Dagblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 6
ÐAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1981.
S
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
Frydenlund utanríkisráðherra í fallhættu í þingkosningum í Noregi í haust:
GRO FÆR HÆGRIFLOKK-
INN TIL AÐ SKJÁLFA
—Hægri menn bjóða fram yf iriýsta lesbíu í Osló þrátt fyrir mótbyr f lokksins
Stjórnmálaflokkarnir í Noregi eru í
óða önn að birta framboðslista vegna
þingkosninganna í september næst-
komandi. Athyglin beinist mest að
stærstu flokkunum, Hægri flokknum
og Verkamannaflokknum, sem í raun
berjast um umboð kjósenda til að
mynda ríkisstjórn að kosningum
loknum. Skoðanakannanir sýna að
mjótt er á munum á fylgi þeirra. Þó
er Hægri flokkurinn talinn hafa yfir-
höndina sem stendur, en forystu-
menn hans óttast að skipan Gro Har-
lem Brundtland í forsætisráðherra-
embættið á dögunum kunni að afla
Verkamannaflokknum nægilegs fylg-
is til að halda áfram um stjórnar-
tauma. Harlem Brundtland verður I
efsta sæti á lista flokks síns í Osló.
Reiulf Steen flokksformaður hlaut
stuðning kjörnefndar til að halda 1.
sætinu sem hann áður skipaði, en
hann mælti eindregið með þvi að for-
sætisráðherrann yrði oddviti listans.
Skoðanakannanir benda til að Verka-
mannaflokkurinn eigi fleiri en fjóra
menn vísa í Osló. í fimmta sætinu
þar er Knut Frydenlund utanríkisráð-
herra. Hann er því 1 baráttusæti.
Hægri flokknum er spáð kosning 7
Gro Harlem Brundtland: Efst á lista
kratanna I Osló og helzta von þeirra i
kosningunum.
manna af listanum í Osló. Formaður
hans, Kaare Willoch, er efstur á
blaði, en í öðru sæti er Wenche Low-
Wenche Lowzow: Yfirlýst lesbia og
fær ákúrur fyrir það I Hægri flokkn-
um, en tryggði sér samt öruggt sæti á
lista flokksins.
zow, 55 ára gömul kona og skóla-
stjóri. Hún hefur setið tvö kjörtíma-
bil í borgarstjórn Osló og setið á
Knut Brydenlund: Verður að berjast
fyrir pólitísku framhaldslifi sinu i 5.
sæti á kratalistanum.
þingi bæði sem varaþingmaður og
þingmaður. Það gekk ekki andskota-
laust fyrir Lowzow að tryggja sér
nægilegt fylgi innan flokks síns til að
hljóta útnefningu. Hún hafði sér það
til saka unnið, að mati margra
flokksbræðra, að hafa lýst því opin-
berlega yfir i Noregi að vera lesbísk.
Sum sé að vera hneigð fremur að
kynsystrum sínum en körlum. Það
þótti hreint ekki efnilegt að leggja
upp í kosningabaráttu með slíka
konu í brúnni. En Lowzow stóð samt
upp úr sem sigurvegari og verður
sem sagt í 2. sætinu. Greinilegt er að
Hægri menn eru óttaslegnir yfir þeim
byr sem Verkamannaflokkurinn
óvænt hefur fengið bara við að fá
konu á toppinn, Gro Harlem Brudt-
land. Háværar kröfur komu fram á
fundi í Osló, þar sem framboðslisti
Hægri flokksins var ákveðinn, að
gera hlut kvenna sem stærstan til
mótvægis við Gro. Útkoman varð sú
að aðeins tvær konur eru í öruggum
þingsætum fyrir Hægri flokkinn í
Osló.
Sprengjutilræði við páfa í Pakistan:
Milljón manns fagnaði
páfanum á Filippseyjum
— „trúarlíf hefur aðeins þýðingu að það sé iðkað innan kirkjunnar”
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 41 - SÍMI20235.
Áskrrftarsími
Eldhúsbókarinnar
er 2-46-66
Mikið úrvol af
skrautvörum
fyrir ferminguna
Hringið í dag og við
póstsendum strax
Sálmabók m/nafngyllinj>u.............70,30 kr.
Vasaklútar I sálmabók..........frá 10,00 kr.
Ilvitar slædur...................... 29,00 kr.
Hvltlr crepehanskar..................33,00 kr.
50 stk. servlettur meó nafni oj» ferm-
ingardej>i áprentað..................81,00 kr.
Stórt fermini>arkerti m/mynd.... 26,00 kr.
Kertastjaki f. f. kerti........frá 17,00 kr.
Kertahrinuur úr blómum...............40,00 kr.
Kókustyttur....................frá I6,25kr.
Blómahárkambar.................frá 14,10 kr.
Fermingarkort...........frá 2,45 til 11,60 kr.
Biblía.skinnband, 18X 13cm....... 185,25 kr.
KIRKJUFELL
Klapparstíg 27
sími 91 21090
Að. minnsta kosti ein milljón
manna fagnaði Jóhannesi Páli páfa
þegar hann kom til Filippseyja í dag
frá Karachi í Pakistan. Mikið var um
dýrðir í Manilla þegar páfi kom inn í
borgina frá flugvellinum, þar sem
Marcos forseti tók á móti honum.
Fólk í marglitum þjóðbúningum
dansaði og veifaði flöggum. Tvisvar
sinnum varð slikur troðningur við bíl
páfa að til vandræða horfði. Páfinn
hitti nunnur að máli í kirkju í Manilla
og lét þau orð falia að þær skyldu
fylgja fyrirmælum kirkjunnar og
biskups hennar. Þau ummæli eru
túlkuð sem sneið til uppreisnar-
gjarnra nunna sem hafa gengið i lið
með stjórnarandstæðingum og lifa
nú og starfa meðal fátækra.
„Trúarlíf hefur aðeins þýðingu að
það sé iðkað innan kirkjunnar,”
sagði páfi við nunnurnar. Hann lét
einnig svo ummælt að kirkjan gæti
ekki látið þjóðfélagsmál afskipta-
laus, og hvatti kirkjunnar menn á Fil-
ippseyjum til að sinna áfram barátt-
unni fyrir mannréttindum. Kirkju-
leiðtogar eru framarlega í flokki
þeirra þar i landi sem berjast fyrir því
að verja lýðréttindi fyrir pyntingum,
ólöglegum handtökum og fangavist
af pólitískum ástæðum. Pólitískir
fangar á Filippseyjum eru sagðir vera
um 1.000 talsins.
Sprengja sprakk í gær á íþrótta-
leikvangi í Karachi í Pakistan 20 mín-
útum áður en páfi var væntanlegur
þangað til að heilsa upp á mann-
fjölda. Sprengjan varð manninum að
bana sem hana bar. Atvikið varð ná-
lægt innganginum að heiðursstúk-
unni þar sem páfi átti að vera. Hvell-
urinn bergmálaði á leikvanginum en
fáir urðu varir við það sem gerðist.
Var reynt að láta sem ekkert hefði
ískorizt til að komast hjá því að skelf-
ing gripi um sig. Páfi mætti eins og
ráð var fyrir gert.
Filippseyjar eru annar viðkomu-
staður páfa á 12 daga ferð háns til
Asíulanda.
Sama-
konur
hittu páfa
Eitt af síðustu embættisverkum Jó-
hannesar Páls páfa I Vatíkaninu áður
en hann lagði upp I Austurlandaferð-
ina var að taka á móti samakonum
frá Noregi sem vildu kynna fyrir hon-
um afstöðu samanna til virkjunar í
Alta. Óvfst var hvort páfi gæfi sér
tfma til að ræða við samana, en það
reyndist auðsótt.
,,Við vonum að páfinn skilji okkar
baráttumál. Hann hefur áður sýnt að
hann sýnir samstöðu með fólki sem
er órétti beitt,” sögðu konurnar við
fréttamenn i Róm.