Dagblaðið - 11.12.1980, Side 31

Dagblaðið - 11.12.1980, Side 31
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1980. (i Útvarp 31 Sjónvarp D LQKRIT VIKUNNAR - útvarp kl. 20,30 í kvöld: SÁ SEM EKKIKANN TÖKIN Á TILVERUNNI —verður Iftillækkaður á alla lund 1 kvöld kl. 20.30 verður flutt út- varpsleikritið Opnunin (Vernissage) eftir tékkneska rithöfundinn Václav Havel. Leikritið spannar eina kvöldstund á heimili þeirra hjóna Veru og Mikaels. Þau hafa lagt mikla vinnu í að gera upp stofuna sína og til að geta státað sig af því bjóða þau kunn- ingjafólki sínu, hjónunum Ferdinand og Evu, í heimsókn. Þegar til kemur birtist þó Ferdinand einn. Hann neyðist síðan til að sitja undir há- stemmdum lýsingum Veru og Mikaels á því hve vel þau hafa komið sér áfram í lífinu. Auðvitað er bað allt á kostnað Ferdinands, sem þannig er lítillækkaður á alla lund. Sá maður kann greinilega ekki ,,tök- inátilverunni”. Þýðinguna gerði Stefán Baldurs- son og er hann jafnframt leikstjóri og flytur formála að verkinu. Með hlut- verkin þrjú fara Saga Jónsdóttir, Sigurður Skúlason og Hjalti Rögn- valdsson. Flutningur leiksins tekur rúmar 40 mínútur. Tæknimaður er Hreinn Valdimarsson. Höfundurinn Václav Havel er fæddur í Prag árið 1936. Hann hugðist leggja stund á listasögu en var meinað það vegna þess að for- eldrarnir voru í andstöðu við stjórn- völd. Havel fékk starf sem sviðs- maður í þekktu leikhúsi, vann sig þar upp og varð að lokum leiklistarráðu- nautur. Eftir innrás Rússa 1968 var hann settur á svartan lista og leikrit hans bönnuð í Tékkóslóvakíu. Fyrsta leikrit Havels var Garðveizlan 1963. Það hlaut miklar vinsælidir og var sýnt í mörgum löndum. Einþáttung- urinn Opnunin var saminn árið 1975, en alls hefur Havel skrifað um tug leikrita, þ.á m. nokkur fyrir sjón- varp. Leikrit Havels, Verndarengillinn, var flutt í útvarpinu 1969. - GSE Saga Jónsdóttir leikkona frá Akureyri, sem nú leikur I Þjódleikhúsinu, leikur aðalhlutverk i leikritinu Opnunin eftir tékkneska rithöfundinn Václav Havel. DB-mynd: Bj.Bj. HVÍSLA AD KLETTINUM - útvarp kl. 21,45: ÞJÓDSðGUR OG UÓD SAMA „Þetta eru brot úr Ijóða- og sagna- sjóði sama,” sagði Einar Bragi um þátt sem hann nefnir Hvíslað að klettinum og er á dagskrá útvarps í kvöld kl. 21.45. Einar Bragi hefur umsjón með þættinum og þýddi efnið. Flytjandi auk hans er Anna Einarsdóttir. Lesið er úr bókmenntum sama og lesin ljóð eftir nafngreinda höfunda. „Þarna verður líka flutt svokallað jojk en það er nokkurs konar söngl. Þetta eru ævaforn ljóð sem jojkuð eru við lög, maður nokkur, Isral Ruong að nafni, sem er prófessor í samverskum fræðum heldur því fram að jojk 'sé elzta tegund alþýðutónlistarsem fyrir- finnst,” sagði Einar Bragi. „Síðah verður komið inn á þjóðsögur og ævin- týri sama. Samar eiga feiknalega mikið safn þjóðsagna sem safnað hefur verið saman nú á þessari öld af norskum fræðimanni og eru þjóðsögur þessar í álíka upplagi og Þjóðsögur Jóns Árnasonar. Einnig er sagt frá skoltum eða skoltasömum en þeir eru eiginlega sérstök þjóð því þeir eru af öðrum upp- runa en samar þó tunga þeirra sé af sama uppruna og tunga sama. Þjóð þessi á heima í norðaustur Finnlandi, við Enare vatnið, og lifir ennþáá dýra- veiðum, fiskveiðum og hreindýrarækt. Skoltar eiga sér afar sérstæða menn- ingu. Svisslendingur að nafni Robert Crottet ferðaðist til norðurhéraða Finnlands 1936 og hitti þar fyrir skolta. Hann heillast af þessari þjóð og sezt að hjá þeim. Þeir gera Robert eiginlega að fóstursyni sinum og hann fer að safna saman arfsögnum þeirra. Robert gefur þær út 1942 í bók sem heitir Mánaskóg- ar. Þetta er anzi merkileg þjóð sem Fimmtudagur 11. desember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Bæn.7.15Leikflmi. 7.25 Morgunpósturinn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.) Dagskrá. Tónleikar. 9.00 Fréttir. ... 9.05 Morgunstund barnanna: Jóna Vernharðsdóttir les „Grýlusögu” eftir Benedikt Axelsson (6). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. lO.lOVeðurfregnir. 10.25 Tilkynningar. Tónleikar. 10.45 Verzlun og viðskipti. Umsjón: Ingvi Hrafn Jónsson. 11.00 Tónlistarrabb Atla Heimis Sveinssonar. Endurtekinn þáttur frá 6. þ.m. um „Sögusinfóniuna” op. 26 eftir Jón Leifs. Norðurlandabúar vita naumast af en lengi ennþá til sem þjóð,” sagði Einar ég er hræddur um að þeir verði ekki Bragiaðlokum. *GSE Samar að fanga hreindýr, en þau hafa verið þeirra helzta lifibrauð i gegnum ald- irnar. DB-mynd: Hörður. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar Fimmtudagssyrpa. — Páll Þor- steinsson og Þorgeir Ástvaldsson. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Siðdegistónleikar. Strengja- sveit Tónlistarskólans í Reykjavík leikur Fjögur íslenzk þjóðlög i út- setningu Ingvars Jónassonar, sem' einnig stjórnar / Klaus og Helge Storck leika Sónötu f As-dúr fyrir selló og hörpu op. 115 eftir Louis Sphor / Tom Krause syngur lög eftir Franz Schubert; Irwin Gage leikur á píanó. 17.20 Útvarpssaga barnanna: „Himnarikl fauk ekki um koll” eftir Ármann Kr. Einarsson. Höf- undur les (7). 17.40 Litli barnatiminn. Heiðdis Norðfjörð stjórnar barnatima frá Akureyri. Gísli Jónsson mennta- skólakennari kémur í heimsókn og segir börnunum frá bernskujól- um sinum í Svarfaðardal. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Guðni Koibeins- son flytur þáttinn. 19.40 Avettvangi. 20.05 Þekldng og trú. Sigurbjörn Einarsson biskup flytur erindi. ' 20.30 Leikrit: „Opnunin” eflir Václav Havel. Þýðandi og leik- stjóri: Stefán Baldursson. Per- sónur og leikendur: Vera................Saga Jónsd., Mikael........Sigurður Skúlason Ferdinand.... Hjalti Rögnvaldss. 21.15 Samleikur i útvarpssal: Einar Jóhannesson og Anna Málfriður Sigurðardóttir leika saman á klar- ínettu og pianó Sónötu i Es-dúr op. 120 nr. 2 eftir Johannes Brahms. 21.45 „Hvfsla að kleltinum” Brot úr ljóða- og sagnasjóði Sama. — Einar Bragi sér um þáttinn og þýddi efnið. Flytjandi auk hans: Anna Einarsdóttir. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Riklsútvarpið fimmtiu ára 20. des.: Staðið i stafni. Kaflar úr ræðum, sem útvarpsstjórarnir Jónas Þorbergsson og Vilhjálmur Þ. Gíslason fluttu á árum áður, svo og lag eftir Sigurð Þórðarson, sem var settur útvarpsstjóri um skeið. Baldur Pálmason tók saman og kynnir. 23.00 Kvöldstund. með Sveini Einarssyni. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. KVIKMYNDIR 8 mm og 16 mm kvikmyndafilmur til leigu í mjög miklu úr- vali í stuttum og löngum útgáfum, bæði þöglar og með hljóði, auk sýningarvéla (8 mm og 16 mm) og tökuvéla, m.a. Gög og Gokke, Chaplin, Walt Disney, Bleiki Pardus- inn, Star Wars o.fl. Fyrir fullorðna m.a. Jaws, Deep, Grease, Godfather, China Town o.fl. Filmur til sölu og skipta. Ókeypis kvikmyndaskrár fyrirliggjandi. Opið alla daga daga nema sunnudaga. J<vikmyndarnarkaðurinn ISími 154801 Gerið göð kaup Bjóðum meðal annars: Gjafavörur, sængurgjafir, leikföng, barnaföt, smávörur, ritföng, skólavörur, rafmagnsvörur og margt fleira. Allt til jólagjafa. Ath. 10% afslátturaf úlpum og barnagöllum. NÝJA VÖRUHÚSIÐ HAFNARFIRÐI Hringbraut 4 — Sími 51517

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.