Dagblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. ÞRIDJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1981.
Jónatæki fyrir
atvinnuhúsnæði
Eigum aftur fyrirliggjandi jónatæki fyrir atvinnuhúsnæði.
Pantanir óskast staðfestar. Takmarkað framleiðsluupplag.
Uppsetningarþjónusta og ráðgjöf til staðar hjá okkur.
RAFRÁSH/F
Hreyfilshúsinu Fellsmúla 24—26
Símar 82980 og 84130
Staurabor óskast
til borunar fyrir húsgrunna. Þvermál bors-
ins sé 35 til 40 cm. Uppl. í síma 97-8499 á
daginn og 97-8558 á kvöldin.
Smurbrauðstofan
BJORNINN
Njáisgötu 49 — Sími 15105
Ibúd óskast
Hef fjársterkan kaupanda að íbúð í Voga-,
Heima- eða Laugarneshverfi.
Eignanaust
Laugavegi 96 — Sími 29555
Opið í dag og á morgun frá kl. I til 5.
Útboð
Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar óskar eftir tilboðum í
lagningu 5. áfanga aðveituæðar. 5. áfangi aðveituæðar er
um 7,5 km langur og liggur milli Seleyrar og Hafnarár.
Útboðsgögn verða afhent á eftirtöldum stöðum gegn 500
kr. skilatrygging' i;í Reykjavík á verkfræðistofunni Fjarhit-
un hf. Álftamýri 9, á Akranesi á Verkfræði- og teiknistof-
unni sf. Heiðarbraut 40, í Borgarnesi á Verkfræðistofu Sig-
urðar Thoroddsen Berugötu 12. Tilboðin verða opnuð á
skrifstofu Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar, Heiðar-
braut 40 Akranesi, þriðjudaginn 10. marzkl. 11.30.
Afhverju borga
meira
en þúþarft?
50
visindalegir
möguleikar
•
Þrefaldur svigi
•
Slekkur á sár sjálf
eftir viðvörun
•
Rafhlaða
1000 klukkutíma
Verð289.-
Grensásvegi 24 — Sími 82660.
Helga Jónsdóttir og Katrin Óiafsdóttir sitja parna i kaffistofu fóstra í dagheimilinu við Furugrund. Þad er nýjasta dagheim-
ilið í Kópavogi og er um leið leikskóli. DB-myndir: Einar Ólason.
Fóstrur í Kópavogi ganga út á föstudag:
„BJARTSÝNAR A SAMNINGA”
K
Davið litla var ýtt um á bil fyrir utan
hús. Börnin virtust ekki hafa stórar
áhyggjur af því að brátt yrðu þau
föstrulaus.
ára starf og fá þannig starf okkar
metið til ákveðins flokks. Nú er það
þannig að fóstrur í Kópavogi byrja i
12. launaflokki. í honum er hægt að
hækka um þrjú þrep en síðan ekki
söguna meir. Eftir 12 ára starf fá þær
reyndar launaflokkshækkun eins og
allir aðrir hjá bænum en það endist
enginn það lengi. Yfirfóstrur og
deildarfóstrur eru einnig launaflokk
hærri. Við viljum komast í þann
launaflokk sem grunnskólakennarar
hefja störf í og geta klifrað upp í
launum,” sögðu Helga og Katrín.
Seint í gærkvöldi var haldinn
fundur með fóstrunum og fulltrúum
bæjarstjórnar. Þar átti að ræða
sjónarmið bæjarstjórnar, sem hefur
sagt að ekki sé forsvaranlegt að
hækka laun fóstra, þar eð allir aðrir
munu fylgja áeftir.
Hætti fóstrurnar vinnu á
föstudag eru ekki líkur taldar á að
menntaðar fóstrur, sem ekki eru
starfandi, muni sækja um stöð-
urnar, þar eð Fóstrufélag íslands
hefur beðið þær um að standa með
hinum, Starfsstúlkur þær sem unnið
hafa á dagvistarheimilum hafa ekki
leyfi til þess að reka heimilin einar
nema til þess sé fengin undanþága
frá menntamálaráðuneytinu. Þær
Helga og Katrín sögðust hins vegar
hafa heyrt það á foreldrum að þeir
ætluðu ekki að láta börn sin í vistun
til ómenntað fólks eingöngu. „For-
eldrar hafa lýst yfir stuðningi við
okkur og finnst þeim kröfur okkar
réttmætar,” sögðu þær Katrín og
Helga.
Um það bil 270 börn eru á dagvist-
arheimilum í Kópavogi. Á dag-
heimilum og skóladagheimilum eru
nær eingöngu börn einstæðra for-
eldra en á leikskólum eru börn bæði
einstæðra foreldra og hjóna. Verði
heimilunum lokað getur skapazt
neyðarástand á vinnumarkaðnum.
-DS.
„Við erum bjartsýnar og óttumst
ekki að verða atvinnulausar í fram-
tíðinni,” sögðu þær Helga Jónsdóttir
og Katrín Ólafsdóttir fóstrur á dag-
heimilinu við Furugrund í Kópavogi.
Þær eru í hópi þeirra fóstra sem ætla
að ganga út úr starfi sínu i Kópavogi
á föstudaginn. Þann dag ganga
einnig út fóstrur á Akureyri. Þann 1.
maí munu siðan lausráðnar fóstrur í
Reykjavík hætta störfum og 1. ágúst
þær fastráðnu.
I Dagblaðinu í gær er greint frá
því að bæjaryfirvöld í Kópavogi hafi
boðið fóstrum óformlega launa-
hækkun í formi aukinna yfir-
vinnugreiðslna án þess að aukin
vinna sé þó unnin. Svarar þetta til
um það bil launafiokks hækkun sem
fóstrurnar hafa verið að berjast fyrir.
„Þeir þykjast ósköp góðir með
það að við erum með helmingi fleiri
undirbúningstíma en fóstrur í
Reykjavík og með betri kjör. En það
sem við viljum er einfaldlega það að
geta komizt í hærri launaflokk eftir 4
Brotiztinní Árbæjarskóla:
TÓK GLUGGA ÚR í HEILU LAGI
Brotizt var inn í Árbæjarskóla í
fyrrakvöld eða fyrrinótt, hurðir að
skrifstofu skólastjóra, yfirkennara og
að fjölritunarherbergi sparkaðar upp
en engu virðist hafa verið stolið. Sá sem
brauzt inn tók glugga á kennslustofu í
kjallara úr í heilu lagi og fór þar inn.
Hvað innbrotsmaðurinn hafði í hyggju
með þessu athæfi sínu liggur ekki ljóst
fyrir.
Um helgina var einnig brotizt inn í
Miðbæjarmarkaðinn í Aðalstræti, hús
við Auðbrekku í Kópavogi og barna-
heimili við Iðufell. Ekki var vitað í gær
hversu miklu hafði verið stolið á
þessum stöðum en nokkrar skemmdir
höfðu verið unnar á húsnæði
Miðbæjarmarkaðarins. -KMU.