Dagblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1981.
9
I
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
D
Brian Murphy og Yootha Joycc sem George og Mildred.
Yootha Joyce látin
Chester og Jessica Tate, hjón I Löðri.
Við þekkjum þau sem
Jessicu og Chester
öll munum við eftir Chester og
Jessicu Tate úr Löðursþáttunum í sjón-
varpinu. En fæstir vita nokkuð um
leikarana, — hve margir af þeim sem
þetta lesa skyldu t.d. vita hvað þau
heita sem léku Jessicu og Chester?
Katherine Helmond heitir sú sem
fór með hlutverk Jessicu. Hún er 47
ára, gift David Christian sem er 10
árum yngri en hún. Hann er mynd-
höggvari.
Robert Mandan sem við þekkjum
bara sem Chester virðist einnig
nokkuð ánægður með eiginkonuna.
Hún heitir Sherry en ekkert vitum við
fleira um hana.
— íslenzkir sjónvarpsáhorfendur muna eftir henni úr
gamanmyndaflokknum Maður til iaks
Maður til taks hétu þættir sem
sýndir voru i íslenzka sjónvarpinu
fyrir 4 árum. Fjölluðu þeir i
gamansömum tón um samband
miðaldra, barnlausra hjóna. Fjögur
ungmenni komu einnig við sögu.
Fyrir tæplega hálfu ári lézt
Yootha Joyce en hún fór með hlut-
verk hinnar köldu eiginkonu,
Mildred. Eiginmann hennar, George,
lék Brian Murphy.
,,Ég trúi því ekki enn að hún sé
farin,” segir hinn 46 ára gamli Brian
Murphy. „Við vorum svo samrýmd.
Hún þekkti mig vel áður en ég
kvæntist og þegar synir mínir tveir
fæddust. Hún var sem einn af fjöl-
skyldumeðlimunum.
Ég held að í raun hefði hún sjálf
viljað eignast fjölskyldu þó hún hafi
kannski sagt einhverjum annað.”
Minningar frá samstarfínu við
Yoothu munu fylgja Brian inn í nýj-
an gamanmyndaflokk sem ITV er að
gera. Nefnist sá myndaflokkur Hinn
ótrúlegi Tanner og aldrei er að vita
nema hann eigi eftir að sjást í
íslenzka sjónvarpinu. Sama starfs-
liðið vinnur að gerð þess þáttar og
vann við myndaflokkinn um George
og Mildred.
Brian upplýsti að hann og Yootha
hefðu verið farin að hafa áhyggjur
Hópurinn úr „Maður til taks”.
vegna framtíðarinnar af því að leika
alltaf sömu hjónin, áður en Yootha
veiktist i ágúst sl.
„Við vissum að ef við héldum á-
fram of lengi gæti það þýtt endalok
okkar í sjónvarpi,” sagði hann. „Við
vorum búin að starfa saman í sjö
ár.
Ég var farinn að velta því fyrir
mér hvort ég gæti gert nokkuð
annað, þetta var orðið svo
tilbreytingalítið, vanabundið. Ég var
farinn aðsljóvgast.
Þegar Yootha lézt barst mér
fjöldinn allur af bréfum. í einu þeirra
var stungið upp á því að George
héldi áfram sem ekkjumaður. Það
virtist góð hugmynd, en ég var sam-
mála höfundunum um að slíkt væri
ekki viðeigandi svo fljótt eftir fráfall
hennar.”
Robert Mandan ásamt eiginkonunni, Sherry.
ofninn
á 5 mín.
Þetta verða þau að þola
Vel er skiljanlegt hvers vegna
Elísabet Bretadrottning sá ástæðu til að
kvarta yfir ágengni blaðamanna og
Ijósmyndara gagnvart konungs-
fjölskyldunni. Þessa dagana er fylgzt
með hverju spori Karls prins, sér-
staklega vegna þess að margir þykjast
þess fullvissir að trúlofun hans og
Diönu Spencer verði tilkynnt með
vorinu.
Diönu ofbýður greinilega ágengni ljós-
myndaranna ef marka má svipinn á
andliti hennar.
Við birtum hér myndir af hjónaefn-
unum og víst er að þau eru ekki öfunds-
verð með allt ljósmyndaraliðið á
hælunum. Þeir smella miskunnarlaust
af, sjái þeir prinsinn í einhverri af-
káralegri stöðu og ekki gætu þeir selt
myndirnar nema lesendum væri
skemmt við að sjá þær.
En lady Di eins og Bretar kalla
Katherine Helmond og eiginmaflurinn, myndhöggvarinn David Christian.
Það er bezt að gefa imyndunaraflinu
lausan tauminn og hafa engan texta
mefl þessari mynd.
Diana Spencer