Dagblaðið - 11.12.1980, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 11.12.1980, Blaðsíða 32
/ / „Þreifingar" reyndar að nýju í bankadeilunni í dag: „Höfum slegid af fyrri kröfum” Óvissa ríkir um samningamál bankamanna og bankanna eftir að slitnaði upp úr viðræðum þeirra fyrir hádegi í gær. Vilhjálmur Hjálmars- son sáttasemjari bjóst þó við í morgun að hann myndi boða til nýs fundar síðar í dag og „þreifa fyrir sér” um grundvöll til sátta. Hann vildi ekki tjá sig um efnisatriðin sem um er deilt. Vcrkfallsverðir bankamanna tóku sér stöðu viö vinnustaði sína í miðbæ Reykjavíkur að venju í morgun. Verkfallið er farið að segja til sín víða i þjóðlifinu, sem sést meðal annars á þvi að i gær, á þriðja degi verkfalls, rigndi undanþágubeiðnum inn á borð hjá forystumönnum Sambands bankamanna. Þeim var undantekn- ingarlaust hafnað, enda liggur fyrir að aðeins verður veilt undanþága i neyðartilvikum. Einn af samningamönnum Sam- bands bankamanna sagði í morgun að sinir menn hefðu „siegið verulega af fyrri kröfum" en þrátt fyrir þaö teldu viðsemjendurnir sig ekki geta komið til móts við bankanienn. Ætti þetta bæði við kröfur um félagsleg atriði og afturvirkni samnings. Bankamenn höfðu krafizt þess að 3ja prósenta hækkun á sáttatillögunni sem bankarnir buðu frá 1. ágúst 1980 — segja bankamenn — undanþágubeiðn- um hafnaðístór- um stfl-séekki um neyðartilvik að ræða yrði greidd frá I. júlí 1979. Umræður stóðu yfir um þessi atriði m.a. þegar uppúrslitnaði. Kunnugt er um fimm litla spari- sjóði á landsbyggðinni sem eru opnir þrátt fyrir verkfallið. Eru það Spari- sjóður Önundarfjarðar og sparisjóð- irnir á Þingeyri, Suðureyri, Patreks- firði og í Dýrafirði. Sparisjóöi Skaga- strandar sem einnig var opinn hefur veriðlokað. -ARH Bankaverk- falliðferað hafa áhrif á utanlands- ferðir „Dagurinn í gær var rólegur á báðum söluskrifstofum Flugleiða,” sagði Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flugleiða, í morgun er DB kannaði hvort bankaverkfallið hefði haft áhrif á ferðalög íslendinga til útlanda. Sem kunnugt er er enga gjaldeyrisyfir- færslu að fá. „1 siðustu viku var óvenjumikið að gera. Fjöldi fólks fékk sér miða, þótt ferð væri ekki fvrirhuguð fyrr en milli jóla og n\árs. En eftir daginn í dag fer verkfallið að hafa áhrif. Verði framhald á verkfallinu kemur það til með að hafa áhrif á ferðir fjölda fólks frá landinu. Ég veit um hópa fólks sem eiga að fara héðan fyrir jól en hafa ekki fengið gjaldeyri. Ég á ekki von á að verkfallið hafi mikil áhrif á heimkomu skólafólks, þar sem það kemur flest á jólafargjöldum. Þá miða verður að kaupa með minnst tveggja vikna fyrirvara.” - JH Hannman tímanatvenna Hanti man timana tvcnna, þessi aldni heiðursmaður, og hcfur líklega upp- lifað jól með misjöfntim hœtti og mis- jöfnum kosti. Þó þykjumst við viss um að hann hlakkar til jólanna — ekki síður en þeir sem aldrei hafa séð annað cn rafmagnsljós á jólatrjánum sinum. DB-mynd: Guðrún Erla. 140 MILU- ARÐA ER- LEND LÁN Efnahagsaðgerðirnar: „VIUITIL SAMKOMU- LAGS í STJÓRNINNr’ — en ekki hægt að búast við sýnilegum árangri næsta hálfa árið, sama hvaða leið verður valin Gcrt er ráð fyrir um 30 prósent aukningu á erlendum lántökum á næsta ári miðað við það sem erlendu lántökurnar verða i ár. Erlend lán yrðu á næsta ári um 140 milljarðar samkvæmt lánsfjáráætlun rikis- stjórnarinnar. Lánsfjáráætlun er enn ekki komin fram og mun ekki verða afgreidd fyrr en eftir jólaleyfi þingmanna. Ríkisstjórnin bar fram á Alþingi i gær beiðni um að mega taka 30 millj- arða lán, meðan endanleg lánsfjár- áætlunerekki frágengin. Ætlunin cr að afgreiða fjárlög 20. desember og síðan fari þingmenn i frí. - HH „Það er vilji hjá öllum stjórnar- flokkunum til að ná samkomulagi,” sagði háttsettur stjórnarliði í viðtali við DB í morgun um væntanlegar efnahagsaðgerðir. Hann sagði, að í reynd væri ekki um margar leiðir að velja. Helztu leiðir væru „algert stopp” eða niður- færsla, sem Alþýðubandalagið mælir með, eða einhver útgáfa af niðurtaln- ingarleið Framsóknar. Gera mætti ráð fyrir að verðlag og verðbætur á laun yrði heft, en hinir tekjulægstu fengju skattalækkanir á móti. Verst væri aðekki mundi mikill ár- angur sjást á 1. og 2. ársfjórðungi næsta árs, hvaða leið sem valin yrði. Þetta stafaði af því að svo mikil verð- hækkanatilefni væru í „kerfinu” nú eftir kauphækkanir og búvöruhækk- un síðustu vikna. -HH frfálst, óháð dagblað FIMMTUDAGUR ll.DES. 1980. Lyf ta með átta mönn- um hrapaði Það óhapp varð í Morgunblaðshús- inu í fyrradag að lyfta lét undan álag- inu og hrapaði niður í kjallara. Þótti það mildi að enginn þeirra átta sem í henni voru skyldu meiðast, því fallið var nokkrir metrar. Óhappið átti sér stað um kl. 15 en þá er kaffitími hjá þeim Morgunblaðs- mönnum. Kaffistofan er á efstu hæð hússins og myndaðist örtröð við lyft- una því enginn vildi missa af kaffi- brauðinu. Gleði þeirra átta sem náðu að þrengja sér í lyftuna á undan hinum varð hins vegar skammvinn því eftir að hafa farið upp um örfá fet varð það ljóst að lyftan bar ekki þungann. Seig hún hægt og rólega niður og stað- næmdist á milli kjallara og 1. hæðar. Þeir lyftubræður þrýstu þá á neyðar- hnapp og þá kom húsvörðurinn til skjalanna. Hóf hann að draga lyftuna upp með þar til gerðri neyðarvindu og mjakaðist lyftan hægt og rólega upp. Var hún komin miðja vegu á milli I. og 2. hæðar er húsvörðurinn taldi nóg komið og ætlaði að láta lyftumótorn- um eftir erfiðið. Honum var hins vegar verkefnið al- gerlega ofviða og hrapaði lyftan með látum niður í kjallara og reyndar gott betur. Eftir hálftíma þrekraunir í lyft- unni tókst loks að bjarga þeim félögum úr henni en það fór eins og svo oft áður að hinir fyrstu urðu siðastir. -SSv. Braut sér leið á barinn Vínþyrstur Hafnfirðingur laumaðist inn í veitingahúsið Snekkjuna í nótt. Lögreglumenn tóku eftir brotnum glugga á húsinu kl. 2.30 og litlu síðar var hinn óvelkomni gestur veitinga- hússins gripinn. Var vínþorsti hvatinn að innbroti mannsins. Ekki er þetta í fyrsta sinn sem maðurinn leitar eftir vini á þessum stað. Mál hans er í rann- sókn. -A.St. Verkfallið lokar Fram- kvæmdastofnun Bankaverkfallið lokar fleiri stofnun- um en hinum eiginlegu bönkurh og sparisjóðum. Framkvæmdastofnun ríkisins er lokuð vegna verkfallsins. Þeir einu sem ganga þar til starfa eru forstjórar og deildarstjórar lána- deildar, byggðadeildar og áætlunar- deildar. Símaborðið er lokað og ekki hægt að fá samband við toppana, en Þjóðhagsstofnun, sem er í sama húsi, svarar númeri Framkvæmdastofnunar. - JH LUKKUDAGAR: n. DESEMBER 2656 Henson æfingagalli. Vinningshafar hringi ísíma 33622.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.