Dagblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 20
 - - • - - - - . — -■ - DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1981. Menning Menning Menning Menning ) Oft hefur orð verið á því gert að er- lendar bókmenntir sem máli skipta eigi býsna örðugt uppdráttar á ís- lenskum bókamarkaði, klassísk rit eða mikilsháttar samtimabókmennt- ir. Það sé ekki aðeins örðugt að fá til þýðendiír að túlka þær á íslensku heldur sé útgáfa þeirra kostnaðarsöm og áhugi hverfandi á meðai lesenda á slikum bókum. Kann að vera að þetta stafi meðal annars af almennri tungu- málakunnáttu í landinu að margir tilætlaðir lesendur hinna þýddu skáldrita eigi aðgang að þeim á frum- málinu eða kjósi heldur að lesa þau í þýðingum á önnur mál en íslensku. í haust brá samt svo við að til þess var tekið að óvenju margt af mikils- verðum erlendum skáldritum væri gefið út i íslenskri þýðingu. Hægur- inn hjá að nefna til sannindamerkis bækur og höfunda eins og Marilyn Franch: Kvennaklósettið, Graham Greene: Sprengjuveislan, Manuel Scorza: Rancas, Isaac Bashevis Sing- er, í föðurgarði, Gabriel Garcia Marquez: Liðsforingjanum berst aldrei bréf, William Heinesen: Það á að dansa, að minnsta kosti sumar hverjar alveg spánnýjar. Og margar hverjar vekja þessar bækur eftirtekt og umtal, eins og slíkt mælist t.a.m. af gagnrýni, ritdómum í blöðum eða bókmenntaþáttum útvarps, til jafns við mörg frumort skáldrit. Ekki man ég heldur betur en að minnsta kosti sumar þýðingarnar hlytu heilmikið lofí ritdómum. BARA VARA? Tóm afþreying Ég hef svo sem ekki talið þessar bækur síðan i haust. En það leyfi ég mér að efast um að þær reynist fleiri en þetta 10—20 talsins þótt rúmt sé talið. Og alveg óhætt að fullyrða að af 80—90 útgefnum erlendum skáldritum í islenskri þýðingu hvert tiltekið ár, eins og til að mynda árið 1979 og talin eru í íslenskri bókaskrá, séu að minnsta kosti 70—80 rit, langflest skáldsögur sem alls einskis bók- menntalegs álits né viðurkenningar njóta, hvorki á meðal útgefenda þeirra, lesenda sjálfra né þeirra sem með einhverjum hætti fjalla opinber- lega um bókmenntir og bókmennta- mat, hvort heldur er í blaðagagnrýni eða til dæmis skólakennslu. Þetta eru bækur sem við einum rómi nefnum afþreyingarsögur. Og þótt einkenni- legt megi virðast hefur orðið ,,af- þreying” fengið eindregið neikvæða merkingu í mestallri bókmennta-um- ræðu, þar á meðal, held ég, einnig á meðal almennra lesenda þessara bóka sjálfra. Þær eru bæði að almennings- áliti og opinberu mati „ófínar” bækur, annars flokks bókmenntir. Um afþreyingar- eða skemmtibók- menntirnar er raunar umfram allt þagað þar sem fjallað er um menn- ingarmál. Og það sem um þær er rætt, þegar svo ber undir, auðkennist einatt af einhverskonar vorkunnlæti lesenda sem meira þykjast mega sín, ef vinsamlega er í þær tekið, en hins vegar af tortryggni eða beinni fjand- semi lesenda sem helst ekki vilja hafa bækur eins og þessar. Og það viðhorf held ég raunar að sé miklu algengara — í orði kveðnu að minnsta kosti. En þetta er athugavert — þegar af þvi hve skemmtibækurnar eru mikill hluti árlegrar bókmenntaútgáfu, skáldrita á almennum bókamarkaði. Svo mikið er víst að þessar bækur eru ekki þýddar og gefnar út af neinni ástæðu nema þeirri að útgáfa þeirra er arðvænleg, þær ganga að stórum og fengsælum markaði vísum á meðal lesenda. Og það er á sama máta deginum ljósara að þær eru ekki keyptar af neinum hégómaskap, neins konar tylli-ástæðum, heldur af einskærum áhuga á efni þeirra og þörf fyrir aíð lesa þær. Blómlegur markaður Hverjar eru þá þessar bækur? Það er nú í bili öldungis óþarft að hafa uppi neinar formlegar skilgreiningar skemmtibókmennta til aðgreiningar frá hinum viðurkenndu, góðu bók- menntum, eða skáldbókmenntum sem svo má kalla. Við þekkjum öll þessar bækur, vitum hverjar þær eru og hvernig þær líta út. Ekki þarf le'ngi að litast um í bókaskrá eða á búðarborði í bókaverslun til að sjá þær skipa sér saman í meginflokka eða fylkingar: annars vegar höfundar eins og Theresa Charles, Denise Robins, Barbara Cartland, Bodil Forsberg, hins vegar Alistair Mac- Lean, Sven Hazel, Hammond Innes, Desmond Bagley, svo að einhverjir séu nefndir og nánast af handahófi. Annars vegar konur, hins vegar karlar, annars vegar spennusögur, hins vegar ástarsögur. Þegar við fyrstu sýn auðkennast skemmtibók- menntirnar af einkennisbúningi sem þær bera, svo sem til aðgreiningar frá öðrum bókum og bókmenntum, gerð og útlit staðlað, brotið því sem næst hið sama á þeim öllum, til dæmis, verðlagning i föstum skorðum eftir höfundum og tegundum bóka, kápa og káputexti svo sem eins á hvorri aðaltegund um sig. í verki verða líka sjálf nöfn höfundanna og heiti bók- anna eins konar vörumerki og gefa til kynna hvers konar gæði þær bjóða hver og ein. Og það þarf ekki að huga lengi að bókunum á búðarborði eða bókaskrá til að sjá að sú fjölbreytni bókaút- gáfu sem útgáfutölurnar einar virtust gefa til kynna er að mestu leyti blekk- ing. Það eru sem sé að miklum hluta sömu höfundar sem ganga á skemmtibókamarkaði og samskonar bækur ár eftir ár og sumpart sömu bækurnar. Margt eru þetta stórar og virkjamiklar skáldsögur, og má ætla að upplag þeirra sé ekki minna en 2000—3000 eintök að jafnaði og seljist að mestum hluta í fyrstu Iotu, minnsta kosti bækur þeirra höfunda sem ílengjast á markaðnum. Tryggir lesendur Á bóksölulistum sem blöðin taka saman og birta i kauptíðinni fyrir jólin fara tveir höfundar einatt saman, efstir og jafnir að sjá á listun- um — Alistair MacLean og Halldór Laxness. Það er vitað um þessa tvo höfunda að þeir njóta miklu meiri hylli á meðal lesenda en almennt gerist, og kann að mega ætla að bækur þeirra hvors um sig komi út í þetta 8—10.000 eintökum í seinni tíð, sem að vísu mun vera um það bil helmingi meira upplag en mest gerist um aðrar bækur og höfunda. Nöfn höfundanna kunna að þykja nóg til marks um smekkmun á lesendum þeirra, lesendahópum að baki hvors um sig. Hitt held ég að útgáfutölurn- ar sýni nógsamlega að markaður skemmtibókmenntanna upp og ofan sé ekki bara stærri heldur umfram allt mun öruggari en markaður frum- saminna innlendra skáldsagna, eða skáldbókmennta almennt. Til marks um það er á meðal ann- ars hin tíða endurútgáfa skemmti- bóka. í haust komu til að mynda út fimm skáldsögur eftir Theresu Charles og Bodil Forsberg, ein ný bók að vanda eftir hvora þeirra, en fjórar sögur í annarri útgáfu eftir hvora um sig. Eftir Alistair MacLean hafa komið út tuttugu bækur á jafn- mörgum árum, að minnsta kosti sjö eða átta hafa verið prentaðar tvisvar eða oftar. Þetta sýnir að þessir höfundar ganga ekki bara að trygg- um lesendahóp vísum heldur eykst hann líka og endurnýjar sig, að menn kaupa ekki bara bækur þeirra til að lesa þær eða gefa náunga sínum heldur til að eiga þær og varðveita og lesa þá væntanlega upp á nýtt þegar þörfin kallar. Og allt eru þetta varan- legar bækur og mega þess vegna varðveitast handa nýjum kynslóðum lesenda. Asamt bóksölunni sjálfri ár hvert hygg ég líka að útlán bókasafna sýni glöggt hversu mikið skemmti- bókmenntirnar eru lesnar. Á markaði skemmtibókmennta má sem sé sjá flestöll sömu auðkenni og á borgaralegum bókmenntamarkaði sem svo má kalla — nema lesendur skemmtibókmennta eru af fyrirferð útgáfunnar að dæma mun fjölmenn- ari en hinna viðteknu skáldbók- mennta upp og ofan. Og svo er að sjá sem þeir leggi alla sömu rækt og alúð við sínar bækur og höfunda sem les- endur þeirra bókmennta sem meiri virðingar njóta út í frá. Ekkert „bara" Að því leyti munar að vísu miklu á skáldbókmenntum og skemmtibók- menntum hvað sem gengi einstakra bóka, höfunda, bókmenntagreina líður á meðal lesenda. Enginn dregur í efa, ekki í orði kveðnu, að skapandi bókmenntir, skáldskapur sé einn vaxtarbroddur mennta og menningar í landinu. Skemmtibókmenntirnar eru á hinn bóginn „bara” dægra- stytting, „tóm” afþreying. Eins og það sé eitthvað „bara”! Þar sem um þær er rætt af ein- hverri alvöru eru þær einatt vegnar og léttvægar fundnar á reislu sem bókmenntahefðin, hið viðtekna bók- menntamat lætur í té. Þá eru skemmtisögur til að mynda gagn- rýndar með bókmenntalegum rök- serhdum: þær séu svo og svo illa samdar og stilsettar, atburðarásin vélgeng, persónugerðin tómar klisjur, málfar og stílsháttur ófrum- legt og útslitið. Eða færð eru gegn þeim siðferðisleg rök: þær feli um- fram allt í sér lifsflótta og svali ómeð- vitaðri óskhyggju manna og faisi þannig fyrir lesandanum verðmæta- og manngildismat hans. Eða þá að þeim er hafnað á hugmyndafræðileg- um forsendum sem svo má kalla: það sé beinlinis hlutverk skemmtibók- mennta að slæva og sljóvga lesand- ann, villa honum sýn á sín eigin vandamál, viðfangsefni mannlegs lífs, og ljúga hann fullan. Þetta má nú allt saman vera satt og rétt. Og bak við allar þessar aðfinn- ingar, sem í verki fléttast einatt meira og minna saman, má eygja hugmynd- ir um gagn sem hinn góði skáld- skapur, raunverulegu bókmenntir eigi að gera sínum lesendum. Þær bækur eru allar saman vel samdar og ortar, segja manni satt og rétt frá líf- inu og tilverunni, örva og hvetja les- andann í lífsbaráttunni í stað þess að sljóvga hann og letja. En í stað þess að mikla fyrir sér gildi og gagnsemi sem skemmtibók- menntirnar hafa ekki til að bera, og þar með ógagn sem þær geti gert, má allt eins huga að því hvaða not sé í rauninni af þeim að hafa, hvað þær hafi sjálfar að segja. Hvort sem þær eru að endingu gagnsminni eða ógagnlegri en aðrar bókmenntir, sem allar eru í ósköp hversdagsbgum skilningi þeirra orða gagnslausar bækur, er hitt víst að heilmikil þörf er fyrir þær á meðal lesenda. Fyrir- ferð skemmtibókmenntanna ein er nóg ástæða til að gefa meiri gaum en tíðkast hefur að þessum þætti bók- menntastarfseminnar, bókmenningar i landinu. V Hluthafafundur Almennur hluthafafundur verður haldinn mánudaginn 23. febrúar 1981 í Kristalssal Hótel Loftleiða og hefst kl. 17.00. Dagskrá: Tillaga stjórnar félagsins, um brcytingu á 18. gr. sam- þykkta Flugleiða hf„ um stjórnarkjör, þannig að ríkis- sjóður tslands fái heimild til að tilnefna 2 menn i stjórn félagsins. Tillagan verður til sýnis fyrir hluthafa á skrifstofu félagsins fráog með 17. þ.m. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir í hluta- bréfadeild félagsins á skrifstofutíma frá og með miðviku- deginum 18. febrúar 1981. Stjórnin. ÓLAFUR JÓNSSON Bók menntir ✓

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.