Dagblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRUAR 1981.
I
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
ATLI RUIMAR
HALLDÓRSSON 1 *
REUTER
Kína:
Gættu
tungu
þinnar,
félagi
„Málfrelsi þýðir ekki að þú getir sagt
það sem þér sýnist eða vildir sagt
hafa,” sagði Dagblað alþýðunnar,
opinbert málgagn Kommúnistaflokks
Kína í ítarlegri grein í gær þar sem Kin-
verjum voru birt boðorð yfirvalda um
skoðanafrelsi. Blaðið vitnaði í mál-
frelsisreglur frá árinu 1955 og sagði að
jafnvei í auðvaldsheimi Vesturlanda
væri ótakmarkað málfrelsi eða prent-
frelsi forboðið.
Annað blað sem túlkar opinbera af-
stöðu stjómvalda í Kína, Guangming,
réðst í gær að opinberum erindrekum
sem settu fram kröfur uni „vestrænt
lýðræði”. Blaðið sagði að i auðvalds-
löndum hagnaðist aðeins yfirstéttin i
lýðræðinu.
Lifa vikum saman á vatni og salti:
Samar hætt komnir
í hungurverkfalli
norska ríkisstjórnin á f undum um Alta-málið
Frá Sigurjóni Jóhannssyni, frðtta-
ritara DB (Oaló:
Fimm ungir samar hafa undan-
farið verið í hungurverkfalli til að
mótmæla fyrirhugaðri Altavirkjun.
Hinn 25 ára gamli Per Ailo Bæhr
hefur nú svelt sig í 21 sólarhring og er
orðinn mjög máttfarinn. Samarnir
hafa verið undir umsjá lækna að
undanförnu og hafa þeir lagt til að
þeir verði lagðir inn á sjúkrahús.
Samarnir hafa aðeins drukkið vatn
og tekið inn salt samkvæmt læknis-
ráði.
Ríkisstjórnin fundaði í gær um
Altamálið og undirbýr ferð Andreas-
sens samgöngumálaráðherra til
Kautokeino, en þar mætir hún ásamt
fleiri embættismönnum til fundar við
fulltrúa samtaka sama og fimm odd-
vita í Finnmörku. Gert er ráð fyrir að
rikisstjórnin sé nú tilbúin að ganga að
ýmsum kröfum þeirra um aukið
sjálfræði og lagalega vernd.
Gengið hafa sögur um að ríkis-
stjórnin hafi í hyggju að stöðva enn
um sinn virkjunarframkvæmdirnar i
Alta, en því hefur verið neitað af
hálfu rikisstjórnarinnar. Aftur á
móti kveðst ríkisstjórnin reiðubúin
að flýta eins og hægt er málarekstri
fyrir hæstarétti, sem á að kveða upp
endanlegan úrskurð um lagalegan
grundvöll ríkisstjórnarinnar í þessu
máli.
Fjöldi lögfræðinga og laganema
hefur skorað á ríkisstjórnina að
fresta framkvæmdum við Alta þar til
úrskurður hæstaréttar liggir fyrir.
Mikkel F.ira, einn fimm sveltandi sama i læknisrannsókn. Fira hefur tapað 7 kiló-
um af eðlilegri þvngd i 20 daga hunguncrkfalli. Ilann er einn af forvstumonnum
samahre.vfingarinnar gegn Alta-virkjuninni.
Nils Magnus Tornensis: Hefur svelt i
20 daga, hefur tapað sjón og he> rn að
einhverju leyti.
Per Ailo Bæhr: Hefur svelt i 21 sólar-
hring og er orðinn mjög máttvana.
Læknar óttast um heilsu hans.
STUDENTAVERK-
FÖLL BREIÐAST ÚT
Utlit er fyrir að mótmælaaðgerðir
og verkföll stúdenta í pólskum há-
skólum breiðist út. 2000 stúdentar í
Krakow hafa byrjað verkfall og stúd-
entar í Katowice hóta verkfalli á
fimmtudag. Stúdentar .í Lodz halda
áfram mánaðarlöngu verkfalli eftir
að samningaviðræður fóru út um
þúfur. í Jagiellonian háskólanum í
Krakow hafa stúdentar uppi borða
með kröfum um afsögn Gorskis
menntamálaráðherra Póllands.
Meðal krafna stúdenta má nefna að
þeir vilja minnka skyldulestur i marx-
isma og rússnesku og draga úr her-
sk yldu.
Einstakt
tækifœri til að
gera góð kaup á
nýjum og nýlegum kjólum
KJ0LA
MARKAÐ
að Laugavegi 33
(við hliðina á Skífunni)
Ýmis anrtar
TÍZKUFATNAÐUR
EINSTAKT TÆKIFÆRI
EINSTAKT TÆKIFÆRI
Helsingborgí
Svíþjóð:
Ævin-
skips-
skaða
Tveir menn björguðust á ævintýra-
legan hátt I slysi í höfninni í Helsing-
borg í Svíþjóð í gær. Norska flutninga-
skipinu Jaeren hvolfdi og sökk á 30
sekúndum þegar hluti af 800 tonna
farmi þess, álstöngum, færðist til við
uppskipun. Þrir sænskir verkamenn
voru um borð og einn norskur véla-
maður. Óttazt var að allir hefðu
drukknað, en kafarar fundu tvo mann-
anna í lestinni. Höfðu þeir enn loft til
að andá að sér, en kafararnir gáfu þeim
súrefni af birgðum sínum áður en þeir
voru fluttir upp á yfirborð sjávar. Lík
annars mannsins sem saknað er fannst
en talið er fullvíst að hinn hafi einnig
týnt lífi. Lögreglan neitaði að gefa upp
þjóðerni eða nöfn þeirra sem komust
lífs af.
LAUNÞEGAR!
Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur
^ skattframtala 1981 er
AMDBfiUN
Ath. að fjárhæðir í framtalinu eiga að vera í GÖMLUM KRÓNUM
Ríkisskattstjóri