Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 29.12.1980, Qupperneq 28

Dagblaðið - 29.12.1980, Qupperneq 28
frfálst, úháð daghlað Margir urðu til að votta látnum ástvinum sínum virðingu sína um jólin með því að leggja blóm eða grenigreinar á leiði í Fossvogs- kirkjugarði. DB-mynd: Sig. Þorri. Evrópumeistaramót uigJinga í skák: JON TAPLAUS YF1R JOUN Aö loknum 9 umferðum af 13 á Evrópumeistaramóti unglinga i skák er Jón L. Ámason i 5.-7. sæti með 6 vinninga. Jón hefur ekki tapað skák siðan i 1. umferð en þrátt fyrir það telur hann sig tæpast eiga sigurmögu- leika á mótinu. Sviinn Akesson er efstur með 7,5 vinninga. Hann vann sjö fyrstu skák- ir sinar eða þar til að hann mætti Jóni í 8. umferð. Skák þeirra lauk með jafntefli og i 9. umferö tapaði Akesson fyrir Sovétmanninum Pigu- sov. Jón gerði jafntefli við Pigusov í 5. umferð, vann Watson frá Englandi í 6. umferð og vann Leskí, Frakklandi, í 7. umferð. Siðan gerði hann jafntefli við Akesson og Andrianov, Sovétríkjunum. Pigusov er í 2. sæti með 7 vinn- inga. Síðan koma Andrianov og Danailov, Búlgaríu, með 6,5 vinn- inga. Jón er i 5.-7. sæti með 6 vinn- inga ásamt Bouven, HoUandi, og Motwani, Skotíandi. Hann mætir Bouvenídag. -GAJ. MÁNUDAGUR 29. DES. 1980. Verkfall bensínaf- greiðslumanna — nýrfundur enn ekki boðaður Verkfall bensinafgreiðsiumanna í Dagsbrún, Hlíf og á Suðurnesjum hófst á miðnætti í fyrrinótt. Samninga- fundur stóð til kl. 21 á laugardag en ekki náðist samkomulag. Annar fundur hefur ekki verið boðaður en ;ákvörðun verður tekin um það síðdegis hvort boðaður vefður fundur með bensinafgreiðslumönnunum í dag eða á morgun. Þá hefjast í dag kl. 14 fundir með bifreiðastjórafélaginu Sleipni og kl. 16 með byggingamönnum utan Sambands byggingamanna, þ.e. uppmælingar- mönnum. .jh. Forsætisráðherra sjötugur: Lúðrablástur, flugeldarog ræðuhöld — eftir blysför að heimili forsætisráðherra f dag Mikið verður um dýrðir við heimili Gunnars Thoroddsens-- forsætisráð- herra síðdegis í dag þegar stuðnings- 'menn hans ber að garði í tilefni sjötugs- afmælis hans. Verða göngumenn með 70 logandi kyndla. } Ákveðið hefur verið að Ieggja af stað Trá Lækjartorgi kl. 17 í dag og verður Sveinn Björnsson forseti ÍSÍ göngu- stjótí. Lúðrasveit Kópavogs undir stjórn Bjöms Guðjónssonar fer fyrir göngunni og leikur marsa, sem og fyrir framan heimili Gunnars að Víðimel 27. Þar flytur Úlfar Þórðarson læknir ræðu og Magnús Jónsson leiðir söng. Klukkan hálfsex skjóta félagar ‘úr Hjálparsveit skáta sjötíu flugeldum á loft. Á bls. 16 í blaðinu í dag er viðtal við Gunnar Thoroddsen, sem Inga Huld Hákonardóttir blaðamaður hefur átt við forsætisráðherra í tilefni afmælis hans. -ÓV. LUKKUDAGAR: 24. DESEMBER 10844 Sharp vasatölva CL 8145. 26. DESEMBER 6437 Henson æftngagalli. 27. DESEMBER 2721 Kodak pocket A1 m.vndavél 28. DESEMBER 28768 Sharp vasatölva CL 8145 25. DESEMBER 5375 Mulinette kvörn 29. DESEMBER 18243 Kodak Ektra 12 myndavél. Vinningshafar hringi ísíma 33622. Bráðabiigðalög á gamlársdag? HANGKAUT ÁBLÁÞRÆÐT’ ,,Þetta hangir allt á bláþræði,” sagði háttsettur stjórnarliði í gær um raunir stjórnarliða við að koma saman efnahagsaðgerðum fyrir ára- mót. Samkomulag hafði enn ekki tekizt þráft fyrir stöðug fundarhöld yfir hátíðimar. Flestir reiknuðu þó með einhverju samkomulagi og að bráðabirgðaiög yrðu gefin út ,,á gamlársdag”. Vaxtamálin eiga að vera þáttur i „pakkanum”. í bráðabirgða- lögunum eiga að vera ákvæði til að hindra hækkun vaxta um áramótin, en hækkunin gæti annars verið 10 prósentustig. Framsóknarmenn setja alþýðubandalagsmönnum þau skil- yrði, að þeir verði að samþykkja áhrifamiklar efnahagsaðgerðir, annars verði engin bráðabirgöalög sett og vaxtahækkuninekkistöðvuð. Alþýðubandalagsmenn vilja 1 leiðinni láta lækka vexti á afurða- og rekstrarlánum. Stjórnarliðar tala um, að gengis- felling verði hluti af áramóta- pakkanum en það verði,,lítil”gengis- felling, 3—5 prósent. Stjórnarliðar stefna að um 15% hækkun fiskverðs, en sjómenn krefjast 30% hækkunar. Auk gengisfellingar verða aðrar gerðir til að koma til móts við frystihúsin og gengið verður á gengis- munarsjóði Seðlabankans. Gert er ráð fyrir breytingum á vísi- tölukerfinu, sem leiði til kjara- skerðingar en hinum tekjulægstu verði bætt skerðingin með skatta- lækkunum. t Alþýðubandalaginu — rættun3-5% gengisfellinguog 15% hækkun fískverös — vaxtahækkun stöðvuð — kjaraskerðingað nokkrubættmeð skattalækkunum hefur komið upp mikillágreiningurút af þessu atriði. Alþýðubandalagið leggur áherzlu á „algert stopp” um áramótin eða „uppgjöri” eins og alþýðubandalags- menn kalla það. Verði þá skert kjör ýmissa hópa. Ljóst mun vera, að efnahagsúrræðin verða ekki kölluð „niðurtalning”. Ríkisstjórnarfundur um málið var haldinn klukkan fimm í gær. Gert er ráð fyrir nær látlausum fundar- höldum, þangað til endar ná saman. -HH. Hafnar- garðuríim ísundur: MIUJARÐA TJ0N VARD A AKRANESI Um 80 metra langur kafli brotnaði úr hafnargarðinum á Akranesi í óveðrinu á laugardaginn. Fór stykkið úr hlífðargarði sem hlaðinn var í sumar og var allt upp í 6 metra breiður á köflum. Sjór gekk inn um skarðið sem myndaðist og olli miklu hafróti í. höfninni, þannig aö binda varð skip kirfilega niður. Tjónið er taliö skipta milljörðum. Að sögn Bjöms H. Björnssonar hafnarstjóra á Akranesi voru 18 skip I Akraneshöfn er veðrið gekk yfir. Sem betur fór voru menn I þeim stærstu þeirra sem bundu þau niður fyrir háflóði á laugardagskvöldið, þannig að skipin urðu ekki fyrir veru- legu tjóni. En bryggjufestingarnar létu um siðir undan veðrinu og varð af því mikið tjón. „Ég man ekki eftir öðrum eins látum í höfninni siðan 1958,” sagði Björn. f sumar var hlaðinn 200 metra langur hlífðargarður við höfnina og kostaði verkið allt 40 milljónir. Um þriðjungur garðsins er farinn að sögn Björns og kostar mun meira að gera við hann heldur en kostaði að byggja hann. Erfitt er því að meta tjónið. Menn voru á vakt allan laugar- daginn við höfnina og samfleytt að minnsta kosti til miðnættis í nótt. Þá var veðrið aðeins farið að ganga niður en í morgun var það farið að versna aftur. Þegar veðrið var verst var ekki fært um hafnargaröinn fyrir særoki þánnig að það var ekki fyrr en veðrinu slotaði að menn gerðu sér grein fyrir alvöru málsins. -DS.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.