Dagblaðið - 29.12.1980, Page 10

Dagblaðið - 29.12.1980, Page 10
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 1980 Fyrír síðasta kvöld ársins Flugeldar, sólir, blys og margt fleira Þjóðin virðist enn ákveðin í því að sprengja burt gamla árið með einum allsherjar hvelli. Flugeldar, blys, sólir, stjörnuljós og hvað þetta nú allt heitir seljast eins og heitar lummur i búðum núna dagana á milli jóla og nýárs. Neytendasíðan f'ékk að gægjast í poka hjá tveim innflytj- endum þessarar vöru. Annars vegar hjá Hjálparsveit skáta og hins vegar hjá Björgunarsveitinni Fiskakletti í Hafnarftrði. Sú sveit og nokkrar aðrar á suðvesturhorni landsins hafa slegið sér saman um innflutning. Fjölskyldu- pokar og laust dót Mikið er keypt af svonefndum fjöl- skyldupokum en svo kaupa menn þess utan flugelda, innisprengjur og annað dót í lausu. Við prófuðum tvo fjölskyldupoka, annan á 13 þúsund frá Fiskakletti og hinn frá skátum á 18 þúsund. í Fiskakletts- pokanum var eftirfarandi, númerin eiga við númerin á n yndinni. 1. rautt handhlys 2. 2 hcngulhlvs 3. 4 stjörnuregn, misstór 4. 2 kúlublys 5. 3 stokkar hcnguleldspýtur i jafnmörgum litum 6 3 pakkar stjörnuljós 7. 2 litil blys 8. 2 örlitlar raketlur 9. 14 örlítið stærri raketlur 10. 12 aðeins stærri 11. næststærsta rakettan 12. stærsta rakettan 13. 3 sólir 14. 2 púðurkerlingar 15. 50 hvellsprengjur í pakka 16. 4 innibomhur 17. 2 pakkar hurðarsprengjur 18. I leiðbeiningarpcsi á islenzku > < nta nukkanum var eftirfarandi: l.J.stamlhlys 5. fliúgandi diskar, 7 stykki 6. stjurnubolti 7. 2 innibombur 8. 2 stokkar bengalcldspýtur 9. 10 litlir fiugeldar 10. 8 meðalstórir flugeldar 11. 1 stór flugeldur Sól frá Kiskakletti. -fjölskyldu- pokarkosta milli5og35 þúsund krónur Fiölskyldupakki frá Hjálparsveit skáta innihélt þessa hluti. Kin erlendu rakettnanna springur þarna glæsilega. DB-myndir: Sigurður Þorri. Sambland af blysi og flugeldi frá Skátum. 12.-13.3 stórir og 2 litlir pakkur stjörnuljós 14. 3 kúlublys leiðbeiningar i íslenzku Verð og gæði fóru saman Því miður eða sem betur fer kom i Ijós þegar farið var að prófa það sem í fjölskyldupökkunum var að það sem selt er i lausu 'á mestu verði er það skemmtilegasta. Stóru rakett- urnar, sólirnar, stóru blysin og fleira þess háttar. Litlu flugeldarnir rétt skutust upp í loftið á 1—4 sekúndum og sýndu svo sem fallegar stjörnur en þær loguðu stutt. Litlu standblysin og bengalblysin voru svo sem drjúgum skemmtileg og falleg en þó ekki eins og þau stóru. Stjörnuregnið skaut upp mismörgum kúlum eftir stærð og tók gosið frá 14 og upp á 51 sekúndu. Að sögn eins skátans sem kom og aðstoðaði okkur er ekki tryggður neinn nákvæmur tími á slikum blysum en svona nokkurn veginn. Innibombur og stórir f lugeldar Við reyndum einnig stóra flugelda sem ekki voru i fjölskyldupökkun- um. Frá Fiskakletti reyndum við einn þýzkan og annan enskan. Þýzku raketturnar kosta á bilinu 2900— 4300 krónur stykkið og þær brezku 980—7800 krónur stykkið á meðan íslenzkar rakettur kosta 1400—3100 krónur stykkið. Það verður að segjast eins og er, óþjóðlegt sem það má kalla, að þesssar útlendu voru mun skemmtilegri en þær íslenzku. Þær loguðu lengur, fóru hærra og varð meira úr þeim. Frá skátum reyndum við nokkurs konar sambland af flugeldum og blysum. Kveikt var i þessumfurðu verkum á jörðu niðri og skauzt þá upp hvers kyns stjörnuregn og kúlur. Þetta kostaði frá 800 til 2500 kr. Skemmtilegast það dýrasta, 48 skota raketta á 2500 krónur. Hvers kyns innidót vakti lítinn fögnuð hjá þeirri sem þetta skrifar en vinnufélagarnir voru eins og börn og glöddust ákaflega. Innibomburnar skutu úr sér mislitum pappírsræmum og úr þeim stærri komu pappirs- hattarogfleiraþessháttar. -DS. Íslenzkar (I), enskar (2) og þýzkar (3) rakettur frá Kiskakletti. Fiskaklcttspakkinn var búinn þessum hlutum.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.