Dagblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 1
F
A
l
I
)
7. ÁRG. - ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1981 - 40. TBL. RITSTJÓRN SlÐUMULA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTl ll.-AÐALSÍMI 27022.
Mesti harmleikur fárviðrisins:
Tveir ungir sjómenn
drukknuðu á Hólsárfjöru
- Vb. Heimaey fékk net ískrúfu vestan Eyja og rak í fárviðri upp íLandeyjum
—Björgunartilraunir tveggjaskipa urðu árangurslausar
Tveir ungir sjómenn frá Vest-
mannaeyjum, Albert Ólason, fæddur
1959, og Guðni Guðmundsson,
fæddur 1960, fórust í nótt er fiski-
skipið Heimaey strandaði rétt vestan
Hólsárósa í Larideyjum. Átta
félögum þeirra var bjargað í land en
björgunarsveitin á Hvolsvelli var
komin á vettvang áður en strandið
varð.
Þeir tveir sem fórust höfðu, að
sögn, verið að vinna við akkeri
frammi í skipinu er brotsjór hreif þá í
sjóinn eftir að skip þeirra var komið
inn í öldugarðinn og byrjað að taka
niðri.
Það var um klukkan 6 í gærdag að
vélskipið Heimaey fékk net í skrúf-
una er það var statt vestan við Eyjar.
Þaðan barst svo harmleikurinn allt
upp í Landeyjasand með fyrrgreind-
um afleiðingum. Fárviðri geisaði all-
an tímann.
Heimaey hét áður Náttfari og er
nýkomin til Eyja. Gerir Hraðfrysti-
stöðin skipið út. Skipstjóri er ungur
Vestmannaeyingur, Gísli Garðars-
son. Hóf skipið veiðar frá Eyjum
fyrir aðeins 2—3 vikum. Þeir sem fór-
ust voru því sem aðrir nýráðnir á
skipið. Albert heitinn lætur eftir sig
eitt barn og sambýliskonu. Guðni
heitinn var einhleypur.
Þegar er óhappið varð hjá
Heimaey kom Ölduljónið VE 130 til
aðstoðar og síðar togarinn Sindri.
Fylgdust þau méð Heimaey og
reyndu ítrekað að koma taugum yfir i
skipið. Þær sem milli skipa komust
slitnuðu jafnharðan. Loks var varð-
skip, sem verið hafði við Eyjar,
fengið á vettvang en það var um sein-
an. Heimaey fór inn í brimgarðinn og
rak á land vestan Hólsár.
SVFÍ sendi, þegar er séð varð
hvernig fara kynni, sveit frá Hvols-
velli niður að ströndinni vestan
Hólsár og sveit úr Landeyjum var
reiðubúin austan megin, en þarna er
Hólsá mikill farartálmi. Skipið kom
að landi vestan megin og gekk mjög
greiðlega að taka mennina átta í land
á línu.
Slysavarnamenn höfðu í mörgu að
snúast i nótt. Hannes Hafstein og
menn hans sátu við talstöðvarnar í
SVFÍ húsinu frá því kl. 4 í gærdag til
morguns. Víða voru skip á sjó en öll i
vari eða héldu sjó.
- A.St.
Glögglega má sjá hvernig þakið hefur farið af fæðingardeild Landspitalans. Á innfelldu myndinni eru leifarnar af þakinu komnar út á Barónsstig. DB-mvnd: Einar Ölason.
Fæðingar-
deild
Landspftal-
ans:
Þakið fauk f heilu lagi
af og út á Barónsstíg
Hluti af þaki Fæðingardeildar Land-
spitalans fauk i nótt. Rifnaði þakhlut-
inn frá, fauk yfir þakhlutann sem eftir
var og alla leiðút á Barónsstig. Þar lok-
aði þakið götunni og varð að ýta því út
í vegarkantinn til þess að hægt væri að
komast fram hjá þvi.
Þakið sem fauk af var á þeim hluta
Fæðingardeildarinnar sem hæst
stendur. Það hallaði í áttina frá Bar-
ónsstíg að Hringbraut og var það hlut-
inn Hringbrautarmegin sem af rifnaði.
Svo vel vildi til að þarna undir hafa
farið fram viðgerðir undanfarið þannig
að þakfokið olli eins litlu tjóni og hugs-
azt gat. Undir þakinu var lágt ris og þar
undir steypt plata. Hún var óskemmd.
t morgun er DB menn litu þarna upp
voru þeir Símon Steingrímsson, fram-
kvæmdastjóri tæknisviðs Landspítal-
ans og Jóhannes Guðmundsson verk-
fræðingur að meta skemmdirnar og
það hvernig hægt væri að gera við þær
sem fyrst. Ekki vildu þeir gizka á hve
tjónið væri mikið. Það má mildi kalla
að ekki varð neinn fyrir þakinu er það
fauk.
-DS.
11tonna
rækju-
bátur sökk
á ísaf irði
— snarræði björgunar-
sveita og sjómanna
komíveg
fyriraigert
neyðarástand
„Ellefu tonna rækjubátur, vb.
Gunnar Sigurðsson, slitnaði upp i
smábátahöfninni hér á ísafirði og rak
upp í brimbrjótinn og sökk,” sagði
Bragi Beinteinsson, lögreglumaður á
ísafirði, í viðtali viö DB í morgun.
,,annars er ekki vitað um teljandi
tjón hér og kannski helzt til frásagnar
að stór sendiferðabíll snaraðist um
þar sem hann stóð heima á hlaði eig-
andans,” sagði Bragi. Engin slys
urðuámönnum.
,,Það var búið að kalla út björgun-
arsveitir fyrir miðnætti. Þegar við
heyrðum í veðurfréttum kl. 01, að
loftvogin á Galtarvita var komin i
940 millibör, vissum við hverju von
vará,”sagði Bragi Beinteinsson.
„Þetta skall á eins og hendi væri
veifað um þrjú leytið og var nánast
alveg gengið niður um kl. hálfsjö.
Snarræði björgunarsveita, eigenda
báta og skipshafna komu í veg fyrir
algert neyðarástand í höfninni, þar
sem allt virtist ætla að slitna upp um
tíma,” sagöi Bragi. Hann kvaðst
ekki hafa heyrt um umtalsverða
skaða af völdum veðursins. Nokkrir
erfiðleikar voru einhvers staðar i
símaþjónustu, en nærri stöðugt sam-
band var haft við Patreksfjörð og
ekki vitað um óhöpp þar af völdum
veðursins.
-BS.
— Sjá nánar
myndir og
fréttir á bls.
17,18 og 21