Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 11.12.1980, Qupperneq 30

Dagblaðið - 11.12.1980, Qupperneq 30
30 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1980. Arnarborgin Stórmyndin fræga. Sýnd kl. 5 og 9. BönnuA innan 14 ára. Lausnargjaldið Hörkuspennandi og viö- burðarik ný amerisk kvik- mynd í litum um eltingarleik leyniþjónustumanns við geð- sjúkan fjárkúgara. Leikstjóri. Barry Shear. Aöalhlutverk: Dale Robinette, Patrick Macnee, Keenan Wynn, Ralhp Bellamy Sýnd kí. 9. , íslenzkur texti Árðsin á Galactica Ný, mjög spennandi, banda- rísk mynd um ótrúlegt stríð milli síðustu eftirlifenda mannkyns við hina krómhúð- uðu Cylona. Aðalhlutverk: Richard Hatch, Dirk Benedict, LorneGreene og Lloyd Bridges Islenzkur texti Sýnd kl. 5 og 7. Hinir dauðadæmdu Síðasta tækifæri að sjá þessa hörkuspennándi mynd með: Bud Spencer og Telly Savalas í aðalhlutverkum. Sýnd kl. 9 og 11.05. KLMKOM Urban cowboy Ný geysivinsæl mynd meö átrúnaðargoöinu Travolta sem allir muna eftir úr Grease og Saturday night fever. Telja má fullvist að áhrif þessarar myndar verða mikil og jafnvel er þeim líkt við Greaseæðið svokallaða. Bönnuð innan lOára (myndin er ekki vifl hæfi yngri barna). Leikstjóri: James Bridges Aðalhlutverk John Travolta Debra Winger og Scott Glenn Sýnd kl. 5. Tónleikar kl. 8.30 Manitou, andinn ógurlegi Ógnvckjandi og taugaæsandi ný. bandarisk hrollvckjumynd i litum. Aðallilulvcrk: Tony C'urtis Susan Strasherg Michacl Ansara Slranglcga bönnuöbörnum innanlóára. 1 íslcn/kur tcxti. Sýnd kl. 5.7,9 og II. TÓNABÍÓ Sim. <1182 Simi 18936. Kóngulóar- maðurinn birtist á ný Afarspennandi og bráð- skemmtileg ný amerísk kvik- mynd í litum um hinn ævin- týralega kóngulóarmann. Leikstjóri Ron Satlof. Aðal- hlutverk: Nicholas Hamm- ond, JoAnna Cameron. Sýndkl. 5,7og9. Dæmdur saklaus Horkuspennandi sakamála- mynd i litum með úrvals- lcikurunum Marlon Brando, Jane Fonda, Robert Redford. Lndursýnd kl. 11. Bönnufl börnum. Bleiki pardusinn leggur til attögu (The Pink Panther strikes again) Leikstjóri: Blake Edwards Aðalhlutverk: Peter Sellers Herbert Lom Endursýnd kl. 5, 7,10 og 9,15 Óheppnar hetjur Spennandi og bráðskemmti- leg gamanmynd um óheppna þjófa, sem ætla að frcinja gimsteinaþjófnað aldarinnar. Mynd með úrvalsleikurum, svo sem Robert Redford, Gcorge Segal og Ron (Katz) Leibman. Tónlist er eftir Quinsy Jones og leikin af Gerry Mulligan o. fl. Endursýnd Endursýnd kl. 5,7 og 9. interRent ^rental Bílaleiga Akureyrar Akureyri: Tryggvabr 14 - S 21715, 23515 Reykjavík: Skeifan 9 - S 31615, 86915 Mesta úrvalið, besta þjónustan Við útvegum yður afslátt á bílaleigubílum erlendis ÍGNBOGW « 19 000 VILLAGE PEOPLE VALERIE PERRINE BRUCE JENNER Vlðfræg ný ensk-bandarlsk músik- og gamanmynd, gerð af Allan Carr, sem geröi Grease. — Litrik, fjörug og skemmtileg með frábærum skemmtikröftum. Leikstjóri Nancy Walker íslenzkur texti Sýnd kl. 3,6,9 og 11.15. Hækkafl verfl. B Systurnar Sérlega spennandi, sérstæð og vel gerð bandarísk litmynd, gerðaf Brian de Palma með Margot Kidder, Jennifer Salt íslenzkur texti Bönnufl innan 16 ára Endursýnd kl. 3.05,5.05,7.05,9.05, 11.05. u. C- Hjónaband Mariu Braun Spennandi, hispurslaus, ný þýzk litmynd gerð af Rainer Werner Fassbinder. Verð- launuð á Berlínarhátíðinm og er nú sýnd í Bandaríkjunum og Evrópu við metaðsókn. „Mynd sem sýnir að enn er hægt að gera listaverk. - New York Times Hanna Schygulla Klaus Löwitsch íslenzkur lexti. Bönnufl innan 12ára Sýnd kl. 3, 6, 9 og 11.15 D Leyndardómur kjallarans Spennandi og dularfull ensk litmynd með Beryl Reed, Flora Robson. Leikstjóri: James Kelly. íslenzkur texti. Bönnufl innan 16 ára. Endursýnd kl. 3,15, 5.15 7,15, 9,15 og 11,15 ■BORGARv DiOiO i kúp ow REFSKÁK Refskák Ný spcnnandi amerisk lcyni lögreglumynd frá Warncr Bros. með kempunni Gene Hackman (úr French Conn ection) í aðalhlutvcrki. Harry Mostby (Genc Hack man) fær það hlutvcrk aö finna týnda unga stúlku en áður en varir er hann koniinn i kast við eiturlyfjasmyglara og stórglæpanienn. Þessi mynd hlaut tvcnn verð- laun á tvcimur kvikmynda hátíðum. Gene Hackman aldrei betri. Lcikarar: Gene Hackman, / Susan Clark. Leikstjóri: Arthur Penn. Íslen/kur texti Bönnuð innan 16ára. Sýnd kl. 5,7,9og 11. ham " 1 Simi 50184 ' ABBY Óhugnanlcga dularfull og spennandi bandarísk litmynd um allvel djöfulóða konu. Aðalhlutverk: William Marshall Carol Speed Bönnufl innan 16 ára. íslcnzkur texti Endursýnd kl. 9 Enn lífir Emilí Kattholti Emil í Kattholti kannast flestir við, bæði ungir og gamlir, og nú er komin ut hjá Máli og menningu síðasta bókin um Entil eftir hinn síunga og frjóa höfund barnabóka Astrid Lindgren. Þessi síðasta bók heitir Enn lifir Emil i Kattholti og hefur Vilborg Dagbjarts- dóttir islenzkað hana eins og fyrri bækurnar. Um efni bókarinnar segir rn.a. á bóka- kápu: „1 öllum Hlynskógum og öllum Smálöndunum og allri Svíþjóð og — liver veit — kannski i öllum heiminum hefur áreiðanlega aldrei verið til krakki sem hefur gert fleiri skammarstrik en Emil. sem átti heima í Kattholti i Hlynskógum í Smálöndum einu sinni fyrir langalöngu. Að strákurinn sá skyldi eiga eftir að verða oddviti. þegar hann varð stór er hrcint kraftaverk, en oddviti varð hann nú sanit og finasti karlinn i öllum Hlynskógum. . . Þegar Emil hafði gert skammarstrikin var hann látinn dúsa i smiðaskemmunni og þá lálgaði hann alltaf lítinn og skritinn spýtukarl. Á þennan hátt eignaðist hann 369 spýtukarla. sem allireru tilenn í dag." í bókinni Enn lifir Emil i Kattholti má lesa um skammarstrikin hans Emils. en líka um það þegar Emil drýgði dáð sem allir Hlynskógabúar glöddust yfir og létu skammarstrik hans glcymd og grafin. Bókin er 214 bls. prentuð i Prentsmiðjunni Hólum og bundin á sama stað. Myndirnar í bókinni gerir Björn Berg. Richard A. Gardner Bók barnanna Bók barn- anna um skilnað Hjá Máli og menningu er komin út bók sem fjallar um böm og skilnaði og er fyrst og fremst ætluð börnunum sjálfum svo og foreldrum þeirra og nefnist hún Bók barnanna um skilnað. Bókina skrifar Richard A. Gardner lil þess að leiðbeina börnum i umgengni við fráskilda foreldra og ræða við þau um algengustu vandamál barna sem eiga valdis óskarsdóttir bönn enu líka fólk Böm eru líka fólk eftir Valdísi Óskarsdóttur Hjá MÁLI OG MENNINGU er komin út ný barnabók eftir Valdísi Óskars- dóttur og heitir hún Börn eru lika fólk. Raunar má segja að bókin sé ekki síður fyrir fullorðna, en í henni eru tíu viðtöl Valdísar við börn á aldrinum þriggja til tíu ára. Þau eru: Inga Steina 3 ára, Fífa 4 ára. Gunnar Örn 5 ára, Regína 5 ára, Þórbergur 5 ára, Reimar 6 ára, Auður 6 ára, Jóhann 7 ára, Ljósbrá 8 ára og Karl Vikar lOára. Viðtölin spegla hugmyndir barnanna um lífið og tilveruna. Þau ræða um guð og englana, jólasveina, álfa, fullorðna fólkið, hamingjuna og margt margt fleira. 1 bókinni eru teikningar eftir börnin. Bókin er 101 bls. prentuð í Prent- smiðjunni Odda. Ólafur Lárusson gerði kápuna. Ég er kölluð IMinna eftir Önnu-Gretu Winberg Út er komin unglingasagan Ég er kölluð Ninna eftir sænska höfundinn Önnu- Gretu Winberg. IÐUNN gefur bókina út. Höfundur sögunnar hefur samið allmargar unglingabækur sem kunnar hafa orðið á Norðurlöndum, en þetta er fyrsta saga hennar sem út kemur á íslensku. — Sagan segir frá unglings- stúlku sem býr hjá móður sinni, en faðir hennar hafði farist af slysförum áður en hún fæddist. Fjölskyldu hans hefur stúlkan aldrei kynnst og veit fátt um hana. enda hefur móðir hennar aldrei viljað tala um slíkt. Stúlkan unir þessu illa og tekur sjálf að afla sér upplýsinga um föður sinn og frændfólk. Völundur Jónsson þýddi söguna Ég er kölluð Ninna. Bókin er 136 blaðsíður. Prisma prentaði. fráskilda foreldra. 1 formála fyrir bókinni segir Sigrún Júlíusdóttir, félags- ráðgjafi. m.a.: „Það er ómetanlegt að geta nú loksins bent almenningi á aðgengilega bók á íslenzku um málefni sem lítið eða ekkert hefur verið ritað um hér á landi. Að mínu áliti liggur styrkur bókarinnar um börn og skilnaði í einfaldri og hispurslausri umræðu um viðkvæm mál. En ekki síður þykja mér gagnlegar hugmyndir höfundarins um mögulegar lausnir eða viðbrögð sem eru uppbyggileg fyrir barnið og raunhæf miðað við forsendur foreldranna.” Bók barnanna um skilað er 181 bls„ sett og prentuð i Hólum og bundin á sama stað. Fjöldi mynda er í bókinni Þýðinguna gerði Heba Júlíusdóttir. en eins og áður sagði ritar Sigrún Júlíus- dóttir formála fyrir bókinni. Rauöu ástarsög- urnar Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfirði. hefur gefið út þrjár bækur í bókaflokkn- uni, „Rauðu ástarsögumar”. Alls hafa þá komið út í þessum flokki 15 bækur. Nýju bækurnar heita Barnlaus móðir eftir Else-Marie Nohr, í þýðingu Skúla Jenssonar, Örlögin stokka spilin eftir Sigge Stark, í þýðingu Skúla Jenssonar. og Ástin er enginn leikur eftir Signe Björnberg, í þýðingu Sigurðar Steins- sonar. „Rauðu ástarsögurnar” hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár og þessar þrjár nýju bækur gefa hinum fyrri ekkert eftir.. „Rauðu ástarsögurnar” voru settar. prentaðar og bundnar í Helluprenti hf. Snaran eftir Jakobínu Sigurðardóttur Snaran eftir Jakobínu Sigurðardóttur er nýlega komin út í 2. útgáfu hjá Máli og menningu. Bókin kom fyrst út árið 1968 og vakti þá þegar mikla athygli og greindi menn mjög á um efnislegt inntak bókarinnar, en í Snörunni deilir höfund ur hart á stóriðju og erlent fjármagn og yfirráð um leiðog hún dregur upp mynd af verkamanni framtíðarinnar og setur hann í félagslegt og sögulegt samhengi. Um hitt voru menn sammála að Jakobína hefði i þessari skáldsögu fitjað upp á nýju formi sem ekki hafði verið reynt áður. og reyndar ekki eftir það. og vakti það ekki síður athygli. Á bókar kápu eru fáein sýnishorn eða brot úr ril- dómum, sem birtust árið sem bókin kom út. Ólafur Jónsson segir m.a. í ritdómi sem birtist i Alþbl. 21.12.1968: ....Væru bókmenntir teknar há tíðlegar í samfélaginu yrði þessi saga Jakobinu Sigurðardóttur tilefni til umhugsunar og umræðu ... — ekki í bókmenntaselsköpum heldur i alþýðusamtökunum, verkalýðsfélögunt og á vinnustöðum, ekki síst þeim vinnustöðum. sem um þessar mundir ganga fyrir erlendu fjármagni. Ekki til pólitískrar uppbyggingar i áróðursþágu. þó eflaust verði hægt að nota hana á þann veg, heldur vegna hinnar siðferðilegu ádeilu sem er mergur sögunnar.” Snaran er 120 bls. og ljósprentuð i Repró/Formprent. Kápuna gerði Gunnar Gunnarsson hjá Auglýsinga- þjónustunni.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.