Dagblaðið - 11.12.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 11.12.1980, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1980. Bóksala rétt að byrja: Sjómenn ítreka kröfur um að þeir fái lögboðin jólaleyfi: 1. Halldór Laxness - Grikklandsárið (Helgafell) 2. Anders Hansen & Hreinn Loftsson - Valdatafl i Valhöll (örn & Örlygur) 3. Alistair McLean - Vitisveiran (Iðunn) 3. Heimsmetabók Guinness (örn & Örlygur) S.-6. Guðjón Friðriksson og Gunnar Elisson - Forsetakjör 1980 & Mrs. President (Örn & Örfygur) 5.-6. Guðrún Helgadóttir - Enn af Jóni Oddi og Jóni Bjarna (Iðunn) 7. Auður Haralds - Læknamafían (Iðunn) B.-9. öldin sextánda (Iðunn) B.-9. Guðlaugur Arason - Pelastikk (Mál og Menning) 10.-11. Hammond Innes - Hildarleikur á hafinu (Iðunn) & Desmod Bagley - Samsærið (Iðunn). Al. Hluti hópsins, sem stvndur að plötunni I hátiðarskapi. Hún kom út i síðustu viku o(> er þi'Kar orðin vinsælasta islvn/.ka platan, samkvæmt vinsældalista Danhiaðsins. l)B-mynd: Einar Ólason. LAXNESS OG VALDATAFL í VAL- HÖLL LANGEFSTAR llalldór Laxness hefur forystu á bóka- markaðinum með Grikklandsár sin. DB-mynd: R. Th. Bóksala er ekki hafin l'yrir alvöru en þó eru línur farnar að skýrast hvað vinsælustu bækurnar snertir. sögðu bóksalar víða um land þegar DB hafði samband við þá. Töldu þeir fólk yfir- lcitt ekki hafa áhyggjur af verði bóka og voru bjartsýnir á að jólavertíöin yrði bókinni hagstæð. engu síður en í fyrra. Helst kvörtuðu bóksalar yfir þvi að forlögin auglýstu i gríð og erg i sjónvarpi bækur sem ekki væru komnar i búðirnar. Til að kanna bóksölu hafði DBsam- band við nokkra óháðar bókaver/.l- anir: Pennann, Bókabúð Braga. Bóka- húsið Laugavegi. Bókaverziun Snæ bjarnar. Ástund i Austurveri. Hag kaup. Bókabúð Jónasar Eggertssonar. Rofabæ. Bókaverzlun Isafoldar. Bókabúð Jónasar Jóhannssonar. Akureyri og Bókavcr/lun Jónasar Tómassonar. Isafirði. Siðan gáfum við tiu efstu bókunum stig eftir sölu, l'rá 10 til 1 slig og þegar menn nefndu bækur sem seldusl nokkuð jafnt. gáfum við hvcrri slikri bók tvöstig. I grófum dráttum virðast því 10 bezt seldu bækurnar i dag vera: Plata Lennons ófáanleg - DB birtir fyrsta listann yfir bezt seldu plötumar Hljómplatan Double Fantasy með John Lennon og YokoOno væri lang efst á vinsældalista Dagblaðsins ef upplagið væri ekki á þrotum. Er salan var könnuð í gærdag i tiu verzlunum víðs vegar um landið bar kaupmönn- um saman um að eftirspurnin eflir plötunni væri gifurleg. En þvi miður: allt uppselt i bili. Það er þvi safnplatan Mounting Excitement. sem skreytir toppinn að þessu sinni. Hún hefur að geynia tuttugu vinsæl lög frá þessu ári. Meöal flytjenda rná nefna Sheenu Easton. Gibson Brothers. Roxy Music. Hot Chocolate og Odyssey. Plata þessi helur verið á markaðinum um þriggja viknaskeið. Jólaplatan I hátiðarskapi kom á markaðinn i siðustu viku. en nær samt að komasi upp i þriðja sætið. Áber- andi var að hún er byrjuð að seljast mun meira i Reykjavik og nágrenni en úti á landi. Nokkuð voru plötukaupmenn ósammála um. hvort jólauntferðin unt verzlanir þcirra væri hafin. Hclzt þótli Reykvíkingum og Akureyringum sem salan væri byrjuð að glæðast. — þó að ..geðveikin" gengi ekki yfir fyrr en fjórum til fimm dögum fyrir jól. Aðöðru leyti má draga þáályktuná þessunt fyrsla lista DB af þrentur yfir vinsælustu hljómplöturnar hér á landi að |iað scljist bezt sem oflast scst í auglýsingum sjónvarpsins. -ÁT- 1. (•) Mounting Excitement. . . . 2. (-) Double Fantasy........... 3. (-) Í hátiðarskapi............ 4. (-) Guilty.................... 5. (-) Bessi segir börnunum sögur 6.-7. (-) Geislavirkir . . . ■.... 6.-7. (-) Hotter Than July........ 8. (-) Hin Ijúfa sönglist....... 9. (-) The River............... 10. ( ) Ég fæjólagjöf............ ...........Ýmsir flytjendur .........Lennon/Yoko Ono . . Gunnar Þðrðarson og fleiri ...........Barbra Streisand ...........Bessi Bjarnason ........... Utangarðsmenn ............Stevie Wonder Jöhann Konráðsson og fjölsk. .........Bruce Springsteen ...............Katla Maria. Sendu Steingrími skeyti í tugataii — íslenzkir sjómenn einir um það á norðurhveli jarðar að þurfa að stunda fiskveiðar um jólin, segir Óskar Vigf ússon, formaður Sjómannasambandsins „íslenzkir sjómenn eru líklega etntr um það á öllu norðurhveli jarðar að þurfa að stunda ftskveiðar um jólin. Það virðist ómögulegt að ná samning- um við útvegsmenn um að sjómenn fái lögboðið frí um jólin. Þeir telja sig ekki geta fallizt á þær kröfur okkar,” sagði Óskar Vigfússon, forseti Sjómanna- sambands íslands, í gær þegar Dag- blaðið leitaði upplýsinga um hvernig sjómannasamtökunum gengi að ná fram þessum baráttumáli sínu. Á nýafstöðnu ASÍ-þingi báru Óskar Vigfússon og fleiri fram tillögu að ályktun sem samþykkt var. í henni var lagt að sjávarútvegsráðherra að ,,nú þegar verði gefin út reglugerð um að allir sjómenn fái minnst þriggja daga frífráveiðum yfir jólahelgina.” Sjómenn sjálfir hafa líka látið til sin heyra um málið. Undanfarið hafa sjávarútvegsráðuneytinu borizt skeyti frá áhöfnum 46 togara, en afrit skeyt- anna bárust sjómannasamtökunum. Leggja sjómenn þar til að um jólin verði lögboðin jólaleyfi í 10 daga og vísa til þeirrar staðreyndar að stjórn- völd hafa hvort eð er ákveðið víðtækar veiðitakmarkanir á þorski og fjölgað „skrapdögum” að sama skapi. Eigi því vel við að gefa sjómönnum langt leyfi og „hvíla” fiskinn um leið. Staðan í jólaleyfismáli sjómanna er sú, að í bátakjarasamningum er ná til minni togara og báta, er kveðið á um að sjómenn skuli fá þriggja daga leyfi um jólin nema ef veitt sé í því skyni að sigla með aflann á erlendar hafnir. Sjómenn á stærri togurunum hafa ekki þennan varnagla í sínum samningum. Útgerðarmönnum stærri togara er þvi heimilt að hafa þá á veiðum um jólin ef þeim sýnist svo. Ólafur og Steingrímur jákvæðir Farmanna- og fiskimannasambandið annars vegar og Sjómannasambandið hins vegar hafa lengi barizt fyrir því að fá jólaleyfi sjómanna skjalfest. Á kjaramálaráðstefnu þeirra í desember 1978 var því beint til rikisstjórnarinnar að taka ákvæði þar að lútandi inn i félagsmálapakka kjarasamninganna. Ólafur Jóhannesson þáverandi for- sætisráðherra tók vel i það og sagði jólaleyfið vera réttlætismál. Alþýðusambandið gerði kröfur fyrir hönd Sjómannasambandsins sl. haust um að jólaleyfi kæmi inn í félagsmála- pakka stjórnarinnar vegna kjara- samninganna i október. Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra sagðist myndu beita sér fyrir lausn málsins ef útvegsmenn og sjómenn næðu ekki samkomulagi sín á milli. Óskar Vigfússon sagði Dagblaðinu að málin stæðu þannig núna, að út- vegsmenn neituðu að fallast á samning um jólaleyfi. Sjávarútvegsráðherrann hafi lofað því á dögunum að flutt yrði frumvarp til laga þess efnis. ,,Þó að mörgum kunni að þykja Óskar Vigfússon: Útgerðarmenn telja sig ekki geta fallizt á kröfur okkar. sjálfsagt réttlætismál að sjómenn fái fri frá vinnu jóladagana, þá er það ekki svo þegar á reynir. Einföldustu réttindamál sjómanna ná stundum ekki fram að ganga átakalaust, þrátt fyrir að þeim sé lofað gulli og grænum skóg- um við hátíðleg tækifæri,” sagði Óskar Vigfússon. -ARH. Lagasetning um jólaleyf i sjómanna yrði: „íhiutun í samn- ingsrétt okkar” — segir Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenzkra útvegsmanna „Ákvarðanir um jólaleyfi sjómanna eru óumdeilanlega samningsatriði út- vegsmanna og sjómannasamtakanna. Ef stjórnvöld hyggjast lögbinda jóla- leyfin, þá er það bein íhlutun i samningsrétt okkar,” sagði Kristján Kristján Ragnarsson: í alla staði óeðli- leg vinnubrögð hjá Sjómannasamband- inu að beina kröfum sinum tii rikis- valdsins en ekki til útgerðarmanna. Ragnarsson framkvæmdastjóri Lands- sambands isl. útvegsmanna. „Sjómannasamtökin hafa ekki beint kröfum um jólaleyfi til okkar heldur til ríkisstjórnarinnar. Það eru í alla staði óeðlileg vinnubrögð.” Kristján sagð- ist telja það óframkvæmanlegt að hafa togaraflotann i höfn um jólin. Til að svo mætti verða þyrftu til dæmis fyrstu Reykjavíkurtogararnir að koma í höfn allra næstu daga og síðan hver á eftir öðrum fram til jóla til að vinnslu- stöðvar hefðu undan. Stoppið yrði þar með í raun mun lengra en fáeinir dagar um jólin. Þá mætti spyrja hvernig það gæti gengið að togararnir færu eftir jólin allir á miðin í einu og vinnslu- stöðvarnar stæðu hráefnislausar á meðan. Augljóslega gengi dæmið engan veginn upp. Að sögn Kristjáns Ragnarssonar er minni togurum og bátum heimilt að vera á veiðum um jólin, ef aflað er fiskjar fyrir erlendan markað ein- göngu. Um stærri togarana (500 tonn og þar yfir) gilda þau ákvæði að þeir mega ekki leggja úr höfn frá 23. til 26. desember, en geta verið að veiðum yfir jólin fari þeir út í síðasta lagi 22. desember. „Stóru togararnir, alls sextán að tölu, eru yfirleitt úti um jólin og veiða fyrir innlendan og erlendan markað. Við höfum ævinlega boðizt til að veita þeim skipverjum leyfi sem þess óska. Enginn hörgull er á mannskap til afieysinga. Alltaf er hluti fastaáhafn- anna sem vill vera á sjó um jólin. Langur biðlisti er eftir plássum á togurunum í jólatúrunum, þar á meðal eru margir nemendur í Stýrimanna- og Vélskólanum sem vilja afia sér tekna í fríinu. Þar við bætist svo að í janúar- byrjun ár hvert eru stærstu sölutúrar togaranna erlendis. Beztu söludagarnir eru í ársbyriun. Við trúum ekki að stjórnvöld vilji koma í veg fyrir allt þetta með lagasetn- ingu,” sagði Kristján Ragnarsson. -ARH. Þorlákshöfn: „Kaupfélagið setur okkur ekki á hausinn” — sagði eldhress eigandi bókabúðarinnar „Það er sko úr laustt lofti glripið ur, því hér er svo gott fólk. Margt af að Bóka- og gjafabúðin í Þorláks- því kemur og verzlar hjá okkur þrátt höfn sé að fara á hausinn,” sagði fyrir afmælisafsláttinn hjá Kaup- annar eigandi búðarinnar i símtali við félagi Árnesinga,” sagði eigandinn. DB í gær. Orðróm um slæmt gengi „Við erum hins vegar ekki ánægð- bókabúðarinnar höfðum við eftir ar með að þurfa að keppa við 10% Guðjóni Guðmundssyni verzlunar- afslátt Kaupfélagsins, en við höfum stjóra bókadeildar Hagkaups. um enga aðstoð beðið, hvorki bók- „Það er allt í góðu gengi hjá okk- sala né aðra, þrátt fyrir það”. -A.St.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.