Dagblaðið - 11.12.1980, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 11.12.1980, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1980. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas KHstjánsson. Aðstoflarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: ómar Valdimarsðon. .Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. (þróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aflalsteinrf Ingóifsson. Afletoflarfróttastjóri: Jónas Haraídsson. Handrit: Asgrfcnur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karlssön. Blaflamenn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson/Bragi Sig- urflsson, Dóra Stefánsdóttir, Elln Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, ólafur Geirsson, Sigurflur Sverrisson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnlerfsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Sigurflur Þorri Sigurflsson og Sveinn Þormóflsson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þbrieifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Hafcdórs- son. Dreifingarstjóri: Valgerflur H. Sveinsdóttir. Ritstjórn: Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadoild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aflalsimi blaðsins er 27022 (10 línur). Sotning og umbrot: Dagblaflifl hf., Siflumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Siflumúla 12. Prentun Árvakur hf., Skoifunni 10. Áskriftarverfl ó mtnufli kr. 7.000. Verfl í lausasölu kr. 350.- Sumterbezt, annað kleift I sjávarútveginum eru að mótast sættir milli þess, sem bezt væri að gera, og þess, sem talið ei kleifi að gera. Þetta nær yfir aflamagn helztu tiskitegunda og skiptingu þess, annars vegar á skipa- tegundir og hins vegar á veiðitímabil. í hópi útvegsmanna hefur furðulega vel tekizt að sætta misjöfn sjónarmið báiamanna og togaramanna, fiskvinnslumanna og sjálfstæðra og meira að segja misjöfn landshlutasjónarmið. Þetta af- rek hefur gert útvegsmenn að öflugum þrýstihópi. Horfur eru á, að útvegsmenn fái því framgengt, að hér eftir verði árlega veidd 400 þúsund tonn af þorski í stað þess að auka aflann varlega upp úr 300 þúsund tonnum samkvæmt tillögum Hafrannsóknastofnunar- innar. Þetta þýðir, að þorskstofninn verður seinni en ella að ná eðlilegu hámarki, sem á að geta gefið 450 þúsund tonna afla á ári. Þetta þýðir, að menn fórna miklum framtíðarafla fyrir afla líðandi stundar, en fórna ekki framtíðinni sjálfri. Með 400 þúsund tonna ársveiði á hrygningar- stofninn að fara hægt vaxandi, ekki eins hratt og fiskifræðingar hafa lagt til. Þróunin er eigi að síður í rétta átt. Hin blönduðu skammtíma- og langtíma- sjónarmið útvegsmanna munu ráða. Á svipaðan hátt er sennilegt, að ná megi tökum á loðnustofninum, áður en það verður um seinan. Meira verur veitt en fiskifræðingar vilja, en þó með nokkru tilliti til sjónarmiða þeirra, svo að alger brestur verður varla í stofninum. Útvegsmenn telja, að fiskifræðingar hafi vanmetið loðnustofninn, en telja jafnframt sem betur fer þau ein ráð tiltæk, ,,að allt verði gert til að fylgzt verði með loðnustofninum og loðnurannsóknir stórauknar” með hliðsjón af þjóðarhag. Hitt mega útvegsmenn hugleiða, að örlögin spyrja ekki um áttir. Telji þeir, að fiskifræðingar geti gróflega vanmetið fiskistofna, er jafn líklegt, að þeir geti gróf- lega ofmetið þá. Vanmatið á þorskstofninum var ein- staktlán. Aflamagnið er svo bara önnur hliðin á framleiðni sjávarútvegsins. Hin hliðin er tilkostnaðunnn, með hve mikilli eða litilli fyrirhöfn næst sá afli, sem um er samkomulag að veiða. Þar er líka stefnt að meðallags- lausnum. Útvegsmenn og stjórnmálamenn hafa ekki viljað hlusta á kenningar um, að beiting markaðslögmála á borð við sölu veiðileyfa muni á virkastan og örugg- astan hátt færa.sóknina niður i samræmi við leyfilegt aflamagn. Útvegsmenn á Ioðnu höfðu þann hátt á, að þeir báðu yfirvöld að skipta aflanum á hvert skip. Kvóta- kerfið þetta náði nokkrum árangri, takmarkaði kapp- hlaup skipstjóra, dró úr olíunotkun og sliti veiðarfæra og skipa. Sumir eru lengi að fylla kvótann, aðrir fljótir. Við notkun markaðslögmála mundu hinir síðarnefndu einir veiða, með enn meiri sparnaði fyrirhafnar en kvótakerfið býður upp á. En oft er ekki aðstaða til að velja bezta kostinn. Kvótakerfið gengur ekki eins langt í þorsk- veiðunum. Þar er heildaraflanum skipt nokkurn veginn jafnt milli báta og togara og síðan milli fjögurra mánaða veiðitímabila. En kvóti er ekki settur á einstök skip. í öllum þessum skiptingum er farið að óskum út- vegsmanna. Aðgerðirnar auka framleiðni sjávarút- vegsins, en auka hana ekki eins og hægt er. Alvarleg- asta gatið er, að þær stefna ekki hið minnsta að minnkun allt of stórs flota. I MyntÞ**®® Ágúst Einarsson og aðrir þing- menn Alþýðuflokksins í Neðri deild hafa fyrir nokkru lagt fram frumvarp ti! laga um það að þeirri breytingu á gjaldmiðli að taka tvö núll aftan af krónunni verði frestað um eitt ár. Þetta mál hefði rikisstjórnin þurft að taka til afgreiðslu strax, ef vilji hefði verið fyrir hendi að fara eftir því. Þetta mál hefði þurft skjóta afgreiðslu. Ríkisstjórnin og þar með meirihluti Alþingis sýndi engan slík- an vilja. Þar með verður gjaldmiðils- breytingunni ekki frestað. Um næstu áramót verða tvö núll tekin aftan af krónunni. Að horfa á barninu sínu misþyrmt Fyrir alþingiskosningar 1978 lagði Alþýðuflokkurinn fram mjög rót- tæka stefnuskrá í efnahagsmálum undir heitinu Gerbreytt efnahags- stefna. Þar var lögð áherzla á afnám sjálfvirkni i efnahagsmálum — á öll- um sviðum þess — raunhæfa vexti, skynsemisstefnu í atvinnumálum —- róttækan uppskurð í landbúnaðar- málum. Tíunda og síðasta atriðið i kosningastefnuskránni var gjald- miðilsbreyting. Samkvæmt hug- myndum Alþýðuflokksins átti hún sem sagt að verða eins konar enda- stöð aftan við vel heppnaðar efna- hagsráðstafanir. Þessar tillögur flutti Alþýðuflokkurinn í stjórnarmynd- unartillögum sumarið I978. Þvi miður fór Alþýðuflokkurinn inn í rikisstjórn haustið 1978 án þess að festa þessa enda. Sú tilraun mistókst. í desember 1978 sýndi Alþýðu- flokkurinn tillögur sínar í formi mikils lagabálks, Jafnvægisstefnu i efnahagsmálum. Þau frumvarpsdrög eru merkilegur sögulegur vitnis- burður sem menn nú ættu að kynna sér vel. Samstjórnarflokkar AlþýðU- flokksins gengu ekki að þessum til- lögum. Árangurinn varð svokölluð Ólafslög í marz 1979 þar sem allt hafði verið útþynnt og gert loðið, enda eru þau lög nú einasta fyrirlit- legur vitnisburður um svikult frám- kvæmdavald. Meira að segja raun- vaxtasatefnan, sem menn þó héldu að væri skýr i þessum lagatexta, hefur verið margsvikin, sem aftur hefur ýtt undir spákaupntennsku og brask á lánamarkaðnum. Lán, til dæmis til húsbygginga, hafa ekki verið lengd svo sem lagt hafði verið til. Allt eru þetta svik og prettir ónýts framkvæmdavalds. £ „Þá rennur þaö upp fyrir æ fleirum ad nú- sitjandi ríkisstjórn er ævintýramennska og valdatafl af ódýrustu gerð.” STALÍN 0G FÉLAGAR Fólk horfði fyrir nokkru á þættina um Jósef Stalín i sjónvarpinu og Morgunblaðið skýrði vel og dyggilega frá stórglæpum hans. Það er auðséð að þessir glæpir voru alvitað mál löngu fyrir heims- styrjöldina síðari, bæði fjöldaút- rýmingarnar og einstöku hnitmiðuð morð á pólitískum andstæðingum. Mannkynssagan er blóði drifin stórátakasaga allt fram á þennan dag svo stóri glæpur kommúnista í Sovét- ríkjunum og Evrópu fær kannski ekki þá eftirtekt sem hann verðskuld- ar, enda hefur með ærnum mann- fórnum og blóðbaði tekizt að skapa stóriðjuherveldi á rústum bænda- þjóðfélagsins sem áður var. Þetta finnst mörgum mikið og merkilegt, þótt ekki þurfi litla hjálp alþjóða- auðvaldsins til að viðhalda því sem komið er. Þetta er ekki eina hlið þessarar harmsögu. Það sem við vitum i dag og vitum, að vitað var, opnar aðeins flóðgátt spurninga. Fyrsta spurningin er: Hvernig réttlæta „vestrænu” bandamennirnir í síðustu heimsstyrj- öld bandalag sitt við Sovétríkin, við kommúnismann, við Stalín, vitandi fullkomlega um glæpina? flvernig gátu þeir réttlætt að murka lífið úr Kjallarinn Helgi Geirsson Evrópumönnum í félagi við Stalín í síðari heimsstyrjöldinni án miskunn- ar, án þess að gefa grið, án þess að heyra bænir um vopnahlé og samn- inga? Tvö: Menn verða að muna að það voru Englendingar, sem byrjuðu heimsstyrjöldina með því að segja Þjóðverjum strið á hendur þegar Þjóðverjar, með hervaldi að vísu, reyndu að frelsa þann hluta Þýzka- lands, sem hafði verið tekinn af þeim með hervaldi og innlimaður í Pól- land. Þetta eru aðstæðurnar sem eiga að réttlæta síðari heimsstyrjöldina, það miskunnarlausa blóðbað og bræðravíg sem þá varð. Þessi styrjöld kom að vísu fyrir það, að Þjóðverjar fengju réttilega þýzkt land, sem var byggt þýzku fólki, sem þvingað hafði verið frá þeim með hervaldi, en hún varð til þess að Sovétríkin fengu Pólland allt og fjöldann allan af öðrum löndum, sem „vestrænir” bandamenn þóttust vera að halda frelsisskildi yfir. í dag er svo verið að tryggja með samningum landamæri þessara ríkja Evrópu undir faldi kommúnista. Þrjú: Voru það Þjóðverjar einir sem sáu hið sanna andlit Sovét- rikjanna? Voru það þeir einir sem fundu sig siðferðislega knúna til að veita þessari ófreskju mótspyrnu? Það virðist vera því að Bandarikin, Frakkland og England bundust tryggðaböndum við rauða keisarann, Stalín, fullvitandi um glæpi sem nú er verið að bera á hann. Samábyrgðin hlýtur að vera einhver. í Yalta gáfu þeir Stalín hálfan heiminn og lögðu blessun sína yfir morðæði hans á Þjóðverjum og öðrum Evrópumönn- um sem fylgdi í kjölfar síðari heims- styrjaldarinnar. Eyðilegging Dresden Fjögur: Hvernig geta hinir ^ „Þaö er kaldhæöni örlaganna að meðan Kínverjar og aðrir efla kynþáttarvitund sína gera úrkynjaðir hvítir menn allt til þess að eyðileggja þessa driffjöður lífsins hjá sjálfum sér og sínum ...”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.