Dagblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1981. Qart ar ráö fyrir suðvaatan hvass- vlðri vlöast hvar á landlnu og sumi staðar storml í fyratu an gangur nlöur þagar líður á daglnn. Él varöa sunnan- lands og vastan an bjart á Norður- og Austuriandi. Klukkan 6 var suðvestan 6, ál og -3 stig ( Raykjavlt, suövastan 7, skýjað og -2 stig á QufuskáJum, suðvestan 7, láttskýjað og 1 sdg á Akurayri, suö vestan 8, láttskýjað og 1 stJg á Rauf- arhöfn, vestsuövastan 8, láttskýjað 'og 4 stlg á Dalatanga, suðvastan 7, úrkoma og 1 stig á Höfn og suðvast- an 10, snjóál og 0 stlg á Stórhöfða. ( Þórshöfn var skýjað og 8 stlg, skýjaö og 1 stlg ( Ksupmannahöfn, láttskýjað og -11 stig í Osló, háHskýJ- aö og 0 stig (Stokkhóimi, þokumóöa og 0 stig ( Hamborg, láttskýjað og -2 stlg I Paris, láttskýjað og 2 stlg ( Madrid, láttskýjaö og 9 stig ( Lissa bon og skýjað og 6 stlg (Naw York. ArtdSát Sigrún Einarsdóttir, sem lézt 3.I febrúar sl., fæddist 3. marz 1885 í Seljalandsnesi undir Eyjafjöllum. For-| eldrar hennar voru Guörún Eyjólfs- dóttir og Einar Pálsson. Rétt eftir fermingu fór Sigrún að Brúnum og var þar um skeið en flutti svo til Vest-1 mannaeyja þar sem hún bjó í 70 ár. Sigrún var um árabil á heimili Leifs Sigfússonar tannlæknis. Hún tók heim saum og saumaði aðailega peysuföt. | Kristleifur Jóhannesson, Sturlu- Reykjum, sem lézt 6. febrúar sl, fæddist 1. september 1923 að Sturlu- Reykjum. Foreldrar hans voru Jóhann- es Erlendsson og Jórunn Kristleifs- dóttir. Að loknu skyldunámi stundaði hann nám við Héraösskólann í Reyk- holti en árið 1946 hóf hann nám í húsa-! smíði á Akranesi og útskrifaðist árið 1949. Kristleifur starfaði m.a. við byggingu Hótels Bifrastar en árið 1951, var hann ráðinn yfirbrúarsmiður hjái Vegagerð ríkisins þar sem hann starfaði til ársins 1964. Þá réðst hann sem smiöakennari við Héraðsskólann i Reykholti þar sem hann kenndi til síðastliðsins árs. Árið 1950 kvæntist Kristleifur Guðjónu Guðjónsdóttur ogj áttu þau 3 syni. Árið 1954 byggðu þau nýbýlið Sturlu-Reyki II og bjuggu þauj þar síðan. Spilakvötd Félagsvist í Félagsheimili Hallgrímskirkju Félagsvist verður spiluð i kvöld, þriðjudag kl. 21, í Fé- lagsheimili Hallgrlmskirkju til styrktar kirkjubygging arsjóði. Spilað verður annan hvern þriðjudag á sama staðogtlma. Óháði söfnuöurinn Félagsvist verður spiluð nk. fimmtudag kl. 20.30 i Kirkjubæ. Góð verðlaun. Kaffiveitingar. Takið mcð ykkur gesti. Iþróttir íslandsmótið í körfuknattleik þRIÐJUDAGUR 17. FEB. Laugardalshöll Valur—UMFN úrvalsdeild kl. 20 Valur-UMFG 4. fl. kl. 21.30. Tónleikar Sattkvöld Sattkvöld verður haldið nk. þriðjudagskvöld, 17. febr., kl. 9—1,1 veitingahúsinu Klúbbnum. Satt, Vísnavinir og Jazzvakning standa fyrir þessu kvöldi sameiginlega. Fram koma: Big Band ’81 (18 manna band), Nýja companíið — Upplyfting og ný hljómsveit frá Hvera gerði — Maraþon. Big Band er skipað eldri og yngri listamönnum sem ciga það sameiginlcgt að hafa gaman af góðri sveiflu. Þarna eru ýmsir þekktir tónlistarmenn af eldri kyn slóðinni, s.s. Björn R. Einarsson. Búast má við mikilli sveiflu þar sem flutt verður gamalt og gott swing á samt nýju efni. Nýja companíiö er 5 manna hljómsveit sem einnig| aðhyllist sveifluna. Á efnisskrá eru einkum Bi-bob— áhrif frá Charlie Parker o. fl., ásamt eigin efni. Meðlimir eru: Sveinbjörn Baldvinsson, gitar, Sigurður Valgeirsson, trommur, Sigurður Flosason.J alt-sópran, tenor sax, flautu, Tómas Einarsson, kontrabassi. Þá kemur hin landsþekkta Upplyfting og flytur væntanlega efni af plötu sinni frá I sumar, s.s. Kveðjustund og Traustur vinur, sem vinsælust urðu. Upplyfting mun koma fram eins og hún var skipuð á plötunni: Haukur Ingibergsson, skólastjóri, söngur, Magnús Stefánsson, söngur, bassi, Sigurður V. Dag bjartsson, gítar, söngur, hljómborð, Ingimar Jónsson, trommur, Kristján B. Jónsson, söngur, hljómborð, Birgir S. Jóhannsson, gitar. Vísnavinir eiga stóran hóp aðdáenda sem hafa sótt vísnakvöld á Hótel Borg. Þeir munu sjá um stemmninguna á miðhæðinni. Hljómsveitin Maraþon er ný, frá Hveragerði, og kemur hér fram I fyrsta skipti. Hana skipa: Sigurður Dagbjartsson, gítar, Jónas Þórðarson, bassi, Kjartan Busk, trommur, Ingvar Bjarnason, munnharpa, ‘hljómborð, Kristján Theodórsson, rafmagnspíanó, gít- ar, Sæmundur Pálsson, gitar, Björn Eiríksson, söngur. Maraþon er rokkhljómsveit að hluta með frumsam iðefni. Fyrirlestrar Fyrirlestur um leturgerð og letursögu 1 KHÍ Gunnlaugur Briem, sérfræðingur I leturgerð og letur- sögu, flytur fyrirlestur á vegum Kennaraháskóla Islands, þriðjudaginn 17. febrúar. Fjallar hann um nýtt eða endurvakið skriftarkerfi, sögulega þróun þess, nútimanotkun, kosti og galla. Skriftarkcrfi þetta hefur rutt sér rúms í mörgum löndum, einkum þó á Vesturlöndum. Þess má geta að hér á landi hefur á siðustu árum gætt vaxandi óánægju með árangur skriftarkennslu. jafnt hjá foreldrum, sem kennurum. Vorið 1979 tók til starfa að tilhlutan Skóla- rannsóknardeildar menntamálaráðuneytisins, vinnu- hópur um skrift og skriftarkennslu. Tillögum var skilað fyrri hluta vetrar 1980. Þar er m.a. mælt með áðurnefndri leturgerð. Benda má á að ritföng breytast I tímans rás og þar af leiðandi leturgerðir. Fræðilegur fyrirlestur Gunnlaugs Briem er þvl kærkomið tækifæri þeim er hafa hug á að kynna sér þessi mál nánar. Fyrirlesturinn verður haldinn I stofu 301, Kennara- háskóla íslands, klukkan 17.00 þann 17. febrúar. Fyrirlestur um sköpun og framþróun Fimmtudaginn 19. febrúar og mánudaginn 23. febrú- ar mun Albert Watson, kennari við Newbold Collegc Englandi, halda fyrirlestra um sköpun og framþróun. Dr. Árni Hólm mun annast þýðingu. Fyrirlestrarnir verða fluttir að Lögbergi, húsi Laga- deildar Háskólans, stofu 101, og eru allir velkomnir. Albert Watson hefur stundað rannsóknir á þéssu sviði náttúruvisinda I 18 ár og er hann með háskóla- próf frá bæði Kalifornluháskóla og Lundúnaháskóla. Hann hefur haldið fyrirlestra um þessi efni m.a. á Norðurlöndum, Hollandi og I heimalandi sinu. Fundir AA-samtökin 1 dag þriðjudag verða fundir á vegum A A-samtakanna sem hér segir: Tjarnargata 3c kl. 12 og 21, Tjarnargata 5b kl. 21 og 14, Neskirkja kl. 21. Akranes Suðurgata 102 (s. 93-2540) kl. 21, Akureyri Geislagata 39 (s. 96- 22373) kl. 21. Keflavik Klapparstig 7 (s. 92-1800) kl. 21, ísafjörður Gúttó uppi kl. 20.30, Siglufjörður Suðurgata 10 kl. 21. Keflavíkurflugvöllur (Svavar) kl. 11.30, Dalvík kl. 21. 1 hádeginu á morgun, miðvikudag, verða fundir sem hér segir: Tjarnargata 5b (opinn) kl. 12 og 14. „Þurfamaður ert þú mín sál” „Ekkert er vitað um, hvenær raf- magnið kemst á aftur, en næsta lag sem við leikum heitir: „When the lights go on again,” sagði Jóhannes! Arason útvarpsþulur þegar raf- magnið fór einu sinni enn af öllu höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Æðrulaust og fumlaust bað hann hestaeigendur í Viðidal að huga að hestum sínum, ef unnt væri. Vitanlega setti veðurhamurinn svip á dagskrá útvarpsins fljótlega eftir að Jón Á. Gissurarson lauk ágætu erindi sínu um daginn og veginn. ,,Á sjónvarpskvöldum er ekki fundarfært,” sagði Jón meðal ann- ars, og taldi það skaðlaust að fella niður sjónvarp tvö kvöld í viku. Hann hafði varla lokið þessari til- lögugerð þegar sjónvarpið varð að hætta sendingum. Fátt segir því af dagskrá þess. Útvarpið þótti mér allt of seint að átta sig á að yfir landið var skollið eitt mesta fárviðri sem orðið hefur á vetrinum. Við kertaljós og ógnandi veðurhvin sátu menn við rafhlöðu- tæki sín og biðu þess að frétta eitt- hvað af orsökum rafmagnsleysis og afdrifum fólksins þar sem heil þök fuku af húsum. Þá lék mörgum forvitni á að vita við hvað allt það fólk sem kvatt var út til alls konar hjálpar átti að stríða. I þessum orðum er sjálfsagt of mikil tilætlunarsemi. öflun frétta með sim- ann einan hálfóvirkan að vopni var áreiðanlega ekki heiglum hent. For- vitnin og fréttaþorstinn lætur ekki að sér hæða þegar járnplötur eru farnar að rifna af fjölda húsa um allt land. „Þurfamaður ert þú mín sál,” sagði Hallgrímur sálmaskáld Péturs- son, og hefði ég eins getað sagt það við sjálfan mig fram eftir kvöldi í gær. Lestur Passíusálmanna í útvarpi er nú hafínn samkvæmt góðri hefð. Einhver listfengasti ljóðalesari núlif- andi íslendinga, Ingibjörg Stephen- sen, kennari og leikari, flytur þá nú. Allt of sjaldan er þessi listamaður fenginn til ljóðalesturs í útvarpi. Hún er ekki í neinni hættu um að hlust- endur fái leið á henni. Ingibjörg fer snilldarvel með Passíusálmana. Er fengur að þessum flutningni. Sigrún Guðjónsdóttir, sem les kvöldsöguna, er einnig frábær flytj- andi. Ekki er mér unnt að leggja mat á ljóðaþýðingar Jóhannesar Benja- mínssonar, sem hann flutti sjálfur. Þær voru hnökralausar áheyrnar, en þegar ég hefi í huga tvo ofangreinda flytjendur, Ingibjörgu og Sigrúnu, er ég sannfærður um að Jóhannes hefði átt að láta góðan listamann flytja ljóðin fyrir sig. Eftir að óveðursútvarpið byrjaði þótti mér fengur að því að heyra í Jó- hannesi Arasyni í stað hljómleik- anna, hvort sem voru lög unga fólks- ins eða Enescu tónlistarhátíðin í Búkarest. í stað þeirra þátta hefði verið fengur að heyra eldhressan veður- fræðing, og þó fremur tvo en einn, fjalla um veðrið. Það er nú vonandi gengið yfir og þýðir ekkert að syrgja hugsanleg tækifæri, sem einnig eru liðinhjá. Kvenfélag Kópavogs Fundur verður haldinn fimmtudaginn 19. febrúar kl. 20.30 I Félagsheimilinu. Spilað verður bingó. Mætið vel og stundvíslega. Takið með ykkur gesti. I Samkomur Mosfellingar 1 kvöld, þriðjudag, kl. 21, gefst ykkur, íbúum I Mos- j fellssveit, tækifæri til að kynnast Báháí- trúnni á kynningarkvöldi I JC-heimilinu, Þverholti. Samband sveitarfélaga í Austurlandskjördœmi Á aðalfundi S.S.A., sem haldinn var á Vopnafirði sl. haust, og sérstökum fundi þingmanna Austurlands og sveitarstjórnarmanna um orku- og iðnaðarmál, sem haldinn var I tengslum við aðalfundinn, náðist algjör samstaða um eftirfarandi tvö meginatriði í orku- og iðnaðarmálum: 1. Að virkjun I fjórðungnum, Fljótsdalsvirkjun, sé grundvallaratriði sem þingmenn og sveitarstjómir verði að vinna af alcfli að. 2. Að nauðsynlegt sé að hefja nú þegar undirbúning að orkufrekumjönaði I fjórðungnum I tengslum við virkjunina. Skömmu síðar sendi þing Alþýðusambands Austur- lands frá sér samhljóða ályktun. Að undanfömu hefur svo hver sveitarstjórn af annarri á Austurlandi sent frá sér ályktanir, þar sem skorað er á stjórnvöld að taka nú þegar ákvörðun um Fljótsdalsvirkjun og skor- að á þingmcnn kjördæmisins að fylgja þessu mesta hagsmunamáli Austfirðinga fast fram. Á stjórnarfundi Sambands sveitarfélaga i Austur- landskjördæmi þann 29. jan. sl. var svo eftirfarandi ályktun samþykkt meðatkvæðum allra fundarmanna: „Stjórn S.S.A. minnir á orkumálaályktun siðasta aðalfundar og samþykkir að fara þess á leit við þing- menn Austurlandskjördæmis, að þeir beiti sér fyrir að flutt verði, eða flytji: 1. Frumvarp til laga um Fljótsdalsvirkjun (a.m.k. 300 Mw.). 2. Þingsályktun um að orkufrekur iðnaður á Austur- landi verði tengdur þessari virkjun I samræmi við þjóðarhagsmuni, og að skipuð verði nefnd með þátttöku heimamfinna til að kanna þá iðnaðarkosti sem helzt koma til grcina.” íslandskynning í Luxemborg Dagana 13.—31. janúar 1981 varhaldin lslandskynn- ing á Hótel Sheraton Aerogolf. Kynntar voru ís- lenzkar iðnaðarvörur, ullarfatnaður, lagmeti og fram- leiðsla JP innréttinga. Framreiddur var islcnzkur matur á hótelinu I tveimur sölum I samvinnu við Hótel Loftleiðir. Kynningin hófst með boði fyrir blaðamenn og frammámenn ferðamála i Luxemborg. Islenzki kon- súllinn, Einar Aakrann, bauð gesti velkomna. Dietcr Wendler frá Frankfurt-skrifstofu Flugleiða kynnti ferðamöguleika á ís’.andi og sýndi tslandskvikmynd. Sveinn Björnsson, viðskiptafulltrúi við sendiráðið i Paris, lýsti I stuttu máli útflutningi lslendinga og vax- andi framleiðslu iðnaðarvara til útflutnings. Hann sagði frá velgengni islenzks fatnaðar á erlendum mörkuðum, nú siðast i Frakklandi, og kynnti slðan fatnaðinn eftir þvi sem við átti meöan á tizkusýning- unni stóð. Sýnd var framleiðsla Álafoss, Hildu. Prjónastofunnar Iðunnar og Röskvu. tslenzkar sýn- ingarstúlkur frá Módelsamtökunum sýndu fatnaðinn viðgóðar undirtektir. Kynning þessi þótti takast vel og fékk lofsamlcgar umsagnir i blöðum í Luxemborg. Að kynningunni stóðu Flugleiðir, Hótel Loftleiðir, Hótel Sheraton Aerogolf og Útflutningsmiðstöð iðnaðarins vcgna framleiðenda, með góðri aðstoð Sveins Björnssonar viðskiptafulltrúa frá sendiráðinu í Paris. Stofnfundur jafnréttis- hreyfingar á Akureyri Sunnudaginn 8. fcbr. var haldinn að Hótel KEA á Akureyri stofnfundur jafnréttishreyfingar. Fundinn sóttu um 80 manns. Rætt var um starfsgrundvöll og skipulag félagsins, sem undirbúningshópur hafði gert tillögur að. Umræðurnar voru mjög fjörugar. einkum varðandi aðild karlmanna að félaginu. Voru flestir þeirrar skoðunar að samvinna karla og kvenna væri nauðsynleg i jafnréttismálum. Þó voru áhöld um hvort þeir ættu að eiga aðild að grunnhópum félagsins sem fyrirhugað er að setja á laggirnar sem starfseining-* ar þess. Greinilegt er að stofnun þessa félags hefur vakið mikla athygli og umræður í bæjarfélaginu. Fyrsti fyrirhugaöi starfsfundur félagsins verður laugardaginn 14. febr. i Einingarhúsinu. Þingvalla- stræti 14, kl. 16.00. Eru allir jafnréttissinnar hvattir til aðmæta. Þá verður væntanlega gengið frá grundvelli félagsins og starfsemin framundan rædd. Einnig mun þá verða skipt niður i hópa eftir áhugasviði hvers og eins. Tryggingabætur vegna tjónsins: HÆGT AÐ TRYGGJA GEGN SLÍKU VEÐRI —Viðlagasjóður bætir ekki tjón sem þetta — Bjargráðasjóður tómur Hvernig fæst tjónið af völdum óveð- ursins bætt? var ein algengasta spurn- ingin til almannavarna og trygginga- félaganna í morgun. „Tjón á húsum af völdum veðurs sem þessa er bætt af húseigendatrygg- ingu eða foktryggingu sem hægt er að kaupa sérstaklega,” sagði Ásgeir Ólafsson, forstjóri Brunabótafélags íslands og Viðlagatryggingar íslands. Samkvæmt lögum um viðlagatrygg- ingar bæta þær ekki tjón vegna veðurs, en þegar tjón varð sem mest af völduml fellibylsins Ellen 1973 bætti Bjargráða-| sjóður það. Tjón sem verður á innbúi vegna veðurs fæst bætt með venjulegri Keflavík: heimilistryggingu. „Bjargráðasjóður er tómur,” sagði Magnús Guðjónsson, framkvæmda- stjóri sjóðsins, í morgun. „Viðlaga- sjóði er ætlað samkvæmt lögunum að bæta tjón vegna náttúruhamfara svo sem jarðskjálfta og eldgosa, en ekki vegna veðurs sem eru algengustu nátt- úruhamfarir á landinu. Bjargráöasjóði hefur frá gamalli tíð verið ætlað að bæta tjón sem þetta, en hvernig tekið verður á málunum núna er ekki vitað, stjórn sjóðsins á eftir að koma saman og einnig verður að bíða viðbragða frá stjórnvöldum.” -JR GENGIÐ GENGISSKRÁNING Ferðamanna- Nr. 31-13. febrúar 1981 gjaldeyrir Einingkl. 12.00 Saia / Sala 1 Bandarfkjadollar 6,547 6,585 7,222 1 Stariingapund 16,071 16,113 16,624 1 Kanadadotlar 6,457 6,472 6,019 1 Dönskkróna 0,9723 0,9749 1,0724 1 Norak króna 1,1938 1,1971 1,3168 1 Saanskkróna 1,4094 1,4133 1,5646 1 Rnnskt mark 1,6946 ' 1,5989 1,7688 1 Franskur franki 1,2938 1,2971 1,4268 1 Belg. franki 0,1867 0,1862 0,2048 1 Svissn. franki 3,2657 3,2747 3,6022 1 Hoilenzk florina 2,7466 2,7641 3,0296 1 V.-þýzkt mark 2,9804 3,9886 3,2876 1 (tölsk Ifra . 0,00631 0,00633 0,0069« 1 Austurr. Sch. 0,4212 0,4223 0,4646 1 Portug. Escudo 0,1160 0,1163 0,1268 1 Spánskur poseti 0,0762 0,0764 0,0829 1 Japanskt yen 0,03183 0,03192 0,03611 1 (rsktpund 11,115 11,146 12,261 SDR (sérstök dréttarróttindi) 8/1 . 8,0106 8,0327 * Breyting fré siöustu skréningu. Shnsvari vegna gengisskróningar 22190. | ÞOK FUKU OG BÁTAR SUKKU „Ég er eiginlega orðlaus, það er svc mikið búið að ganga á hérna,” sagði Gunnar Vilbergsson aðstoðarvarðstjóri hjá lögreglunni í Keflavík. „Hér hafa fokið þök af fleiri, fleiri húsum, bátar hafa víst sokkið í höfn- inni en við höfum ekki haft tíma til að kanna það, og allt eftir þessu. Okkur er ekki kunnugt um slys á mönnum, er það algjör mildi. Þeir sem voru á vakt í nótt sögðu að þakplöturnar hefðu fokið eins og pappaspjöld bæði upp og niður. Þakplötur fuku af nýja iþrótta-l húsinu og af skólum, húsi á Vatns-j leysuströnd og svo mætti áfram telja. Maður einn sat inni í húsi sínu, sem er svokallað Vestmannaeyjahús, og las í bók þegar grindverk kom fjúkandi inn til hans. Eftir það er hreinlega gat í veggnum. Athafnalíf hér liggur meira og minna niðri því sums staðar er rafmagnslaust ennþá. Það er líka farið að hvessa aftur og núnaúrsuðvestri,” sagðiGunnar. Á Keflavíkurflugvelli gekk ekki nærri svona mikið á og allt gekk stór- slysalaust að sögn varðstjóra í lögregl- unni: -DS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.