Dagblaðið - 29.12.1980, Side 6

Dagblaðið - 29.12.1980, Side 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 1980 (______________Erlent______________Erlent______________Erlent Erlent ) Sígur á seinni hlutann íBeijing-réttarhöldunum: Krefst dauðadóms yfir ekkju formannsins —saksóknarinn vill að Jiang Qing verði líflátin vegna Mglæpa hennar gegn kínversku þjóðinnT Saksóknarinn i Beijing réttar- höldunum krafðist þess í gær, að dauðadómur yrði kveðinn upp yfir ekkju Maós formanns, Jiang Qing, að því er hin opinbera kínverska fréttastofa greindi frá i morgun. Saksóknarinn sagði að í ljósi hinna alvarlegustu glæpa, sem Jiang Qing hefði framið gagnvart kínversku þjóðinni ætti að taka hana afllfi. Saksóknarinn vitnaði í 103. grein kínversku refsilaganna þar sem kveðið er á um dauðadóm. Saksókn- arinn Jiang Wen sagði, að tilgangs- laust væri fyrir Jiang Qing að reyna að skýla sér á bak við nafn Maós for- manns. Hann sagði að ekkjan hefði „gengið svo langt að segja að svart væri hvítt og halda því fram að glæpir hennar hefðu verið framdir í samræmi við skipanir Maós for- manns.” Ekkert var sýnt frá réttarhöldun- um í sjónvarpi i gær, en sak- sóknarinn sagði að Jiang Qing hefði sagt, að handtaka hennar væri lítils- virðing við Maó formann. Hann sagði að sú yfirlýsing hennar væri móðgun við kinversku þjóðina. „Eftir dauða minn mun hún verða til vandræða", á Maó furmaður að hafa sagt um eiginkonu sina Jiang Qing átján mánuðum áður en hann lézt. Saksóknarinn vitnaði til þessara ummæla Maós og sagði, að tilgangslaust væri fyrir ekkjuna að reyna að koma sökinni yfir á Maó. Hún væri sek um mjög alvarlega glæpi gegn kinversku þjóðinni og þvi hlyti dauðadómur að bfða hennar. Talið er að Jiang Qing verði eini sakborningurinn sem hljóti dauðadóm við réttarhöldin I Beijing. Sinn þátt i því er talið eiga, hversu hrokafull hún hefur verið gagnvart réttinum og margsinnis þótt litilsvirða hann. Ronald Reagan harðorður í garð írana: „ Við greiðum villimönn- um ekkert iausnargjald” Ronald Reagan lýsti írönum þeim er hafa bandarísku gislana 52 í haldi sem villimönnum í gær á sama tíma og opinberir embættismenn bjuggu sig undir þriðja dag viðræðnanna við alsirska milligöngumenn í deilu írans og Bandaríkjanna. Umræðurnar snúast um þá kröfu írana, að Bandaríkjastjórn leggi 24 milljarða dollara tryggingu inn í banka í Alsír áður en gíslunum verði skilað. Reagan var inntur álits á þessari kröfu íransstjórnar í Los Angeles i gær og þá sagði hann: ,,Ég er þeirrar skoð- unar að ekki eigi að greiða lausnargjald fyrir fólk sem rænt er af villimönn- um.” Einn nánasti ráðgjafi Reagans, Edwin Meese, tók mjög i sama streng í sjónvarpsviðtali að íranir þyrftu ekki að búast við að stjórn Reagans, sem tekur við völdum 20. janúar næstkom- andi, byði betra verð fyrir gíslana. Aðspurður hvort þessa yfirlýsingu hans bæri að skilja sem sendiboð til írana, sagði Reagan að það væri ekki beinlínis ætlun hans ,,en ef þeir taka það sem svo að ekki borgi sig fyrir þá að bíða eftir mér, þá yrði ég mjög ánægður”. Pólland: Bændurí Pólskir bændur munu fara í kröfugöngu í Varsjá á miðvikudag til að leggja áherzlu á kröfur sínar um að sjálfstæð samtök þeirra verði viðúrkennd af löggjafanum. Kröfu- ganga bændanna að húsakynnum hæstaréttar Póllands mun binda enda á friðsamlegt tímabil í landinu undan- farna daga. Vikurrtid Time: Reagan kosinn maðurársins Vikutímaritið Time útnefndi Ronald Reagan mann ársins í Banda- ríkjunum og lýsti honum sem manni „sem hefði komizt örugglega og með virðingu í valdamesta embætti heimsins”. • í viðtali við tímaritið sagði Reagan m.a. að versnandi staða iðnaðarins myndi tefja áætlanir hans um að rétta fjárhag ríkisins við og útilokaði ekki þann möguleika að lýsa yfir neyðar- áslandi vegna ástandsins þar. Khomeini: Margt líkt með CarterogStalín Ayatollah Khomeini, hinn byltingarkenndi leiðtogi þeirra írana, réðst í gær harkalega á Jimmy Carter Bandaríkjaforseta og sakaði hann um að traðka á mannréttindum. Lýsti hann framferði Carters við Jósef Stalin hér á árum áður og sagði: „Sumir þjóðar- leiðtogar heimsins þykjast fulltrúar mannréttinda. Um leið og þeir hafa hins vegar náð kjöri og eru seztir í valdastól falla þeir á fyrstu hindrun.” Og Khomeini hélt áfram:: „Stalín sagðist mundu vinna fyrir fólkið og leiða það til frelsis, en hvað gerðist? Hann drap það i tugþúsundatali. Cart- er fylgir sömu stefnu og Stalin hafði Þá.”_____________________ Málgagn sovézka hersins: Bandaríkjamenn notfæra sér erfidleika Pólverja Málgagn sovézka hersins Krasnaya Zvezda sakaði Bandaríkjamenn í gær um að notfæra sér erfiðleika Pólverja til að spilla fyrir efnahagslegu og pólitísku sambandi Sovétríkjanna og Vestur-Evrópu. Blaðið sagði, að Muskie utanríkisráðherra Banda- ríkjanna reyndi að ,,túlka atburðina í Póllandi sem beina ógnun við öryggi Atlantshafsbandalagsins og að þeir krefðust þess, að aðildarríki Atlants- hafsbandalagsins gripu til pólitískra og efnahagslegra aðgerða þegar í stað.” ÁframhaldandiblódbaðíEISalvador: - MUNUM CJÖREYÐA ÖLLUM SKÆRUUÐUM Stjórnarhermenn í E1 Salvador hafa umkringt um 1500 manna herlið vinstri sinnaðra skæruliða sem kom inn í E1 Salvador yfir landamæri Hondúras fyrir tveimur dögum, að því er talsmaður stjórnarhersins sagði. Hann sagði að skæruliðarnir hefðu verið umkringdir nálægt borginni Dulce Nombre de Maria, 160 kíló- metra fyrir norðan San Salvador, eftir nærri sólarhrings bardaga. Varnarmálaráðherra E1 Salvador, Jose Guillermo Garcia hershöfðingi, sagði að í skæruliðahernum væru Kúbumenn, Panamamenn, Nicara- guamenn auk heimamanna. Að sögn talsmanna hersins voru a.m.k. 20 skæruliðar drepnir og sex stjórnarhermenn í bardaganum. Hann sagði að stjórnarherinn hygðist gjöreyða skæruliöunum og þannig „hreinsa” svæðið. Að því er mannréttindahreyfingar og kirkjunnar menn í E1 Salvador telja munu níu þúsund manns hafa falliö á þessu ári í borgarastyrjöld þeirri sem geisað hefur í landinu. Vinstri sinnaðir skæruliðar á æfingu I El Salvador. Þeim hefur nú bætzt stuðningur erlendis frá en sá stuðningur virðist ætla að koma fvrir lítið því stjórnarherinn hefur þegar umkringt sveitir þeirra.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.