Dagblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1981. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1981. [C íþrótfir íþrótfir íþróttir íþrótfir íþróttir íþróttir íþrótfir íþróttir íþróttir ]] KEFLVIKINGAR MÖLUÐUFRAM —standabeztað vígiíl.deild eftir 78-53 sigur á aðalkeppinautunum Keflvíkingar stigu skrefi nær úrvaisdeildinni í gærkvöld með því að gersigra höfuðand- stæðinginn, Fram, 78—53 í all- skemmtilegum leik þar syðra. Reyndar byrjuðu heimamenn heldur illa, Framarar náðu sex stiga forskoti, 8—2, og siðan 12—6, en þá hætti hamingjuhjólið að snúast hjá þeim, a.m.k. i rétta átt, þrátt fyrir stór nöfn og sterkt lið á pappírnum eins og Val Bracey og Símon Ólafsson, sem voru ó- venjuslappir i leiknum. í lið ÍBK vantaði hins vegar fjóra af aðalmönnum liðsins, sem voru veikir. Á þriðja hundrað manns horfðu á leikinn og hvöttu heimamenn hressilega. Einn unglingur blés í túbu ÍBK til örvunar en ekki fengu gestirnir sama tón úr nefndu hljóðfæri. ÍBK og Fram eru núna jöfn að stigum, en Framarar hafa tapað tveimur leikjum — báðum fyrir ÍBK — en eru með einum leik fleira. Eina tap ÍBK er hins veg- ar fyrir Fram. Baráttan stendur því á milli þessara liða um hið eftirsótta sæti úrvalsdeild- arinnar. Þau eiga eftir að reyna með sér einu sinni í Reykjavík. Eftir mjög góða byrjun fataðist Frömurum spilið og hittnin en Keflvíkingar náðu sér að sama skapi vel á strik þótt hittnin hafi ekki verið upp á marga fiska í fyrri hálfleik. Björn Víkingur Skúlason stjórnaði aðallega spilinu og þegar Axel Nikulásson var kominn á skriðið ásamt Jóni Kr. Gíslasyni, en þeir áttu báðir stórleik, náðu heimamenn yfir- höndinni og unnu stórsigur,. 78—53. Terry Read og Viðar Vignisson komu einnig mjög' við sögu með góðum leik. Framarar reyndu að klóra í bakkann eftir að þeir misstu forystuna og tókst að jafna, 23—23, en eftir það voru þeir heillum horfnir. Svæðisvörnini í byrjun s.h. mistókst herfilega og allar gáttir opnuðust fyrir ÍBK. Einna helzt var það Þor- valdur Geirsson sem veitti ein- hverja mótspyrnu, en mátti, yfirgefa völlinn með 5 villur skömmu fyrir leikslok. Dóm- arar voru Kristbjörn Albertsson og Björn Ólafsson og dæmdu mjög vel. Stigin. ÍBK: Axel Nikulás- son 23, Jón Kr. Gíslason 20, Terry Read 14, Viðar Vignisson 12. Fram: Þorvaldur Geirsson 14, Val Bracey 12, SímonÓlafs- son 8, Ómar Þráinsson 5. -emm. GUÐJON FER TIL KA FÁIHANN FRÍ —annars liggur leiðin til Kalif orníu Nú mun það vera frágengið að bákvöfðurinn knái, Guðjón Guðjónsson, gangi til liðs við 1. deildarlið KA á Akureyri fyrir næsta keppnistímabil. Guðjón á aðeins eftir að fá leyfi hjá Enn skellir hjá borðtennislandsliðinu Borðtennislandsliðið steinlá í gær fyrir A-liði Englendinga og B-liði Japana á opna welska meistaramótinu í borðtennis, sem fram fer þessa dagana i Cardiff. í báðum tilvikum var um 0-3 tap að ræða hjá íslenzka liðinu. Karlalandsliðið lék við Englendingana og stúlkurnar við Japani. Þar með voru bæði liðin úr leik, en einstaklings- keppnin er enn eftir. vinnuveitanda sínum í Keflavík, en þar er fyrir Garðar Oddgeirs- son, formaður ÍBK. Telja verður allar líkur á að Guðjón fái tímabundið leyfi úr vinnu, en takist það ekki mun hann halda til Kaliforníu í apríl — ætlaði upphaflega þangað sl. haust. Það er þvi sama hvernig allt fer, Guðjón leikur ekki með ÍBK i sumar. Er þar vissulega skarð fyrir skildi en að sama skapi mikill styrkur fyrir KA fari hann til þess, eins og allt bendir til. - SSv. Hrun Stúdentanna ÍR-ingar voru ekki i neinum vandræðum með að leggja Stúdenta, sem léku eins og höfuðlaus her, að velli i úrvals- Þeir bræöur Hjörtur (t.v.) og Kristján Oddssynir hafa tekiö stórstíg- um framförum hjá ÍR aö undanförnu og eru hér viö öllu búnir er Árni Guömundsson sækir aö þeim í gær. DB-ntynd S. deildinni i gærkvöld. Lokatölur urðu 83—63 ÍR í vil eftir að staðan hafði verið 34—28 þeim í vil í hálfleik. Það var fyrst og fremst sterkur varnarleikur ÍR- inga, sem færði þeim sigurinn og gaman var að sjá að hinir nýju menn liðsins eru að koma mjög til — einkum þeir bræður Hjörtur og Kristján Oddssynir. Hjá ÍS er erfitt að skýra frammistöðuna. Leikur liðsins var stórköflóttur í meira lagi og síðari hálfleikurinn hreint af- leitur og var sá fyrri þó ekki nein snilld. Eftir rétt tæpar sex mínútur af leiknum var staðan orðin 8— 0 ÍR i vil. Um miðjan hálf- leikinn var hún orðin 16—4! Varnarleikurinn góður en sóknirnar gengu alls ekki upp. IS tókst að minnka muninn aðeins fyrir hlé og bezti og reyndar eini kafli liðsins þar sem tilþrif yfir meðallagi sáust kom í byrjun síðari hálfleiks. Á þremur mínútum breyttu þeir stöðunni úr 28—34 í 37—36 sér í vil..En þar með var sagan líka öll. ÍR-ingar lokuðu rennilásnum á vörninni og Stúdentar komust hvergi. Urðu að reyna skot utan af velli hvað eftir annað og ekkert þeirra rataði ofan í. Áður en varði var ÍR komið í 52—39 og grunnurinn að sigrinum lagður. Munurinn jókst síðan jafnt og þétt út leiktímann. -SSv.' ÍSLENDINGAR VORU HN- ff FALDLEGA MIKLU BETR1” —sagði Vlado Stenzel, þjálfari V -Þjóðverja, eftir óvæntan sigur íslands yfir heimsmeisturunum í Liibecke. Núvarði ÐnarÞorvarðarsoneinsoghetjaoglslandsigraði 13-11 ígærkvöld Axel Axelssyni og Ólafi H. launaöi þeim hugulsemina og Jónssyni var ákaft fagnað í Lubecke i gærkvöld. Axel sýndi þeim sinar beztu hliðar — skoraöi 4 mörk. „ísland átti skilið að sigra i þessum leik. Liðið lék góðan og sterkan hand- knattleik og var einfaldlega betra en þýzka liðið,” sagði landsliðseinvaldur Vestur-Þýzkalands, Vlado Stenzel, eftir að Island hafði sigrað Vestur- Þýzkaland 13-11 i landsleik í hand- knattleik i Lúbecke — útborg Minden — i gærkvöld. Fyrsti sigur íslands í Vestur-Þýzkalandi i landsleik og undraverður árangur, þegar til þess er tekið að Þjóðverjar eru núverandi heimsmeistarar i handknattleik. Stenzel var hins vegar mjög óhress með landslið sitt. Leikmenn hans fengu heldur betur orð í eyra frá Júgóslavan- um fræga. Stenzel náði í þrjá nýja leik- menn frá jafnteflisleiknum í Hamborg á þriðjudag. Náði i þá Volker, Nettel- stedt, Hartling og Walker en setti út ný- liðana, sem hann var með á þriðjudag. En allt kom fyrir ekki. ísland sigraði Þjóðverjana á þeirra heimavelli, 13-11, eftir að hafa haft örugga forustu nær allan tímann. ísland hafði fjögur mörk yfir i hálfleik, 9-5. ísland misnotaði tvö vítaköst í leiknum — Siggi Sveins og Axel Axelsson. „Spilið var alveg stórkostlegt hjá strákunum. Þetta er einn albezti lands- leikur, sem ég hef séð íslenzkt landslið leika. Vörnin og markvarzlan alveg frá- bær. Einar Þorvarðarson, Handknatt- leiksfélagi Kópavogs, stóð i marki allan tímann. Varði mjög glæsilega — ein 17—18 skot eftir mínum útreikningi. íslenzka liðið fékk þó ekki alltaf knött- inn eftir þá markvörzlu hans. Þetta var sízt lakari leikur í heild en á þriðjudag — þáttur íslenzka liðsins betri nú og sigur vannst,” sagði Þórður Sigurðs- son, annar fararstjóri íslenzka liðsins, þegar DB ræddi við hann eftir leikinn í gærkvöld. Gangur leiksins ísland byrjaði mjög vel í leiknum og skoraði tvö fyrstu mörkin. Sigurður Sveinsson úr vítakasti og Stefán Hall- dórsson. Vlado Stenzel lét taka Sigga Sveins úr umferð allan leikinn og það opnaði leiðina fyrir aðrar stórskyttur íslenzka liðsins. ísland lék að mestu með sömu leik- mönnunum allan leikinn. Einar í marki, Siggi Sveins, Ólafur H. Jóns- son, Steindór Gunnarsson, Stefán, Bjarni Guðmundsson og þeir Axel og Þorbjörn Guðmundsson skiptust á í sókn og vörn. Brynjar Harðarson var nokkuð með í siðari hálfleiknum og fiskaði þá tvö víti. Páll Ólafsson og Atli Hilmarsson léku lítið. Gunnar Einarsson markvörður og Jóhannes Stefánsson hvíldu báðir enda hálf- laspir. Jens Einarsson var á vara- mannabekkjunum. Kom ekki í markið en hann varði glæsilega í fyrri leiknum. Nú, fsland skoraði tvö fyrstu mörk- in. Þjóðverjar skoruðu sitt fyrsta mark á 8. mín. 2-1. Steindór svaraði, 3-1. Þá 3-2 og Axel skoraði þrjú mörk i röð fyrir ísland , 6-3 (5-3 um tíma). Þjóð- verjar minnkuðu muninn svo í 6-4 en Bjarni skoraði sjöunda mark íslands og Ólafur H. það áttunda, 8-4. Þá var greinilega farið að fara um þýzku áhorfendurna og leikmenn og stjórn- enda þýzka liðsins. Þjóðverjar skoruðu en Stefán skoraði síðasta markið í hálf- leiknum, 9-5 fyrir ísland í hálfleik. Slœm byrjun Fyrstu mínúturnar í síðari hálfleikn- um voru mjög slæmar hjá íslenzka lið- inu. Þjóðverjar skoruðu strax á fyrstu mínútunni — og minnkuðu síðan mun- inn niður í eitt mark, 9-8, eftir átta mínútur. Þá skoraði Ólafur H. tíunda mark íslands, 10-8, en um miðjan hálf- leikinn höfðu Þjóðverjar jafnað í 10- 10. Siggi Sveins náði forustu fyrir ísland, 11-10 en Þjóðverjar jöfnuðu í 11-11. En þá höfðu þeir eytt öllu sínu púðri. Island skoraði tvö síðustu mörk- in í leiknum — Stefán Halldórsson og Axel úr vítakasti. Þeir Siggi Sveins og Axel skoruðu úr sitt hvoru vítakastinu í leiknum. Misnotuðu hins vegar eitt vítakast hvor. Mörk íslands i leiknum skoruðu Axel 4/1, Stefán 3, Ólafur 2, Siggi Sveins 2/1, Bjarni 1 og Steindór 1. Þýzka liðið í leiknum var þannig skipað: Niemaier, Timm, Volker, Fitke, Damm, Kubitcki, Groessl., Hartling, Wunderlich, Voik, Walker og Klein. íslenzka landsliðið hélt seint í gær- kvöld til Kiel — um fjögurra klukku- stunda ferð. Ætlaði að hvíla þar í nótt en um hádegi í dag var haldið akandi til Ribe í Danmörku. Þar verður lands- leikur við Dani i kvöld og hefst hann kl. 19.00 aðíslenzkumtima. Þeir Axel Axelsson og Ólafur H. Jónsson léku um árabil með Danker- sen, útborg Minden eins og LUbecke, og þeim var fagnað gífurlega af áhorf- endum, þegar þeir birtust á leikvellin- um og leikmenn voru kynntir. Nettel- stedt leikur heimaleiki sina í Lilbecke. - hsím. ■" 'f'ty i Dýri Guömundsson. Dýriáfram meðVal „Jú, það er öruggt að ég leik með Val í knattspyrnunni í sumar. Við erum að byrja að æfa og áhugi er mikill,” sagði Dýri Guðmundsson, landsliðs- kappinn kunni, þegar DB ræddi við hann í gær. Talsverðar umræður hafa verið um það í blöðum og manna á milli að Dýri mundi leika með FH í sumar. Ekkert er til í því. Dýri, sem verið hefur einn bezti leikmaður Vals mörg undanfarin ár, verður áfram með Val. Þá mun Ólafur Danivalsson einnig leika með Val í sumar en sami söguburður var í sambandi við hann og Dýra. Ólafur hefur gert góða hluti á æfingum hjá Val að undanförnu. -hsím. Fundað um kvennabolta Á morgun, laugardaginn 24. janúar, boðar Knattspyrnusamband íslands til umræðufundar um kvennaknattspyrnu og framtíð hennar á íslandi. Fundurinn hefst kl. 15 að Hótel Loftleiðum og er opinn öllum þeim, sem áhuga hafa á framgangi kvenna- knattspyrnunnar. Þessir knattspyrnumenn eru á meðal þeirra Qölmörgu er yfirgefið hafa landið á sl. 2—3 árum. Lengst til vinstri er Pétur Pétursson, þá Arnór Guðjohnsen og loks Albert Guðmutidsson. AHUGAMANNAREGLUR KSIERU ÞVERBROTNAR í BAK 0G FYRIR Leikmeim þiggja bílastyrki, greiðslur fyrir vinnutap, íbúðir án endurgjalds, dagpeninga vegna ferðalaga erlendis ogjafnvel reiðufé ef svo ber undir. „Öll 1. deildarliðin í knatt- spyrnunni kaupa eða lokka til sín leik- menn með einum eða öðrum ráðum. Þau fara aðeins misjafnlega áberandi að því.” Þetta eru ummæli þekkts 1. deildarleikmanns í spjalli við DB fyrir stuttu. Þau koma í kjölfar umræðna um „kaup” og „sölur” á leikmönnum hér innanlands og sem m.a. hefur verið minnzt á hér í DB nýveriö. Á sama tíma og forráða- menn félaganna sverja af sér slik hrossakaup skipta leikmenn um félög í kippum. Skipta jaf nvel tvisvar sama keppnistímabiiið Undirbúningur knattspyrnuliðanna fyrir keppnistímabilið fer að hefjast af fullum krafti þótt enn séu, 8—10 vikur þar til fyrstu æfingaleikir fara fram. Sum félaganna hafa þegar hafið undirbúning sinn og eru komin á fulla ferð. Fjöldi leikmanna er ívikuhverri orðaður við hin og þessi félög og fjörið í félagaskiptunum hefur sjaldan verið meira en í ár. Það er af sem áður var að menn léku með sama félaginu alla sína hunds- og kattartíð og skiptu ekki nema þeir flyttust búferlum á milli héraða. Hugsunarhátturinn „hvar hef ég það bezt” er e.t.v. ekkert athuga- verður en" er engu að síður orðinn rikjandi hjá stórum hluta leikmanna. Hugarfarsbreytingin á undanförnum 4—5 árum er gífurleg. Nú skipta menn jafnvel tvisvar um félag á sama leik- tímabilinu og þykir ekkert tiltökumál. . Margs konar f ríðindi í boði Samfara þessum auknu félaga- skiptum færist þar mjög í vöxt að félögin bjóði leikmönnum fríðindi af ýmsu tagi. Þar er um að ræða greiðslu húsaleigu, góða atvinnu þar sem menn geta verið lausir til æfinga hvenær sem henta þykir, og jafnvel reiðufé. Séu leikmenn í fasteignahygleiðingum hefur það einnig þekkzt að félögin hafi útvegað þeim mun hærri lán en þeir hefðu annars staðar fengið undir eðli- legum kringumstæðum. Bílastyrkir, greiðslur fyrir vinnutap, dagpeningar vegna ferðalaga erlendis, allt þekkist þetta í 1. deildinni. Erfiður rekstur Rekstur knattspyrnudeildanna gengur erfiðlega hjá meira en helmingi 1. deildarfélaganna. Það tekur forráða- menn þeirra allt árið að nurla saman fjármunum til að halda þeim gangandi yfir keppnistímabilið. Aðeins hluti félaganna fær svo marga áhorfendur á leiki sína að um verulegan hagnað sé að ræða. Því sem uppá vantar verður að safna með öllumtiltækum ráðum ogoft duga þau ekki til. Kostnaður við þjálf- ara er orðinn geysilega mikill — einkum þó hjá þeim félögum, sem hafa á snærum sínum erlenda menn. Þeir hafa í mörgum tilfellum 70—130% hærri laun en íslenzkir kollegar þeirra, sem þó hafa i 90% tilvika reynzt betur. Þegar svo við þennan kostnað bætast útgjöld vegna aðkeyptra leikmanna riður það oft baggamuninn. Tvíeggjaður gróði Kostur þess að fá utanaðkomandi leikmenn til liðs við sig er tvieggjaður. Nýir menn hleypa iðulega auknum krafti í viðkomandi lið en sá krafturer iðulega skammvinnur. Á sama tíma hindra þeir framgang þeirra yngri sem eru að vinna sig upp og standa á þröskuldi 1. deildarinnar. Þá hlýtur að vera erfitt að verja það gagnvart leik- mönnum liðsins að utanaðkomandi menn njóti margfaldra fríðinda á við þá, sem e.t.v. hafa alltaf leikið með félaginu. Þeir hafa oft leikið í öllum ÁHUGAMANNAREGLUR K.S.Í. 1. gr. Ahugamaður má ekki veita viðtöku peningum eða jafngildi peninga og heldur ekki verða sér úti um fjárhagslegan ábata með þátttöku sinni í íþróttum. Verðlaunagripir eru þó undanskildir þessu atriði. yngri flokkunum og aldrei notið neinna fríðinda á borð við þau sem aðkomuleikmönnum bjóðast. Samningsbinding Á undanfömum ámm hafa íslenzk knattspyrnufélög mátt sjá á bak sínum beztu mönnum til erlendra liða. 5 flestum tilvikum hafa félögin setið eftir með sárt ennið án þess að fá nokkra greiðslu fyrir leikmennina enda er réttur þeirra ákaflega takmarkaður á meðan leikmenn eru ekki samnings- bundnir. Með þessum auknu fríðindum í knattspyrnunni fer senn að líða að því að félögin geti farið að samningsbinda leikmenn sína yfír keppnistimabilið. Þá fyrst geta þau farið að krefjast fjár- muna fyrir þá. Hvaðeríboði? DB hefur að undanförnu grennslazt fyrir um það hvað stendur til boða leik- mönnu sem skipta vilja um félög og leika, að ekki sé talað um að þjálfa þau. I mörgum tilvikum er ekki um svo lítið að ræða.. Hér á eftir koma þrjú dæmi! 1) Félag í 1. deild utan höfuðborg- arsvæðisins falaðist eftir leikmanni liðs af Reykjavíkursvæðinu. í boði var endurgjaldslaus íbúð, góð vinna, greiðslur fyrir vinnutap, bílastyrkur, og ef með þyrfti, reiðufé. Félag leik- mannsins komst á snoðir um þetta tilboð og gerði honum gagntilboð sem hann tók þegar í stað. Þar var um ræða greiðslu upp á 4—6000 nýkrónur. 2) Félag utan af landi bauð 1. deildarleikmanni að koma til sín og leika með liðinu og þjálfa fyrir 10.000 nýkrónur á mánuði. Að auki átti leik- maðurinn að fá íbúð endurgjaldslaust. Honum var séð fyrir vinnu i hans iðn og þar gat hann farið hvenær sem á þurfti að halda. 3) Leikmaður utan af landi hafði samband við 1. deildarfélag á höfuðborgarsvæðinu og bauð fram þjónustu sína gegn því að viðkomandi félag útvegaði honum íbúð og greiddi húsaleiguna. Félagið gekkst ekki að þessu tilboði leikmannsins og mátti sjá á bak honum til annars félags á Reykja- víkursvæðinu. Hálf-atvinnumennska í sjónmáli Þetta eru aðeins þrjú dæmi um hvað er að gerast í knattspyrnunni og hvað er í boði. Það þekkist varla nú orðið að leikmaður er náð hefur að skapa sér nafn gangi til liðs við annað félag án þess að þar komi til greiðslur af einu eða öðru tagi og önnur fríðindi að auki. Það er í raun e.t.v. ekkert athugavert að leikmönnum sé umbunað fyrir þær gífurlegu fórnir, sem þeir leggja á sig fyrir áhugamál sitt. Kröfur almennings orðnar gífur- legar og til að mæta þeim þarf sífellt strangari æflngar. Knattspyrnan hérlendis, a.m.k. í 1. deild, er ekki lengur áhugamennskan uppmáluð eins og haldið hefur verið fram. Við erum smám saman að færast í áttina að hálf-atvinnumennsku hvort sem okkur líkar það betur eða ver. Ljóst er að handknattleikurinn og e.t.v. aðrar íþróttagreinar fara að fylgja í kjölfarið og þá er aðeins spurningin hvort og hvernig 220.000 manna þjóðfélag stendur undir slíku. -SSv. MCKENZIE HLTULSA — og mun þar leika með Jóhannesi Eðvaldssyni Duncan McKenzie, einn kunnasti og leiknasti leikmaður i ensku knattspyrnunni, mun leika með Jóhannesi Eðvaldssyni hjá Tulsa Roughnecks næsta keppnístímabil i Bandarikjunum. Hann er nú hjá Black- burn Rovers í 2. deild og í gær var stjóri Blackburn, Howard Kendall, að semja við Tulsamenn. Sagði í BBC í gær að McKenzie væri á förum og hann mundi áreiðanlega gera það gott i Bandarikjunum. McKenzie hefur mjög farið milli félaga. Hann byrjaði feril sinn hjá Nottingham Forest. Lék siðan með Mansfield sem lánsmaður áður en leiðin lá til Leeds. Ekki var hann lengi þar. Belgiska félagið þekkta, Ander- lecht, keypti hann fyrir mikla peninga. Ekki var hann lengi þar frekar en annars staðar. Leið hans lá aftur til Englands — til Everton, síðan Chelsea og siðustu 2—3 árin hefur hann leikið með Blackburn við góðan orðstir. McKenzie er afar leikinn með knöttinn og það fellur f kram Bandarikjamanna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.