Dagblaðið - 11.12.1980, Page 1

Dagblaðið - 11.12.1980, Page 1
f 6. ÁRG. - FIMMTUDAGUR II. DESEMBER 1980 - 281. TBL. RITSTJÓRN SlÐUMÍJLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTl 11.—AÐALSÍMI 27022. Samkeppnisnefnd hefur kveðið upp úrskurð: Geðþóttaákvarðanir um bóksöluleyfi ólöglegar — „Forkastanleg vinnubrögð” segir formaður Félags ísl. bókaútgefenda „Samkeppnisnefnd kvað í gær upp þann úrskurð að í lögum Félags ísl. bókaútgefenda væri að finna ákvæði sem fælu í sér skaðlegar hömlur á samkeppni,” sagði Björgvin Guðmundsson, einn nefnd- armanna, í samtali við DB í morgun. Þetta þýðir að Hagkaup hefur sigrað í stríðinu við bókaútgefendur og á að vera heimilt að opna bókaverzlun sem keypt gæti inn hjá hvaða bóka- forlagi sem er. „Verðlagsstofnun var falið að eiga viðræður við Félag ísl. bókaút- gefanda og binda enda á að þessum skaðlegu samkeppnishömlum sé beitt,” sagði Björgvin og bætti því við að samkvæmt lögum hefði Samkeppnisnefnd úrskurðarvald, ef viðræður Verðlagsstofnunar við bókaútgefendur yrðu árangurslausar. „Þessar skaðlegu samkeppnis- hömlur eru m.a. fólgnar í því að bókaútgefendur taka sér vald til að ákveða hverjir selji bækur hverju sinni. Leyfisveiting til slíks er ekki bundin við að uppfylla nein ákveðin skilyrði, heldur eru slík mál afgreidd hverju sinni i félagi bókaútgefenda með handauppréttingu.” í lagagrein þeirri sem Samkeppnis- nefnd byggir úrskurð sinn á er meðal annars talið að takmarkanir á frelsi til atvinnurekstrar séu skaðlegar sam- keppnishömlur. „Ég hef ekki séð úrskurðinn og veit ekki um málið nema af af- spurn,” sagði Oliver Steinn, form. Félags bókaútgefenda. „Ég tel, það forkastanleg vinnubrögð og furðulega embættisfærslu að máls- aðili heyri um einhverjar niðurstöður þessa máls i fjölmiðlum en með öllu sé ómögulegt að ná sambandi við nefndarmenn eða embættismenn.” „Ég tel málið standa nú eins og það stóð fyrir 2—3 dögum og sé eitthvað nýtt í „niðurstöðunni” verður það athugað, en af okkar hendi mun málið ganga alla leið til Hæstaréttar, ef ástæða verður til.” -A.St. Oðum styttist til jóla... Rafmagnsveitan vann aö þvi i gœr að lýsa upp stœrsta jólatré landsins, Oslóartréð, ó Austurvelli. Öðum styttist tiljóla og ýmislegt spennandi er að sjó í verzlunargluggum borgarinnar fýrir yngstu kynslóðina. Þessi litli var að skoða œvintýralandið i verzl- unarglugga t Miðbœjarmarkaðnum, en þar iðaðifjörugt brúðullf, með jólasveinum og fleiru skrýtnu fólki. - ELA / DB-myndir Sig. Þorri. Nýhöggvinog ilmandi innlend jólatré — sjá DBáneyt- endamarkaði bls. 12 Sungueinsog englar — sjáfólk bls. 18 Söluhæstu bækur og plötur á jólamarkaði: Laxnessog Mounting Excitement seljastbezt — sjá um könnun DBábls.6 Vinningaskrár SÍBS ogHáskólans — sjábls. 19og28 Þrenna Ásgeirs — sjá íþróttir íopnu Taldisig breytastí JohnLennon með þvíað myrðahann — sjábls.9 Ríkisstjórnin vill íögbinda jólaleyfi sjómanna á f iskiskipum Rikisstjórnin lagði í gær fram á Alþingi frumvarp til laga um fridaga sjómanna á fiskiskipum um jólin. Segir þar að á timabilinu 23.-27. desember ár hvcrt skuli allir sjómenn á íslcnzkum fiskiskipunT eiga að minnsta kosti þriggja sóiarhringa leyft í heimahöfn skipsins. Forystumenn Farmanna- og fiski- mannasambandsins og Sjómanna- sambandsins eru því eindregið fylgjandi að frumvarpið verði að lögum fyrir jólaleyfi þingmanna, þannig að lögin komi sjómönnum til góða nú þegar. Otgerðarmenn eru hins vegar algerlega andvígir laga- setningu um jólaleyfi, eða eins og segir orðrétt i áthugasemdum við lagafrumvarpið: „Útvegsmenn telja, að slíku jóla- fríi fylgi verulegt óhagræði fyrir út- gerð togaranna og jafnframt að slíkt muni valda vinnslunni vandræðum. Vafalaust er þetta rétt. Staðreyndin er hins vegar sú að slikt jólastopp er framkvæmt á öllum minni skut- togurum án teljandi vandræða, sömuleiðis mun það vera talin sjálf- sögð regla i öllum nágrannalöndum okkar að sjómenn á fiskiskipum séu í landi yfir jóladagana.” Sjómenn og útvegsmenn hafa árangursiaust reynt að ná sam- komulagi sin á milli um jólaleyfi fyrir áhafnir togara og báta. Þegar þaö tókst ekki leituðu forystumenn sjómannasamtakanna til ríkis- stjómarinnar og lögðu hart að henni að beita sér fyrir lögbindingu jóla- leyfisins. -ARH. — sjá nánarábls.6

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.