Dagblaðið - 11.12.1980, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 11.12.1980, Blaðsíða 2
2: Stokkseyringar Árnesingar □ Vandlátir verzla hjá okkur. □ Vorum að taka upp mikið úrval leik- fanga og annarrar gjafavöru á góðu verði. □ Tilboð okkar i desember er 20% afsláttur af öllum kjötvörum í kæliborði. □ Nýjar kjötvörur daglega. □ Verzlið í jólamatinn tímanlega. □ Opið alla daga til kl. 22, laugardaga og sunnudaga líka. □ Þið pantið. — Við sendum heim, eða komið og sannfærizt. Við bjóðum ykkur velkomin. Asbjorn Oksendal ÞEGAR NEYÐIN ER STÆRST. Margföld metsölubók eftir Asbjörn 0ksendal. Hrikaleg, sönn lýsing á flótta úr þraelabúðum nazista í Noregi. Frásögn 0ksendals er engu öðru lík. Hún er svo spennandi að við stöndum bókstaflega á öndinni. ÞEGAR NEYÐIN ER STÆRST, er bók í algjörum sér- flokki. DAGBLADIÐ. FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1980.| Oft sést grjót standa út af pallinum, segir bréfrítarí. Grjóthnullungar hrynja af vöru- bflum á vegina —bflstjórar verða að gæta að hleðslunni Bilstjóri hringdi: Alveg finnst mér það vera til skammar hvernig malar- og sandbílar sem aka frá Hveragerði til Reykjavík- ur eru hlaðnir. Ég ek frá Selfossi til Reykjavíkur á hverjum degi og sé þá oft grjóthnullunga, mörg kíló að þyngd, liggjandi á veginum. Þessir hnullungar hafa greinilega hrunið af bílunum. Sérlega er þetta áberandi í beygjunni á veginum þar sem Þrengslavegurinn byrjar. Um daginn ók fram úr mér 10 hjól trukkur, fullhlaðinn. Ég var áj 90 kílómetra hraða og datt í hug að' mæla á hverjum hraða hann væri eiginlega. Mér rétt tókst að lafa í honum á 125 kilómetra hraða. Al- gengur hraði þessara bíla er á milli 100 og llOkílómetraráklukkustund. Bílstjórar þessara bíla hafa greini- lega ekki fyrir því að aðgæta hleðslu bílanna áður en þeir leggja af stað því oft sér maður grjótið standa út af pallinum. Ég byði ekki í það að vera á litlum bíl og mæta einum þessara vörubíla á á annað hundrað kíió- metra hraða og fá grjót ofan á minn bíl. Skemmst er að minnast banaslyss sem varð vegna slíks atviks í sumar. EKKIBARA ÚTGERDIN Sveinn Einarsson, Neskaupstað, hringdi: Mér finnst rétt að vekja athygli á því að það eru fleiri en útgerðarmenn sem hafa orðið hart útí vegna oliu- verðshækkana að undanförnu. Hiutfall olíukostnaðar af heildar- tekjum vörubifreiðastjóra er komið upp í 22%. Um þetta hefur ekkert verið fjallað í fréttum. Væri gaman að vita hvort Landssamband vörubif- reiðastjóra hyggist gera eitthvað í þessu máli. Raddir lesenda HERERBOKIN! Ásgeir Jakobsson: GRÍMS SAGA TROLLARASKÁLDS LOKSINS SJÓMANNABÓK, SEM SELTUBRAGÐ ER AF. Hér er það hásetinn, hinn óbreytti liðsmaður um borð í togara, sem segir sögu sína. Sú saga er saga skáldsins, dárans og hausarans, þessara þriggja ólíku persóna, sem í Grími bjuggu. Eri saga Gríms trollaraskálds er einnig saga stríðstogaranna okkar, sem voru of gamlir, eins og „Kynbomban", of hlaðnir, eins og „Dauðinn á hnjánum“, of valtir, eins og „Tunnu-Jarpur“, • saga um atvinnuhórur, hjáverkahórur og stríðsdrykkinn tunnuromm, • saga um einangraðan heim á hafi úti, framandi jafnvel eigin þjóð, • saga horfinna manna, togarajaxlanna gömlu, manngerðar, sem aldrei framar verður til á þessum hnetti, • saga horfinna skipa, tuttugu og tveggja kolakyntra ryðkláfa, sem aldrei framar sjást á sjó. Það skrifar enginn íslenzkur höfundur um sjómenn, skip eða hafið eins og Asgeir Jakobsson, og Gríms saga trollaraskálds er engri annarri bók lík. SKUGGSJÁ BÓKABÚÐ OL/VERS STEINS SE F

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.