Dagblaðið - 11.12.1980, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 11.12.1980, Blaðsíða 22
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1980. 22 G D Menning Menning Menning Menning Hvað, hvar og hvenær? Hvað gerðist á árínu 1979? eftir Steinar J. Lúðvíksson Steinar J. Lúðvlksson: Hvað garðist á árinu 1979? - RaykjavBc öm og örlygur, 1980. - 237 a.: myndir. í formála bókarinnar segir Steinar J. Lúðvíksson: „Bók þessari er fyrst og fremst ætlað það hlutverk að vera heimild um samtímann. Vera nokk- urs konar uppsláttarrit, þar sem unnt á að vera að finna frásagnir um það helsta, sem gerðist á árinu 1979 á íslandi.” En hvaða kosti á bók að hafa til að geta talist uppsláttarrit? Jú, fyrst og fremst er nauðsynlegt að hægt sé að finna hvern atburð eða mann cftir sínu rétta heiti. Harla erfitt verður að nota bók þessa sem uppsláttarrit, þar sem fara þarf í gegnum heila kafla til að finna tiltekinn atburð eða mann. Bókinni skiptir höfundur niður í tuttugu kafla, sem eru nokkurs konar efnisflokkar. Það vakir líklega fyrir höfundi að þar með sé bókin orðin uppsláttarrit. En því fer fjarri. í fyrsta lagi er efnisflokkunin óná- kvæm og oft á tíðum hjákátleg. Til dæmis er að finna í kafla sem ber yfirskriftina BJARGANIR — SLYS- FARIR grein um biluð klósett í græn- landsfarinu Magnus Jensen. Ekki kemur þó fram hvort slys-urðu á mönnum né hvort nokkrum var Bók menntir Jón Sævar Baldvinsson bjargað frá drukknun í salernisskál- um skipsins. Annar kafli ber heitið BÓKMENNTIR — LISTIR. Þar hefði verið ástæða til að skipta kafi- anum niður, t.d. í bókmenntir, myndlist, tónlist o.s.frv. Þó finnst mér að efnisorðið menningarmál hefðu hæft þessum kafla betur. Efnisflokkurinn FLUGMÁL inni- heldur eins og vera ber allt efni um fiug og því tengdu að því undanteknu að þar eru tíunduð málefni sem varða varnarliðið suður á Miðnesheiði og hefði farið betur á því að flokka þau sér undir efnisorðið Varnarliðið eða Utanríkismál. Ekki get ég séð sam- hengið í yfirmannaskiptum hjá varnarliðinu og sögu íslenskra flug- mála. íþróttum er gerð skil undir efnisorðinu ÍÞRÓTTIR en þó hefur þröngsýni höfundar ráðið nokkru um hvaða íþróttagreinar flokkuðust þar undir. Akstursíþróttir, svifdrekaflug og bátaíþróttir fengu þar ekki inni heldur lenda þessar íþróttir í rusla- kistu bókarinnar sem heitir ÚR ÝMS- LM ÁTTUM. Sama er að segja um sV ittaálagningu á landsmenn. Væri ,ekki betra að gefa henni efnisorðið Skattar heldur en ÚR ÝMSUM ÁTT- UM? Á þennan hátt mætti lengi nefna dæmi um ónákvæmni í efnis- flokkun. í öðru lagi vantar tilfinnan- lega tilvísanir frá efnisorðum sem ekkert efni er flokkað undir til þess efnisflokks sem viðkomandi efni lendir í. Engin atriðaorðaskrá er í bókinni. Að vísu eru 4 auðar síður aftast í bókinni og á lesandinn líklega sjálfur að gera sína atriðaorðaskrá þar. En atriðaorðaskrá er nauðsynleg ef hægt á að vera að nota bókina sem upp- sláttarrit. Við nánari athugun sést að efnisorðin eru hroðvirknislega unnin og gefa ekki rétta mynd af því sem undir þau er flokkað. T.d. VERÐ- LAGSMÁL — VERÐBÓLGA ná ekki yfir þjóðartekjur og hefði betur farið á að nota eitt efnisorð fyrir verðlagsmál og fyrir bæði verðbólg- una og þjóðartekjurnar, t.d. Efna- hagsmál. Textinn er stuttur og oftast nær þarfnast hann frekari uppfyllingar með mynd. í sumum tilfellum er text- inn aðeins myndatexti, en því miður vantar myndirnar með. Myndirnar í bókinni bera þess merki að ekki hefur verið leitað fanga víða og sakna ég ýmissa góðra fréttamynda sem svo sannarlega hefðu átt heima í þessari bók. Steinar J. Lúðviksson, höfundur bókarinnar Hvað gerðist á árinu 1979? Ef æltunin er að gefa út árlega bækur í þessum bókafiokki er höfundi og bókaútgefanda nauð- synlegt að taka sig saman í andlitinu hvað varðar texta, myndir, efnis- flokkun og atriðaorðaskrá. Eins væri höfundi nauðsynlegt að hafa það hugfast að spenna hugann ekki eins hátt á næsta ári, heldur einbeita sér að einni bók en ekki þremur eins og í ár. - JSB HVERAGERÐI Blaðburðarbörn óskast strax í Hvera- gerði. Uppl. í síma 99-4568. iBIABIÐ SAIMDGERÐI Umboðsmann vantar strax í Sandgerði. UppL í síma 92-7696 eða 91- miABW 22078. Schiesser þlvflð cf „ þCtffl’ ® 91-13577 Vera og veruleikinn Bamabók eftir Ásríínu Matthíasdóttur Ásrún Matthíasdóttir: VERA Mál og menning, Reykjavik 1980,86 bls. Hanna Friðriksdóttir, Reynir Harðarson, Stafán Pálsson og Pórhallur Matthiasson teiknuðu myndirnar. Hér er komin saga handa yngstu lesendunum, VERA eftir Ásrúnu Matthíasdóttur. Vera er fimm ára og býr hjá föður sínum sem er fráskil- inn. Hún þráir móður sína og lítur vinkonu föður síns hornauga. Hún gagnrýnir vinkonuna upp í opið geðið á henni og ber hana miskunnar- laust saman við móður sína. Á sama hátt er henni meinilla við vin móður sinnar og óskar honum út i hafsauga. (65) segir Vera litla þegar þau fara saman öll þrjú í gönguferð í Heið- mörk. Beðið eftir álfum Vera reynir stundum að flýja inn í ævintýraheiminn þegar hversdags- leikinn keyrir úr hófi fram. Hana langar svo til þess að sjá álfa. Hún spyr ömmu. „Nei, nei, svarar amma, þetta voru missýnir eða draumar hjá þessu fólki og ég hef nú aldrei lagt trú á þjóðsögurnar” (73). Vera er þrjósk. Hún situr úti undir steini lengi dags og bíður eftir álfunum. Vera á reiðhjóli — mynd úr bókinni. Rannveig Ágústsdóttii En náttúran er miskunnsöm og Vera sættir sig smátt og smátt við lífið eins og það er. Hún er hamingjusöm hjá pabba sínum og er alltof upptekin af því að uppgötva lífið og læra nýja hluti til að sýta við- skilnað sem er óumflýjanlegur. Mamma hennar verður sparimamma sem hún heimsækir á sunnudögum. Vinkona pabba verður ágæt, „mér er hætt að finnast hún leiðinleg” Alveg sama hvernig mamma og amma reyna að fá hana inn. Hún er staðráðin í að sjá álfana. En þeir fullorðnu sigra alltaf að lokum og Vera er færð heim til pabba síns sem hlær þegar mamma segir honum af tiltæki Veru. Þvi pabbi er ekki eins fastur í veruleikanum og mamma. Hann gefur dóttur sinni von um að eitthvað sé til sem við ekki skiljum. „Aldrei að vita” (77) segir hann og les fyrir hana þrjár álfasögur undir svefninn. En þegar Vera vaknar við vondan draum um að hún sé orðin að álfi er pabbi auðvitað nauðbeygður til að segja sannleik- ann: „Þig var bara að dreyma. . . og haltu bara áfram að sofa” (78). Ekki barnamál Bókinni er skipt í ellefu kafla sem bera heiti eins og Barnaheimilið, Sveitin, Heimsókn til mömmu, Afmælisveisla o.fl. Vera segir söguna og er býsna fullorðinsleg. Hún talar ekki barnamái (sem betur fer) heldur eðlilegt nútímamál. Hún lýsir til- finningum sjálfrar sín gagnvart sínum nánustu, endursegir stundum skoðanir þeirra og gerir athuga- semdir við þær. Hún hefur sínar eigin hugmyndir, hún Vera. Myndirnar eftir krakkana fjóra eru feikigóðar og eiga vel við textann. Þetta mun vera fyrsta bók Ásrúnar Matthíasdóttur og henni hefur tekist vel. Á þessum siðustu og verstu timum þegar flóð erlendra fjölprent- aðra barnabóka flæðir yfir okkur eru margfalt meiri ástæður en ella að fagna nýjum, vel sömdum barnabók- um, þar sem uppvaxandi íslendingar geta fengið að átta sig á veruleikanum, sem þeir lifa í. Rannveig.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.