og létt- ari mönnunum, Bjarna, Gunnari, Steindóri og Brynjari. Óli Ben. varði ekki nerna þokkalega í gærkvöld. Mörkin. HaukarrÁmi Hermannsson 5, Lárus Karl Ingason 4, Viðar Símonarsson 3/3, Hörður Harðarson 2/1, Árni Sverrisson 2, Sigurgeir Marteinsson, Svavar Geirsson, Sigurður Sigurðsson, Stefán Jónsson og Júlíus Pálsson 1 hver. Valur: Bjarni Guðmundsson 5, Gunnar Lúðvíksson 4, Þorbjörn Guðmundsson 4, Brynjar Harðar- son 3/2, Steindór Gunnarsson 2, Gísli Blöndal 2, Þorbjörn Jensson, Jón Pétur JónssonogStefánHalldórsson 1 hver. Haukar fengu 4 víti — nýttu öll. Valsmenn fengu 2 og skoruðu úr báðum. Einum úr hvoru liðið var vísað út af — Svavari hjá Haukum og Þorbirni Jenssyni hjá Val. -SSv. \-keppninni Woodcock. Stuttgart. Konopka sjálfsmark. Áhorfendur 26.000. Köln vann samanlagt | 5—4. í Torino: — Torino, Ítalíu-Grasshoppers, Sviss, 2—1 eftir framlengingu. Samanlagt 3—3. Torino Graziani 62. mín. Pulici 63. mín. Grasshoppers Terraneo sjálfsmark 28. mfn. Áhorfendur 35 þúsund. Grasshoppers sigraði 4—3 í vitaspyrnukeppni. JafnthjáÍA og Haukum Kvennalið Hauka fékk sitt fyrsta stig í 1. deild kvenna i gærkvöld er liðið náði jafntefli, 9—9, við dömurnar af Akranesi í leik liðanna, sem fram fór í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. E.t.v. er rétt- ara að segja að Skagastúlkurnar hafi náð jöfnu, þvi Haukar leiddu 7—3 í hálfleik. Þeim ■ tókst hins vegar aðeins að skora tvívegis í s.h. og í A jafnaði. Mörkin. Haukar: Guðrún Gunnarsdóttir 5, Elva Guðmundsdóttir 2, Hólmfríður Garðarsdóttir og Svanhildur Guðlaugsdóttir 1 hvor. Fyrir ÍA: Laufey Sigurðardóttir 3/1, Kristín Aðalsteinsdóttir 2, Lára Gunnars- dóttir 2, Ragnheiður Jónsdóttir og Kristín Reynisdóttir 1 hvor. Þrumufleygar Ásgeirs sprungu út í Dresden —ásgeir Sigurvinsson skoraði þrjú mörk, þegar Standard Liege sigraði Dynamo 4-1 í Dresden í UEFA-keppninni „Ásgeir Sigurvinsson átti hreint stór- kostlegan leik með Standard í Dresden í gær. Ég held að ég hafi ekki séð hann betri. Það gekk allt upp hjá honum og hann skoraði þrjú frábær mörk. Kom Standard í 3-0 og liðið komst í 4-0 með marki Tamahata, Mólúkkans frá Hol- landi, áður en Dynamo skoraði sitt eina mark í leiknum,” sagði Karl Þórðar- son, þegar DB ræddi við hann í Belgíu í gærkvöld. Karl fylgdist með leiknum í belgíska sjónvarpinu. „Það kom strax í ljós að Ásgeir var „í stuði” — sendingar hans til sam- herja mjög snjallar og svo tók hann líka að sér að skora mörkin. Hann fékk knöttinn snemma leiks um miðjan völl. Tók á rás og komst upp að vítateig Dynamo. Stillti kanónuna og knöttur- innflaug í markið. Síðar i hálfleiknum kom Ásgeir Standard í 2-0. Knettinum var rennt til hans úr aukaspyrnu utan vítateigs. Þrumufleygur og knötturinn lá í marki Dynamo Dresden. I siðari hálfleik lék Ásgeir ásamt einum félaga sínum upp vinstri kant- inn. Fékk knöttinn í þröngu færi á ská við markið. Spyrnti — negling í markið. Öll þrjú mörkin þrumufleygar, sem maður sér ekki á hverjum degi. Snilldarleikur Ásgeirs. Tahamata skoraði fjórða mark Standard á 80. mín. en rétt fyrir leikslok skoraði Dörner eina mark austur-þýzka liðsins,” sagði Karl ennfremur. í fyrri leik liðanna í Liege varð jafn- tefli 1-1. Standard kemst því í átta-liða úrslit samanlagt 5-2. Lokeren, liðið sem Arnór Guðjohn- sen leikur með í Belgíu, náði einnig mjög góðum árangri í UEFA-keppn- inni í gærkvöld. Gerði jafntefli 2-2 við Real Sociedad í San Sebastian á Spáni. Það nægði Lokeren til að komast áfram. Liðið sigraði í heimaleiknum 1- 0 fyrir hálfum mánuði. Danski leik- maðurinn Elkjar Larsen var hetja Lokeren í gær. Skoraði tvö fyrstu mörk leiksins á 21. og 50. mín. Lokeren hafði þá yfir 3-0 samanlagt. Síðustu átta mínúturnar skoraði spánska liðið tví- vegis — fyrst úr vítaspyrnu — en það nægði ekki. Lokeren er komið í 8-liða úrslit ásamt Standard, St. Etienne og Sochaux, Frakklandi, Grasshoppers, Zurich, Sviss, Köln, AZ ’67 Alkmaar og Ipswich Town. -hsím,SSv. iceLander sigurvinsson scored three tim took the tatly to fou r. doerner nctched dyn goal in the second half. Lokeren traveLLed ^to spain hoLding a na over reaL san sébastian but they too iVent t reuter rp es and simon tahamata amo’s consoLaticn rrow 1-0 advantage hrough, drav/ing ?-?. V •• - ' - : . Jf Ásgeir Sigurvinsson Dresden. — þrenna í Stórsvigið í Madonna í gær: Stenmark náði beztum tíma f báðum umferðum —og vann sinn 55. sigur í keppni heimsbikarsins í alpagreinum Ingemar Stenmark virðist ætla að verða algjör yfirburðamaður i keppni heimsbikarsins i alpagreinum i vetur. í gær sigraði hann í stórsvigi heims- bikarins í Madonna di Campiglio á ftalíu. Ekki nóg með að hann sigraði. Hann hlaut beztan brautartima í báðum umferðum. Á þriðjudag sigraði hann i fyrstu svigkeppni hcims- bikarsins eins og við skýrðum frá á í- þróttasíðunum í gær. Nú sigraði hann í fyrstu stórsvigskeppninni. Stenmark var ótrúlega öruggur á harðri, ísaðri brautinni í stórsviginu_ í gær. Virtist í sérflokki. Keyrði á 1:17.60 mín. í fyrri umferðinni og 1:24.54 min. í þeirri síðari. Samanlagt 2:42.14mín. íbáðum umferðum. Eftir fyrri umferðina hafði hann þó ekki nema 9/100 úr sekúndu forustu á hinn 21 árs Rússa, Alexander Zhirov, sem keyrði á 1:17.69 mín. Hans lang- bezti árangur hingað til i keppninni um heimsbikarinn. í síðari umferðinni keyrði hann einnig afburðavel. Steig ekki rangt niður fæti og fékk tímann Öster keypti miðherja Öster, sænska meistaraliðið, sem Teitur Þórðarson hefur leikið með und- anfarin ár, hefur tryggt sér nýjan mið- herja í stað Teits. Allar likur eru á að Teitur gerist leikmaður hjá franska 1. deildarliðinu Lens innan skamms. Nýi leikmaðurinn hjá Öster, Jan Mattson, er einn af kunnustu leik- mönnum Svíþjóðar i knattspyrnunni. Landsliðsmaður. Varð atvinnumaður i Vestur-Þýzkalandi 1976 hjá Fortuna Dusseldorf. Var þar í eitt ár. Lék síðan hjá Krefeld en gerðist svo leikmaður hjá Bayer Uerdingen í Bundeslígunni. Öster hefur samið um kaupverð á Mattson við þýzka félagið. Greiðir fyrir hann 340 þúsund sænskar krónur — 150 þúsund vestur-þýzk mörk — eða um 45 milljónir islenzkra króna. 1:24.97 mín. En þrátt fyrir afburða frammistöðu náði hann samt 43/100 úr sekúndu lakari tíma en Ingemar Stenmark. Árangurinn nægði þó Rússanum i annað sætið. í þriðja sæti varð Gerhard Jáger, Austurríki, á 2:32.14 mín. og landi hans Hans Enn varð fjórði á 2:43.29 mín. Hins vegar varð Austurríkismaðurinn Anton Steiner aftarlega. Misheppnaðist mjög í .fyrri umferðinni. Ingemar Stenmark telur Steiner hættulegasta keppinaut sinn. Sérfræðingar eru á einu máli um, að Stenmark vinni heimsbikarinn á ný í vetur. Reglunum hefur verið breytt þannig að ekki þarf að keppa í öllum greinum til að hljóta sigur. Stenmark neitar sem kunnugt er að keppa I bruni. Þá fá keppendur aðeins talin stig úr fimm mótum i hverri grein — það er bezta árangur sinn á fimm mótum. Eins og Ingemar Stenmark hefur byrjað keppnina — og ef hann sleppur við meiðsli — virðist auðvelt fyrir hann að ná hámarksstigafjöldanum í svigi og stórsvigi eða 200 stigum. Eftir þrjár fyrstu keppnisgreinarnar er stigatala þeirra efstu þannig: 1. Ingemar Stenmark, Svíþjóð,. 50 2. Ulrich Spiess, Austurriki, 25 3. Bojan Krizaj, Júgóslavíu, 21 4. Ken Read, Kanada 20 Alexander Zhirov, Sovét, 20 Paul Frommelt, Lichenst. 20 7. Steve Podgorski, Kanada 15 Gerhard Jáger, Austurríki 15 Ingemar Stenmark er nú 24 ára. Hann tók fyrst þátt í keppni heims- bikarsins 1973. Varðþá í 46. sæti í stór- svigi — og var með rásnúmer yfir sjötíu. En síðan hefur margt breytzt. Ingemar Stenmark og Norðmaðurinn Odd Sörli í Val d’lsere nýlega. Þar kepptu þeir báðir i fyrsta sinn i heimsbikarnum 1973 i stórsvigi. Oddur varð i 46. sæti — Ingimar í þvi 47. Eftir sigurinn í gær hefur Stenmark á þessum árum staðið 55 sinnum efstur á verðlaunapallinum. Sigrað mun oftar en nokkur annar í sögu heimsbikarsins. Tekið þátt í 112 keppnum i heims- bikarnum og 86 sinnum komizt á verðlaunapallinn. Hreint ótrúlegt öryggi. Hlotið 1570 heimsbikarsstig eða miklu fleiri en nokkur annar. -hsím. Markhæstir Markhæstu leikmenn i Bundeslíg- unni í Vestur-Þýzkalandi eftir leikina um helgina eru nú: Burgsmuller, Dortmund 16 Rummenigge, B. Múnchen 12 Volkert, Núrnberg 9 Hoeness, B. Múnchen 8 Hrubesch, Hamburg SV 8 D. Múller, Koln 8 Okland, Leverkusen 8 Pinkall, Bochum 8 Funkel, Kaiscrslautern 8 Elgert, Schalke 8 Völler, 1860 8 Atli Eðvaldsson, Borussia Dort- mund, er meðal fjölmargra leikmanna, sem hafa skorað sjö mörk. FramálBK Framarar unnu stórsigur á Kefl- víkingum í 1. deildinni í körfuknattleik í gærkvöld er þeir lögðu Suðurnesja- mennina að velli 86—66 eftir að hafa leitt 36—32 í hálfleik. Strax í upphafi síðarí hálfleiksins gerðu Framarar út um leikinn. Komust 17 stigum yfir mest fyrír tilstilli Val Bracy, sem fór á kostum. Keflvíkingar brotnuðu alveg saman og í lokin var munurinn kominn f 20 stig. Símon Ólafsson skoraði mest fyrir Fram eða 24 stig. Val Bracy var með 21 stig. Terry Read var stiga- hæstur Keflvikinga með 15 stig. -SSv.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.