Dagblaðið - 11.12.1980, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 11.12.1980, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1980. Veðrið Spáð er austlægri átt um alit lanc Á Suðurlandi verður rígning me köflum, snjókoma eða slydda t Austurlandi, smáól og frost noröanlands. Dálítil rigning verður sunnan til á Vesturlandi og snjókoma á Vestfjöröum. Klukkan 6 var austan 3, rigning og 3 stig í Reykjavik, austan 7, skýjað og 5 stig á Gufuskálum, austan 5 snjókoma og 1 stig á Galtorvita, sunnan 1, él og 4 stig á Akureyri, austan 3, skýjað og viö frostmark á Raufarhöfn, austan 2, snjókoma og 1 atig á Dalatanga, heegviðri, skýjaö og 2 stig á Höfn og austan 8, skýjað og 4 stig á Stórhöfða. í Þórshöfn voru skúrir og 8 stig, skýjað og 6 stig I Kaupmannahöfn, skýjað og -3 otig í Osló, snjókoma og viö frostmark I Stokkhólmi, skýjaö og 10 stjg ( London, súld og 6 stig í Hamborg, skýjað og 1 stjg í París, heiösklrt og 3 stig I Madrid, heiösklrt og 6 stjg í Lissabon og ióttskýjað og 4 stig í New York. V J Andíát Oddný Guflmundsdótlir, Ásvallagötu 10, Reykjavík, lézt að heimili sínu 9. desember sl. Stefnir Guðlaugsson lézt að heimili sinu laugardaginn 6. desember. Útförin verður gerð frá Fossvogskirkjui föstudaginn 12. desember kl. 15. Gunnar G. Þorsteinsson frá Köldukinn, Nóatúni 24, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstu- daginn 12. desemberkl. 13.30. Guðrún Nikulásdóttir Öldugötu 19 Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 12. desember kl. 14. Jens Eyjólfsson sem lézt 1. desember fæddist 1. maí 1891. Jens var gagn- fræðingur frá MA. Þegar hann lauk námi varð hann verzlunarstjóri við verzlunina Berlín á Akureyri. Síðan fluttist hann til Siglufjarðar þar sem hann setti upp verzlun og bíó, einnig stundaði hann útgerð. 1914 fluttist hann til Flateyjar og setti þar upp verziun ásamt bræðrum sínum. Árið 1916 fluttist hann aftur til Siglufjarðar og svo þaðan árið 1927 til Akureyrar. Árið 1954 fluttist Jens til Reykjavíkur, gerðist starfsmaður á Keflavikur- flugvelli. Til Siglufjarðar fluttist hann aftur árið 1961 og var þar verkstjóri og matsmaður. Jens kvæntist Guðrúnu Jóhannesdóttur og áttu þau 7 börn og eitt fósturbarn. Jens verður jarðsunginn í dag frá Fossvogskirkju. ÞESSAR FLUGVÉLAR ERU TIL SÖLU semeruCESSNA 152 árg. '78 og Piper Arrow árg. '76. Uppl. i síma28970 og 71771 á kvöldin. FYRIRLIGGJANDI YÐAR EIGIN BANKAHÓLF Eldtraustir peningaskápar með þjöfavarnarhringingu. Verð frá kr. 260 bús. - Nýkr. 2600 PÁLL STEFÁNSSON SIMI Umboðs- og heildverzlun 72530 SIEMENS — vegna gæðanna Vönduö ryksuga með still- anlegum sogkrafti, 1000 watta mótor, sjálfinndreginni snúru og frábærum fylgl- hlutum. Siemens - SUPER — öflug og fjölhæf. SMITH & NORLAND HF., NÓATÚNI 4, SÍMI 28300. í GÆRKVÖLDI Loksins tónlist Lennons í útvarpi Það mátti ekki seinna vera að út- varpið tæki við sér og kæmi með þátt þar sem rakinn er ferill hins nýlátna listamanns Johns Lennons. Það var einmitt ævi og tónlist hans sem þeir Áfangamenn Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson gerðu skil í þætti sínum í gærkvöldi, spiluðu nokkur laga hans og sögðu frá lífi hans og lögðu sérstaka áherzlu á hversu mikill friðarsinni hann hefði verið. Það er í rauninni ríkisútvarp- inu til skammar að í fyrradag, þegar flestir voru miður sín yfir þessum vá- legu tíðindum, og flestallar útvarps- stöðvar hins vestræna heims gerðu lítið annað en að segja fréttir af morðinu ásamt því að rekja feril Johns Lennons og Bítlanna ásamt því að spila tónlist þeirra, að þá skyldi vera nærri þriggja tíma langur tón- listarþáttur í útvarpinu með léttri tónlist, þar sem ekki var minnzt einu orði á lát Johns Lennons eða spiluð lög með honum og félögum hans frá Liverpool. En svo við víkjum aftur að Áföngum, þá hefði sá þáttur mátt vera lengri og ítarlegri og ríkisútvarp- ið hefði átt að sjá sóma sinn í að aug- lýsa efni hans sérstaklega því ég efa ekki að það eru margir aðdáendur Johns Lennons sem misstu af þessum ágæta þætti. Á eftir Áföngum í útvarpinu var nútimatónlist i umsjá Þorkels Sigur-' björnssonar. Ég gerði heiðarlega til- raun til að hlusta á þáttinn, en ég verð að viðurkenna að þrátt fyrir ágætar skýringar Þorkels á því hvað um var að vera þá fannst mér ég ekki hafa tónlistarmenntun til að skilja efnið. Mér finnst helzt eins og stund- um sé eingöngu verið að spila effekta fyrir ýmsar tegundir kvikmynda. - HK Grímur Thorarensen kaupfélagsstjóri sem lézt4. desember fæddist 15. janúar 1924 í Kirkjubæ á Rangárvöllum. For- eldrar hans voru Steinunn Sigfúsdóttir og Bogi Thorarensen. Árið 1948 flutti hann að Hellu og gerðist starfsmaður hjá Kaupfélaginu Þór og starfaði þar í 26 ár, þar af í 14 ár sem kaupfélags- stjóri. í 6 ár var Grímur stöðvarstjóri Pósts og síma á Hellu. Árið 1947 kvæntist Grímur Helgu Jónsdóttur, eignuðust þau 4 börn. Grímur verður jarðsunginn í dag frá Fossvogskirkju. Iþróttir íslandsmótið í handknattleik Fimmtudagur 11. desember. Laugardalshöll Vlkingar-Fram 1. deild karla kl. 20 Þróltur-KR 2. fl. karla kl. 21.15. Valur-FH 2. fl. karla B kl. 22. Iþróttahúsið Selfossi Selfoss-UBK 2. fl. karla B kl. 20. íslandsmótið í körfuknattleik Fimmtudagur 11. desember Iþróttahús Hagaskóla ÍR-Haukar 5. fl. kl. 19. Ármann-ÍS úrvalsdeild kl. 20. IR-Haukar 3. fl. kl. 21.30. Tórtleikar Sjöundu áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands verða í Háskólabíói í kvöld, fimmtudaginn II. desembcr. kl. 20.30. Efnisskrá tónleikanna er úr ameriskum söngleikjum og er sem hér segir: L. Bernstein: Lög úr West side Story J. Kem: Old Man River úr Showboat R. Rodgers: Vals úr Love me Tonight R. Wright: And this is my Beloved úr Kismet R. Rodgers: If I Loved You.dúctt úrCarouscl Bart/Jeaper: As long as he nceds me úr Oliver Lowc/Bcnnett: Sinfónsik mynd úr My Fair l.ady G. Gershwin: Atriði úr Porgy og Bcss Stjórnandi er Páll Pamphiclcr Pálsson. Einsöngvarar cru Dianc Johnson og Michacl Gordon. Kirkjustarf Digranesprestakall Kirkjufélagið heldur jólafund i Safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg fimmtudaginn 11. dcsember kl. 20.30. Dagskrá: Sálmurinn minn, Soffía Jóhannesdóttir flvt- ur. Sr. Gisli Brynjólfsson segir frá síðustu jólum. Ellen Helgadóttir leikur á gitar og syngur trúarljóð. Jón H. Guðmundsson sýnir kvikmyndir. Endað vcrður á helgistund og almennum söng. Jólakaffi vcrður fram borið. Fyndir Styrktarfélag vangefinna Jólafundur félagsins verður haldinn i Bjarkarási við Stjörnugróf í kvöld. fimmtudaginn 11. dcs.. kl. 20.30. Jóladagskrá. Kaffiveitingar. Félagsfólk. fjölmennið. Kvennadeild SVFÍ í Reykjavík Munið jólafundinn fimmtudaginn 11. desember kl. 20 i húsi SVFl við Grandagarð. Vönduð skemmlialriði. Jólakaffi. Útibasar verður laugardaginn 13. desember á torginu. Þær sem geta gefið kökur vinsamlega komi með þær á jólafundinn. Kvenfélag Kópavogs Jólafundur verður haldinn fimmtudaginn 11. dcsem ber kl. 20.30 i Félagsheimilinu. Jólasaga, sörígur o.fl. Stjornmalafundir Jólafundur Félags framsóknarkvenna verður að Hólel Heklu fimmtudaginn 11. desember kl. 20.30. Dagskrá: Kristinn Á. Friðfinnsson flytur jólahugvekju. Jólasagan: Emma Hansen. Heiðursgestur fundarins er frú Unnur Ágústsdóttir formaður Bandalags kvenna í Reykjavík. Félagskonur eru minntar á jólapakka. Nýir félagar velkomnir. Mætiðvel. Framsóknarfélag Sauðárkróks Fundur verður haldinn i Framsóknarhúsinu fimmtudaginn 11. des. kl. 8.30. Dagskrá: Bæjarmálin. Allir velkomnir. Hörpukonur Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi Jólafundur Hörpu verður haldinn fimmtudaginn II. des. að Hverfisgötu 25. Hafnarfirði og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Jólahugvekja. upplestur, söngur. Veitingar. Freyjukonur Kópavogi boðnar á fundinn. Opið hús á Grettisgötu 3 Alþýðubandalagið i Reykjavík gengst fyrir opnu húsi i kvöld kl. 20.30 á Grettisgötu 3. Þórhallur Sigurðsson leikari les kafla úr bók Einars Olgeirssonar „ísland í skugga heimsvaldastefnunnar". Einar Olgeirsson mætir og rabbar við fólk um efni bókarinnar, einnig verður tónlist og fjöldasöngur. Félagar fjölmennum og njótum góðrar kvöldstund- ar yfir kaffi og kökum. Jólaglögg verður borðið frani fyrir þá sem það vilja. Happdrættl Jólahappdrætti SUF 10. des., miðvd. 2251 11. des. fimmtud. 2422. Upplýsingar eru veiltar i sima 24480 og á Rauðarár stig 18. Tilkynnsngar Hótel Borg Utangarðsmenn skcmmta frá 21.00. Hvað er Baháí trúin? Opið hús öll fimmtudagskvöld frá kl. 20.30 að Óðins- götu 20. Allir velkomnir. Askasleikir, foringi jólasveinanna. ásamt Stekkjastaur bróóur sinum. DB-mynd: Bj. Bj. Askasleikir og Stekkja- staur fara á stúfana Askasleikir, foringi jólasveinanna. og Stekkjastaur meðreiðarsveinn hans og bróðir undanfarinn hálfan annan áratug, eru um það bil að koma til byggða cftir ársvist á fjöllum. Þeir munu stjórna ásamt fjölda bræðra sinna og skyldmenna úr jólasveina- fjölskyldunni mikilli jólaskemmtun á Austurvelli i Reykjavik á sunnudag. þegar kveikt verður á Oslóar- trénu. Siðan reikna þcir Askasleikir og Stekkjastaur með að hafa tíma aflögu til að koma við á jóla skemmtunum i borginni og jafnvel i heimahúsuni. eins og undanfarin ár. Hafa má samband við Aska sleiki jólasveinaforingja hjá Katli Larsen. sem gelur nánari upplýsingar um ferðir þeirra bræðra. i sima 86271 eða 15937. Foreldraráðgjöfin (Bamaverndarráð íslands). Sálfræðileg ráðgjöf fyrir foreldra og böm. — Upplýsingar í síma 11795. Foreldra- og vinafélag Kópavogshælis heldur sína árlegu jólaskemmtun i Glæsibæ sunnud. I4.des. kl. 15. Allir velkomnir. Ásprestakall Fyrst uni sinn vcröur sóknarprcsturmn Árm Ucrtrur Sigurbjörnsson lil viðlals aö Hjallavcgi 35 friöjud. föstud.kl. 18— I9.sinti 32195. Jólakabarett Handknatt- leiksdeildar Týs Jólakabarett til styrktarstarfsemi handknattleiksdeild- ar Týs verður í Iþróttamiðstöðinni Vestmannaeyjuni sunnudaginn 14. desember og hefst kl. 14. Skemmti kraftar verða m.a. ómar Ragnarsson, Sigfús Halldórs- son. Guðmundur Guðjónsson og Brimkló. Tízkusýn- ing og fimleikar, einnig verður bingó. Vestmannaey- ingar eru hvattir til að fjölmenna. GENGIÐ GENGISSKRÁNING Nr. 232 — 3. dasember 1980 Ferðamanna- gjaldeyrir Eining kl. 12.00 .-Kaup Saia Sala 1 Bandarfkjadolar 584,00 586,00 644,60 1 Sterlingspund 1368,30 1372,10 1509,31 1 Kanadadollar 489,40 490,70 539,77 100 Danskar krónur 9782,40 9809,20 10790,12 100 Norskar krónur 11445,40 11476,70 12624,37 ‘100 Sœnskar krónur 13396,90 13433,60 14776,96 100 Finnsk mörk 15270,45 15312,25 16843,48 100 Franskir frankar 12975,15 13010,65 14311,72 100 Belg. frankar 1871,90 1877,00 2064,70 100 Svissn. frankar 33302,95 33394,10 36733,51 100 Gyllini 27755,90 27831,90 30615,09 100 V.-þýzk mörk 30060,95 30143,25 33157,58 100 Lfrur 63,41 63,58 69,94 100 Austurr. Sch. 4239,40 4251,00 4676,10 100 Escudos 1110,00 1113,00 1224,30 100 Pesotar 751,60 + 753,70 829,07 100 Yen 272,38 273,13 300,44 1 Irskt pund 1122,00 1125,10 1237,61 1 Sárstök dráttarráttindi 741,55 743,58 * Broyting frá siðustu skráningu. Simsvarí vegna gengisskráningar 22190.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.