Dagblaðið - 29.12.1980, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 29.12.1980, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 1980 Inga Huld Hákonardóttir mjög langan tíma að koma málum i gegn.” Fyrsta frumvarp sem hann sjálfur flutti, og mælti fyrir í jómfrúræðu, fékkst ekki samþykkt, fyrr en 28 árum síðar, þegar hann var orðinn fjármálaráðherra. Það fjallaði um að stofna embætti saksóknara ríkisins, en áður var hið opinbera ákæruvald í höndum dómsmálaráðherra og fóist í þvi fyrirkomulagi hætta á pólitískri misbeitingu að ýnísra áliti. Þegar svona Iangan tima þarf til að koma ekki stærra máli í höfn hlýtur þaðaðútheimtaaðmennstarfi lengi á stjórnmálavettvanginum. Og með aldrinum verða margir grónir stjórnmálamenn sameiningar- tákn þjóðar sinnar. „Sameiningartákn,” segir Gunnar og brosir. „Ætli það sé rétta orðið- ummigídag.” Er það missýning, að þaðvotti fyrir dapurleika í brosi hans? -IHH. Fyrst var hann yngstur á þingi, núna er hann aldursf orseti: „SAMEININGARTÁKN, ÆTLIÞAÐ SÉ RÉTTA ORÐH) YFIR MIG” —segir Gunnar Thorodd- sen, 70áraí dag Hvað sem menn annars vilja segja um pólitíska upphefð þá leiðir hún menn ekki til hóglífis. Það hafa verið eilífir fundir í forsætisráðuneytinu undanfarið og lítið jólafrí. Daginn fyrir Þorláksmessu áttum við DB-menn að smeygja okkur þar inn milli funda í örstutt afmælisspjall við forsætisráðherra, Gunnar Thor- oddsen, sem verður 70 ára í dag. Við komum á tilsettum tíma, en hann var upptekinn. „Þið verðið að bíða aðeins,” sagði dyravörðurinn, „ekki get ég farið að fleygja ráðherrunum út.” Eftir drjúga stund komu Friðjón, Pálmi og Eggert Haukdai út frá Gunnari og okkur var vísað inn. Aðrir ráðherrar stjórnarinnar höfðu heimsótt Gunnar fyrr um dag- inn, einn eða tveir í einu og loftið var þykkt af leyndarmálum og ráða- bruggi. Mikið hefði ég viljað vera fluga á stólbaki forsætisráðherra þann daginn. Mörg skerin að varast Gunnar tók okkur vingjarnlega, kannske eilítið annars hugar. Hann hafði áreiðanlega nóg um að hugsa, því á eftir okkur var von á þeim Svavari Gestssyni og Tómasi Árna- syni til fundar um efnahagsaðgerðir, þegar gjaldmiðlinum verður breytt um áramótin. Ekki yrði ég hissa þótt forsædsráðherrann hefði i rauninni allan tímann sem við sátum yfir hon- um verið að velta fyrir sér hvernig hann ætti að fara að því að raða skoðunum samráðherra sinna í eitt heillegt púsluspil. Það eru mörg skerin sem stýri- maður stjórnarinnar þarf að varast þessa dagana. Enda virtist hann svolítið á varð- bergi. Hann líkdst jafnvel skólapilti, sem þarf að sjá við kennara á munn- legu prófi, í þessu tilfelii þó ekki af því að hann væri hræddur um að vita of lídð, heldur af því hann vildi ekki segjaof mikið. Farðu ekki að gera úr mór tónskáld En þetta átti nú aðeins að verða saklaust afmælisrabb. Við töluðum um afa hans, Jón Thoroddsen, sem skrifaði Pilt og stúlku og Mann og konu og orti „Ó fögur er vor fóstur- jörð”. Gunnar segist hafa lesið hann mikið sem ungur og öðru hvoru enn og búi að því alla ævi. Annað bernskulesefni, sem mótaði hann, voru íslendingasögurnar. Foreldrar Gunnars höfðu yndi af tónlist og hann leikur sjálfur bæði á píanó og orgei. Hann semur líka iög, oftast er það þá eitthvert ljóð sem leitar á huga hans þangað til lagið kviknar. Þegar Vigdis tók við forsetaembætti var sungið lag hans við „Gefðu að móðurmálið mitt. . . ” eftir Hallgrím Pétursson. Karlakórinn Stefnir hefur einnig sungið eftir hann nokkur lög, t.d. við ljóðið „Dettifoss” eftir Kristján Fjallaskáld. ,,En farðu ekki að gera úr mér tónskáld,” biður hann. Hann segist aidrei fyrirfram ætla sér að semja neitt, en stundum þegar hann kemur heim eftir langan vinnudag sezt hann niður við píanóið og dettur eitt- hvað í hug. Kannske tónlistargyðjan læðist að honum, þegar sú pólitíska sleppir takinu? Tvírætt, óáreitið og dreymið Gunnar segist lesa mikið ævisögur erlendra sem innlendra stjórnmála- manna, en er tregur til að gefa upp átrúnaðargoð sín eða fyrirmyndir. Sumum spurningum svarar hann með því að þegja mjög kurteislega — eiginlega hitdr Þorsteinn Antonsson skáld naglann á höfuðið, þegar hann í nýrri bók skrifar að Gunnar minni á austurlenzkt hofgoð, tvírætt, |óáreitið, dreymið. Eins og hann vilji helzt dvelja í ró einhvers staðar innan i sjálfum sér, en fylgist þó vel með öllu i kring — og þegar minnst vonum varir stígur hann fram á leik- vanginn. Og það þarf fleira en drauma til að standa í eldi, sumir mundu segja svaði, stjórnmálanna, svo lengi sem Gunnar hefur gert. „Þegar ég byrjaði á þingi var ég yngstur allra, 23ja ára, þótti varla þinghæfur sakir æsku, og nú er ég orðinn aldursforsed,” segir hann. Kornungur bauð hann sig fram i Lsafjarðarsýslu, gegn Ásgeiri Ásgeirs- syni, síðar forseta. Hann tapaði kosningunni en vann Völu, dóttur mótframbjóðanda síns. Eftir hátt lögfræðipróf varð hann erindreki Sjálfstæðisflokksins út um land i tvö ár („Þá fékk ég ómetanlega fræðslu um atvinnuhætti og lif þjóðarinnar,” segir hann). Síðan varð ferillinn á þessa leið: prófessors- embætti við Háskólann, borgarstjóri í Reykjavík (með mesta atkvæða- magni, sem Sjálfstæðisfiokkurinn (hefur haft í því kjördæpti), fjármála- ráðherra, loks sendiherra í Kaup- mannahöfn. Gladstone og Disraeli Flestir töldu að pólitískum valda- ferli hans væri lokið eftir misheppn- að forsetaframboð árið 1968. En í febrúar tókst honum að leysa stjórnarkreppu öllum á óvart, með því að róa á óvænt mið. Þá settist hann í forsætisráðherraembætti 69 ára gamall og nú tæpu ári síðar, virðist hann ekki á undanhaldi. Ráð- herrar og þingmenn eru undanþegnir aldurstakmarki ríkisstarfsmanna sem annars er 70 ára. Gunnar kímir aðeins þegar hann segir að ýmsum finnist vist timabært, að hann fari að hætta: „en ég er ekkert á því sjálfur!” Við rifjum upp ýmis dæmi um stjórnmáialeiðtoga, sem vel hafa enzt. Ronald Reagan er einum mánuði yngri en Gunnar, 69 ára. De Gaulle stýrði Frakklandi á aldrinum 70 til 80 ára. Kekkonen varð átt- ræður í sumar „Mjög sprækur,” segir Gunnar, sem var í afmælinu hans. Á tímum Viktóríu Bretadrottn- ingar skiptust Disraeli og Gladstone um að stjórna tii hárrar elli. „Viktóría dáði Disraeli, enda ávarp- aði hann hana alltaf eins og dömu og sló henni gullhamra, en Gladstone talaði við hana eins og hún væri opin- ber samkoma,” segir Gunnar. Svo bætir hann við, að Gladstone hafi ekki hætt stjórnmálaþátttöku fyrr en 84ra ára, „hann átd sama afmælis- dag og ég, 29. desember!” Fagurfræðingur eða stjórnmálarefur? Stundar hanri þá heilsuvernd? Nei, ekki svo mjög. Segist hafa verið svo lánsamur að eiga heilsugóða og lang- lifa foreldra og trúir helzt á erfðir í þessu máli. Hann hætti að reykja fyrir þrjátíu árum, og Vaia gefur honum nærandi og ljúffengt fæði — þegar hann kemst heim í mat, („Hún gætir þess ég fitni ekki um of,” segir Gunnar, og játar að vera sælkeri, uppáhaldsmaturinn líklega heilagfiski.) Hann syndir sjaldan en gengur mikið, og ekki sízt á Þingvöllum, þar sem hann endumærist við hina fögru náttúru. önnur hugarhvíld er tónlist- in, eins og áður er sagt. „Gunnar er fagurfræðingur, hann skynjar veröldina með augum lista- mannsins,” segir maður, sem mikið hefur fylgzt með pólitískum hræring- um. Það væri gaman að vita eitthvað um sambúð fagurfræðings og fjár- mála- eða forsætisráðherra í sama jarðneska hylki — a.m.k. í þeirri flóknu refskák sem stjórnmálin eru í dag. Gamlar hugsjónir hafa rætzt Stjórnmálamönnum er oft borin eigingirni á brýn — að þeir kaupi sig áfram upp valdastigann: „Persónu- legur metnaður er eflaust töluverður þáttur hjá langflestum,” segir Gunnar,” en það er samt alltaf eitt- hvað annað sem knýr mann áfram. Stjórnmálamaður verður að hafa hugsjónir, sem hann er reiðubúinn að berjast fyrir,” heldur hann áfram, „yfirsýn og þrek til að taka ákvarðanir.” Hann bendir á, að ýmsar hugsjónir frá æskuárunum séu orðnar að veru- leika, svo sem lýðveldisstofnunin og yfirráð fiskimiðanna umhverfis landið. En með nýjum tíma skapist ævinlega ný áhugamál. ... en fyrsta frumvarp- ið var ekki samþykkt fyrr en eftir 28 ár En stjórnmálamaður verður að brynjast mikilli þolinmæði. „Okkar stjórnkerfi byggist svo mikið á mála- miðlun og umræðum, að oft tekur

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.